Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 9
lækni. Hann kynnti sér skýrslur lækna og ferð- aðist nokkuð um landið til að kynna sér ástand heilbrigðismála að eigin raun. Þegar til Kaup- mannahafnar kom skilaði hann skýrslu til yfir- valda en fór jafnframt að vinna að væntanlegri doktorsritgerð sinni, Forsög tii en Nosographie af Island, sem hann varði 1849. Hún var fyrsta doktorsritgerðin í læknisfræði sem skrifuð var á dönsku. Sama ár kom út bók hans Island under- sögt fra et Lægevidenskabligt Synspunkt sem byggir að meginefni á doktorsritgerðinni auk rannsókna hans á heilbrigðisástandinu á Is- landi. Einnig skrifaði hann grein „Om de is- landske epidemier" sem birtist í Bibliotek for læger. Þessi rit hans eru grundvallarrit varð- andi heilbrigðismál á Islandi um miðja 19. öld en gefa jafnframt glögga mynd af stöðu þekkingar hjá nýútskrifuðum lækni þess tíma. Næstu tvö árin var hann í Frakklandi og á Englandi og þar kom út bók hans Vital statistics oflceland árið 1851. Hann snýr aftur til Kaupmannahafnar þar sem hann er læknir í tvö ár en þá heldur hann til Slésvíkur sem eftirlitsmaður heilbrigðismála. Árið 1855 kom út í Slésvík bókin Úber Kranken- heiten und Krankheitsverháltnisse auf Island und den Fáröer Insel. Ein Betrag zur medicini- schen Geografi. Nach dánischen orginal arbeit- en von P.A Schleisner, Eschricht, Panum und Manicus, undir höfundarnafni Julius Thomsen. Þama kom í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir ritgerð Schleisners um ginklofann í Vestmanna- eyjum en útdráttur hafði birst í „Det Kongelige Sundheds-Collegiums Forhandlinger for aaret 1848“ sem prentuð var í Supplementbind til Bibliotek for læger 1848. Þar lýsir hann ná- kvæmlega aðgerðum sínum í Vestmannaeyjum og ritgerðin ber höfundi sínum fagurt vitni um fræðileg efnistök og röklegar ályktanir. Því miður hefur ekkert verið ritað um starf Schleisners eftir að hann fór frá Islandi og ein- ungis eru til almennar upplýsingar varðandi starfsferil hans. Eins og áður hefur komið fram ráku Prússamir hann frá Slesvík og hann varð embættislæknir í Kaupmannahöfn 1865-1886. í Salmonsen Leksikon sem er helsta uppsláttar- rit um þekkta einstaklinga í Danmörku segir meðal annars um Schleisner: ,,[A]thyglisvert er að Schleisner var ákafur formælandi kenninga um snertismit á þeim tíma sem allir trúðu á mis- ama. Þetta kom berlega í ljós í kólerufaraldrin- um 1853 og skrif hans „Kolerans Optræden i Danmark“ sem hann kynnti á kóleruráðstefn- unni í Vínarborg 1874 vöktu mikla athygli og viðurkenningu. Schleisner barðist gegn hug- myndum Fengers læknis um að hafa blandaðar deildir á spítölum og beitti sér fyrir því að settir væra á stofn sérstakir spítalar fyrir ákveðna sjúkdóma eins og til dæmis Öresundsspítali og Blegdamsspítali (nú Ríkisspítalinn). Hann end- urskipulagði tölfræði heUbrigðisupplýsinga og vildi auðvelda aðgengi almennings að bólusetn- ingu.