Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 4
HUGSJONASKALD OG LOFGERÐASMIÐUR Fjórða nóvember eru hundrað ór liðin fró fæðingu Jóhannesar úr Kötlum. Af því tilefni skrifar SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON um Ijóðagerð Jóhannesar og kemst að þeirri niðurstöðu að trú ó landið og félagslegar framfarir hafi löngum verið byltingarmanninum oforlego í hugg. Jóhannes úr Kötlum í fornmannabúningi á Þingvöllum 1930. SUM skáld eru skáld einnar bókar, jafnvel eins ljóðs. Önn- nr skáld eiga langan og far- sælan feril. Samfylgd þeirra og þjóðarinnar rofnar ekki. Jóhannes úr Kötlum var eitt þessara síðamefndu skálda. í umræðum manna um öldina sem senn er að líða eru oftast kallaðar til sög- unnar þrjár kynslóðir, aldamótakynslóðin, lýðveldiskynslóðin og ’68-kynslóðin. Jóhann- es úr Kötlum átti samleið með þeim öllum. Hann tilheyrði þeim þó tæplega í tíma. Hann var nýfæddur þegar 20. öldin gekk í garð og hreint ekki ungur við lýðveldistökuna, hvað þá í upplausninni og andófinu í kringum 1968. En hann gerði hugmyndir og hugsjónir þess- ara kynslóða að sínum hugsjónum. Svo mjög raunar að í kringum 1970 kölluðu ungir rót- tæklingar hann „skáldið okkar“. Jóhannes úr Kötlum var íyrst og fremst hugsjónaskáld. Skáld svo margra hugsjóna á sér óhjá- kvæmilega mörg líf og segja má að fá skáld spegli betur sögu aldarinnar í kveðskap sín- um en Jóhannes. Ekki síst fyrir þá sök að hann fékk að kenna á því líkt og svo margir að það er alltaf nokkur munur á hugsýn og veru- leika. Skáldið úr Kötlum sem átti svo margar háleitar draumsýnir og tjáði þær e.t.v. betur en flestir aðrir varð þó að horfa upp á þær leysast upp þegar veruleikinn barði að dyr- um. Þótt léttleiki og rómantísk fegurð væri löngum einkenni ljóða hans var ekki alltaf þegar líða tók á skáldævina létt yfii- þeim. Samt kæfði sá þungi aldrei hinn skáldlega neista sem ávallt var aðalsmerki Jóhannesar. Unga ísland og Rauðir pennar Það er unnt að draga upp margar ólíkar myndir af Jóhannesi í Kötlum. Ég hygg þó að fáum hafi betur tekist að lýsa kjamanum í skáldskap hans og hugmyndaheimi en honum sjálfum í viðtali við Einar Braga í Birtingi 1957. Þar lýsir hann bemskudraumi sínum svo að hann sé „rómantísk sveitalífsstefna, komin frá Norðurlöndum, með glaðværa bjartsýni, trú á landið og félagslegar framfar- ir, ^gróandi þjóðlíf í skjóli friðsællar náttúru. ... I fyrstu bókum mínum blandast þessvegna náttúmdýrkun, guðstrú og ungmennafélags- andi jafn eðlilega og efnasamböndin í loftinu sem við öndum að okkur.“ Það er engin tilviljun að Jóhannes velur ljóðlínur úr bamagælum sem titla að fyrstu Ijóðabókum sínum, Bíbí og blaka (1926), Álft- imar kvaka (1929), Ég læt sem ég sofi (1932) og Samt mun ég vaka (1935). Þetta em söngvar sveitadrengsins, e.t.v. smaladrengs- ins, sem í það minnsta í upphafi er sakleysið uppmálað, umvafínn náttúra, trú og hlýju. En ekki líður á löngu þar til brestur kemur í þá paradísarmynd. Vemleikinn uppfyllir ekki kröfur hugsýnarinnar. Það er einkum tvenns konar gagniýni sem verður áberandi í þriðju og fjórðu bók Jóhannesar, gagnrýni á hinn „gamla kirkjunnar guð“ og kjör fólksins, al- þýðunnar. Um þetta leyti ánetjast Jóhannes sósíalismanum sem átti eftir eiga hug hans allan það sem eftir var ævinnar. Hann verður einn hinna Rauðu penna sem höfðu ekki svo lítil ítök í íslenskum menningarheimi. „Sovét - Island / óskalandið / - hvenær kemur þú?