Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 9
Séd yfir Skaftáreldahraun (um 1912). um beitti hann ýmiss konar vatnslitatækni. Oft málar hann á þurran pappír og lætur lög- in rifa hvert í gegnum annað, en einnig kem- ur fyrir að hann málar blautt í blautt og lætur litinn flæða eftir því sem við á. Asgrímur dvaldist í Hornafirði um mánað- artíma sumarið 1912 og segir landslagið þar hafa átt fjarska vel við sig. Ovíða á landinu er birtan jafn sterkur og fjölbreytilegur þáttur í umhverfinu og þar vegna nálægðar jökulsins og endurkasts birtunnar í vatninu. Er því ekki að undra þótt Asgrími hafi þótt hann vera kominn á stað sem byði upp á óþrjótandi verkefni. Til vitnis um það er fjöldi vatnslita- mynda sem hann málaði á ýmsum stöðum, frá ýmsum sjónarhornum og í mismunandi birtu. Sumir staðir hafa verið honum hug- leiknari en aðrir, til dæmis umhverfi bæjar- ins Stórulágar með jöklana og Hornafjarðar- fljót í baksýn. í röð mynda frá þeim stað eru það einkum áhrif birtunnar af jöklinum og endurskin hennar í vatninu, sem vakað hefur fyrir honum að túlka. Það, sem áhorfandinn skynjar í þessum myndum, er ekki eingöngu sjónræns eðlis, heldur er allt myndsviðið mettað mildri birtu sem ljær myndinni upp- hafna ró. Þetta á ekki síst við um myndina af Stórulág sem er í eigu Listasafns Islands. Aðrir staðir í Hornafirði urðu Ásgrími upp- spretta margra mynda. Þannig eru til marg- ar myndir, fullgerðar sem ófullgerðar, af ákveðnum stað þaðan sem horft er frá vatn- inu Þveit í átt til fjalla í vestri. I þeim birtast fjöllin ýmist rauðbleik, gulleit eða í syölum tónum, allt eftir birtunni hverju sinni. f sum- um þessara stúdía er litameðferðin mun djarfari og túlkunin óhlutlægari en 1 hinum fullgerðu myndum. Jafnframt því sem Ás- grímur tók fyrir sama myndefnið í mörgum vatnslitamyndum, eru dæmi þess að hann hafi unnið efni vatnslitamyndanna með olíul- itum löngu síðar. Dæmi um það er stórt olíu- málverk af Hverfisfljóti sem hann hefur mál- að með hliðsjón af vatnslitamyncf frá 1912, sem til er í safni hans í Listasafni íslands, af nákvæmlega sama stað. Þótt litavalið virðist áþekkt í fljótu bragði, eru í olíumálverkinu fleiri litatónar og pensilskriftin kraftmeiri en í vatnslitamyndinni þar sem unnið er með gagnsæi litanna. Á þeim tíma er Ásgrímur ferðaðist um Skaftafellssýslur og sýndi afrakstur þeirra á reglulegum páskasýningum sem hann hélt í vinnustofu sinni í Vinaminni í Grjótaþorpi í Reykjavík, voru þeir Þórarinn B. Þorláksson einu starfandi myndlistarmennirnir hér á landi, en Einar Jónsson var þá búsettur er- lendis. Olíkt Ásgrími gegndi Þórarinn alltaf öðru starfi og vann að myndlistinni í tóm- stundum og sumarleyfum. Ásgrímur var því að miklu leyti einn um hituna þar til yngra listafólk, sem hafði verið í námi í Kaup- mannahöfn, fór að koma heim og halda hér sýningar. Hann gerði sér vel grein fyrir hættunni sem stafaði af einsemd listamanns- ins og skorti á gagnrýni sem henni fylgdi. Um það segir hann í endurminningum sín- um: Einmanalegt fyrir myndlistarmenn Það var því einmanalegt fyrir myndlistar- menn á því tímabili að eiga heima hér í bæn- um, fátt nýtt, sem bar fyrir sjónir, og hættan á einangrun jafnan á næsta leiti. Eg gerði mér þetta ljóst og vissi að ég mátti sífelldlega hal'a gætur á mér, ef list mín átti ekki að hafna í staðnaðri kunnáttu og verða fyrir mér að vanaverki. Það var einungis af þessum sökum, að ég hætti að mála vatnslitamyndir árið 1914 og leitaði mér mótvægis í olíu- myndunum,... Seinna hvarf ég vitanlega aft- ur til