Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 13
UM SJONARSTAÐ VISINDA OG HUGARFAR VESTURI BÆ Menn hafg á öllum öldum haft dálítið sjálfvirkt lag á því að lóta orð og setn- ingar merkja það sem þeir vildu sjálfir skiljg -- mál úr annarri öld, og gf þeim sökum annarri mennmgu sem að ein- hverju leyti er framandi. EFTIRDAVÍÐERLINGSSON SAGT er það frá konu einni í vesturbænum í höfuðstað ís- lendinga, að hún mátti ekki vamm sitt vita og ekki til þess hugsa að geta orðið kennd við ljótan leik baráttunnar í stjórnmálum, þar sem flokkar takast stundum á af hörku. Hún sagðist aldrei hafa skipt sér neitt af póli- tík, heldur aðeins kosið sjálfstæðismenn, - þ. e. að skilja í kosningum til forystu um má- lefni samfélagsins. Þessa alþekktu sögn mætti víst með al- mennum rökum telja til þjóðsagna og álíta að hún hafi sem slík nokkurt menntunargildi. Óþarft er að draga í efa sannleiksgildi henn- ar almennt og hugmyndlegt, enda þótt vafa- samt sé að hún sé það sem kalla mætti dag- sönn. Vil ég raunar engu kosta til að grafast fyrir um sannsagnargildi hennar sagnfræði- legt. Því að hitt blasir ljóst við, að hún er bæði kímnisaga og heimspekileg saga með alvarlegum efniskjarna. Sá kjarni er það sem sagan kímir að kon- unni fyrir, það að hún skuli skipta tíma ver- aldarinnar í tvennt: fyrir og eftir tilkomu böls þess í heiminn sem barátta stjórnmála er hér látin vera. Villa konunnar, sem okkur þykir spaugilegur einfeldningsháttur, er sú að ganga fram í þeirri blekkingu að sú tilkoma hafi orðið einhvern veginn á því bili þegar vit- und hennar var að ná þeim þroska að geta vitað af þeirri (ímynduðu) breytingu. Þau tímamót í lífi hennar bera hér önnur með sér: þau að fyrst var heimur þegar ekki var böl heldur einhvers konar „einfalt líf' sem var gott og grundvallarlegt og eðlilegt ástand, en síðan spilltist heimurinn af sundrung, pólitík. I þessari sögu má þannig með nokkrum hætti felast en vera þó vel sýnilegur hugar- farsvísir um leið og vaxtarspíra hinnar fornu og fjölþjóðlega víðkunnu goðsagnar um forna friðaröld, alsældaröld, gullöld. I samræmi við rúmtímaímynd sína hlaut konan að velja þá hina mannlífseðlilegu skipan og kjósa í kosn- ingum þau samtök manna sem hún taldi styðja hana, nefnilega Sjálfstæðisflokkinn til þess að stjórna samfélaginu. En það að nefna hann með skynjuðu samasemmerki yfir til þess sjálfsagða og eðlilega - og ópólitíska - er sjálfsmótsögn konunnar og sú litla sprenging sem þíðir til bross eða leysir fram hlátur. Það er hlátur þess sem veit betur, veit að það er blekking að halda að átök (pólitík) um það hvernig innrétta skuli samfélagið hafi fyrst komið til á dögum hennar sjálfrar; hlát- ur þess sem veit og skilur hve rangt er og varasamt að halda að bölið hafi komið í heim- inn á þeirri stundu sem maður fór sjálfur að fá vit til að skynja tilvist þess. En samt er það auðvitað einnig rétt, í þeim sérstaka skilningi heimspekilegum, að ekki er fyrr en vitað er. — Allt þetta er greinanlegt í merkingarsviði þessarar sagnar um þá fákæni manns að setja núllstig og síðan upphaf þjóðfélagsát- aka á eftir þessum punkti en láta það sem var þar áður hafa verið það mannlífseðlisfræði- lega tíðindaleysi góðs lífs, þegar hinn sjálf- sagði hópur vitrustu og beztu manna stjórn- aði bara öllum til þarfa og þurfti ekki að etja kappi við neinn til þess. Með því að gera þessu líka setningu núllst- igs og upphafs einhvers fyrirbæris eða við- fangsefnis að grunni og lykilatriði til skiln- ings á því máli má nú segja að ráðning sagnarinnar um konuna leiði af sér þá skil- greiningu á blekkingu hennar og hugsunar- villu (á ensku fallacy) sem felst í þeirri til- lögu, sem hér skal nú fram borin: að hún skuli heita vestbæska (orðið myndað í líkingu t. d. við lesbísku, en það hugtak er einnig leitt afstaðarnafni). Frá sögn sem lifir að sínu leyti á hugmynd um það fullkomna, sem var, skal nú sjónum beint að öðrum hugvísindum. Eitt allra mikil- vægasta verkasvæði í grunni vísinda um menntir og menningu liðinna tíma er textaút- gáfa og þær textarannsóknir