Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 14
Hátíð í Laugarnesi 27. júlí 1898 og mannsöfnuður við nýja byggingu Holdsveikraspítalans, sem vígður var þennan dag. Þá hafði vegur verið lagður þangað af Laugaveginum. Hann var í fyrstu nefndur Spítalavegur, en fékk síðar nafnið Laugarnesvegur. Fiskreitir settu löngum svip sinn á Kirkjusand í næsta nágrenni Laugarness og má sjá að stór meirihluti þeirra sem unnu á fiskreitunum voru kon- ur. Laugarnesspítalinn sést lengst til vinstri, en fyrir miðju og fjærst á myndinni er Laugarnesbærinn. Byggðin í Laugarnesi skömmu eftir 1950. Tunga við Laugaveginn er næst á myndinni. Þarna er ennþá vegurinn sem upphaflega var lagður út í Laugarnes vegna spítalans. Og nú fóru nýir og glæstari tímar í hönd hjá Laugarneskirkjunni þótt sælan yrði skamm- vinn. 1725 reis af grunni ný og vönduð kirkja. En nú dró einnig til merkilegra tíðinda í eigna- málum þvi Laugarnesið sem verið hafði í eigu sömu ættarinnar öld fram af öld, e.t.v. allt frá landnámi, komst í annarra eigu. Heldur hefur nú guðshúsið sett ofan þegar sjálfur biskupinn Jón Árnason tók það upp í skuld frá Oddi Sig- urðssyni lögmanni. Tíminn líður og reynt er að halda í horfinu. 1745 hefur hálfur kirkjugarðurinn verið hlað- inn upp og 1751 þarf enn að ditta að. Súðin er orðin lek og predikunarstóllinn frá Brandi er orðinn ónýtur. Biskupsfrúin, ekkja Jóns Arna- sonar, er nú orðin eigandi Laugarness og gerir vel við kirkjuna sína. Hún gefur henni nýtt alt- arisklæði, nýjan Grallara, tvær altarispípur úr messing, koparliijur við kórdyr og sitthvað fleira. En þegar biskupsfrúarinnar nýtur ekki lengur við fer að halla á ógæfuhliðina og síðan verður ekki aftur snúið. 1753 er kirkjan orðin hriplek og þakið saltbrunnið. 1758 þegar Finn- ur Skálholtsbiskup kemur í sína fyrstu vísit- asíu er kirkjan bæði að viðum og byggingu hrörleg og að falli komin. Kirkjan átti þó enn sína velgjörðarmenn sem reyndu að gera veg hennar meiri, en það voru þeir Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson. Á ferðum sínum um landið munu þeir félagar hafa dvalið langdvölum í Viðey hjá Skúla fó- geta. Viðeyjarkirkja var þá nýaflögð og rifin og fóm þeir félagar því ásamt öðmm Viðeyingum til kirkju í Laugamesi. Sem þakklætisvott gáfu þeir kirkjunni altaristöflu eða bænabrík. Á hana er iethað: Til maklegrar skylduendur- minningar er þessi tafla gefin heilagri Maríu- kirkju að Laugamesi af þeim B. og E. 1757. Þótt tjaslað væri upp á kirkjuna í framhaldi af þessu, og bætt væri við þröngu kirkjulofti til að hýsa Viðeyinga var ástandið fremur bágbor- ið. Og ekki bætti úr skák að þegar Viðeyingar komu blautir af sjónum lak úr þeim niður á kirkjugestina undir! Kirkjan var auk þess svo lítil að hluti sóknarbarnanna varð að standa úti við messu. Og enn þrengdist á kirkjubekkjunum þegar tUskipun kom irá konungi 1765 um að allar óþarfa kirkjur og bænhús skildu afteknar og þar með var Engeyjarkirkja lögð niður. Og nú þótti við hæfi að skipa kirkjunni sérstakan um- sjónarmann eða kirkjuverjara og var það eins og áður sagði Oddur Hjaltalín, langalanga- langalangafi minn á Rauðará. Gekk svo á ýmsu á næstu ámm. Árferði var erfitt og ekki bættu Skaftáreldamir 1783 og Móðuharðindin ástandið. 1784 urðu svo jarð- skjálftamir miklu sem jöfnuðu nær Skál- holtsstað við jörðu. Þegar Hannes Finnsson biskup kaupir Laugarnesið er lítið annað eftir en rífa kirkjuna. Hnignun Laugameskirkjunnar svo og ann- arra kirkna við Sundin blá má auk allrar eymd- ar og erfiðs árferðis einnig rekja til siðbótar- innar en í kjölfar hennar hnignaði öllu kirkjulífi í landinu. Þegar Laugameskirkjan seig saman undan feysknum fjölum sínum árið 1794 vora horfnar sjö af þeim kirkjum sem röð- uðu sér með Sundunum fyrir siðaskiptin. Að- eins vom eftir kirkjumar í Vík, Viðey og Gufu- nesi. Ein ástæða þess að Laugameskirkjan var lögð niður var að sjálfsögðu