Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Side 2
FÍLHARMÓNÍUSVEIT New York-borgar mun í maí á næsta ári flytja tónverk Áskels Másson- ar, Konsertþátt fyrir litla trommu og hljómsveit, á sex tón- leikum. Stjómandi verður Leon- ard Slatkin og einleikari Evelyn Glennie. Fernir tónleikanna eru í áskrift en tvennir í barnatónleikaröð hljómsveitarinnar sem Leonard Bernstein gerði fræga með sjón- varpsþáttum á sjötta áratugnum. Fyrr á þessu ári var Konsert- þáttur Askels fluttur af National Symphony Orchestra í Kennedy Center í Washington og einnig af Cleveland Orchestra á Blossom- hátíðinni í Cleveland með sama hljómsveitar- stjóra og einleikara. „Þetta eru ákaflega ánægjuleg tíðindi," seg- ir Askell. „Ég átti ekki von á þessu en greini- legt er að þetta kemur í beinu framhaldi af flutningnum í Washington og Cleveland. Slatkin hefur sýnt verkum mínum mikinn áhuga og segja má að hann beri hitann og þungann af því að kynna þau vestra, ásamt Evelyn að sjálfsögðu. Bandaríkin eru lang- stærsti markaður fyrir svona tónlist í heimin- um og þess vegna hefur þetta mikla þýðingu." Áskell segir áhuga á verkum sínum vera að aukast í Bandaríkjunum og nýverið skrifaði hann undir bráðabirgðasamninga við tvo út- gefendur vestra þess efnis að þeir gefi út tíu verk eftir hann á prenti. „Mér líst mjög vel á þessa aðila en þeir eru í tengslum við búðir og dreifingaraðila ekki bara í Bandaríkjunum heldur víða í Evrópu líka.“ Kynntu þessir aðilar verk Ás- kels á stærstu slagverkshátíð sem haldin er, Pasic, en hún fór fram í Bandaríkjunum á dögun- um. „Það gekk ágætlega en þessa hátíð sækja allir sem með ein- hverjum hætti tengjast slag- verki.“ Af Áskeli er það jafnframt að frétta að hann hefur nýlokið við stóran einleikskonsert sem tileinkaður er Evelyn Glennie. Segir hann Evelyn stefna að því að æfa konsertinn eins fljótt og hún getur og flytja sem fyrst á tónleik- um. „Staður og stund hafa þó ekki verið ákveð- in enda er Evelyn ákaflega upptekinn tónlist- armaður, spilar næstum því annan hvem dag ársins á tónleikum, hvorki meira né minna.“ Evelyn er stödd í Þýskalandi þessa dagana, þar sem hún leikur meðal annars verk ef'tir Áskel, en það er tileinkað sameiginlegum kennara þeirra sem lést á árinu. SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA ÞRENNIR AÐVENTU- TÓNLEIKAR AÐVENTUTÓNLEIKAR Söngsveitarinnar Fílhannóníu verða þrennir að þessu sinni og verða haldnir í Langholtskirkju. Tónleikarnir hafa yfírskriftina Heill þér himneska orð og eru þeir fyi'stu annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verða jóla- og hátíðarverk frá ýmsum tímum. Flest þeirra eru á geisladiski Söng- sveitarinnar, Heill þér himneska orð, sem nýkominn er út. Við flutning af hluta efnisskrárinnar nýtur kórinn fulltingis hljómsveitar sem skipuð er hljóðfæraleikumm úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands og er konsertmeistari hennar Rut Ing- ólfsdóttir. Einsöngvari með kórnum er Sigrún Hjálm- týsdóttir en einnig syngur hún aríuna Rejoice greatly, 0 daughter of Zion úr Messíasi og Jesú Bambino eftir P.A. Yon. Þá eiga tónieika- gestir þess kost að taka undir með í þremur laganna á tónleiknum. Stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir verða endurteknir þriðjudag- inn 7. og miðvikudaginn 8. desember og hefjast einnig kl. 20.30. FÍLHARMÓNÍUSVEIT NEW YORK-BORGAR ____________r__________ FLYTUR KONSERTÞÁTT ÁSKELS MÁSSONAR Áskell Másson JOLAUNDIR- BÚNINGURÁ ÁRBÆJARSAFNI JÓLASÝNING Árbæjarsafns verður opin sunnudagana 5. og 12. desember næstkomandi kl. 13-17. Á jólasýningunni gefst gestum tæki- færi til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Flest hús safnsins verða opin þessa daga. í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasa- hnífa að skera út laufabrauð. Síðan er það steikt í eldhúsinu og gestum boðið að bragða á. Einnig verða búin til kerti bæði úr tóig og vaxi í skemmunni. Uppi á baðstofulofti verður spunnið, prjónað og saumaðir roðskór. Þar verða einnig krakkar að vefja jólatré lyngi og jólasögur verða lesnar. í Hábæ verður hangi- kjötið komið í pottinn og leikfangasýningin í Komhúsi hefur fengið jólasvip, þar verður einnig sýnt jólaföndur. Klukkan 14 verður messa í safnkirkjunni og klukkan 15 hefst jóla- trésskemmtun á Torginu. Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safnsvæðið frá kl. 14 til 16.30 hrekkjóttir og stríðnir. Söngsveitin Fílharmónía heldur þrenna aðventutónleika í Langholtskirkju að þessu sinni. MorgunblaðiS/Golii Jochen Ulrich stjórnar æfingu í Borgarleikhúsinu. Dansarar íslenska dansflokksins æfa Diaghilev: Goð- sagnirnar. ISLENSKI DANSFLOKKURINN HEIMSFRUMSYNIR VERK EFIR ULRICH ISLENSKI dansflokkurinn heimsfrurnsýnir 11. febrúar næstkomandi í Borgar- leikhúsinu nýtt verk eftir Jochen Ulrich. Kallast það Diaghilev: Goðsagnirnar og er lokaþáttur þrfleiks um Sergeij Diaghilev, stjórnanda Les Ballets Russes í París í upphafi þessárar aldar. Diaghilev: Goðsagnirnar verður fimmta verk Ulrichs sem íslenski dansflokkurinn setur upp en þetta er í annað sinn sem hann semur sérstaklega fyrir flokkinn. UI- rich kom fyrst til Isiands fyrir tuttugu ár- um, 1980, þegar hann setti upp Blindings- leik við tónlist Jóns Ásgeirssonar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Galleri@hleminur.is: Sara Björnsdóttir. Til 19. des. Gallerí Reykjavík: Ebba Júlíana Lárusdóttir. Til 1. jan. Gallerí Smíðar/Skart: Ragnheiður I. Ágústsdóttir. Til 4. des. Gallerí Stöðlakot: Linda Eyjólfsdóttir. Tii 5. des. Gallerí Sævars Karls: Vignir Jóhannsson. Til 19. des. Gerðuberg: Eiríkur Smith. Til 9. jan. Hafnarborg: Sigurður Magnússon. Hrönn Axelsdótt- ir. Lárus Karlsson. Tan Baoquan og Wu Zhanliang. Til 13. des. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Magnús Pálsson. Til 5. des. Islensk grafík Smámyndasýning. Til 19. des. Skúffu- gallerí félagsmanna. Kjarvalsstaðir: Ragna Róbertsdóttir. Til 19. des. Listasafn ASÍ: Ingimar Ólafsson Waage, Karl Jóhann Jónsson. Harpa Björnsdóttir. Til 5. des. Arinstofa: Verk úr eigu safnsins. Listasafn Akureyrar: Stefán Jónsson.Yfirlitssýning á vegum safnsins. Til 5. des. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Ásgrímur Jónsson.Verk í eigu safnsins. Til 21. des. Kaffist. Dunganon. Til 31. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Verk Sigurjóns Ólafssonar. Norræna húsið: Kalevala. Til 31. des. Nýlistasafnið: Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartardóttir, Olga Bergmann og Anna Hallin. Til 12. des. Sparisjóður Garðabæjar: Átta myndlistarkonur. Til 31. des. Stofnun Árna Magnússonar: Handritasýning opin þriðjudaga-föstu- daga kl. 14-16. Til 15. maí. TÓNLIST Laugardagur Fríkirkjan í Reykjavík: Ýmsir fíytjendur. Kl. 14. Islenska óperan: Arnaldur Arnarsson gítarleikari. Kl. 16. Hafnarborg: Syngjandi jól. Kl. 13. Langholtskirkja: Hljómskálakvintettinn, Kvintett Coret- to og Jón Stefánsson organisti. Kl. 17. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Scola Cantorum. Kl. 17. Bústaðakirkja: Kammermúsíkklúbburinn. Kl. 20.30. Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmónía. Einsöngur Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kl. 20.30. Þriðjudagur: Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmónía. Kl. 20.30. Miðvikudagur: Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmónía. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Krítarhringurinn, 4., 8, , 9. og 10. des. Glanni glæpur í Latabæ, 4. og 5. des. Abel Snorko býr einn, 5. des. Borgarleikhúsið: Bláa herbergið, 4. og 10. des. Litla hryllingsbúðin, 4. og 9. des. Fegurðar- drottningin frá Línakri, 4. og 10. des. Pétur Pan, 5. des. Leitin að vísbend- mgu..., 27. og 5. des. Islenska óperan: Mannsröddin, 8. des. Baneitrað sam- band, 4. des. Iðnó: Frankie & Johnny, 10. des. Kafflleikhúsið: Ó, þessi þjóð, 4. og 10. des. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ: Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, 4. og 5. des. Hjáleigan Kópavogi, Leikfélag Kópa- vogs: Kirsuberjagarðurinn, 4. og 5. des. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.