sem útgáfu tengjast. Markmið þeirrar vinnu er jafnan að komast að þeim upphaflegasta texta sem fundinn verður af riti og gefa hann út, venju- lega á prenti eða þá, nú orðið, rafrænt, til þess að hver sem er og þeirra á meðal vís- indamenn hafi þar aðgang að verkinu og eigi kost að leiða af því þá vitneskju, þekkingu og viðhorf sem þar er að finna, ljós eða leynd. Eftir að sá texti hefur verið fundinn með óbilandi rökum, afstaða allra handrita hans verið könnuð og henni lýst, niðurstöður handritaættartöflu orðnar traustar — þetta er kjarnahluti undirbúningsvinnunnar - þá er að koma þeim texta út án þess að hann spillist af villum eða afbökunum frá því sem upphaflegastur og ólognastur er fundinn. Þetta getur verið hægara sagt en gert, því að um er að ræða ritað (tungu-)mál — og menn hafa á öllum öldum haft dálítið sjálf- virkt lag á því að láta orð og setningar merkja það sem þeir vildu sjálfir skilja - mál úr annarri öld, og af þeim sökum annarri menningu sem að einhverju leyti er framandi eða útlend vegna þess, þótt hún sé það ef til vill ekki af landfræðilegum sökum. Eigi að síður reyna menn fastlega að koma gömlu riti heiðarlega svo óbrengluðu sem verða má til skila handa nýrri öld, og helzt líka næstu öld- um þar á eftir. Aðferðin verður þannig í vís- indalegum útgáfuverkum, að verkamennirn- ir reyna að takmarka viðfang sitt sem mest við málstextann sjálfan sem runu af táknuð- um hljóðum og orðum og setningum, og í annan stað að hafa meðferðina og athugunina á vitnisgildum mismunaratriðum (lesháttum, lesbrigðum, „villum" í textum handrita; þær eru það sem mest veltur á í þessum vísind- um) sem vélgengasta líkt og í reiknivél, hvorttveggja til þess að gefa mannlegum breyskleika og villusemi sem minnst tæki- færi til spillingar. Menn hugsa þá stundum um málvísindin og um málið, á sínu málsögu- Jegu stigi, með orðaforða sínum og stflsmóti "o. s. frv., sem þann eiginlega, og helzt nánast raunvísindalega, botn sem útgáfuverkið skuli standa á. Það getur að slíkri hugsun verið nauðsynlegt, og það sést oft að það er nauð- synlegt, að gæta þess að láta það ekki hafa áhrif á hugsun sína við vinnuna hvað það er eiginlega sem hinn gamli texti er að segja. Það á ekki að vera í verkahring vísindalega vinnandi útgefanda að túlka textann, aðeins að láta hann gefa sjálfan sig til kynna í ná- kvæmri birtingu. Túlkanir geta verið nauð- synlegar vegna annarra vísinda, en þær eru annað viðfangsefni sem er eiginlega ósa- mrækilegt vísindalega útgáfustarfinu. Því að komi sá sem það vinnur til verksins með fyr- irframhugmyndir eða fyrirframþekkingu sem hefur áhrif á skilning hans og vinnu- brögð, þá er viss hætta á ferðum. Hugmynd- irnar gætu átt eftir að reynast rangar og verkið skemmt af þeim sökum. Auðskilið er af þessu að víða er sett fram og enn víðar mun fylgt sem sjálfsagðri þeirri almennu reglu, til þess að forðast skemmdir af villuhættri hugsun mannsins, að í vísinda- legri textaútgáfu skuli gæta vandlega hófs um það sem þar er haldið að lesandanum ás- amt með textanum. Að vísu er almennt viður- kennt að láta verði lesanda í té „nauðsynleg- ar" orðabókarskýringar, skýringar á torræðum orðum og torskildum samhengj- um orða, en margir gildir útgefendur vilja nema staðar við þetta, telja ekki rétt að ganga lengra en þangað í vísindalegri útgáfu. Forðast skuli túlkanir á inntaki textans, enda þótt auðvitað lesi útgefandi hann eftir orð- anna hljóðan og merkingu í yfirborði leslín- unnar. Það ber við, að heyra má reynda og góða útgefendur vísindalegra útgáfna tala um þetta efni eins og um skýran og sjálfsagð- an mun, allt að því eðlismun, sé að ræða milli þessa tvenns, orðaskýringa og þess háttar annars vegar (sem telst tækilegt, í hófi) og þess sem ætti skylt við túlkun hinsvegar (og ætti að birtast annars staðar en í vísindalegri útgáfu). Allir vita í rauninni að það er ekki mann- lega gerlegt að þurrka út þekkingu sína og hugmyndaheim, þótt gengið sé að slíkum verkum. Enda yrði maður þá ef til vill um leið óhæfur til þeirra. Þetta er þverstæða, sem