Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 7
/
Myndlýsing: Guðný Svava Sfrandberg.
SMÁSAGA EFTIR
HÉÐIN UNNSTEINSSON
Kukkan var rétt hálftíu er flaut-
að var fyrir utan kjallaraíbúð
mína þennan vota laugardags-
morgunn seint í ágúst.
Hundadagar voru rétt að
enda. Hún var mætt. Ég hafði
kynnst henni fyrir þremur ár-
um, við vorum þremenningar
og höfðum á þessum árum ræktað ættartengsl-
in reglulega. Við hittum gamlan frænda okkar
einu sinni í mánuði á krá í bænum og buðum
honum í mat. Höfðum upp úr honum gamlar
svallsögur sem enginn kunni betur frá að segja
en einmitt hann. Þessir fundir voru skemmti-
legir. Bæði voru þessi skyldmenni mín bindind-
ismenn, sá gamli stóð á sjötugu en frænka var
rúmlega tvítug. Sá gamli hafði nýlega horfið af
vinnumarkaðnum sökum aldurs en hin unga
frænka mín var sjálfstætt starfandi. Hún hafði
náð ótrúlegum árangri við sölu fæðubótarefna
sem unnin voru úr jurtum frá Austurlöndum.
Það leið varla sá fundui' hjá okkur ættmennun-
um að hún minntist ekki á bætiefnin og nær
kraftaverkaleg áhrif þeirra. Við frændumir
brostum. Við tókum hana mátulega alvarlega.
Hún hafði þó allt tíl að bera til að ná langt í
sölumennsku, geislandi sjálfstraust, óþijótandi
elju og mikinn sannfæringarkraft. Hún hafði
gengið til liðs við söluhreyfingu jurtaefnanna á
réttum tíma, fengið aðra í lið með sér og unnið
sig hratt upp. Þessi unga frænka mín virtist
vera vel þekkt meðal þess fólks sem notaði og
seldi vöruna. Allir könnuðust við hana og ævin-
týralegan uppgang hennar innan þessa alþjóð-
lega fyrirtækis.
Hún hafði lengi reynt að fá mig til liðs við
hreyfinguna. Ég hafði einu sinni látið undan
henni og prófað vöruna í skamman tíma en
ekki orðið bergnuminn af hrifningu. Hafði þó
fundið fyrir aukinni orku og minni matarlöng-
un. Nú þennan blauta laugardagsmorgun var
ég á leið með henni á ráðstefnu þess fólks sem
lengst hafði náð í sölu og neyslu efnanna. Ég
gat ekki sagt nei þegar hún bauð mér, henni
virtist svo umhugað að taka mig með sér. Það
var flautað aftur, nú ákafar en í fyrra skiptið.
Ég skellti mér í rónafrakkann og snaraðist út í
úðann. Það var skítkalt.
Þar sem við keyrðum suður Kringlumýrar-
brautina í nýja þýska stálgráa fáknum hennar
fr ænku, var ekki laust við að svolítill kvíðahnút-
ur hreiðraði um sig í maganum. Frænka vildi
lítið segja mér um þessa samkundu þannig að
ég gat ekki alveg gert mér grein iyrir því hvað
ég var að leggja útí. Ég fann hvemig ég þrýst-
ist niðurí leðursætið er sá þýski geystist áfram.
Er við komum að samkomustaðnum voru þeg-
ar nær öll bílastæði upptekin. Ég veitti því eft-
ii-tekt er við gengum að samkomuhúsinu að í
afturrúðum margra bflanna voru táknmerki
bætiefnisins og fyrirtækisins. Er við komum
inní samkomusalinn var þar þegar fjöldi fólks.
Hér var ég gestur. Þetta var stór salur með
stóm sviði þar sem bætiefnunum var raðað
upp. Fyiir neðan sviðið voru nokkur stór borð
en aftan við þau tóku við raðir af hvítum plast-
stólum. Ég sá að borðin og fremstu raðir stól-
anna voru sérstaklega merkt með erlendum
nöfnum. „Þú verður að sitja aftast“ sagði
frænka. „Hér er stéttaskipt eftir því hvað
menn hafa náð langt í sölunni“. Þannig að ég
settist aftast í salinn en frænka sat við eitt af
háborðunum. Ég tók eftir að ailir heflsuðu
henni og virtust þekkja hana. „Mikið ertu
heppinn að þekkja Emu,“ sagði gamall kunn-
ingi sem kominn var á fullt í sölu efnanna og
hættur fyrra starfi sem klæðakaupmaður.
