Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 8
* 4 KRAFTBIRTING PERSÓNULEIKANS PORTRETTMYNDIR SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 1945-1982 Um þessar mundir kemur út 2. bindi ritverks um Sig- urjón Ólafsson myndhöggvara. Ritstjóri er Birgitta Spur, Aðalsteinn Ingólfsson er höfundur textans og út- gefandi er Listasafn Sigurjóns Olafssonar. Fyrra bind- ið kom út 1988.1 þessu síðara bindi rekur Aðalsteinn listferil Sigurjóns fró því hann sneri heim til Islands eft- ir stríðslokin 1945. í bókinni eru 580 Ijósmyndir og heimildaskró yfir öll verk Sigurjóns ó því tímabili sem fjallað er um. Hér er gripið niður í hluta kaflans um portrettmyndir Sigurjóns. Iportrettmyndum Sigurjóns nutu sín fé- lagslyndi hans og skilningur á mann- legri náttúru, og þar skóp hann um leið einhverjar eftirminnilegustu pers- ónulýsingar sem við íslendingar eigum utan bókmenntanna. Að auki hafa þessar myndir til að bera í ríkum mæli það sem Bjöm Th. Bjömsson nefndi „óhlutlægt fegurðargildi", sem gerir að verk- um að áhorfandinn spyr ekki um fyrirmynd- imar en nýtur þess að gaumgæfa form þeirra og efnismeðferð. Portrettmyndir Sigurjóns era einstakar í evrópskri þrívíddarlist, ekki einasta fyrir list- ræna verðleika - sá sem þetta ritar hikar ekki við að skipa honum meðal helstu portrettlista- manna vorra tíma - heldur einnig fyrir fjöl- breytni þeirra. Þá virðist einu gilda hvort mótað er í leir, eða höggvið í stein, harðan sem mjúkan, alls staðar tekst Siguijóni að magna helstu eðlisþætti efnis og fyrirmyndar. Heima á íslandi fær Sigurjón fleiri por- trettverkefni og fjölbreyttari en í Danmörku. Þó er ekki eðlismunur á mótuðu portrett- myndunum sem Sigurjón gerði fyrir og eftir stríð. Portrettstíll hans birtist fullþroskaður ótrúlega snemma á ferli hans í Jon Krabbe (1934) og Kroppinbak (1934) og nær að vissu leyti hámarki í myndinni af móður lista- mannsins (1938). Aðal þessara verka er heild- rænn skilningur listamannsins á persónuleik- anum. Innra líf persónunnar er gert sýnilegt með fjarrænu augnatilliti eða viðmóti stytt- unnar, en sjálfur lífskrafturinn birtist í áferð- armiklu, síkviku yfirborði hennar, þar sem eigast við sléttir „beinfletir" og mýkri húð- eða holdfletir höfuðsins. Þar sem um er að ræða þróttmikla athafna- menn af ýmsu tagi eins og góðvin hans, Svenci Nissen (1930), myndhöggvarann Johannes C. Bjerg (1938) og sjómanninn Kofoed (um 1944), víkur hið fjarræna viðmót fyrir einörðu augnaráði, sléttara yfirborði og meiri sam- þjöppun efnisins, því sem danskur gagnrýn- andi nefndi ,naturlig Kraft og plastisk Fylde“. Aðrar mannamyndir Sigurjóns frá Dan- merkuráranum bæta óhjákvæmilega ýmsum tilbrigðum við þessa kraftbirtingu persónu- leikans, allt eftir því hver á í hlut. Þar munar ef til vill mest um leirmyndimar af Otto Gei- sted (1941 eða fyrr) og Verkamanninum (1942), þar sem allur líkaminn er virkjaður til útlistunar persónuleikans. í meginatriðum er tilgangur listamannsins þó hinn sami og í fyr- stnefndu myndunum. I portrettmyndunum sem Sigurjón gerir eftir 1945 er að finna sterkan samhljóm við eldri myndir. Portrettin af Svövu Ágústsdótt- ur (1964) og Kristjáni Eldjám (1978) kallast á við myndimar af Jon Krabbe og móður lista- mannsins. Portrettin af Hansen frá Nýhöfn (1952) séra Friðriki (1952), Martin Andersen Nexo (1955) og Barnakarlinum (1964) era hver með sínum hætti afsprengi Kroppin- baks, Gelsteds og Verkamannsins. I portrett- inu af Sigurði Guðmundssyni ljósmyndara (um 1947) fléttast saman sitthvað af alþýð- legri reisn móður listamannsins og angur- værðinni sem