Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 19
BJARTSYNISVERÐLAUN BR0STES VEIH I DAG I NITJANDA OG SIÐASTA SINN
PETER Br0ste er eigandi og fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins P.
Br0ste A/S, sem afi hans stofnaði
í Kaupmannahöfn árið 1915. Fyr-
irtækið, sem selur ýmis hráefni til
iðnaðarframleiðslu, hefur um ára-
bil verið í viðskiptum við íslend-
inga en ísland var fyrsta landið
utan Danmerkur sem Brpste hóf viðskipti við
á sínum tíma. Nú hefur Brpste útibú víða um
heim, svo sem í Englandi, Eystrasaltslöndun-
um, Póllandi og Bandaríkjunurn, auk Norður-
landanna. „Danmörk og Island eiga sameig-
inlega fortíð gegnum súrt og sætt og þess
vegna varð Island íljótt einskonar heima-
markaður hjá okkur. Allar götur síðan höfum
við haft sterk tengsl við Island, og eigum
marga vini hér,“ segir Peter Brpste, þriðji
ættliðurinn í fjölskyldufyrirtækinu.
„Eg hef alltaf verið bjartsýnismaður og er
þeirrar skoðunar að til þess að hvetja aðra til
góðra verka verði maður sjálfur að ganga á
undan með góðu fordæmi,“ heldur hann
áfram. Kveikjuna að bjartsýnisverðlaununum
rekur hann aftur til ársins 1980 þegar Vigdís
Finnbogadóttir tók við embætti forseta Is-
lands. „Fyrsta opinbera heimsókn hennar var
til gamla landsins, Danmerkur, þar sem hún
kom fram í viðtali í danska sjónvarpinu ásamt
Margréti drottningu. Eg verð að segja að ég
hreifst af forseta Islands, hún var mjög fal-
leg, sterk og blátt áfram, og það geislaði af
henni svo mikil bjartsýni. Hún hvatti til
bjartsýni og samvinnu smáþjóðanna og þetta
veitti mér innblástur," segir Brpste, sem lét
ekki sitja við orðin tóm og hóf undirbúning að
stofnun verðlauna er árlega skyldu veitt ís-
lenskum listamanni og kennd við bjartsýni.
Hann spurði Vigdísi hvort hún vildi vera
verndari verðlaunanna og hún svaraði því
strax játandi. I dómnefnd voru skipaðh- þeir
Gunnar J. Friðriksson framkvæmdastjóri,
formaður nefndarinnar, Gylfi Þ. Gíslason,
fyrrverandi menntamálaráðherra og Árni
Kristjánsson píanóleikari, sem hafa verið í
nefndinni allt til þessa dags. Þegar Vigdís lét
af forsetaembætti bað Broste hana að taka
sæti fjórða nefndarmannsins en Olafur Ragn-
ar Grímsson varð verndari verðlaunanna.
Á söfn á hverjum sunnudegi
Bjartsýnisverðlaun Brpstes voru veitt í
fyrsta sinn árið 1981 og fyrstur til að hljóta
þau var Garðar Cortes óperasöngvari. Síðan
hafa þau verið veitt á hverju ári og í dag verða
verðlaunin afhent í nítjánda sinn. Brpste segir
framtakið hafa hlotið geysigóðar undirtektir.
„Upphæðin er ekki svo alvarlega stór, en
verðlaunin hafa vakið gífurlega athygli og það
er mjög gleðilegt. Annars er það nú svo með
verðlaun sem þessi að virðing þeirra ræðst
ekki endilega af upphæðinni, heldur miklu
fremur þeim sem þau hafa hlotið. Það era þeir
sem gefa verðlaununum gildið."
Fyrir nokkrum árum var Peter Brpste
sæmdur hinni íslensku Fálkaorðu. „Ég var
kallaður á fund íslenska sendiherrans í Dan-
mörku, sem afhenti mér orðuna. Hann kvaðst
hafa afhent margar Fálkaorður á ferlinum en
upplýsti að hann hefði aldrei áður lesið upp
persónulegt bréf frá forsetanum við sama
tækifæri. En í þetta sinn las hann upp bréf
frá frú Vigdísi Finnbogadóttur og ég var vit-
anlega bæði stoltur og glaður," segir hann.
Peter Brpste segist vera alinn upp á heim-
ili þar sem listin var í hávegum höfð. „Faðir
minn málaði vatnslitamyndir og var býsna
fær, þó að hann sinnti því einungis í tóm-
stundum. Hann málaði m. a. s. þó nokkrar
myndir hér á íslandi. Hann fór með okkur
ki-akkana á söfn á hverjum einasta sunnudegi
þegar við vorum yngri. Þannig fengum við
drjúgan menningararf með okkur að heiman.
Auk þess sem faðir minn safnaði listaverkum
setti hann saman lítið byggðasafn á Krist-
jánshöfn um lífið þar í fortíð og nútíð, en það
var lagt niður þegar fyrirtækið flutti þaðan,“
segir hann. Fyrirtækið hafði lengi höfuð-
stöðvar sínar á Kristjánshöfn, í verslunarhús-
næði frá gamalli tíð, sem kallað var „Brpstes
gárd“. Nú eru höfuðstöðvarnar fluttar í ný-
Flestir íslendingar hafg væntanlega heyrt getið um
Bjartsýnisverðlaun Brostes, en þau hafa nú verið veitt
íslenskum listamönnum allt frá árinu 1981. Færri vita
k ó hver hann er, [ >essi Broste sem verðlaunin eru kennd
við. AAARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓUIR hitti Peter Breste,
upphafsmann verðlaunanna sem kennd eru við
bjartsýni, og : jpurði hann hvernig í ósköpunum
stæði á | þessum verðlaunaveitingum.