“ Maður skyldi ætla að Schleisner ætti sér verðugan sess í danskri heUbrigðissögu en í dönskum bókum um heUbrigðissögu og al- mennri sögu þar sem fjallað er um heilbrigðis- mál er nafn hans ekki að finna. Á íslandi var Schleisner lítt kunnur þar tU Baldur Johnsen, héraðslæknir í Vestmannaeyjum, skrifaði um baráttu hans gegn ginklofanum 1982. Menn gætu spurt hvort hann verðskuldi einhverja at- hygli? Er ekki liðinn sá tími að skrifað var um kraftaverkamennina meðal lækna? Vissulega er það rétt og sennUega var Schleisner engin kraftaverkamaður nema fyrir fólkið í Vest- mannaeyjum. Saga hans er hins vegar mjög gott dæmi um þróun heilbrigðismála á seinni hluta 19. aldar í Danaveldi. Því miður var það ekki Peter Anton Schleisner sem setti fram nýj- ar vísindakenningar sem enn lifa en þegar mað- ur les rit hann þá sér maður hvað hann var nærri því að leysa sumar gátur sem seinna vora ráðnar. Hann upplifði eitt mesta breytingaskeið í sögu vísindanna og einhvem veginn held ég, þótt ég geti ekki sannað það, að reynsla hans frá Islandi hafi verið honum mjög mikUvæg. Fyrir framlag hans tU íslenskra heilbrigðis- mála verður honum seint fullþakkað og á 100 ára ártíð hans er ástæða tU að halda minningu hans á lofti. 1 Sjá nánar, Baldur Johnsen, „Ginklofinn í Vestmanna- eyjum“, en hann hefur ritað rækilega um málið og grafið upp flestar frumheimildir sem tengjast því. Jón Steffensen, „Sveinn læknir Pálsson og ginklofinn í Vestmannaeyjum“, 127-137, beindi einkum sjónum sínum að þætti Sveins Páls- sonar og Tómasar Klogs landlæknis sem Baldur hafði ekki íjallað sérstaklega um. Vitnað verður til þessara tveggja greina eftir því sem við á og þá jafnframt getið við hvað frumheimild er stuðst við. 2 Þetta gilti fyrst einungis um Vestmannaeyjar en síðan varð þetta stefna stjómvalda til þess að fjölga læknum á ísl- andi. Þetta hefur verið túlkað þannig af Islendingum að ein- ungis annars flokks eða þaðan af verri læknar hafi fengist til íslands. Það er þó ekkert sem bendir til þess að þessir lækn- ar hafi á einhvem hátt verið lakari en aðrir og sögumar um lélega danska lækna eru fyrst og fremst vitnisburður um skoðanir sagnaritaranna. 3 Baldur Johnsen, „Ginklofinn í Vestmannaeyjum“, 16. 4 Vilmundur Jónsson, „Forsaga íslenskra sjúki*ahúsa“, 262. Sjá einnig Lovsamling for Island XVI., 382. Tíðindi um stjóraarmálefni íslands I., 138-140. 5 Baldur Johnsen, „Ginklofinn í Vestmannaeyjum“, 24. Jón Steffensen, „Sveinn læknir Pálsson og ginklofinn í Vest- mannaeyjum“, 134, lagði fyrst og fremst áherslu á baðvatn- ið. Höfundurinn er sagnfræðingur á rannsóknarstofu í heilbrigðissögu. SMÁSAGA EFTIR RÖGNU HERMANNSDÓTTUR MAÐUR nokkur varð fyr- ir því óláni að missa andlitið. Hann setti upp grímu, og reyndi að láta sem ekkert væri. Allir héldu að gríman væri hans rétta andlit. Hann var samt þreyttur á andlitsleysinu. Það var mikil fyrir- höfn að taka ofan grímuna, þegar hann háttaði á kvöldin, og hann varð að vakna snemma og setja upp grímuna áður en hann fór út, svo að enginn sæi að hann var andlitslaus. Andlitslausi maðurinn las um þróun líffæra- flutninga og læknavísinda í blöðunum, þar stóð að nú gætu læknar grætt nýja líkamshluta á menn, til dæmis hendur og fætur. Það væri jafnvel ekkert því til fyrirstöðu að græða ný andlit á menn, og fljótlega myndi verða hægt að skipta um heilu höfuðin. Hann varð mjög spenntur, og ákvað þegar í stað að tala við heimilislækni sinn og biðja hann að koma sér til sérfræðings, sem gæti grætt á sig andlit. Það var auðvitað viss áhætta því fylgjandi að tala við