einkennir Kroppinbak. Stein- portrettin með sínu frumstæða yfirbragði gefa tvímælalaust nýja vídd í mannamyndir Sigurjóns. Portrettið af Ólafi, syni lista- mannsins, er þar á meðal, en þar byggir Sig- urjón upp barnshöfuðið með kunnuglegum hætti, nefnilega með því að láta gilda hönd styðja við veikbyggðan hnakka barnsins. Hugmyndina um „verndarhendina" notar hann í nokkrum eldri verkum sem hann gerði eftir að Gunna dóttir hans fæddist, sem tákn fyrir allt það sem styður við eða verndar hvít- voðung eða sakleysið. Steinportrettin hafa síðan áhrif á útfærslu nokkurra mannamynda sem Sigurjón mótar í kjölfarið, til dæmis myndimar af Guðmundi Thoroddsen (1947), Kristni E. Andréssyni (um 1951) og Birgittu Spur (1950), þar sem mótun yfirborðsins byggist upp af mörgum flötum líkt og lista- maðurinn væri að gera formyndir að stein- myndum. Með því að rabba við fyrirsætur sínar komst Siguijón að því hvaða mann þær höfðu að geyma en einnig fylgdist hann grannt með því hvemig andlit þeirra breytt- ust þegar farið var að spjalla: ,Maður þarf að geta talað við viðkomanda, þannig að hann hafi samband, kveikt í honum þannig að svip- brigðin komi fram. Svo er ágætt að stinga í, ekki beint að móðga heldur vera smástríðinn, að koma við manninn sem er á annarri skoðun ... Það er eins og þegar ég gerði myndina af móður minni ... Hún hataði Stalín ... ef ég hrósaði Stalín, þá lifnaði hún alveg ...“ Svo mæltist Sigurjóni í ítarlegu viðtali við Erling Jónsson árið 1980. í þessu, og öðrum viðtöl- um, koma fram ýmis grundvallarviðhorf Sig- urjóns til portrettgerðar, sem rétt er að tíunda í þessu samhengi. Portrettið er fyrst og fremst illúsjón, segir hann, sjálfstæður hlutur og þarafleiðandi háð eigin lögmálum. „Nákvæm eftirlíking tryggir ekki líkingu" hefur Sigurjón einnig eftir Einari Jónssyni myndhöggvara, kennara sínum. Fyrsta skref- ið er að gera sér grein fyrir þeim sérkennum fyrirsætunnar sem nauðsynlegt er að undir- strika, persónuleika jafnt sem útlit. Þó má myndhöggvarinn ekki ýkja sérkenni. „Ég geri t.d. yfirleitt minna úr stóru nefi vegna þess að það má ekki vera of áberandi, því að þá getur það dregið frá heildarsvipnum“. Mikilvægast af öllu er „að hafa í huga kjarnann, það er að segja beinabygginguna, hauskúpuna og lengd og breidd á haus. Ef maður hefur hauskúpuna alltaf í huga og byggir portrettið upp í heild, þá er nokkum veginn hægt að reikna út hvar Sigurjón vinnur frumdrög að styttu séra Friðriks vorið 1952. Ásgrímur iónsson listmálari, 1947, gabbró. Páll ísólfsson, um 1952, brenndur leir. beinið er næst, hvar húðin er þynnst og hveraig hrukkur myndast." Þá þarf mynd- höggvarinn að standa klár á því hvort hrukk- urnar í andlitinu eru varanlegar eða „nætur- hrakkur". Þessir útreikningar eru lykillinn að meðhöndlun yfirborðsins og skipta sköpum um það hvort portrettið lifnar við: „Þar sem húðin liggur stramt á beini er hún slétt og þarf að undirstrika það með fínni áferð, en þar sem húðin er slakari og dýpra á beini þarf að teikna í efnið með grófari áferð“. Þá er auðvitað ekki sama hvort myndhöggvarinn mótar í leir eða heggur í stein. Þegar mótað er í leir er byrjað innan frá og hlaðið utan á, klípu fyrir klípu, en við steinhögg er byrjað utan frá. ,Maður velur efni í samræmi við það sem á að lýsa og laða fram. Myndin þarf að vera í samræmi við efnið og hafa rétt hlut- föll“. Sem þýðir meðal annars að steinportrett verða sléttari og einfaldari í formi. Eða svo notuð sé lýsing Hjörleifs Sigurðssonar list- málara á steinmyndunum af þeim Sigurði 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.