Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 20
H
Á Kjarvalsstöðum voru
í gær opnaðar tvær
sýningar, Grafík í mynd
og Katla Rögnu Róberts-
dóttur. ANNA SIGRÍÐUR
EINARSDÓTTIR ræddi við
nokkra listamenn sem að
sýningunum
koma
°9
skoðaði verk listamanna
ó borð við Rembrandt
og Goya.
SÝNINGIN Grafík í mynd skipt-
ist í tvo hluta, innlendan og er-
lendan. íslensku verkin eru
samtímaverk sem ýmist eru
unnin eftir hefðbundnum leiðum
eða að reynt er að teygja mörk
miðilsins út á ystu nöf með að-
stoð nútímatækni.
Erlendi hluti sýningarinnar er hins vegar
sögulegur og er hann fenginn að láni frá
Listasafninu í Bergen. Verkin eru eftir lista-
** menn á borð við Rembrandt, Goya, Hogarth,
DUrer og Daumier og hafa sjaldan, ef
nokkurn tímann áður, verið sýnd hér verk
jafn margra þekktra listamanna.
Þróun grafíklistar
Knut Ormhaug kemur frá Listasafninu i
Bergen og er sýningarstjóri erlenda hlutans.
Hann valdi til sýningar sígild verk nokkurra
merkra myndlistarmanna sem óneitanlega
hafa sett svip sinn á listasöguna. En þarna
eru valdir saman gamlir meistarar á borð við
Dúrer ásamt þeim Chagall og Gauguin sem
standa nútímanum nær.
Tuttugu og níu verk eru á sýningunni, en
um 5.000 verk eru í eigu Listasafnsins í
Bergen. Verkin sem hér eru valin til sýningar
spanna tímabilið frá sextándu öld og til síð-
m, ustu aldamóta og segist Ormhaug bjóða
áhorfandanum upp á ákveðna tímaröð við
uppsetningu þeirra. Elstu verkin eru trérist-
ur Dúrers. Ætingar Rembrandts og kop-
arstungur enska listamannsins Hogarths
skipa þar líka ákveðinn sess, sem og akvatin-
tuverk Goya en hann átti sjálfur þátt í þróun
þeirrar aðferðar. Með notkun ólíkra ætingar-
aðferða tókst Goya nefnilega að ljá verkum
sínum sérstök ljósbrigði sem hentuðu við-
fangsefnum hans vel. „Verk Goya einkennast
bæði af rómantík og ástríðu og hann náði að
sveigja miðilinn að sínum þörfum," segir
Ormhaug og bætir við að aðrir listamenn hafi
síðar nýtt sér aðferðir hans. „Það er töluverð-
ur munur verkum sem unnin eru með þessum
ólíku aðferðum og allar hafa þær sína kosti og
takmarkanir."
Gömul og ný tækni
Listamennimir Anna Líndal, Benedikt G.
Kristþórsson og Sigrid Valtingojer eru í hópi
þeirra tólf íslensku listamanna sem sýna ný
verk á Grafík í mynd, en einnig er þar að
fínna verk fjögurra erlendra gesta. Hugtakið
grafíklist er hins vegar orðið nokkuð loðið og
ekki allir sammála skilgreiningu listformsins
því margir miðlar falla nú undir þetta heiti,
s.s. tölvugrafík og ljósmyndun. Ekki eru þó
nema um tuttugu ár síðan mun strangari skil-
greining var notuð á erlendum stórsýningum
og grafík sögð byggjast á hefðbundnum að-
ferðum á borð við tréristu, ætingu og stein-
þrykk.
Sigrid heldur sig við hefðbundnar aðferðir í
sinni vinnu, sem og kennslu, þó hún segist
reyndar vera opin fyrir ólíkum tæknimögu-
leikum. „Það er boðið upp á svo margar að-
Morgunblaðiö/Sverrir
Ðenedikt G. Kristþórsson kveikir í ímyndunarafli áhorfenda með íslenskum veruleika.
Ragna Róbertsdóttir kemur Kötluvikrinum fyrir á einum af veggjum Kjarvalsstaða.
Knut Ormhaug valdi úrval verka gömlu meistaranna til að sýna gestum Kjarvalsstaða.
ferðir í dag sem eru bæði einfaldar og fljót-
legar. Mér fínnst þó nauðsynlegt að þeir sem
leggja fyrir sig tölvugrafík hafi hefðbundinn
grafíkgrunn til að standa á svo hann gleymist
ekki. Því þetta er listgrein sem hefur verið
stunduð í mörg hundruð ár,“ segir Sigrid.
„Menn nota aðrar leiðir núna til að segja
það sem segja þarf,“ segir Benedikt. En
tölvu- og ljósmyndir eru hans miðill. „Þessir
nýju miðlar eru spennandi og það felast í
þeim miklir möguleikar. Þannig veit maður
aldrei hvaða ævintýri liggja framundan."
Benedikt bætir þó við að hann hafí samt sem
áður lært hefðbundna grafíkvinnslu.
