Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 19
Tríó Reykjavíkur leikur slavneska tónlist í Hafnarborg Tékkneskir töfrar og rússnesk „melankólía" Morgunblaðið/Ámi Sæberg Peter Máté píanóleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, sem kemur fram sem gestur á tónleikunum, og Gunnar Kvaran selló- leikari á æfingu í „Alberti", æfingasal Tríós Reykjavíkur. Hann mun vera nefndur eftir Royal Albert Hall f Lundúnum. FJÓRÐU tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar verða annað kvöld kl. 20. Þar koma fram fast- ir meðlimir tríósins, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari, ásamt Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara. Á efnisskrá eru tríó eftir Smetana, Rakhmanínov og Sjosta- kóvítsj. Tékkneska tónskáldið Bedrich Smetana var, að sögn Gunnars Kvaran, þekktara fyrir margt annað en kammer- tónlist. Hann hafði til að mynda gríðarlega þýðingu fyrir þjóðaróperu og -vitund Tékka. Píanótríóið op. 15 í g-moll samdi hann árið 1855, þá 31 árs gamall. „Þetta er stórbrotin tónsmíð í þremur þáttum. Smet- ana samdi verkið upprunalega til minningar um dóttur sína, Bedrisku, þó ekki sé mikið um beinar skírskotanir í þessa sorg hans í verkinu. Að vísu má finna, til dæmis í fyrsta kafl- anum í öðru stefinu, laglínu, sem dóttir hans hélt mikið upp á og söng.“ Gunnar segir tríóið á köflum mjög dramatískt, sérstaklega fyrsta þáttinn. Yfirbragð annars þáttar sé léttara og síðasti kaflinn, sem er fjörugur, er brotinn upp af raunalegu milli- stefi sem Gunnari þykir svolítið sorglegt. „I þessum síðasta kafla notar Smetana efni og stef úr píanósónötu sem hann samdi töluvert áður.“ Píanótríóið var frumflutt árið 1855, endurskoðað þremur árum síðar og endanlega endurskoðað 1880. Síðastnefnda út- gáfan verður leikin í Hafnarborg. Næst á efnisskrá er Tríó Elegiaco eftir Sergei Rakhman- ínov samið veturinn 1891-92. „Rakhmanínov var enn við nám í Tónlistarháskólanum í Moskvu þegar hann samdi þetta tríó en hafði þá þegar vakið athygli íýrir tónsmíðar sínar. Tsjajkovskíj, sem kenndi hon- um hljómfræði, hafði til að mynda tekið sérstaklega eftir þessum unga manni og spáði honum bjartri framtíð sem tón- skáldi.“ Undir áhrifum frá Tsjajkovskíj Gunnar segir greinilegt á tríóinu, sem er í einum samfelld- um þætti, að Rakhmanínov sé undir miklum áhrifum frá Tsjajkovskíj. „Það gerir verkið ekki verra.“ Samt sem áður segir Gunnar persónuleg séreinkenni hins tæplega tvituga Rakhmanínovs koma greinilega í gegn. „Það kemur strax í ljós við hlustun á þessu verki að höfundurinn var píanósnill- ingur. Þáttur píanósins er stór en svo skrifar hann líka af- skaplega fallega fyrir strengina. Það er ekta rússnesk „mel- ankólía" í þessu verki.“ Síðar meir samdi Rakhmanínov annað tríó, stærra í snið- um, sem hann tileinkaði Tsjajkovskíj, sem þá var allur. Það náði þó ekki sömu vinsældum og hið fyrra. Lokaverkið á tónleikunum er Tríó op. 67 í e-moll eftir Rússann Dmítríj Sjostakóvítsj sem er fræg tónsmíð. „Það er óhætt að fullyrða, að þetta tríó er meistaraverk og eitt besta verk fyrir þessa hljóðfæraskipan, sem samið hefur verið á þessari öld,“ segir. Gunnar. Verkið er samið árið 1944 þegar ógnarstjórn Stalíns var í algleymingi í Sovétríkjunum. „Á þessum tíma var ástandið hræðilegt og fólk tekið úr umferð daglega. Það hreinlega hvarf. Sjostakóvítsj fór ekki varhluta af þessu og hann til- einkar verkið góðum vini sínum, tónfræðingnum Ivan Sol- ertinskíj, en hann hvarf einmitt sporlaust á þessum tíma.