heimilislækninn, en hann hlaut að hafa þagnarskyldu, og andlitslausi maðurinn ætlaði að biðja hann að setja þetta alls ekki í gagnagranninn. Heimilislæknirinn tók honum vel, og lofaði hátíðlega að halda þessu fyrir utan gagna- granninn, og sagðist þekkja ágætan sérfræð- ing, sem hefði gert tilraunir með að græða ný höfuð á mýs og það hafði tekist ágætlega, og þarna var aðeins um andlit að ræða, ekki heilt höfuð. Læknirinn pantaði strax viðtal, og and- litslausi maðurinn átti að mæta hjá sérfræðing- num á vissum tíma. Sérfræðingurinn tók honum vel, og þegar hann sá að hann var í raun og vera andlitslaus, en ekki aðeins með gallað andlit, vaknaði mikill áhugi hjá sérfræðingnum, hann hafði aldrei fyrr séð andlitslausan mann. Sérfræðingurinn fékk ákafa löngun til að hjálpa honum og græða á hann andlit, og hugs- aði sér að skrifa um þetta langa grein í frægt vísindatímarit. En fyrst varð að finna andlit sem passaði manninum. Líkamshlutasafnið er stærðar höll, og þar vora líkamshlutar eins og hendur, fætur, andlit og heilir hausar, og auðvitað öll innri líffæri. Allt vora þetta líkamshlutar úr nýdauðu fólki, sem teknir vora af á vísindalegan hátt og geymdir era í lífrænum vökva. Tæknimenn á þessu sviði höfðu fundið aðferð til að halda þessu lifandi í langan tíma, og læknar finna þar þá líkamshluta sem passa fyrir viðskiptavinina. Maðurinn sem missti andlitið fékk að skoða myndir af andlitum úr safninu, og velja það sem hann var ánægður með. Þetta var erfitt val. Þarna vora andlit með stór nef og lítil nef, breið og mjó, með útstæð eða djúpstæð augu, og brosmilda eða alvarlega munnsvipi. Að lokum valdi hann andlit, sem var með nef í meðallagi, hátt enni og ákveðinn munnsvip og gáfuleg augu sem lágu djúpt. Hann hugsaði að með þetta andlit myndi hann fá betri stöðu hjá fyrir- tækinu en hann hafði nú. Hann var aðeins í lægstu stöðu hreingemingamanns, enginn hafði tekið eftir honum, sem ekki var von, and- litslaus eins og hann var og aðeins með grímu. Með svona andlit myndi hann komast upp í stöðu dyravarðar eða jafnvel öryggisvarðar í fyrirtækinu. Aðgerðin var gerð og gekk að óskum. Sér- fræðingurinn settist strax niður að loknu verki og skrifaði vísindagreinargerð um þetta sögu- lega afrek sitt í þágu vísindanna. Honum hafði tekist að græða nýtt andlit á andlitslausan mann. Maðurinn sem missti andlitið var mjög ham- ingjusamur. Honum fannst þetta nýja andlit klæða sig ágætlega. Eftir að umbúðimar höfðu verið teknar af, stóð hann lengi fyrir framan spegilinn og dáðist að þessari nýju persónu, sem hann var orðinn. Aðgerðin hafði tekist svo vel, að hvergi sást ör. Nú var hann ekki lengur andlitslausi maðurinn, nú var hann maður með andlit. Héðan af yrði hann á uppleið í lífinu. Hann mætti í vinnuna og gekk fyrir yfirmann sinn. Yfirmaðurinn var önnum kafinn, en þegar hann mátti vera að því að líta upp, horfði hann á manninn og kannaðist ekki við hann. Maðurinn með andlitið kynnti sig. Yfirmaðurinn mundi þá eftir honum og sagði: „Þú hefur sannarlega breyst, hvað kom fyrir þig?