Morgunblaðið/Sverrir
Peter Broste veitir í dag Bjartsýnisverðiaun Brostes í síðasta sinn. Hann dregur sig nú í hlé
en hvetur eindregið tíl þess að aðrir haldi áfram þar sem frá var horfið.
HÁTÍÐARDAGSKRÁ MEÐ
FYRRI VERÐLAUNAHÖFUM
BJARTSÝNISVERÐLAUN Brestes verða
afhent í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í
dag kl. 15. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Islands og verndari verðlaunanna, afhendir
verðlaunin, 50 þúsund danskar krónur eða
sem svarar um 550 þúsundum íslcnskra
króna. Ekki verður gert uppskátt um nafn
verðlaunahafans fyrr en við afliendinguna í
dag.
Þar sem vcrðlaunin verða nú afhent í síð-
asta sinn munu nokkrir fyrri verðlauniihaf-
ar verða viðstaddir og heiðra upphafsmann
verðlaunanna, Peter Broste, með sérstakri
liátíðardagskrá. Listamennirnir sem koma
fram eru þau Bragi Ásgeirsson listmálari,
Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Frið-
rik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri,
Gyrðir Eh'asson rithöfundur, Helga Ingólfs-
dóttir semballeikari, Helgi Gislason mynd-
liöggvari, Karólína Lárusdóttir myndlistar-
maður, Leifur Breiðfjörð glerlistamaður,
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Þor-
gerður Ingólfsdóttir kórstjóri ásamt Kór
Menntaskólans við Hamralih'ð.
BJARTSYNIS-
VERÐLAUN
BR0STES
1981-1999
1981: Garðar Cortes óperasöngvari.
1982: Bragi Asgeirsson listmálari.
1983: Þorgerður Ingólfsdóttir kór-
stjóri.
1984: Helgi Tómasson ballettmeistari.
1985: Agúst Guðmundsson kvik-
myndaleikstjóri.
1986: Kjartan Ragnarsson leikritahöf- *
undur.
1987: Guðmundur Emilsson hljóm-
sveitarstjóri.
1988: Éinar Már Guðmundsson rithöf-
undur.
1989: Hlíf Svavarsdóttir ballettmeist-
ari.
1990: Leifur Breiðfjörð glerlistamað-
ur.
1991: Helgi Gíslason myndhöggvari.
1992: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik-
ari.
1993: Ki-istján Jóhannsson óperu- u
söngvari.
1994: Helga Ingólfsdóttir semballeik-
ari.
1995: Friðrik Þór Friðriksson kvik-
myndaleikstj óri.
1996: Haukur Tómasson tónskáld.
1997: Karólína Lárusdóttir myndlist-
armaður.
1998: Gyrðir Elíasson rithöfundur.
1999: ?
móðins húsnæði í Lyngby. „Við getum víst
ekki lifað á fortíðarþránni einni saman,“ segh-,«
Broste, sem sér þó greinilega eftir iðandi líf-
inu á Kristjánshöfn. Rétt eins og faðirinn
safnar hann listaverkum og hefur nú tekist
að byggja upp dágott safn nútímalistar, sem
hangir bæði á skrifstofunni í Lyngby og á
heimili hans.
Listina vantar alltaf peninga og
fyrirtækin jókvæðari ímynd
Breste er á því að atvinnulífíð og menning-
in eigi að haldast í hendur, jafnvel í enn rík-
ara mæli en nú er. „Listina vantar alltaf pen-
inga og fyrirtækin gætu vel haft not fyrir já-
kvæðari ímynd. Listin ætti ekki að líða fyrir
kostun af hálfu atvinnulífsins, því yfirleitt
fylgja henni engar kvaðir eða skilyrði af hálfu
fyrirtækjanna," segir hann.
Bjartsýnisverðlaunin eiga sér nú nærri j
tveggja áratuga sögu og óhætt er að segja að
þau hafí fest sig í sessi. Broste telur þó að nú
sé mál að linni og skýrir það þannig: „Allt á
sér upphaf - og allt á sér líka endi. Nú hillir
undir lok aldarinnar - og árþúsundsins - og
upphaf þess næsta. Ég er farinn að búa mig
undir að fara á eftii’laun og selja fyrirtækið
eða a.m.k. hluta þess - og þess vegna þykir
mér tími til kominn að þakka fyrir mig. Ég vil
þó eindregið hvetja til þess að einhver annar
taki upp merkið, gjarnan yngri íslendingur,
karl eða kona, hvort sem svo viðkomandi vill
kalla það bjartsýnisverðlaun eða eitthvað
annað. Það hefur fært mér mikla gleði að w
taka þátt í þessu ævintýri undanfarna tvo
áratugi og ég hef kynnst stórkostlegu, sjálf-
hverfu og yndislegu fólki úr röðum íslenskra
listamanna, indælum manneskjum sem hafa
gefíð mér mikið,“ segir hinn bjartsýni Broste.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 1 9