ekki sýnist verða leyst fram úr með rakar- eikningi. En vitanlega vinna menn verkin eigi að síður, finna og fara sínar leiðir fram úr vandanum, og vitanlega tekst misjafnlega til. Bæði í fyrirmælinu „ekki túlka" og fyrirmæl- inu „útskýra hófsamlega það nauðsynleg- asta" - og einnig og ekki síður í afstöðunni milli þessara boða beggja — verður greinan- legt það baksvið hugmynda þar sem staðið er á sjónarstað vestbæsku á miðju sviði, sýnileg sú afstaða að setja upphafsstað þar og byrja frá grunni með innanhreint (þ.e. tómt) höfuð. Það er rökleysa, því að allt hafði hafizt löngu fyrr, og höfuð verður ekki innantómt meðan það lifir. Það er enginn eðlismunur á því að rétta fram skýringu og að túlka. En með þessu er alls ekki verið að segja að vísindin séu óðra manna æði sem leggja ætti frá sér. Enda þótt viðlíka blik eða blekkingar (falla- cies ýmsar) séu greinanlegar hér og þar í hugmyndagrunni vísinda, má það ekki verða að ástæðu til að snúa baki við vísindunum. Það er alls ekki víst að botninn sé orðinn eftir suður í Borgarfirði. En það er nauðsynlegt að kanna vel fyrirflug slíkra blikana til þess að geta varast þau mein, sem af getur stafað. Maðurinn verður að halda áfram, ekki síður í vísindum en í annarri gerð sannleiks og sjálfsmyndar (í annarri sögu), að eyða því ókunna og ógnvekjandi, gera hið óumræði- lega umræðilegt, til þess að þekkja heim sinn. Það er þekkingarsköpun. Það er nauð- synlegt að þekkja líka þverstæðurnar og blekkingarnar til þess að geta varast áhrif þeirra, þegar ekki verður komizt framhjá þeim. Mikilvægasta lyfið gegn þeim meinum er það að vísindamaðurinn skilgreini fyrir sjálf- um sér og umheiminum hugarfarið og af- stæðurnar sem eru næstu kringumstæður verks hans, hvort sem það kynni að vera vís- indaleg útgáfa Grettis sögu, túlkun Grettis sögu, kennileg bókmenntafræði, almenn listasaga, eða hvað. Þær villur eru líklega varasamastar sem maður hefur spírurnar til þeirra að heiman með sér sem sjálfsagða hluti inni í viðhorfinu, og því er auðvitað brýn nauðsyn að gjalda sjálfvitaðan varhug við vestbæsku til að koma í veg fyrir að ker vís- indanna leki af hennar völdum eða annarra slíkra. Enda þótt vestbæsku gæti eitthvað hér og þar í mannlegri hugsun, þaðan sem ekki reynist gerlegt að loka hana úti, er ekki víst að botninn sé allur suður í Borgarfirði fyrir því. En það gæti þurft að dytta rækilega að keraldinu öllu. Sbr. t. d. heitið á bók Jóns Jónssonar Aðils sagnfræðings sem okkur var sumum gefin ungum, Gullöld íslendinga. Sbr. og hugmyndir Platons um gerð hins æskilega samfélags. Þetta er varla alls ós- kylt. Það er að vísu utan við þjóðbraut hugsun- arinnar í þessari grein, en er áríðandi og því illt um að þegja, að afstaða konunnar er sú sem augljóst er að fasistísk forysta í þjóðfé- lagsmálum mundi óska eftir að finna fyrir hjá fólki og geta tengt hugmyndafræði sína og stefnu við. Fastistaflokkar hafa jafnan kynnt sig sem málsvara þöguls eða ekki mál-burð- ugs meirihluta sem aðhyllist einfalda „heil- brigða" lífsafstöðu — það sjálfsagða og góða — hvort sem um nokkurn meirihluta hefur verið að ræða eða ekki. En hann getur orðið til í og með áróðursmælinu. Leiðtogar fasista vilja sjást vera málsvarar „litla mannsins." Draumurinn um gullna framtíð (sbr. hug- myndina um þúsund ára ríki) sprettur í anda og spírar í framhaldi goðsagnar um sæla fornöld og skilst sem afturhvarf til þess eina rétta. Fasistaþjóðfélög verða varla framsæk- in í vísindum né listum, þar ríkir í hugmynda- botninum andgreindarvísindaleg afstaða. Helzta listform þeirra mundi hljóta að vera kitsch, og kitschættaðar hugmyndirnar hlytu að standa vísindum þeirra fyrir þrifum. - að því tilskildu vitanlega að ættgreiningu handritatexta verði við komið í þeirri texta- leifð sem við er að fást. Með þessu er ekki sagt að textar sem eru afleiddir eða eftir- ritaðir eftir öðrum varðveittum ritum geti ekki búið yfir einhvers konar merkilegu gildi einnig. Höfundurinn er prófessor við Háskóla ísbnds LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.