vatnslitanna, en ekki fyrr en ég þóttist öruggur um að geta gengið að þeim nýjum og ferskum.... Það kostar alltaf einhverja harðneskju að vera listamaður. Það vald, sem Ásgrímur hafði náð í meðferð vatnslitanna í myndunum frá Hornafirði, gat að hans mati orðið honum að falli sem listamanni og því best að hætta þegar leikurinn stóð sem hæst. Á næstu árum breyttist margt í íslensku listalífi sem í þjóðfélaginu öllu og einsemd Ásgríms sem listamanns var rofin. Sjálfur fór hann til Kaupmannahafnar vorið 1914 til að skoða söfn og sýningar og hélt þaðan til Málmeyjar og síðan Kristjaníu í sömu erind- um. Tveimur árum síðar, með stofnun List- vinafélags Islands árið 1916, skapaðist sýn- ingarvettvangur fyrir listamenn hér á landi. Árið 1919 var haldin fyrsta almenna íslenska listsýningin á vegum þess og hélt félagið al- mennar listsýningar í tæpan áratug. Sýndi Ásgrímur iðulega á þessum sýningum fram- an af. Er leið á þriðja áratuginn sneru margir íslenskir listamenn, sem búsettir höfðu verið í Kaupmannahöfn, heim. Við komu þeirra festust áhrif franskættaðra listviðhorfa í sessi í íslenskri myndlist. Helsti fulltrúi þeirra hér á landi var Jón Stefánsson sem hafði orðið fýrir áhrifum af list franska mála- rans Pauls Cézannes þar sem áhersla var lögð á fasta myndbyggingu, samræmda lita- meðferð og skýrleika formsins. Áhrif impressjónísmans í list Ásgríms varð einnig breyting á þessu tímabili, einkum um og eftir miðja þriðja ára- tuginn, en þá fór áhrifa impressjónismans að gæta í litameðferð hans. Hann losaði sig frá staðlitunum og leysti myndefnið upp í sund- urgreinda litafleti með snöggum pensildrátt- um. Þetta er vert að hafa í huga þegar bera skal saman myndir Ásgríms úr ferð hans í Hornafjörð árið 1927 við þær sem hann gerði í ferðinni 1912. Hin rómantíska upphafning náttúrunnar í fym myndunum er horfin. Minni áhersla er lögð á að fanga vítt sviðið og gera grein fyrir hinu staðbundna. I stað þess einkenna myndirnar bjartii- litir og sindrandi litaspil sem lætur staðliti lönd og leið, eins og sjá má í málverkinu af Þveitinni, þar sem for- mið er leyst upp í hreina litafletí með snöggri pensilskrift. Á næstu árum varð túlkunin á áhrifum birtunnar æ mikilvægari í list Ás- gríms en minni áhersla lögð á mikilleik myndefnisins í sjálfu sér. Dæmi um það eru myndir sem hann málaði í nágrenni Reykja- víkur að vetrarlagi. Ásgrímur Jónsson var fyrsti íslenski list- málarinn sem gerði myndlistina að aðalstarfi og var um tíma sá eini hér á landi sem helgaði sig myndlistinni. Hann leit á það sem ætlun- ai*verk sitt sem listamanns að kynnast land- inu og túlka náttúru þess. Þetta hlutverk rækti hann frá upphafi ferils síns og fram á efri ár og lagði með því grunn að traustri stöðu landslagslistar í íslenskri listasögu. Kynnin af franska impressjónismanum og nýjum áherslum í danskri myndlist á fyrsta áratug aldarinnar höfðu afdrifarík áhrif á Ás- grím í upphafi listferils hans. Myndefnisval hans og efnistök, þ.e. hið víðáttumikla lands- lag á björtum degi og túlkun á áhrifum birt- unnar á form landsins og liti áttu þátt í að móta sýn manna á landið sem tákn hreinleik- ans og fegurðarinnar. Sú upphafning á nátt- úru landsins kemur einna skýrust fram í myndunum úr ferðum hans um Skaftafells- sýslur. Þessi einstæði myndaflokkur er því mikilvægur kafli í sögu íslenskrar landslags- túlkunar. Júlíana Gottskálksdóttir er forstöðumaður snínsviðs Listnsnfns Jslands. Greinin er hluti úr formáln sem hún skrifnr ísýningarskrá. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.