Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Side 13
Stanley Kubrick vígalegur, enda í óða önn að setja á svið kjarnork- Forboðnar ástir. James Mason í myndinni Lólítu. ustríð í myndinni Dr. Strangelove. Fyrsti verkfræðingurinn? Mannapi nær tökum á tækninni í Geimferðinni löngu. Stanley Kubrick við tökur á myndinni Clockwork Orange. bregður fyrir í myndum eftir Kubrick. Strok- uþrælnum bregður hvorki við sár né bana og má ekki vamm sitt vita. Sögupersónur í mynd- um eftir Kubrick eru venjulega breyskar og höfundur tregur til að setja þær á stall, svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. Stórvirkin Helreiðin (Paths of Glory) og Spartakus eru í anda sígildra Hollywood- mynda. Fyrri myndin er ekki verri fyrir vikið, enda segir þar frá dómsmorði í fyrri heim- styrjöld. Þetta meistaraverk minnir um margt á skáidsöguna Tíðindalaust á vesturvígstöðv- unum eftir Erich Maria Remarque. Sú síðar- nefnda er hins vegar mjög í ætt við stórmynd- ir af gamla skólanum og nokkuð ungmennafélagslegur andi svífur yfir vötnum, enda fengu framleiðendur Kubrick til liðs við sig á síðustu stundu. Hann hafði leikstýrt, tekið, klippt ög framleitt fyrstu mynd sína. Nú var leikstjórinn hins vegar á mála hjá Hollywoodmönnum og varð að sætta sig við ýmsar málamiðlanir og verklag sem var hon- um lítt að skapi. Kubrick og stóru kvikmynda- verin greindi á um hvor hefði endanlegt úrsk- urðarvald, leikstjóri eða framleiðandi. Kubrick leysti deiluna með því að framleiða myndirnar sjálfur héðan af. Hinn endasleppi bardagi Stríðsmyndir eftir Kubrick veru ekki um átök góðs og ills, baráttu sólskinsbarna við syni skuggans, eða þær þrætur sem leiða til víga hverju sinni, heldur eðli mannins. Beygur og ástríður, Helreiðin (The Paths of Glory), Spartakus og Ungliðarnir (Full Metal Jacket) gætu gerst á hverri öld, í hvaða stríði. Höf- undur leggur öll skipulögð mannvíg að jöfnu og lætur sig yfirlýstan tilgang stríðsherra engu varða. Þessar stríðssögur em ekki bundnar stað eða stund. Ekkert breytist nema vopnin og búningarnar en herguðinn er samur við sig. Forboðnar óstir Kubrick fór nú út í aðra sálma. Hann hélt til Bretlands til að leikstýra myndinni Lólítu eft- ir samnefndri skáldsögu eftir Vladimir Nabo- kov. Ef til vill leyfði tíðarandinn ekki að þessu efni væru gerð þau skil sem við átti. Bardag- arnir í Spartakusi voru upphallega mun groddalegri en Kubrick varð að stytta sumt en breyta öðru. Leikstjórinn i'ékk nú ráðið mun meiru en áður. Efnisvalið var á hinn bóg- inn slíkt að hann fór úr öskunni í eldinn. Skáldsagan Lólita olli miklu fjaðrafoki á sín- um tíma. Þar segir frá manni sem kvænist konu til þess eins og koma kornungri dóttur hennar til við sig. Að áeggjan siðapostula og annarra góðra manna var sögupersónan sem er barnung í skáldsögunni eftir Nabokov nán- ast á giftingaraldri í myndinni svo að sagan sem slík féll um sjálfa sig. Leikstjórar á borð við Fassbinder og Bunuel hefðu verið betur í stakk búnir til að takast á við þennan sögu- heim. Kubrick var í lófa lagið að: leikstýra stórmyndum þar sem kveðið er'dýrt. Hann var ekki vel til þess fallinn að lýsa ílóknum mannlegum samskiptum hvað þá segja frá forboðnum ástum. Kubrick fékk úi-valsleikara til liðs við sig, James Mason, Shelley Winters og Peter Sellers. Þótt myndin væri vel gerð eins og við mátti búast reyndist hún óhemju langdregin og þunglamaleg. Skáldsagan Ló- líta í höndum Kubricks var eins og gi'aflalvar- leg revía; hvert atriði virtist lognast út af í stað þess að taka enda. Engum blöðum er um það að fletta að leikstjórinn var ekki réttur sögumaður og frekar í blóð borið að blóta Ar- es en Díónísos. Ekki er loku fyrir það skotið að Kubrick hafi gert myndina Með gallokuð augu (Eyes Wide Shut) til að sýna og sanna að hann gæti ort um holdsins lystisemdir af meira viti ef hann fengi óskert skáldaleyfi. •' Kubrick sótti nær undantekningarlaust efni- við sinn í bækur. Aðalsmerki hans var að myndimar náðu langt upp fyrir skáldsögurn- ar sem leikstjórinn festi á filmu. Þessar sögur hafa hlotið sömu örlög og Hákon Aðalsteins- fóstri Haraldsson og eru kenndar við fóstrann fremur en föðurinn þar sem tillag rithöfund- anna gleymdist um leið og Kubrick kom til skjalanna. Að þessu sinni brást leikstjóranum bogalistin. Skáldsagan