“ yrkir hann sem löngum hefur verið vitnað til og gaf þar með tóninn. í kvæði eftir kvæði heldur hann uppi merki baráttunnar gegn auðvaldi og heimsvaldastefnu en þó ekki síst gegn stríði og fasisma. A mörgum kvæðunum er nokkur raunsæisblær. Ljóst er þó að oft hefur náttúran, sveitin og rómantíkin togað hann til sín. I kvæðum hans má sjá átök milli virkni í samfélagslífi og leitar að athvarfi í sveitinni, í náttúmnni. í kvæðinu Þegar land- ið fær mál sem birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar 1937 birtast þessi átök glögglega í einhvers konar herhvöt: Hvað er sólskinið mitt, hvað er söngfuglinn minn hvað er sumarsins fegursta skart, hvað er vatnanna glit, hvað er víðigræn kinn, hvað er vomótt með glóhárið bjart, hvað er ómfógur lind, hvað er upphafið fjall, hvað er angan mín tíbrá og þeyr, ef í gegnum það allt heyrist örmagna kall þess sem út af í skugganum deyr? Landið, fólkið og hugsýnin Það var aldrei erfitt fyrir hina Rauðu penna á borð við Jóhannes úr Kötlum að fylgja flokkslínu Kommúnistaflokksins og síðar Sósíalistaflokksins. Þjóðfylkingarstefn- an sem var ráðandi stefna á þessum tíma boð- aði samfylkingu verkamanna, bænda og fijálslyndra borgara gegn ógnum fasismans. Rómantísk sveitalífsstefna og ungmennafé- lagsandi samfara þjóðemisást átti því sam- leið með verkalýðshyggju og friðarboðskap sósíalismans. Því má segja að sú blanda hafi hentað skáldunum vel. I grein um Sjödægra í tímaritinu Svart á hvítu 1978 bendir Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur á það að mörg íslensk skáld hafi andæft á svipaðan hátt. „í verkum þeirra birtist hugmynda- fræði, sem felur í sér rómantíseringu bænda- menningarinnar, vissu um að þar hafi hin sönnu andlegu verðmæti verið, viðbjóð á kap- ítalismanum (og í tengslum við það syndafalli íslendinga), og von um frelsun, oft einhvers konar nostalgískt afturhvarf - og er þá vonað að sósíalisminn muni færa íslendingum aftur hin sönnu gildi bændamenningarinnar." Þetta telur Halldór ekki einungis vera óraveg frá sögulegri eínishyggju marxismans heldur sé söguskoðun á borð við þetta nær því að vera afsprengi hughyggju. Þótt syndafall- skenning þessi tæki fyrst á sig fullveðja mynd eftir herstöðvasamninginn við Banda- ríkin var grundvöllur hugmyndafræðinnar þegar fyrir hendi um miðjan fjórða áratug; inn. Það sést glöggt í verkum Jóhannesar. I bókunum Hrímhvíta móðir (1937) og Hart er í heimi (1939) fléttast þessi hugmyndafræði saman í söguljóðum, ljóðum um heimsmálin og ástarljóðum til moldarinnar og landsins. Flest era kvæði þessi ort á hefðbundinn hátt með rími og stuðlum en í stöku kvæði er þó formið brotið upp í mælskum texta. Segja má þó að einna hæst rísi kveðskapur Jóhannesar á þessu tímabili í bókinni Eilífðar smáblóm (1940). Heimsstyijöldin er skollin á og frammi fyrir þeim veraleika er fátt um svör. Skáldið ávarpar því sveitina og náttúruna og leitar huggunar hjá henni: Hvert á flýja meðan allt er ógn, - einskis að vænta, nema blóðs og társ, - meðan hið veika kvak eins kvæðamanns kafnar í sjúkum ópum lygi og dárs? Blómið í túni, hússins dygga dýr, dulúðga heiði, sólu roðna fiall: heyrið