“ Gunnar segir auðvelt að ímynda sér hvílíkur óhugnaður hafi legið í andrúmsloftinu í Sovétríkjunum á þessum árum, bæði vegna hins stjórnmálalega ástands, sem um er getið, og ekki síður vegna stríðsins sem geisaði í Evrópu. „Við þetta ástand varð Sjostakóvítsj að búa uns Stalín dó árið 1953 en það er svo ótrúlegt að honum tókst að nota sér þessar ómanneskjulegu aðstæður til listsköpunar á undra- verðan hátt.“ Tríóið er í fjórum þáttum og segir Gunnar það búa yfir öllum rússneska tilfinningaskalanum - frá dulúð, depurð og sorg yfir í mikla dramatík og gáska, sem þó sé alltaf kald- hæðinn. Gestur Tríós Reykjavíkur annað kvöld, Auður Hafsteins- dóttir, stundaði framhaldsnám í fiðluleik í Bandaríkjunum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Hún er ein af stofnendum Trio Nordica og hefur komið fram á tón- leikum hér á landi og erlendis. Lokatónleikar starfsársins hjá Tríói Reykjavíkur verða 9. apríl næstkomandi. Gestur þá verður Finnur Bjarnason ten- órsöngvari. GOÐSAGNIR í LIFANDA LÍFI TÖJVLIST S f g i I d i r d i s k a r ROSALYN TURECK Felix Mendelssohn-Bartholdy (úts. Hutche- son): Scherzo úr Jónsmessunæturdraumi. Franz Liszt: Sex stórar etýður byggðar á steljum eftir Paganini. Claude Debussy: La soirée dans Grenade úr Estampes og La danse de Puck úr Préludes bók I. Carl Hein- rich Graun: Gigue. Alessandro Scarlatti (úts. Tureck): Aría úr Tokkötu nr. 2 og Menúett úr Tokkötu nr. 4. Pietro Domenico Paradies: Tokkata í A-dúr. Johannes Brahms: Tilbrigði og fúga uin stef eftir Handel. Einleikur: Rosalyn Tureck (píanó). Hljóðritanir: Tón- leikaupptökur frá 1939, 1945 og 1974. tit- gáfa: VAI AudioVAIA 1058. Heildartími: 71’15. Verð 2.100 (12 tónar). NAFN Rosalyn Tureck (f. 1914) er svo ná- tengt og óaðskiljanlegt nafni Johanns Sebasti- ans Bachs að maður verður hissa þegar á vegi manns verður diskur þar sem Bach er ekki á efnisskránni. Það mun ekki vera fjarri lagi að halda því fram að Rosalyn Tureck hafi helgað ævistarf sitt Bach. Áratugum saman stundaði hún rannsóknir á tónlist hans og flutti verk hans ýmist á píanó, sembal eða orgel. Hún hélt tón- leika og fyrirlestra frá hljómborðinu víða um heim og stofnaði sína eigin hljómsveit, The Tm-- eck Bach Players í New York árið 1981. Hún varð prófessor við Juilliard tónlistarháskólann árið 1974. Rosalyn Tureck kom fyrst fram á tónleikum níu ára að aldri en var þó ekki hið dæmigerða undrabam. Tvítug að aldri spilaði hún annan píanókonsert Brahms undir stjóm Ormandys og hafði á þessum ámm ýmis stórverk róman- tíkurinnar á efnisskrá sinni - hún segist á tíma- bili hafa spiiað annan píanókonsert Rachmanin- offs næstum hvert kvöld vikunnar! Snemma á ferli sínum ákvað Rosalyn Tureck næstum alfaiið að snúa baki við rómantískri tónlist en nokkra áður hafði hún samþykkt að allir tónleikar hennar yi’ðu hljóðritaðir. Þessar hljóðritanir mynda nú granninn að viðamikilli útgáfu VAI-fyrirtækisins á flutningi hennar þar sem meðal annars má finna, auk verka Bachs, Keisarakonsert Beethovens undir stjórn Barb- irollis, Píanókonsert eftir William Schuman, Fúgulist Bachs í útsetningu fyrir strengjasveit og H-moll sónötu Chopins. Síðustu ár hefur hún aftur tekið til við rómantíkina eins og heyra má á tónleikadiski sem hljóðritaður var í Teatro Colón í Buenos Aires í ágúst 1992. Platan sem hér er til umfjöllunar er að mestu leyti frá upphaíl ferils Turecks og er aðallega helguð tónlist 19. aldar. Útgefendur hafa kosið að nefna diskinn „The Young Firebrand“ (eldi- brandinn unga). Spilamennska Rosalyn Tureck einkennist sannarlega af feiknarlegum eldmóði og krafti svo helst má líkja við aðra goðsögn píanósins, Vladimir Horowitz. Tækni hennar er afbm-ðaglæsileg eins og glöggt má heyra í Pag- aninietýðum Liszts. Sú önnur í röðinni, Octave, er