„Blessaður vertu, þetta er framtíðin, það var
ekkert upp úr hinu að hafa.“ Mér brá svolítið,
það var sem þessi gamli kunningi minn hefði
verið settur á 78 snúninga í stað þeirra 45 sem
ég hafði kannast við hann á. Fundurinn var að
hefjast svo ég kvaddi með þeim fáu orðum sem
églcom að og flýtti mér að fá mér sæti, aftast.
I salnum voru sennilega um 250 manns.
Fundurinn hófst. Fyrst fór þekktur veitinga-
maður fyrir fundinum. Hann talaði í magnað
kerfi hátalara um mátt efnanna, sögu þeirra á
Islandi og þau undraáhrif er jurtimai- höfðu
haft á hann. Því næst hópaði hann saman öllum
þeim úr salnum sem misst höfðu 15 eða fleiri
kílógrömm fyrir sakir efnanna. Þessir aðilar
sem röðuðu sér upp voru allmargir og hver á
fætur öðram ráku þeir sigursögur sínar á
aukakflóunum á sviðinu. Efnið var lofsamað,
fólk klappaði fyrir árangri annarra, Tina Tum-
er söng hástöfum um þá bestu og tilfinningam-
ar náðu yfirhöndinni hjá miðaldra konu sem sat
fyrir framan mig. Hún gladdist með hinum
grönnu og tók til við að dansa af hjartans lyst.
Við hlið hennar sat mjög frjálslega vaxinn mað-
ur hennar sem ekld sýndi eins mikla kátínu. Ég
hafði veitt því athygli að hún hvíslaði oft eins og
einhverju hughreystandi að honum þegar hinir
sem tapað höfðu pundunum fengu klapp.
Höfðu efnin ekki virkað eins vel á hann og alla
hina? Hann klappaði þó með taktinum, hans
tími hlyti að koma. Maðurinn við hliðina á mér
hafði tekið eftir því að ég stóð aldrei upp,
klappaði aldrei og tók engan þátt í gleðinni.
Hér var ég öðravísi. Ég hafði ekki enn hrifist
með mætti hinna mörgu eða látið múginn sefa
mig. Maðurinn vatt sér að mér: „Viltu te, ég
ætla að fá mér jurtate?“ Nei svaraði ég ákveð-
ið. Hann fór. Er hann kom til baka rétti hann
mér bolla af þessu undratei og brosti. „Gjörðu
svo vel.“ Ég brosti til baka vandræðalega og
tók við veigunum.
Stjórnandinn hafði nú gefist uppá öllum
kraftaverkasögum þeiira sem misst höfðu 15
kíló eða meira, þeir vora einfaldlega of margir
og of málglaðir. Hann kallaði næst sölumenn á
svið. Fyrst komu sölumenn sem sátu aftast,
byrjendur sem höfðu gert það gott og vora á
uppleið. Þar komu á svið bæði karlar og konur
og sögðu okkur hinum hvað þeir höfðu selt fyr-
ir mikið í mánuðinum. Allir klöppuðu og Tina
söng. Eftir því sem sölumennirnir sem sátu
nær sviðinu stigu á stokk hækkuðu söluupp-
hæðimar verulega. Loks kom að því að kynna
þau er hæst vora sett, þau er höfðu náð í efsta
flokk sölumanna. Þetta var æðsta takmarkið,
þangað vildu allir ná. Þau vora einungis þrjú:
Fundarstjórinn, ung íslensk kona búsett í
Bandaríkjum Norður-Ameríku og frænka. All-
ir klöppuðu og stóðu úr sætum, ég klappaði að-
eins líka, bara fyrir frænku. Það var ekki laust
að tilfinningastraumar færu um mig þegar
frænka fékk hljóðnemann. Ég var stoltur. Hún
sagði áheyrendum að fyrst að hún hefði náð
svona langt gætu það allir. Ég fann hvernig
fólk fylltist sjálfstrausti allt í kringum mig. Svo
nefiidi hún þá tölu sem allir biðu eftir. Ég trúði
ekki mínum eigin eyram, hún var þá svona öfl-
ug. Það sló þögn á hópinn, Tina rauf þögnina og
allir klöppuðu fyrir frænku. Nú var tekið hlé.
Eftir híé sagði venjuleg kona úr Flóanum fi-á
því hvemig hún hafði umbreytt lífi sínu með
efnunum. Hún lýsti því skemmtilega hvemig
þau virkuðu og hreif áheyrendur með sér. Að
lokum fullyrti hún að eftún væra svarið við öll-
um okkar skorti á bættri líðan og innihaldsrik-
ara lífi. Á þessum tímapunkti skaut Jesú frá
Nasaret upp í kollinum á mér. Hvað með hann?