nú, meðan maður vopnsins deyr, mál ykkar vinar, hjartans þreytta kall. Náttúra, vagga alls og einnig gröf: yngdu mig, vertu sálar minnar hlíf, gefðu mér aftur gleði mína og söng, gefðu mér aftur trúna á þetta líf! Næsta bók Jóhannesar, Sól tér sortna (1945), er einna þekktust fyrir kvæðið Dag- skipan Stalíns sem er lofgerðarkvæði um hinn umdeilda leiðtoga Sovétríkjanna. I þeirri bók er margt um pólitísk kvæði og fremur dimmt er yfir henni. En eftir á að hyggja era þó sterkustu átök bókarinnar við- brögð Jóhannesar við uppflosnun sveitanna. Þau viðbrögð sjást glöggt í kvæðinu Heiman ég fór. Skáldið spyr sig hví það hafi yfirgefið sveitina og svarar því til að hún hafi orðið am- bátt auðsins, því hafi hann horfið á braut. En í lok kvæðisins stillir skáldið þó upp þeirri framtíðarsýn í anda Völuspár að einhvem tíman, kannski á tímum nýrra kynslóða, muni sveitin ná sínum fyrri ljóma, „og yfir báram Breiðafjarðar / mun braga í gulli aldarmorg- unn nýr.“ Vatnaskil Næstu árin koma út tveir sjálfstæðir ljóða- flokkar, Sóleyjarkvæði (1952) og Hlið hins himneska friðar. Sóleyjarkvæði fjallaði að mestu leyti um átökin um vera bandaríska hersins hér á landi. Þar stillir Jóhannes upp tákngervingi íslenskrar alþýðu andspænis erlendu auðvaldi og hernaðarhyggju. Þjóð- kvæðablær var á ljóðaflokkinum og seinna var hann gefinn út af Æskulýðsfylkingunni á hljómskífu. Þegar hér er komið sögu er hins vegar komið að vatnaskilum í kveðskapi Jóhannes- ar. Um þetta leyti fara að birtast eftir hann órímuð ljóð með breyttri myndbyggingu. Að vísu undir nafninu Anonymus. Arið 1948 komu út þýðingar á ýmsum nútímaljóðum sem nefndust Annarlegar tungur og árið 1955 gefur skáldið út nútímalegt verk undir eigin nafni, Sjödægra. Sjödægra er eins og önnur verk Jóhannes- ar barn síns tíma. Að vísu er yfir bókinni blær þjóðkvæða líkt og í Sóleyjarkvæði og hún speglar öðram þræðinum kalda stríðið, óv- issu og ugg. Óttinn við kjamorkuvá er áber- andi og ekki síður andúðin á andvaraleysi og hugleysi frammi fyrir henni: Þetta mórauða skólp sem hnígur þyngslalega um æðar vorar það er ekki mannsblóð ekki hinn skapandi lífsflaumur kynslóðanna heldur tóbak og kaffi og brennivín. ... Verður blóð vort þá fyrst rautt og heitt og lifandi þegar vér liggjum helsærðir í valnum og það fossar niður í rúst vorrar glötuðu ættjarðar? I kvæðinu Hellisbúa dregur skáldið upp mynd af ljóðsjálfi sem er „skógarmaðurinn/ á Sjödægru / líf mitt blaktir / á einni mjórri fíf- ustöng". Þessi óvissa tilvera er megintónn verksins. Jóhannes hefur einnig tileinkað sér að sumu leyti ný vinnubrögð í bók þessari, lætur fremur myndir tala en mælskan texta. Innra líf og persónulegt fá meira rými á kostnað stéttabaráttu og þjóðfélagsmála þótt þetta tvennt hverfi engan veginn af vett- vangi. Mater dolorosa er eftirminnilegt minn- ingarkvæði um móður hans og sum kvæðin í bókinni fá á sig fíngerðan, allt að því austræn- an blæ. Eitt þeirra er kvæðið Bernska: Enn er mér í minni þá ég sat svo lítill á flauelsgrænni mosaklöpp ogblámiaugna minna ogblámi himinsins mættustítíbránni hversu hann iðaði og skalf þessi fíni gagnsæi silkivefur sem tilvonandi brúður mín hafði ofið úr draumum móð- ursinnar með ósýnilegum geislafmgrum. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.