Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 11
!7. Satan var oft viðfangsefni í myndum Blakes og hér er hann sýnilega í öllu sínu veldi og traðkar á harmkvælamanninum Job. )K -SAMNING- )S OG SATANS EFTIR KRISTIN ÓLASON að þessu leyti, því hún fjallar um hlutskipti að- alpersónunnar, Jobs frá íslandi. Tvær ólíkar bókmenntategundir setja mark sitt á Jobsbók og skipta henni í tvo hluta: Upphafskaflarnir (1. og 2. kafli) eru ásamt niðurlagskaflanum (síðustu 11 versin í 42. kafla) stutt frásögn með kynningu aðstæðna, flækju og lausn. Inn í þessa frásögu hefur verið skeytt löng- um ljóðabálki (kafli 3-42,6) sem inniheldur samræður Jobs. Höfundur ritsins notar ólíkar hefðir til að koma boðskap sínum á framfæri. Orðaforði hans á rætur í speki- og ljóðahefð Austurlanda nær og í réttarkerfi ísraels- manna. Bókin er skrifuð eftir herleiðingu ísra- elsþjóðarinnar til Babýloníu (587-539 f. Kr.), sennilega upp úr 520 f. Kr. Herleiðingin var mikið áfall fyrir þjóðina og hafði veruleg áhrif á það hvernig menn túlkuðu veruleikann. Heims- myndin breyttist, gömul, viðtekin sannindi voru tekin til endurskoðunar og samband Guðs og manns var skilgreint að nýju. III Innihald bókarinnar Jobsbók hefst á orðunum: „Einu sinni var maður í íslandi, sem Job hét. Hann var ráðvandur og réttlátur, óttaðist Guð og forðað- ist illt.“ Þessum manni vegnaði mjög vel, hann naut blessunar í lífi og starfi, eins og stundum er sagt. í 2. þætti frásagnarinnar, sem gerist á himnum, segir frá því að einn úr hirð Guðs, Satan, efist um trú og trygglyndi Jobs og gefi í skyn að hann trúi og treysti á Guð einungis í eigin þágu. Guð samþykkir að leyfa Satan að sannreyna trú Jobs. Þess vegna slær Satan hann og sviptir hann lífsgæðunum. Fyrst missir hann allar eigur sínar, þá börn- in sín og loks heilsuna. Þá eru kynntir til sög- unnar þrír vinir Jobs, þeir Elífas, Bildad og Sófar. Þeir koma til að sýna honum samúð og hugga hann. Ljóðin, sem jafnframt eru megin- hluti bókarinnar, eru að stærstum hluta samtal Jobs við þessa vini. Job harmar ekki einungis hlutskipti sitt, hann formælir lífinu og ásakar Guð fyrir að leggja á hann fyrrnefndar hörm- ungar. Hann finnur enga ástæðu fyrir mótlæt- inu og krefst þess að Guð rétti hlut hans. Þessi krafa felur í sér uppgjör við hefðbundna speki þess tíma, en hún gerði meðal annars ráð fyrir því að maðurinn ætti skilið, bæði þá blessun og það böl, sem yfir hann kemur. Þetta viðhorf birtist í fjölmörgum spakmælum Gamla testa- mentisins. Gott dæmi um það er spakmælið, „maðurinn uppsker, eins og hann sáir“. Sá sem er ráðvandur og réttlátur, óttast Guð og forðast illt, uppsker blessun í samræmi við breytni hans, en ranglátur maður, sem óttast ekki Guð og fremur illvirki, uppsker bölvun, enda hefur hann kallað hana yfir sig með vondri breytni. Þeir Elífas, Bildad og Sófar eru talsmenn þessa sjónarmiðs og skora á vin sinn að horfast í augu við og viðurkenna afbrotin sem hljóta að liggja að baki örlögum hans. Þeir eru sannfærðir um að réttlátur maður geti ekki orðið fyrir öðru eins mótlæti. En Job veit að hann er saklaus og það veit lesandinn líka, því eins og fram kom hér að framan, þá er Job leiksoppur í eins kon- ar veðmáli milli Guðs og Satans. En vinir hans þekkja ekki raunverulegar ástæður mótlætis- ins og þess vegna ásaka þeir Job fyrir guðlast þegar hann neitar að viðurkenna sekt sína. Það er athyglisvert að lesa ræður Jobs, ekki síst vegna þess, hversu mikið má af þeim læra. 1 reynd talar Job fyrir munn allra manna sem ganga í gegnum missi og heilsubrest í lífinu. Hann finnur til, hann er einmana og umhyggju- laus, og hann á erfitt með að skilja af hverju þjáningin varð hlutskipti hans. En bókin endar ekki í angist. Hún lýsir ferli sem að lokum gef- ur Job nýjan skilning, nýja sýn á aðstæður hans. Guð talar til hans (Job 38—41) og mætir honum í þjáningunni. Þetta er ný reynsla fyrir Job, því eins og hann segir sjálfur í niðurlagi ljóðahlutans: „Eg þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42,6). Sáttin sem þessi orð endurspegla er niðurstaða manns sem