Að mati Önnu skiptir flokkun í hefðbundna
og óhefðbundna list þó litlu máli. Verkið sjálft
skipti hins vegar öllu meira máli. En vinnuað-
ferðir Önnu byggjast á stafrænni tækni. „Mér
hefur alltaf fundist grafíklistin vera í beinu
sambandi við prentiðnaðinn. Prentiðnaðurinn
hefur síðan þróast og mér finnst þetta vera
eðlileg þróun,“ útskýrir hún.
A sýningunni Grafík í mynd má einnig sjá
verk listamanna á borð við Kristin E. Hrafns-
son sem þekktari er fyrir notkun á öðrum
miðlum. Sigrid segir þetta vera jákvæðan
hlut, enda sjáist vel á sýningunni bæði fjöl-
breytni og möguleikar miðilsins. „Grafík er
ekki lengur handverk og það er spennandi að
sjá hér verk listamanna sem ekki vinna venju-
lega í grafík af því að þeir nota tæknina öðru-
vísi.“
Sjálf valdi Sigrid þrjú verk sem hún vann í
sumar en við gerð þeirra fór hún ekki sínar
hefðbundnu leiðir þar sem miðillinn væri
æting eða trérista. Þess í stað eru verkin ein-
þrykk og segir Sigrid að hún hafí í raun verið
að leika sér við gerð þeirra. „Ég reyndi að
hreinsa hugann og hugsa ekki um neina
tækni, heldur bara um að leika mér með efni
og liti. Þetta var því eins konar ævintýraferð
fyrir mig, af því að ég vinn yfirleitt eftir
ákveðnu „plani“.“
Myndir Benedikts á sýningunni eru hins
vegar ljósmyndir unnar með tölvutækni og
voru þær teknar í nágrenni Kjarvalsstaða.
„Þetta eru Ijósmyndir sem eru teknar að næt-
urlagi og ég er að reyna að skyggnast undir
yfirborðið,“ segir Benedikt. En myndimai-
kallar hann íslenskan veruleika. „Eg er að
reyna að ýta við ímyndunarafli fólks, þó að
það eigi kannski ekki upp á pallborðið hjá
póst-módernistum í dag.“
Heimsókn er síðan heiti verks Önnu, en
þar skoðar hún hvernig fólk nálgast landið.
„Ég fór í gengum myndbandsupptökur af
okkur fjölskyldunni í sumarfríi og valdi síð-
an sex myndbrot sem ég stilli saman þannig
að þau mynda eina heild. Þetta eru sex
myndir sem eru lagðar á hillu,“ segir Anna
og bætir við að hugleiðingin um hilluna
tengist þeim örlögum mynda að verða
stofustáss.
Að mati Benedikts er hefðbundin graf-
íkvinnsla nú að bíða lægri hlut fyrir
tækninýjungum og segir hann það miður.
Anna er þessu ósammála. „Það er leiðinlegt
að viðurkenna það, en tískusveiflur gera
alltaf vart við sig og grafíkin hefur farið í
gegnum margar slíkar. Eina stundina eru
allir að vinna við ætingu og hina stein-
þrykk,“ segir hún. „Og mér hefur ekki fund-
ist neinn styrkur í því að hafna nútímanum."
Myndin greypt i hugann
Sýning Rögnu Róbertsdóttir er af öðrum
toga en þær grafíkmyndir sem sjá má annars
staðar í safninu. En Ragna sýnir Kötlu, verk í
þremur hlutum sem er ein heild. Kötluvikur
skreytir þar langvegg, tvö glerverk aðra
veggi á meðan fyrir utan safnið breiðir Mýr-
dalssandurinn úr sér.
„Þetta er mín mynd af þessu,“ segir Ragna
og á við gosið, jökulhlaupið og sandinn. En
hún hefur unnið mikið úr vikri undanfarin
fimm ár. Aður vann hún úr söguðum
hraunkubbum og segist hún hafa verið orðin
þreytt á þyngslum efnisins sem sé mun létt-
ara í fomi vikurs.
Ragna segir vikurinn hafa heillað sig
lengi. Hún hafi haft hann fyrir augunum alls
staðar og hafi horft á hann síðan hún var
krakki, en auk þess hefur hún eytt töluverð-
um tíma uppi við Heklu. „Ég mála eiginlega
með efninu sjálfu í staðin fyrir að nota
pensil,“ segir hún um sína vinnuaðferð. En
Ragna hefur sýnt töluvert erlendis og fengið
góð viðbrögð við verkum sínum þar, sem og
hér heima þar sem fólk sýnir vikrinum ekki
minni áhuga.
Verk Rögnu eru yfirleitt sköpuð út frá því
rými sem hún vinnur með. Þetta á líka við
Kötlu á Kjarvalsstöðum og segist Ragna
hafa fengið ýmsar hugmyndir áður en Katla
varð að veruleika. „Ég fékk hugmyndina eig-
inlega í sumar þegar ég var uppi á Mýrdals-
sandi. Ég var í tjaldi úti á sandi þarna í auðn-
inni og þetta var svo stórkostlegt allt saman.
Veðrið var gott þannig að ég sá jökulinn og
þessi mynd greyptist inn í huga minn.“
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999