Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 14
SMÁSAGA EFTIR VAZHA PSJAVELA DÆMD REYKJARPÍPA Myndlýsing: Árni Elfar : leik sínum í myndinni Barry Lyndon. Dægur- lagið Til göngu var þessum bullum bangað saman (These Boots Were Made for Walking) sem Nancy Sinatra kyrjaði fékk allt aðra merkingu í myndinnni Ungliðunum (Full Met- al Jacket). Kubrick spurði eitt sinn blaða- mann: „Hvers vegna í ósköpunum skyldi ég láta frumsemja tónlist fyrir kvikmyndir fyrst til er þvílíkur urmull af frábærum tónverk- * um?“ Inntak og ytri búningur Kubrick var ljósmyndari af guðs náð og að öllum líkindum verður hans minnst fyrir ógleymanlegar myndir sem hann dró á breið- tjaldinu. Oft hallaði á leikstjórann af því að meginstyrkur hans var fólginn í gríðarlegu valdi á myndmálinu svo að erfitt er að gera verkum hans skil á prenti þar sem sjón er sögu ríkari. Aðrir þættir voru oft ekki jafn- sterkir og myndmálið enda slíkt vart gerlegt. Gæfa mannsins veltur á tækninni. Hún getur frelsað hann (eins og gerist í Geimferðinni löngu) eða steypt honum í glötun (Dr. Strang- elove). Persónusköpun fellur í skuggann af handbragðinu, t.a.m. í myndinni Duld (The Shining). Sögupersónurnar eru oft hálfvilja- lausar. Höfundur fjallar meira um aðstæður þeirra og umhverfi en vilja þeirra og vænting- ar. Myndmálið undirstrikar oft fjarlægð höf- undar frá söguhetjunum. Leikstjórinn bregð- ur á þetta ráð til að sýna samband manns við nánasta umhverfi. Af þessum sökum hefur Kubrick legið undir ámæli fyrir að vera til- finningalaus sögumaður og segja of kald- hamrað frá. Kubrick hefði eflaust getað vitnað í landa sinn útlagaskáldið Ezra Pound og svarað því til að hann mæti einlægni skálds eftir því hvernig það beitti forminu. Gangverk í glóaldinu Kubrick varð fyrir barðinu á ritskoðun þeg- ar hann gerði myndirnar Spartakus og Lólítu. Fyrri erjur leikstjórans við mennina með skærin voru þó hégómi einn í samanburði við það stríð sem í aðsigi var. Myndin Gangverk í glóaldinu (A Clockwork Orange) var sótsvört gamanmynd, ef gamanmynd skyldi kalla, um ungan ódæðismann. Kubrick þótti ganga full- langt og grimmdarverkin í myndinni vekja enn óhug. Leikstjórinn snerist öndverður gegn siðapostulunum sem herjuðu á hann, enda bókin rammkaþólsk hugleiðing um eðli góðs og ills. Hann dró þó í land þegar nokkr- um raunverulegum ofbeldisverkum svipaði mjög til myrkraverkanna í myndinni og tók hana úr dreifingu á Bretlandseyjum. Bestu myndir eftir Kubrick eru stórmyndir af einum eða öðrum toga. Lólíta og Gangverk í glóald- inu eru minni að umgerð en sú síðarnefnda hlýtur að teljast mun betur heppnuð. Kubriek gaf leikaranum unga Malcolm McDowell laus- an tauminn og hann vann mikinn leiksigur. Bleksvört kímnigáfa leikstjórans fékk að njóta sín til hins ýtrasta. Kubrick er eini kvik- myndamaðurinn sem tekist hefur að færa verk eftir rithöfundinn Anthony Burgess á breiðtjald. Svartagall Kubrick er ekki leikstjóri sem verður bein- línis vinur áhorfandans. Sögupersónurnar sem hann tefldi fram ylja fáum um hjartaræt- ur. Þetta er í senn kostur og galli þvi að myndir eftir Kubrick eru lausar við væmni og verða aldrei viðkvæmnislegar eins og svo margar kvikmyndir sem landar hans láta frá sér fara. Efnistökin hjá honum minna um margt á rússneskar kvikmyndir. Leikstjórinn var sannur slavi, háðskur, ljóngáfaður, unda- rlegur í háttum og hneigður til bölsýni. Svo virðist sem Kubrick hafi verið