Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Side 11
Fjaðrárgljúfur er um 100 m djúpt. Hér sést inn úr gljúfrinu. Taklð eftir kletti sem skagar út í ána fyrir miðri mynd. Hann virðist standa einn og sér og aðeins styðja sig við bergstálið að ofanverðu. t liðið sumar. Hér sjást vel geilarnar sem grafizt irattann er gróðurinn ótrúlega víða. ð er hægt að ganga fram á bergsnasir og þar sést t Inn í grösugan dal inn af gljúfrinu. Niðri í Fjaðrárgljúfrl. Áin bugðast mllli bergveggjanna og verður oft að vaða hana ef ferðinnl er heitið inn í enda gljúfurslns. segir þar svo um gljúfrið og umhverfi þess: „Hægt er að ganga inn eftir gljúfrinu en að vísu verður þá að vaða ána nokkuð oft. Sú ferð borgar sig þó margfaldlega því gljúfrið er stór- hrikalegt og af botni þess sést ekki nema í heið- an himininn. Innst í gljúfrinu eru fossar sem loka leið upp úr því inn með ánni. Innan við gljúfrið opnast allbreiður dalur og er í honum bærinn Heiðarsel. Malarhjallar eru báðum megin í dalnum og er sá efsti þeirra sem næst í sömu hæð og hæsti gljúfurbarmurinn. Svo er hver hjallinn niður af öðrum og sá neðsti rétt of- an við flötinn sem áin rennur nú á. Ur þessu má lesa eftirfarandi: Þegar jökull hörfaði af þessu svæði myndaðist stöðuvatn í dalnum bak við bergþröskuld. Það hafði afrennsli eftir farvegi þar sem nú er Fjaðrárgljúfur. Sú á byrjaði að sverfa niður þröskuldinn og jafnframt báru jökulárnar möl og sand fram í dalinn og fylltu hann að lokum svo að áin rann þar um aura og sanda. Vafalaust hefur runnið þarna mikið vatn á síðjökultíma. Eftir því sem áin náði að sverfa þröskuldinn dýpra tók hún til við að grafa set- lögin sem hún hafði áður skilið eftir í dalnum. Að því er hún enn, en skilið hefur hún eftir hjall- ana báðum megin í dalnum og þeir eru þögult vitni um það sem gerst hefur.“ RÓSA B. BLÖNDALS EYJA- BAKKAR Á að sökkva Eyjabökkum, ævintýra vin ísjón, til að virkja fagra fossa, fáþar uppistöðulón? Hvar sem álvers eldar blossa er það Fróni versta tjón. Þegar fuglar ferðalúnir fmna hvergi varplönd sín, Eyjabökkum eru rúnir, eins ogland og þjóðin mín, hreindýranna flokkar flúnir, feigð úrþeirra augum skín. Þú fagra vin; skal fela vatn þitt land, fer hér ei nóg í rof og eyðisand? Höfundurinn er skáld og býr á Selfossi. Helga Sverrisdóttir Þögn Eins oghilling villir þyrstum sýn í sólþurrkaðri eyðimörk á meðan vonin hangir ábláþræði blekkinga um lífeftirdans á bálkesti óttans þannighylur brennheit þögnin andiit þitt. Höfundur er Ijóöskáld og þýðandi í Kópavogi. JÓN VALURJENSSON GIFTA Gengin þá loks er hin langa leið um fjöll ogheiðar, dali og byggðu bólin, borg, um steinlögð torgin, út meðal annarra þjóða einn, þó hitt væri seinna, að fyndirðu ást þá, er undir, allsælan þigkalla. Höfundurinn er guðfræðingur og for- stöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. ÁSGEIR LÁRUSSON OKTÓBER eftir örstutt sumarið gefst úr sér sprottinn gróður upp fyrir handköldum haustvindi og marglit laufblöð trjánna hellast tiljarðar ogsafnast að gildum stofnum þá birtast þau leikfóng er týndust í hita leiks um hábjart sumar ogallir þessir litríku boltar sem minna helst á ofþrosk- aða ávexti Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík og hefur einnig gefið út tvær Ijóðabækur. Hann opnar i dag mynd- listarsýningu í Listhúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999 1 1 ♦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.