eftir Nabokov gnæfir yfir myndina. Þessu til staðfestingar má benda á að Lólíta er eina skáldsagan sem færð hefur verið í nýtt horf eftir að Kubrick spreytti sig á efninu. Að vísu var gerð sjónvarpsmynd efth- skáldsögunni Duld (The Shining) eftir Stephen King eftir að Kubrick færði bókina af bókfelli á breiðtjald. Sú mynd var lítið annað en neðanmálsgrein við mynd- ina eftir Kubrick og rataði ekki í kvikmynda- hús. Ragnarök Kubrick settist að á Bretlandi. Sterlings- pundið var á hagstæðu gengi og leikstjóran- um hafði lærst að því ódýrari sem myndirnar væni þeim mun líklegra væri að hann fengi frjálsar hendur. Dr. Strangelove eða hvernig mér lærðist að vera léttur á bárunni og hafa dálæti á kjarnorkusprengjunni (Dr. Strang- elove; or How I learned to Stop Worrying and Love the Bomb) var oflofuð gamanmynd um gjöreyðingarstríð. Tilkomumikil leikmynd sem fengin var að láni úr Bondmyndunum prýddi Dr. Strangelove. Nokkrir brestir voru í leiknum þótt Kubrick hefði góðum leikurum fram að tefla að vanda. Peter Sellers bjargaði því sem bjargað varð og Slim Pickens sem reið atómsprengjunni berbakt í sögulok var ógleymanlegur. Yrkisefnið var vissulega að- kallandi en Kubrick gerði sér mat úr friðar- boðskap blómabarnanna. Leikstjórinn tefldi djarft þegar hann valdi svo hrikalegt sögusvið í gamanmynd svo að taka verður viljann fyrir verkið. Ódysseifskviða eftir Kubrick Geimferðin langa (2001: A Space Odyssey) varð meistaraverk fyrir slysni. Söguþráðurinn var svo fádæma vitlaus að hann varð óskiljan- legur í hamförunum; myndin breyttist í eins konar frammúrstefnumynd eða gjörning í fullri lengd. Ef til vill er þetta eina dæmi þess að risaverin í Hollywood hafi lagt fé í fram- múrstefnuverk. Geimferðin langa er eflaust frægasta mynd eftir leikstjórann. Framhalds- '■ myndin 2010 var óþarfur eftirmáli og kom Ku- brick þar hvergi nærri. Kubrick var mikill áhugamaður um geim- ferðir. Efnið var fengið úr smásögunni Varð- maðurinn (The Sentinel) eftir Arthur C. Clark og Kubrick fékk vísindaskáldið til liðs við sig. Samnefnd skáldsaga varð síðan til í fram- hjáhlaupi meðan þeir félagar unnu að hand- ritinu. Til þessa höfðu langflestar vísinda- skáldsögur sem rötuðu á breiðtjald verið ævintýramyndir. Kubrick einsetti sér að gera geimmynd sem væri af vísindalegum toga. Myndin markar þáttaskil í kvikmyndasög- unni. Þegar hér er komið sögu voru geim- myndir eins og hvert annað uppfyllingarefni, hræódýrar myndir sem gerðar voru með tán- inga og útibíó í huga. Kubrick var hér brautr- yðjandi eins og svo oft áður. Þeir kvikmynda- . menn sem var kleift að hefja vísindaskáldsögur til vegs og virðingar á átt- unda og níunda áratugnum, George Lucas og Steven Spielberg, standa í þakkarskuld við Stanley Kubrick. Þegar kom að tökum sneri leikstjórinn eiginlega út úr handritinu og lék sér að myndmálinu til að búa til eins konar óvissuferð í tónum og myndum þar sem sög- uþráðurinn skiptir ekki höfuðmáli og hver áhorfandi getur lagt eigin skilning í myndina. Tæknibrellurnar hafa staðist tímans tönn þótt aparnir í byrjunarkaflanum séu helst til gervi- legh’. Er það nokkurrar umhugsunar vert að eftir þriggja áratuga framfarir í kvikmynda- tækni og tölvubrellum er eini ávinningurinn sá að menn geta gert raunsæislegri mannapa nú á dögum. Músik og myndir < Fáir leikstjórar hafa beitt tónlist af þvílíkri dirfsku og kostgæfni og Kubrick gerði. Geim- ferðin langa hófst á upphafsstefinu úr Sara- þústra eftir Richard Strauss og geimskipið í sömu mynd leið um sólkerfið í takt við Dónár- valsinn eftir Jóhann Strauss. Auk þess valdi Kubrick tónsmíðar eftir Khachaturian og Lig- eti en verkið Lux Aetei'na eftir síðarnefnt tón- skáld notaði meistarinn til að töfra fram þá kynjaveröld sem bíður mannsins á tunglinu. Hver annar ætti það til að nota þessi verk til að setja tóninn í geimmynd? Dusilmennið Al- ex í Gangverkinu í glóaldinu (A Clockwork Orange) hefur mestai' mætur á níundu sinfón- íu eftir Beethoven. Ódæðismaðurinn raular gamla slagarann Sungið í rigningunni (Sing- ing in the Rain) meðan hann fremur hin verstu grimmdarverk. Sarabande eftir Hánd- el magnaði fram átjándu öld í öllum fjölbreyti- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999 13 r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.