Mið-Evrópu- maður sem fæddist í Bandaríkjunum fyrir slysni og varð innlyksa á Bretlandseyjum vegna flughræðslu. Stundum örlar á því að höfund skorti samúð með sögupersónum. Ef til vill vottar fyrir mannfyrirlitningu á stöku stað í verkum eftir Kubrick; að minnsta kosti var heimssýn hans nokkuð kaldranaleg. Ku- brick til málsbóta má benda á að myndir eftir hann taka oftar en ekki beina afstöðu til ann- arra mynda af sama toga. Leikstjórinn var mikill kvikmyndavinur og lá yfir myndum um áþekkt efni áður en hann hófst handa hverju sinni. Ekki er örgrannt um að hann sýni mannskepnuna eins og hún er en ekki eins og hún ætti að vera. Höfundi er mikið í mun að ganga feti framar og leiða fram öðruvísi sögu- hetjur en menn eiga að venjast. Kubrick hleypir áhorfandanum inn í undraveröld sem er í senn seiðmögnuð og skelfileg. Kurbriek sjálfan er hvergi að finna í þessum sögum hversu grannt sem leitað er. Persóna leik- stjórans kemur þó fram í forminu sjálfu, vandvirk, örugg og laus við óþarfa tilfinninga- semi. Þótt myndir eftir Kubrick séu ekki full- , komnar frekar en önnur mannanna verk er hann sá kvikmyndamaður sem oftast hefur hlotið nafnbótina snillingur og enginn sem hálflæs er á myndmálið hefur haldið öðru fram. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. 1 Ekki skorti hana stað- festuna, pípuna þá arna. Og göfug var hún og víðfræg. Kvtisúneli bóndi dáði hana og dýrkaði og tók hana helst ekki út úr sér. Hann fagnaði hverjum morgni með því að kveikja sér í pípunni um leið og hann reis á fætur. Það er hæpið að nokkur ungur hirðir hafi haft aðra eins nautn af því að nasa af ilm- andi hungangsblómi og Kvtisúneh hafði af angan tó- baksreyksins. Þegar hann reykti lygndi hann aftur augunum; slík var sælan. Uti og inni, í leik og starfi, hvarvetna og hvenær sem var; þar sem pípan var, þar var Kvtisúneli bóndi með litlu skinnhúfuna sína á koll- inum. „Drengur minn, gleddu mig nú og hlauptu eftir eldi,“ kallaði Kvtisúneli. Og strákurinn var ekki seinn á sér að renna með brandinn til föður síns. „Kona góð, komdu með eldinn“! Og hvernig skyldi nú kon- an hafa brugðist við? Alltaf hlýddi hún boði mannsins, kom með eldinn og sagði um leið: „Megir þú brenna til kaldra kola, svo askan ein verði eftir af þér“. „Ja, ekki vantar í þig galopaháttinn, kona góð,“ tuldraði Kvtisúneli í barm sér og hafði ekki fleira til málanna að leggja, heldur tendr- aði í pípunni. Reykurinn leið upp í loftið, lyfti sér hærra og hærra, breiddi úr sér, spennist í strók og hvarf. Kvtisúneli lá í sæluvímu. Jafn- vel þótt konan formælti honum þúsund sinnum, skyldi hann aldrei svíkja pípuna í tryggðum. Reyndar var ekki laust við að hann væri brunninn. Að vísu ekki hann sjálfur í bókstaf- legum skilning. En buxurnar hans og Tsjokha voru þakin brunagötum eftir glóð úr pípunni. Og oft hafði legið nærri, að hann skaðbrennd- ist. En hann hélt uppteknum hætti. Eitt sinn þegar hann var á gangi, læsti eldur sig í fötin hans. Hann var svo heppinn, að ná að kasta sér út í ána; annars hefði gamanið tekið að kárna. Ótal sögur gengu um Kvtisúneli og pípuna hans. Einhverju sinni barst það út, að hann hefði kveikt í heyi. Og annað var eftir því. Nú jæja, Kvtisúneli lifði enn góðu lífi og vanrækti ekki pípuna sína. Þegar Kvtisúneli brá undir sig betri fætin- um, þótti honum gaman að mæta einhverjum. Eftir að hafa boðið góðan dag og spurt tíðinda, sagði hann: „Tyllum okkur nú og reykjum. Ertu