Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Blaðsíða 12
ÍSLANDSBÆRINN VIÐ HRAFNAGIL OG NORÐLENZKIR VEGGIR ÚR FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Þegar ekið er að vestanverðu inn í Eyjafjarðarsveit taka vegfar- endur eftir fallegum blóma- og veitingaskáia skammt frá Hrafnagili; hann heitir Vín og minnir að sumu leyti á annan þekktan áningarstað, Eden í Hveragerði. Á sama stað hefur risið nýr torfbær sem vekur athygli vegna þess að þar er bersýnilega verið að halda til haga gamalli hefð, en einnig vekm’ athygli að hvert smáatriði er fallega unnið. Bærinn ber engan veginn með sér að þar sé veitíngaskáli innan dyra; ekkert skiltí utan á honum og yfirhöfuð ekki neitt sem tengist nútímanum, enda væri það stflbrot Islandsbær heitir hann og er verk Hreiðars Hreiðarssonar, veitingamanns og húsasmíða- meistara sem rekur blómaskálann og Island- sbæinn, sem vígður var 17. júní, 1997. Hreiðar kvaðst í samtali við Lesbók ekki hafa tekið neinn sérstakan bæ til fyrirmvndar, held- ur sitt lítið af hverju úr nokkrum þeirra. Ekki hafði hann sér til aðstoðar neina sérfræðinga eða ráðgjafa, heldur skoðaði hann ýmsa bæi og gamlar myndir af bæjum, t.d. af bænum á Munkaþverá. Hann gerði síðan teikningu, tæknifræðingur reiknaði út burðarþol og Hreiðar byggði bæinn ásamt sonum sínum, Hreiðari og Sindra, sem báðir eru smiðir. Það voru sumsé hæg heimatökin, enda sagði Hreið- ar að þetta hefði naumast verið gerlegt öðruvísi. Eins og myndimar bera með sér eru vegg- imir hlaðnir úr grjóti neðantíl, en að öðru leyti eru þeir hlaðnir úr klömbruhnaus og streng, sem var hefðbundin norðlenzk aðferð við vegg- hleðslur. Ekki er langt síðan þetta verklag var við að deyja út. Þó vom tfl menn austur á Hér- aði sem kunnu það, svo og aldraðir menn norð- ur í Höfðahverfi í Eyjafirði. En á síðustu árum hafa ungir menn tileinkað sér þessa torfhleðslu- tækni og þar á meðal feðgamir sem byggðu Isl- andsbæinn. Efnið var sótt í Staðarbyggðarmýrar hjá Laugalandi. Þar er úrvals torfskurður; sum- staðar reiðingstorf, en allt er það á kafi í vatni og ekki fyrir neinar liðleskjur að vinna við þær aðstæður. Klömbruhnaus er skorinn með spaða með sérstökum hætti og síðan notaður annar undirristuspaði. Það er efsta lagið sem tekið er; grasrótin og grasið fylgir með og veldur því að veggir vilja rýma örlítið þegar grasið rotnar. I Islandsbæinn þurfti að skera nokkur tonn af klömbruhnaus. Til þess að tréveridð yrði með réttu svipmóti þurftí að fá yfírstærð af borðviði, 9x1,5 tommu. Sú borðbreidd var notuð utan á stafnana, í súð og veggjaklæðningar. Yfirgerðin stendur að sjálfsögðu á trégrind, en að utanverðu er þakið klætt krossviði og á hann settur sökkuldúkur sem tryggir að loftar á milli. Utan á hann var sett ögn af mold, svo og var þakið tyrft. Gluggar em smíðaðir eftír gömlum fyrir- myndum, einnig klæðningar að innan og skarsúðin. Á gólfum era fumborð, en anddyrið lagt hellum sem sóttar vom upp á hálendið ofan Eyjafjarðar. Bærinn er lýstur með lágspennt- um rafljósum, en sú lýsing sést ekki því henni er komið fyrir í skammbitum. Hægt er að kveikja á oh'ulömpum og kerti em við hendina. Hitalögn er líka ósýnileg í gólfinu, en þar að auki er hægt að kveikja upp í kamínu. Innan á hinum hlöðnu vegjum er og falin venjuleg ein- angrun, svo bærinn þarf ekki mikla upphitun. I Islandsbænum er ekki baðstofa með rúm- um meðfram veggjum svo sem tíðkaðist, heldur er þar 80 fermetra salur sem tekur 70 manns í sætí og þar að auki gestastofa, einskonar koníaksstofa, sem er afþiljuð og tekur 10-12 manns í sæti En alls er Islandsbærinn 140 fer- metrar. Hann er leigður út fyrir samkvæmi, af- mælisveizlur og brúðkaup til dæmis. Eftirspumin hefur verið ágæt, segir Hreiðar gestgjafi, og það þótt ekki sé nokkur leið að finna símanúmerið. Islandsbærinn er ekki til í símaskránni. Reksturinn er í tengslum við blómaskálann sem fyrr var nefndur, svo og Hótel Vin í Hrafnagilsskóla. Ljósmyndir: Gísli Sigurðsson. íslandsbærinn hjá Hrafnagili. Norðienzkur bær endurgerður og ekki ber hann með sér að þarna sé veitingahús. Séð á hlið íslandsbæjarins. Sú verkkunnátta að hlaða veggi úr klömbruhnaus og streng var að deyja út, ennú hafa menn tileinkað sér hana að nýju. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.