Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 6
Á haustdögum var tekinn í notkun nýr sýningar- salur í höggmyndasafni Carl Milles í Stokkhólmi. Opnunarsýningin eró verkum rússneska mólar- ans Kazimirs Malevichs. INGA BIRNA EINARS- DÓTTIR skoðaði sýninguna og salinn. ÞAÐ var Johan Celsing sem teikn- aði nýja sýningarhúsið og hlaut hann nýlega verðlaun Sænska arkitektafélagsins fyrir hönnun sína. Málverk Malevich koma úr Rússneska safninu í St. Péturs- borg og mun þetta vera í fyrsta sinn sem þessi verk eru sýnd á Norðurlönd- Kazimir Malevich fæddist í Moskvu 1878 og stundaði þar listnám. Hann ferðaðist til París- ar og Miinchen, þar sem hann drakk í sig þær listastefnur sem réðu ríkjum. Listamenn eins og Matisse, Picasso og Braque höfðu mikil áhrif á hann og hann heillaðist af stefnum eins og kúbisma og futurisma. Hann þreifaði sig áfram með þessar stefnur fram til ársins 1913 er hann hóf tilraunir til þess að „frelsa mynd- efnið frá öllu hlutlægu,“ eins og hann sagði sjálfur frá síðar. Afraksturinn var mynd af svörtum ferningi á hvítum gnjnni. Hann gekk skrefí lengra en samtímamenn, sem voru í svipuðum hugleiðum og varð fyrstur til að mála hreint abstrakt. A næstu tveimur árum málaði Malevich 39 myndir í þessum dúr, þar sem myndefnið eru svartir eða rauðir hringir, ferningar eða krossar á hvítum grunni. Hann kallaði þetta „suprematisma" og átti það að verða súperlist, sem gæti smitað út frá sér og breytt samfélaginu. Hann var mjög trúaður og hefur verið sagt, að hann hafí jafnframt þessu verið í trúarlegum hugleiðingum. Það er ekki auðvelt að lýsa þessum mynd- um. Þær hafa yfír sér yfirnáttúrulegan og andlegan blæ, sem best er að upplifa í návígi. Veturinn 1915-16 er haldin sýning á nýjum myndum Malevich í Moskvu og vakti hún- mikla athygli. Upp frá því varð hann sjálfskip- aður forsprakki rússnesku avant-garde-lista- mannanna. Þessar einlitu myndir þróast svo út í sup- rematiskar samsetningar, sem einkennast af abstrakt geometriskum formum sem svífa um og skapa hreyfingu og viðnám í myndfletin- um. Þær einkennast af léttleika og litagleði. Malevich var mjög í mun að fólk túlkaði ekki myndir hans. Hann vildi að áhorfandinn upplifði þær án nokkurrar tengingar við raun- veruleikann. Á sýningunni eru nokkrar myndir frá þessu tímabili og óhætt að segja að formin hreint og beint iði á myndfletinum, litlir og stórir fern- ingar og þríhyrningar í sterkum litum. Árið 1918 sneri hann sér aftur að því að mála einlitar myndir með ferningum og kross- um á hvítum grunni. Þegar hann hafði málað hvítan kross á hvítpm grunni hætti hann allri listsköpun. Honum fannst hann ekki hafa fleira til málanna að leggja. Það var svo ekki fyrr en á síðari helmingi 3ja áratugarins, að Malevich fór að þreifa sig Kazimir Malevich: Suprematism -1916 áfram með suprematismann á ný. Hann bætti við hlutum og fígúrum í myndirnar, sem hann taldi nauðsynlegt til að áhorfendurnir gætu skilið myndirnar betur. Bróðurpartur verk- anna á sýningunni er frá þessu skeiði. Það er auðveldlega hægt að rekja sig í gengum þró- unina hjá honum á árunum 1928-32. Mynd- irnar einkennast af dulúðugum og andlitslaus- um fígúrum, sem hafa yfír sér óraunveruleikablæ þar sem þær svífa um myndflötinn. Oftar en ekki í eyðilegu og flötu landslagi. Eftir því sem tíminn líður verða persónumar sífellt geometriskari og svífa á einlitum myndíleti. Bændur eru honum hug- leikið myndefni. Margar mynda á sýningunni bera heitið „bændur“ og sýna fólk við vinnu á akrinum. Malevich fékkst við ýmislegt annað en að mála. Hann myndskreytti matarstell, auðvitað í suprematiskum stíl. Hann teiknaði hús, sem 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.