með tundur“? spurði hann förumann svo í bróður- legum tóni. Eftir að hann hafði troðið í pípuna, en ekki fyrr, mátti yrða á hann, nú eða þá hann lét dæluna ganga meðan eyrun leyfðu. Kæmi hann að brúnni, kastaði hann mæðinni, þótt engin væri og kveiki sér í pípu. Þá fylgdi hann bárum árinnar eftir með augunum. Guð má vita hvað hann hugsaði. En nautnin leyndi sér ekki. Færi Kvtisúneli út á sólroðinn akur til að slá, horfði hann á döggina glitra á kornöxunum eins og tár á brúðarhvarmi. Við slíka sjón gafst til- valið tækifæri til að kýla pípuna út með tóbaki. „Það er best að reykja pípuna meðan döggin glitrar á akrinum; ég legg þá bara þess harðar að mér á eftir“. Yfir höfði Kvtisúnelis flögraði syngjandi fugl. En hann var of sljór til að nema sönginn: „Rístu á fætur Kvtisúneli, karlinn minn. Nú er ekki tími til að reykja. Dögg hindrar ekki sláttinn. Hvesstu sigðina og sláðu til gagns. Hádegi nálgast og ekki er betra að vinna í hit- anum. Pípan hleypur ekki frá þér“. Eitt sinn rataði Kvtisúneli í ógæfu. Fyrir ykkur hefði það verið eins og hvert annað smá- ræði, en fyrir hann var það reginhörmung. Þar sem hann var í skóginum að safna kurli, týndi hann pípunni. Einhvers staðar hafði þessi for- smán slitnað frá belti hans. Kvtisúneli leitaði víða, en árangurslaust. „Davíð, drengurinn minn, Miriam, lambið mitt,“ sagði hann til barna sinna: „I Guðs bæn- um, hreyfið nú skankana og gáið hvort þið finn- ið ekki andskotans pípuna. Mér líður hreint bölvanlega, enda gæti ég dáið úr pípuleysi. Þið hafið haukfráa sjón; gangið nú um stiginn, það- an sem ég kom með kurlið. Kannske tapaði ég pípunni þar. Varla hefur hún sokkið í jörðina eða flogið til himna“. Börnin hófu þegar leit að pípunni. „Hvað ertu að syrgja fjandans tímaþjófinn, sem á eftir að ganga af þér dauðum, vesæll maður?“ kurraði í Kvai'amezu konu hans. „Vertu ekki að kássast upp á annarra manna jussu,“ svaraði Kvtisúneli, „þér væri nær að sinna þínum verkum. Það er skárra að þú bakir brauðið en brennir það. Og vertu svo ekki að kenna mér, hvernig ég á að sitja og standa,“ bætti bóndi við og dró húfuna aftur á hnakka. Kvaramze langaði til að svara bónda sínum, en lét kyrrt liggja, enda vorkenndi hún honum pípuleysið og tók að leita hins glataða unaðar hans. „Hér var gull, ekki pípa,“ tuldraði Kvtis- úneli og hvessti augun á stíginn, þaðan sem vænta mátti barnanna. Þau hlupu fram og til baka um skóginn og leituðu pípunnar, en ár- angurslaust. Móðir þeirra reyndist þeim hyggnari. Hún þekkti vel venjur bónda síns. Þegar Kvtisúneli hafði reykt pípu sína, var hann vanur að binda hana við belti sitt. Það var því ekki ósennilegt, að pípan hefði slitnað frá beltinu við kurltínsluna. Konan gekk því að kurlinu og tók að róta í því. Og ekki varð hún fyrir vonbrigðum, því þar fann hún lukkustert Kvtisínelis. En hún lét það dragast, að sýna bónda sínum pípuna. „Segðu mér nú bóndi minn,“ mælti kerling. „Hversu oft viltu fara út í skóg að safna kurli, ef ég finn pípuna þína“? „Hefurðu kannske fundið hana“? sagði Kvtisíneli og spratt á fætur, glaður í bragði. „Hirtu ekki um það. Segðu mér heldur hve oft þú munir tína kurl“. Kvtisúneli draup höfði og velti því fyrir sér, hverju svara skyldi. „Hvað oft“? hváði hann. „Einu sinni,“ sagði hann svo eftir nokkra umhugsun. „Ekki þrisvar"? spurði konan. „Ég skal fara eins oft og þú vilt; láttu mig bara ekki deyja úr pípuleysi," kjökraði Kvtis- úneli. „Gott og