“ „Ég er orðinn allur annar maður, ég lét græða á mig nýtt andlit. Nú vil ég gjaman sækja um dyravarðarstöðu í húsinu." Yfirmað- urinn horfði á nýja andlitið og þessi gáfulegu augu, og hugsaði með sér, að dyravörður með svona andlit myndi virka traustvekjandi á við- skiptavini fyrirtækisins. Maðurinn með andlitið fékk dyravarðarstöð- una, og nú stóð hann í einkennisbúningi í for- dyri hallar fyrirtækisins og tók á móti við- skiptavinum og vísaði þeim veginn. Dag einn bar þar að mann, sem horfði ein- kennilega á dyravörðinn þegar hann kom inn og stóð lengi kyrr og glápti á hann. Manninum með andlitið fannst þetta fremur óþægilegt. Daginn eftir kom þessi maður aftur og horfði enn. Maðurinn með andlitið lést ekki taka eftir þessu. En maðurinn kom í þriðja sinn, og nú gaf hann sig á tal við dyravörðinn. Hann spurði manninn með andlitið, hvort hann myndi eftir að þeir hefðu hist áður. „Nei, ég hef aldrei séð þig fyrr,“ sagði dyra- vörðurinn. „Ég þekki þig nú samt vel,“ sagði gesturinn. „Viltu hitta mig á kaffihúsi héma á móti í kvöld? Ég hef merkilega sögu að segja þér.“ Maðurinn með andlitið vai'ð forvitinn. Hann mundi ekki eftir að hafa séð þennan mann áður, en það gat svo sem verið. Meðan hann var andlitslaus, hafði hann aldrei litið framan í nokkurn mann vegna minnimáttarkenndar og ótta við að ein- hver sæi gegnum giímuna. Nú var þetta öðra- vísi. Hann bar höfuðið hátt og horfði óttalaus framan í hvem sem var, með þetta nýja fina andlit. Hann fór á kaffihúsið eftir vinnu og þar sat maðurinn við borð úti í homi. Maðurinn með andlitið settist við borðið hjá honum og pantaði kaffi og með því. Hann sá að þessi maður var mjög taugaveiklaður, skjálf- hentur og í uppnámi. „Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að sjá þig framar. Hvemig má það vera að þú sért hér?“ „Ég hef verið hér áram saman. Þetta er einhver misskilningur. Ég hef aldrei séð þig fyrr.“ „Ég skal sanna það fyrir þér, fyrst þú þykist hafa misst minnið. Þú átt að koma með mér og hitta manneskju, sem þú getur ekki afneitað," sagði taugaveiklaði maðurinn. Maðurinn með andlitið var enn forvitinn og fór með taugaveiklaða manninum að húsi einu í úthverfi borgarinnar. Sá taugaveiklaði hringdi dyrabjöllunni og kona kom til dyra. Hún horfði á manninn með andlitið, náfólnaði og hélt sér í dyrastafmn til að hníga ekki niður. Þau fóru öll inn í húsið og taugaveiklaði maðurinn læsti á eftir sér. „Er þetta hann?“ spurði sá taugaveiklaði. „Já“ sagði konan skjálfandi röddu. Manninum með andlitið leist ekkert á þetta. Hann hafði alveg áreiðanlega aldrei séð þessa konu áður. Hann hafði heldur aldrei komið í þetta úthverfi. Hann fór að grana að þetta væri eitthvað í sambandi við nýja andlitið hans. „Þetta er misskilningur," sagði hann. „Ég hef aldrei séð ykkur áður. Sérfræðingur í líkamshluta-ágræðslu setti á mig þetta andlit, ég valdi það í líffærasafninu. „Taugaveiklaði maðurinn hló: „Þú skalt ekki reyna að segja okkur svona sögu. Þú áttir að vera dauður. Ég drap þig hérna í þessu húsi fyr- ir fimm árum. Morðið var ekki upplýst og ég var ekki handtekinn. En fyrst læknarnir hafa reist þig upp frá dauðum, neyðist ég til að drepa þig aftur.“ Og taugaveiklaði maðurinn tók upp skammbyssu og skaut manninn með andlitið í hnakkann. Andlitið skemmdist ekkert. Það fór aftur í líf- færasafnið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000 9 I-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.