Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 12
SÍÐASTI RISINN EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Stanley Kubrick, einn merkasti kvikmyndaleikstjóri á ofanverðri öl< dinni, er fallinn íval inn. Kubrick skilur ekki eí+ir sig margar mync lir en hann hefur verið nefndur, „síðasti risinny/ og öll verk sem í rá honum hafa komið undanfarna þrjá áratugi hafa vakið mikla athygli og umtal. Stanley Kubrick var umdeildur leikstjóri |: )ótt enginn hafi dregið vald hans á miðlinum i í e ifa. Möskvari (retiarius) gegn skylmingaþræli (secutor). „Þeir eru tjúllaðir þessir Rómverjar!" Þrak- verjinn Spartakus (Kirk Douglas, berst við Núbfumanninn Draba. Æskumönnum fórnað á altari herguðsins. Skotgrafahernaður í myndinni Helreiðinni. Kubrick var læknissonur og ólst upp í New York. Hann þótti ekki nýtur skólaþegn þótt vart færi á milli mála að skussinn væri bráðvel gefinn þar sem hann las flest annað en námsbækur. Helsta .áhugamál hans var að tefla skák við ókunnuga og ginna þá til að leggja a. undir. Sautján ára að aldri réðst hann sem ljósmyndari hjá einu vinsælasta tímariti í Bandaríkjunum, Look. Kona ein hjá ljós- myndadeild blaðsins féllst á að skoða ljós- mynd sem strákur hafði tekið, að því er hún hélt í gustukaskyni. Henni leist vel á hand- bragðið og bauð nýgræðingnum ríflega fjár- hæð, tuttugu og fimm dali, fyrir myndina. Hinn upplitsdjarfi æskumaður sagðist skyldu sjá til og vilja sýna öðrum myndina. Daginn eftir kom hann aftur og sagði: „Þú getur feng- ið hana. Þeir buðu bara tíu.“ Þótt enginn vafi léki á að Kubriek væri með efnilegri ljós- myndurum stóð hugur hans til annars. Hann flakkaði öllum stundum milli kvikmyndahúsa og hélt oftar en ekki reiðilestur yfir vinum sínum að sýningu lokinni, sagði flestar mynd- imar klaufalega gerðar og innantóma tilfinn- ingavellu. Kubrick lauk við þrjár stuttar heimildar- myndir en gerði sér grein fyrir að hann ætti enn langt í land áður en hann fengi að leik- stýra leikinni mynd í fullri lengd. Á þessum árum tíðkaðist að menn ynnu þá vinnu sem bauðst við kvikmyndagerð í Hollywood og klifu metorðastigann hægt og bítandi uns þeir fengju að setjast í leikstjórastólinn á gamals aldri, jafnvel orðnir þrítugir. Kubrick hafði ekki biðlund til að fara þessa leið. Þess í stað tók hann lán hjá frænda sínum og gerði stríðs- mynd. Sú hlaut hið ungæðislega heiti Beygur og ástríður (Fear and Desire). Fúxinn Stanley Kubrick var kominn á blað. Ekki fylgir sög- unni hvort hann greiddi frændanum lánið. Ættleggur Kains Næstu tvær myndir eftir leikstjórann voru glæpamyndir, Koss morðingjans (Killer’s Kiss) og Stóri vinningurinn (The Killing). Sú fyrmefnda hefur fallið í gleymskunnar dá. Kubrick vildi lítt kannast við hana þegar fram liðu stundir. í seinni myndinni sagði frá nokkrum undirmálsmönnum sem leggja á ráðin og fremja rán á veðhlaupabraut. Þar kemur Kubrick loks fram í öllu veldi sínu. Leikstjórinn sýnir ránið frá sjónarhóli ræn- ingjanna. Aðal-höfundar var þá þegar að taka fyrir gömul stef úr öðrum kvikmyndum og gjörbreyta þeim með frumlegum efnistökum og steypa efninu í nýstárlegra form. Eins og heitin á myndunum benda til var minnið um < Kain og Abel Kubrick ofarlega í huga. í lang- flestum ef ekki öllum myndum eftir leikstjór- ann drepur maður mann. Sveinsstykki kvik- myndamannsins Quentins Tarentinos Svikráð (Reservoir Dogs) dró mjög dám af Stóra vinn- ingnum, enda vildu ófáir leikstjórar af yngri kynslóðinni sitja við fótskör meistarans. Skrattinn hittir ömmu sína Kubrick var fenginn til að leikstýra vestr- anum Eineygðum gosum (One Eyed Jacks). Aðalhlutverk lék enginn annar en Marlon Brando. Þar hitti skrattinn ömmu sína. Báðir voru geðríkir, hvor á sinn hátt, og miklir sér- vitringar. Brando rak Kubrick áður en tökur hófust og settist sjálfur í leikstjórastólinn. Var þetta jafnt frumraun Brandos sem svana- söngur hans á því sviði. Myndin hlaut hvorki náð hjá gagnrýnendum né áhorfendum svo að Kubrick hefur eflaust verið guðslifandi feginn. „Stanley Kubrick er bráðsnjall drullusokk- ur.“ Kirk Douglas Stríðsmyndir Beygur og ástríður (Fear and Desire) var frumraun Kubricks og fyrsta stríðsmynd eftir leikstjórann. Aldrei átti að liggja fyrir Stanely Kubrick að hljóta eldskím á vígvelli eða gegna herþjónustu, enda of ungur til að hann væri kvaddur í herinn í seinni heimstyrjöld og ekki mikill að manni. Kubrick hafði mikinn áhuga á hernaði og stríðsmönnum. Leikstjór- inn dró blákalda mynd af öllum þeim hörmun- gum sem stríð hefur í för með sér. Þótt ekki verði í fljótu bragði séð að hann hafi verið ákafur friðarsinni eru stríðsmyndir eftir Ku- brick með öllu lausar við þá rænulausu hetju- dýrkun sem setur oft svip á þess konar verk. Að vísu vottar fyrir slíku í myndinni um Spar- takus en þar var enn tekið fram fyrir hend- umar á Kubrick. Sá ágæti leikari Kirk Doug- las lék aðalhlutverk í myndunum Helreiðinni (The Paths of Glory) og Spartakusi. Douglas framleiddi sjálfur myndina Spartakus og hafði ráð Kubricks í hendi sér. Spartakus er því eina söguhetjan með hefðbundnu sniði sem ♦ 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.