vel. En segðu mér nú eitt; hvort þykir þér vænna um konu þína og börn eða píp- una“? Kvtisúneli brosti í kampinn og skellti svo upp úr. „Um pípuna,“ svaraði hann eftir nokkra umhugsun. „Hún veitir mér unað, en þið ar- mæðu. En láttu mig nú ekki skvaldra þetta lengur; komdu með árans pipuna. Þú þekkir skaplyndi mitt og vilt tæpast reita mig til reiði“. „Reiðstu ekki en tak í mót,“ sagði Kvaramze og fékk Kvtisúneli pípuna. „Megi gæfan að eilífu brosa við ykkur, heið- virðu hjón,“ bætti hún svo við. „Amen,“ svaraði bóndi. „Og Guð hjálpi þér kona góð, að færa mér eldinn refjalaust þegar á þarf að halda.“ Að svo mæltu blés hann í munn- stykki pípunnar, tók sér tóbak úr pungnum og néri því í lófa sér. í því bar börnin að, móð og másandi og leið yfir því, að hafa ekki fundið pípuna. „Guð blessi ykkur bömin mín og fáist ekki um það, þótt þið hafið ekki fundið pípuna, því það gerði hún móðir ykkar“. Og hann sýndi börnunum pípuna. „Komið nú með brand,“ sagði hann, „það þolir enga bið“. Börnin hlupu heim í hús til að gera vilja föð- ur síns, en hann hvessti augun á dymar og nuddaði pípumunnstykkið milli tannanna. Brátt fékk hann eldinn og fullkomnaði verk- ið, tróð tóbaki í pípuna og bar að því eldinn. Hann sveipaðist reyk og honum leið eins og Heilagur andi hefði vitjað hans. 2 Sveitungarnir höfðu safnast saman í kirkju- garðinum og barst þaðan mikil háreysti. Eitt- hvað alvarlegt virtist bjáta á; eitthvað, sem þarfnaðist skjótrar úrlausnar. Þetta var í miðj- um febrúarmánuði og snjórinn hafði safnast í skafla við kirkjugarðsvegginn. Kvtisúneli sat steinþegjandi og snéri baki í fólkið. Andlit hans var sem kaldhamrað. Hann mændi á snjóinn, hélt uppi í sér pípunni og saug hana hægt. „Þið verðið að dæma hann; líf mitt er lagt í rúst. Allt heyið mitt er bmnnið til ösku. Það er eins og hver önnur Guðs mildi, að takast skyldi að bjarga nautinu úr eldinum. Allt kornið brann. Eldurinn bræddi tólin. Hvert á ég að fara með nautið til að fóðra það, á þessum kalda vetri“ Þið bíðið eftir oddvitanum, en það er ekki til neins; oddvitinn gefur engum neitt,“ sagði Bútlí. Hann var gráti næst. Hann bar loðið belti um sig miðjan og höfuð hans var vafið í þurrk- klút. Hann studdi sig við staf. „Ég vil ekki raska ró ykkar granna minna eða annarra, en hvað á ég að gera; ég aumur maðurinn, sem á fyrir fjölskyldu að sjá“? En til hvers að fella dóm? Væri það ekki eins og hver önnur fyrirtekt? Væri ef til vill ráð að kyrkja manninn? „Þetta hlýtur að vera drykkj- unni í honum að kenna,“ sagði einhver í hers- ingunni. „Ekki er ég nú viss um, að kenna megi drykkjunni um,“ sagði einhver. „Réttara væri að huga að pípunni, sem hann reykir nótt sem nýtan dag, enda vomm við ekki svo augafullir. Þeir Berika og Kvtisúneli börðu að dyram hjá mér og fóra með hljóðfæraslætti og gáska. Eg hafði gaman af og bauð þeim að ganga í bæinn. Ég hélt þeim smá veislu, svona eins og efnin leyfa. En eftir veisluna bað ég Kvtisúneli að staldra við; mig langaði til að drekka með hon- um tvímenning. Hann gerði mér þann heiður, að verða við ósk minni. Við útbjuggum khinkali og sátum lengi að drykkju. Guð fordæmi þá stund! Þegar tími var kominn til að ganga til hvflu, bjó ég um rúmin. En Kvtisúneli mátti ekki heyra á það minnst, að sofa í rúmi. Hann vildi ólmur fara út í hlöðu og sofa í heyinu. Ég lét þetta eftir honum, - hér sjáið þið afleiðing- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.