Var hann ekki lengur svarið? Fundurinn var
farinn að minna á trúarlega vakningu. Sú unga
íslenska sem býr í Bandaríkjum Norður-Am-
eríku var næst á svið. Hún minnti mig á rokk-
stjömu þar sem hún eigraði um sviðið í síðum,
svörtum jakka, með sólgleraugu í hárinu, sól-
brún og mjóslegin. Hún talaði um nýtt hús sem
hún og maki hennar þökkuðu sölu efnanna fyr-
ir, minntist á fræga nágranna og hið Ijúfa Uf í
skjóli kraftaverksins. Hún talaði næst um
markaðssetningu efnanna á Islandi. Henni var
tíðrætt um að nú myndum „við“ taka ísland í
nefið hvað markaðsmálin snerti, ég velti því
aftur á móti fyrir mér hvort eitthvað annað
hefði slæðst upp í nefið á henni, en kannski
vora efnin bara svona áhrifarík. Hún talaði
hratt en boðskapur hennar virtist skila sér til
allra nema mín því fólk var vel með á nótunum
þrátt fyrir háværa tónlist og skarkala. Tilfinn-
ingahörpur margra ómuðu um salinn. Það var
spilað. Máttur samhjálpai’ og samkenndar
vh-kjaði hópsálina og nú var ég sennilega sá
eini sem enn sat á mér. í mestu tilfinningakvið-
unum mátti ég þó hafa mig allan við. Ég leit á
klukkuna. Ég átti að vera mættur í kaffiboð
eftir hálftíma. Ég hafði setið á fundinum í 3
tíma og ekki hrifist algerlega með ennþá. Það
var kominn tími til að sæta lags og sigla burt.
Ég leitaði að frænku í salnum til að kveðja en
mér sýndist hún vera í öðram heimi þannig að
ég læddist út. Ég yrði að taka strætó heim.
Höfundurinn er róðgjafi.
VALDIMAR LÁRUSSON
STEFNULAUST
Ég geng eftir rykugri götunni,
stefnulaust,
eitthvað útí bláinn.
Hvert ferðinni er heitið?
Veit það ekki,
vonin um takmark dáin,
það, sem heldurmér uppi,
án þess að guggna, ergeðríkur
meðfæddur þráinnl
Staddur í völundarhúsi,
veit ekki hvar,
verð á, að líta út um skjáinn,
það er ekkert að sjá,
og óráðin gáta, hvort
endamörk eru náin,
veit þó að nú mun
nálgast óðfluga
náunginn föli með ljáinn.
Tvö lítil börn
Tvö lítil börn,
trítluðu í sandinum,
líkt og sendlingar á leiru,
lognaldan flæddi
um fæturþeirra,
féll síðan til baka
að hefja leikinn á ný,
aftur, aftur ogaftur.
Hafið spegilslétt,
svo langt sem augað eygði,
sólskin ogsunnanblær
gafþví gullinn lit.
I fjöruborðinu
fullu af lífí,
trítluðu ogærsluðust
tvö lítil börn.
Höfundurinn er leikari.
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON
KASSIÁ
NORÐURVEGG
í Suðurlöndum er sólin heit
og svíður með geislum hús og
reit,
og illfært er úti að ganga.
Með viðbúnaði verjast þarf,
að vinnandi sé nokkurt starf
fyrir sjóðheitri sól á vanga.
Ég uni mér best við árferðið
eins ogþað er að gömlum sið:
úrkoma, stormar stríðir.
Ég venst við hríðar og harðvið-
rið,
og hugga mig síðan jafnan við,
að sjatna öll él um síðh’.
Ég vil ekki skipta á veðrinu hér
og víða ríkir, sýnist mér,
þar hitarnir hörund svíða.
Og fellibyljir og fíóðin há
fara eyðandi umjörð oglá
og valda mannskaða víða.
Gefðu mér, drottinn, hríð og-
hregg
heldur en kassa á norðurvegg,
sem blæs inn lofti í lungu.
Ég vil svo fá að vera hér
við veðurlagið sem boðið er,
- og mína móðurtungu.
Höfundurinn er kennari ó eftirlaunum.
Ljóðið er ort í Texas þegar hitinn var þrúg-
andi og loftkæling nauðsynleg í húsum, en
henni er komið fyrir á norðurvegg.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 7