gengið hefur í gegn um erfiða reynslu. Tilgangsleysi þeirrar reynslu hvílir ekki lengur á honum eins og þung byrði, því Guð hefur létt byrðinni með því að opinberast Job og tala til hans í þjáningunni frá augliti til augl- itis. Það staðfestir niðurlag bókarinnar, þar sem Guð snýr högum Jobs að nýju og gefur honum það sem hann hafði áður átt, tvöfalt aft- ur. Höfundurinn stundar nóm i Gamlatestamentisfræð- um í Freiburg. HEIMSPEKII JOBSBÓK EFTIR ÁSTU KRISTJÖNU SVEINSDÓTTUR Job i haugnum. Málverk eftir Jean Fouquet, málað um 1445. Á þeim tíma var Job oft við- fangsefni málara og þetta mótíf, þar sem hann liggur í haugnum og vinir hans hjá vár algengt. JOBSBÓK hefur það orð á sér að í henni sé að finna einhvern heim- spekilegasta hluta Biblíunnar. Ekki svo að skilja að Jobsbók sé þéttvafin heimspekileg orðræða, eins og sam- töl Sókratesar eða íhuganir Descartes, heldur eru hugmynd- irnar að mestu settar fram í bundnu máli í ljóðabálki sem er að finna inni í dálítilli helgisögu. Samt er hér ekki um að ræða heim- spekilegan ljóðabálk eins og t.d. Hávamál. Munurinn er sá að í Jobsbók er ekki ein- ungis varpað fram grunnhugmyndum um réttlæti og rétta breytni, heldur sjáum við þessar grunnhug- myndir líka takast á. Eiginlegar heimspeki- legar vangaveltur hefj- ast nefnilega ekki fyrr en við tökum til við að vega og meta ólíkar skoðanir, kosti þeirra og galla, og sjá hversu vel frumforsendur okkar standast gagnrýna hugsun. Beinum sjónum okkar að því þegar hver hörmungin á fætur annarri hefur dunið yfir Job, þennan guðhrædda og réttsýna mann. Hann er búinn að missa allt sitt, fjölskyldu, fé, og heilsu. Þá koma til hans vinimir þrír, Elífas, Bildad, og Sófar, til að hugga Job og styrkja. Þeir vita auð- vitað ekki fremur en Job að hörmungarnar voru látnar dynja yfir Job til að láta á það reyna hvort hann væri guðhræddur og réttsýnn til þess eins að fá umbun hjá Guði. Þessi hugmynd hefur blessunarlega verið hrakin, Job er allslaus og kvelst, en snýr ekki baki við Guði sínum. Samt skilur hann ekki hvað Guð vill eiginlega með það að fara svona illa með sinn trygga þjón. Huggun vinanna er líka takmörkuð, því þeir halda svo fast í þá hugmynd að fyrst Job vai’ð íyrir öllu þessu óláni, þá hljóti hann að hafa gert eitthvað af sér, þetta sé refsing Guðs fyrir syndir Jobs. Hér birtist grunnhugmynd um tengslin milli breytni manneskjunnar og þess sem hún verður fyrir. Þessa hugmynd getum við kallað „orsak- arkenninguna" því að þar er gerð sú krafa að af- leiðing eigi sér alltaf orsök. Hér er afleiðingin refsing Guðs í formi hörmunga sem yfir Job dynja og orsökin getur þá ekki verið langt und- an. Job hlýtur að hafa syndgað, einhvers staðar, einhvem tímann. Job vill hins vegar ekki gang- ast við að hafa syndgað og finnst hann ekki eiga skilið neina refsingu. Vinirnir þrjóskast við og leita logandi ljósi að syndum Jobs. Leit þeirra er náttúrulega ósköp skiljanleg. Við viljum gjarnan að það sé eitthvert vit í tilverunni, viljum bæði að ólán eigi sér einhverja skýringu og svo særir það réttlætiskenndina þegar saklausum er refsað eða þeir verða fyrir óláni. Þá grípum við oft til þeirra ráða að ætla sakleysingjunum einhverja synd. Það er bara svo óþægilegt og óásættanlegt að saklausum sé refsað; miklu betra að trúa því að fórnarlömbin hafi átt þetta skilið. Þannig verða fórnarlömbin „óhrein“ og „syndug". Dæmi um þessa leið til að takast á við hræðsluna við skýringarleysið og réttlætingar- leysið er framkoma við holdsveika fyrr á öldum og við eyðnismitað fólk enn þann dag í dag. Meðan það er eitthvað í fari þeirra, sem verða fyrir óláninu, sem er óvinsælt í samfélaginu er kannski mögulegt að halda í kenninguna um að refsingin sé réttmæt án þess að loka augunum algjörlega fyrir staðreyndum. Hins vegar vand- ast málið mjög þegar hegðan fólks er í samræmi við það sem dyggðugt þykir í samfélaginu. Það á einmitt við um Job. Eina leiðin sem vinir Jobs geta farið er þá að segja að Job sé refsað fyrir syndir barna sinna eða manneskjunnar yfirleitt, eða þá fyrir syndir sem Job sjálfur og samtíma- menn