sérlega glæsileg með sínum fallandi tónstig- um. Örstutt Tokkata eftir Paradies er alveg með ólíkindum hröð og maður spyr sig: Hvemig er þetta hægt? Meginverkið á plötunni era Handeltilbrigði Brahms. Eftir einkennilega veikburða upphaf (stef Handels) sem lofar ekki góðu koma tilbrigðin og era þau hvert öðra til- komumeira í flutningi Turecks. Fúgan í lokin er stórkostleg. Hljóðritunin er bai’n síns tíma, hvorki betri né verri en við má búast en þó fullkomlega boð- leg. Helst má setja út á upptökuna á Brahms sem er ótrúlega framstæð miðað við það að hún var gerð árið 1974. Einnig koma á nokkram stöðum fram slæmar traflanir sem maður vildi gjarnan vera án. En þegar allt kemui’ tO alls er hér um að ræða áhugaverðan minnisvarða um merkan tónlistar- mann. ANNA RUSSELL Anna Russell - The (First) Farewell Concert: How to Become a Singer, Wind Instruments I Have Known, On Pink Chiffon, How To Write a Gilbert and Sullivan Operetta, The „Ring Cycle", Jolly Old Sig- mund Freud and Other Folk Tunes. Hljóð- færaleikur: Robert Rosenberger (pianó). Skemmtikraftur: Anna Russell. titgáfa: Video Artists International (VAI) 69019 (myndband Heildartími: 85 mínútur. Verð kr. 3.500 (12 tónar) HÉR er ef til vOl farið aðeins út fyrir ramma þessara dálka með því að fjalla um myndbands- spólu, en undirritaður stóðst ekki mátið þegar hann rakst á myndband með Önnu Russell í 12 tónum í vikunni sem leið. Og hver er svo Anna RusseO? Þetta er góð spurning en satt að segja hefur mér gengið afar erfiðlega að safna upplýsingum um lífsferil hennar. Anna Russell er bresk að uppruna, lagði stund á söngnám, píanó-, sellóleik og tón- smíðar við Royal College of Music í Lundúnum. Hefðbundnum tónlistarferli varpaði hún hins vegar lyrir róða þegar augljóst var að framfarir voru alltof litlar og fjölskylda og nágrannar vora komnh’ á ystu nöf. Anna Russell segir að allir söngkennarai’ segi við nemendur sína að þeir eigi efth’ að verða frábærir þótt þá skorti al-« gerlega hæfileika en hún hafi sem betur fer séð ljósið eftir fimm gagnslaus ár í RCM. Þessa „harmrænu sögu brostinna vona“ má heyra í upphafsatriði myndbandsins, How to Become a Singer. Um tíma starfaði Anna Russell við þjóð- lagadeild BBC en því starfi lýsir hún í spreng- hlægilegu lokaatriðinu Jolly Old Sigmund Freud and Other Folk Tunes og þar sem henni tekst að fá áheyrendur tO að kasta af sér öllum hömlum. Anna RusseO fór vestur um haf til Tor- onto árið 1935 þar sem hún fór að taka þátt í gríntónleikum sem hljómsveitarstjóri að nafni Sir Alexander MacMillan stóð árlega fyrir um jólaleytið. Þessir tónleikai’ og hvatning MacMillans urðu til þess að Anna Russell lagði út á þessa braut sem „musical cartoonist". I rúmlega 50 ár var hún einn vinsælasti tónlistar- skemmtikraftur Bandaríkjanna. Upptakan á myndbandinu er gerð á skemmt- un Önnu Russell í Baltimore í nóvember 1984 en þá var hún orðin rígfullorðin. Þarna var húsfýll- ir og áheyrendur grenja af hlátri nánast linnu- laust allan tímann. Og mikið skilur maður þetta fólk vel. Anna Russell er svo hræðilega fyndin. Og alveg laus við billega brandara, fettur og grettur óvandaðri grínista. Og þegar best lætur ná skemmtiatriði hennar því að vera hreinasta snOld eins og í frægasta atriði hennar, The Ring of the Nibelungs - 20 mínútna úttekt á risalang- loku Wagners. Engin orð fá lýst þessari frásögn Önnu Russell. Þetta verða allir Wagneraðdá- endur að heyra og ekki síður þeir sem eiga bágt með aðþola Niflungahringinn. Þetta eigulega myndband er sannarlega pen- inganna virði - og upplagt til að lána bestu vin- um sínum. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.