hans skilja ekki að eru syndir. Guð veit nefnilega best og vegir hans eru órannsakanleg- ir. Þegar svo er komið rís upp sú klassíska spuming að hvaða leyti það sé réttlætanlegt að refsa fólki sem ekki veit að það hefur syndgað eða gert af sér neitt. Hér er ekki alltaf auðvelt að koma auga á skýrar línur. Er réttlætanlegt að refsa manni fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað áður en farið var að líta á ákveðna hegðan sem kynferð- islega áreitni og sem skaðlega? Spurningin er ekki bara praktísk, þ.e. ekki bara hvort það sé yfirhöfuð framkvæmanlegt eða hvort það borgi sig. Því jafnvel þótt það sé réttlætanlegt af Guði eða mönnum að refsa manneskju fyrir glæp eða annað skaðlegt athæfi getur oft verið betra að gera það ekki, eða að minnsta kosti ekki til fulln- ustu, af praktískum ástæðum. Nýlegt dæmi um það gæti verið njósnir á vegum Stasi, sem upp kom- ust eftir að Múrinn féll. Nei, spumingin er hvort refsing sé að- eins réttlætanleg þeg- ar syndarinn er ábyrg- ur fyrir syndum sínum, og ef svo er, hvað felist í að vera ábyrgur fyrir syndum. Er t.d. sú krafa gerð að syndarinn skilji að hann syndgar með athæfi sínu? Vinir Jobs eiga erfitt verk fyrir höndum að verja þá hugmynd að sá sem fyrir óláni verður hljóti að eiga það skilið. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað heilu plássin gætu hafa gert af sér til að verðskulda hamfarir eins og snjóflóð eða eldgos eða þá heilu og hálfu þjóðimar í Afríku til að verða fyrir eyðniplágunni, svo að ekki sé minnst á ómálga börn eða jafnvel ófædd sem ekki hafa haft tæki- færi til að gera neitt, hvorki gott né slæmt. Vinir Jobs verða því að segja að jafnvel þótt refsing sé aðeins réttlætanleg ef syndarinn er ábyrgur sé ekki sú krafa gerð að syndarinn skilji að hann syndgi eða að hann sé einn ábyrgur fyiár synd- unum. Þeir geta t.d. haldið því fram að þær syndir sem um ræðir séu syndir mannskepnunn- ar yfirleitt, svo sem erfðasyndin, og að við öll séum samábyrg. Job gerir hins vegar mjög nútímalega kröfu til Guðs síns, nefnilega þá kröfu að leikreglumar séu leikmönnunum skiljanlegar; það á að vera manneskjunni mögulegt að breyta rétt, eða að minnsta kosti eiga syndir hennar að vera af hennar völdum. An þess er refsing ekki réttlæt- anleg. Job vill ekki iðrast synda sem hann er sér ekki þess meðvitandi að hafa framið og áeggjan vina hans hefur þar engin áhrif. Vinirnir vilja hins vegar allsherjarskýringu, allsherjartilgang með refsingu og óláni, jafnvel þótt sú skýring sé engum skiljanleg nema Guði sjálfum. Fyrir þeim verður iðranarleysi Jobs að synd í sjálfu sér. Hér er ekki einungis boðið upp á ólíkar hug- myndir um samband breytni manneskjunnar og þess sem yfir hana dynur heldur takast á tvær gmnnhugmyndir um réttlætingu þess sem yfir dynur. Hugmynd vinanna, orsakarkenningin, hefur það í för með sér að refsing er alltaf rétt- lætanleg. Hugmynd Jobs er hins vegar að refsing sé að- eins réttlætanleg þegar reglurnar em skýrar og skiljanlegar leikmanninum og hann hefur brotið gegn þeim. Það er líkt og Job sé að krefjast þess að fá að gera samning við Guð sinn sem báðir em bundnir af. Er svo einhver niðurstaða? Ekki ef við eigum von á því að önnur hugmyndin sé úrskurðuð rétt og hin röng. Urskurðurinn, sem lesandi Jobs- bókar fær, meira að segja frá Guði sjálfum, er á þá leið að báðir aðilar hafi rangt fyrir sér: vinir Jobs halda í ranga hugmynd, Job gerir ranga kröfu. Job lærir að manneskjan gerir ekki samn- ing við Guð sinn, að Guð er handan samning- anna, hugmyndanna, skýringanna: Nú sé ég glöggt að þú getur allt, að ekkert er þér um megn. Hver er þessi, sem óvita-orðum atar myrkri mín fóstu ráð? Rætt hef ég um hið ósegjanlega, á eilífan sannleik hugannlagt Hlusta þú á mín orð; nú spyr ég þig og þú veist svör. Eyru mín höfðu heyrt af þér; nú hafa mín augu litið þig. Því skal ég hógvær þreyja og una þvi, að ég er duft. (Þýð. Helgi Hálfdanarson) Höfundurinn stundar nóm í heimspeki í Boston. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000 I 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.