að á sama tíma var að rísa af granni ný og vegleg dómkirkja í hjarta bæjarins. Neskirkju, sem þá var hið veglegasta guðshús, átti einnig að leggja niður þegar nýja dómkirkjan reis af granni. En Sel- timingar vora stoltir af sinni kirkju og neituðu að hlýða slíkri fyrirskipan. Héldu þeir áfram að nota sitt guðshús alveg þar til náttúraöflin, nú eða drottinn sjálfur, tók í taumana, óhress með að Seltimingar skyldu ekki hlýðnast sínum andans mönnum. Og í janúar 1799 fauk Nes- kirkja í hinu fræga Básendaveðri og brotnaði í spón. Eftir að kirkjan í Laugamesi var sigin sam- an í hinsta sinn var sóknin sameinuð Dóm- kirkjusókninni í Reykjavík. Þar var svo sem ekki í kot vísað því hið nýja guðshús, sem vígt var 1796, var veglegt og stórt þar sem það stóð á gamla Reykjavíkurtúninu, nánar tiltekið á Austurvellinum. Þegar hér er komið sögu er Reykjavík nýbúin að öðlast kaupstaðarréttindi og innan lóðamarka hins nýja kaupstaðar era 39 hús og 167 íbúar. Laugamesið er enn langt utan bæj- armarkanna, en bærinn spannar spildu af jörð- inni Vík, að Grjótabrekku í vestri þar sem nú er Aðalstræti, að Tjöminni í suðri og Læknum í austri, auk spildu úr landi Amarhóls. Þar við bættist Örfirisey, en hana gaf konungurinn með það í huga að hentugt væri að setja þar upp vígi höfuðstaðnum til vamar. Og eins og söfnuðinum var vísað á önnur mið dreifðust hinar fátæklegu eigur kirkjunnar út um borg og bý. Kirkjuklukkumar sem hringt höfðu til tíða og messugjörða öldum saman vora seldar hæstbjóðanda, og hvar þær svo að lokum hringdu sig inn í eilífðina veit enginn lengur. Altaristaflan, bænabríkin, kostagripurinn góði frá þeim Eggerti og Bjarna lenti að Stað í Grindavík. Er hún eini gripurinn sem varðveist hefur frá Laugarneskirkju hinni fomu og er nú tryggilega geymd á Þjóðminjasafninu. En á tímum allsleysis var fleira verðmætt en kirkjugripimir. Hver fjöl, jafnvel þótt fúin væri og lasburða var seld hæstbjóðenda á upp- boði. Þannig keypti Brynjólfur Einarsson lög- réttumaður af Kjalamesi Laugarneskirkjuna eins og hún lagði sig á 17 ríkisdali og 56 skild- inga. Það segir margt um ástand timbursins í kirkjunni að á sama tíma var timbrið úr Nes- kirkju selt á 125 ríkisdali. Svo líður txminn, bærinn vex og dafnar og kynslóðirnar koma og fara. Laugarnes, þessi víðlenda jörð, sem öldum saman náði voganna á milli og teygði sig yfir drjúgan hluta þess landsvæðis sem Reykjavíkurborg nú stendur á, verður hluti af bænum. Og íbúamir dreifa sér upp fyrir Grjótaþorp og austur fyrir Læk. Hægt og sígandi teygir sig byggðin austar og austar. Einn góðan veðurdag er hún komin inn fyrir Tungu og inn fyrir Fúlalæk, gömlu vestur- landamæri Laugarnessjarðarinnar. Lítil fjöl- skylda með húsgagnahlass á bíl tekur stefnuna til austurs á eina af hinum nýju götum, Hoft- eig. Aftan á bflnum sitja tvær hlæjandi ung- lingstelpur og dingla fótunum, en inni í bílnum situr lítil, stúrin stelpa. Hún veit lítið um fortíðina og enn minna um Hallgerður Langbrók bjó um tíma í Laugarnesi og er talin hafa flust þangað aftur eftir víg Gunnars á Hiíðarenda. Hún á að hafa dáið þar og vera grafin þar einnig. Ókunnugt er hver teiknaði myndina af Hallgerði. framtíðina. Hún veit ekkert um forfeður sem forðum sprönguðu um Laugarnesið, hvorki fá- tæka, einstæða feður eða fornema lögréttu- menn og bændur sem færðu kirkjunni sinni predikunarstóla. Hún veit heldur ekki að kirkj- an sem er að rísa af granni efst á Kirkjubóls- túninu á eftir að fylgja henni í hálfa öld og von- andi vel það og taka þátt í sorgum hennar og gleði. Því þannig er kirkjan órjúfanlegur hluti af lífi okkar líkt og allra þeirra kynslóða sem byggt hafa þetta nes, Laugamesið, öld íram af öld. Og hér stend ég nú og horfi til baka, horfi á árin fimmtíu sem þessi kirkja hefur staðið og árin öll sem aðrar kirkjur í Laugarnesi hafa staðið uns þær feysknuðu og fúnuðu. Því hér er vinda- og veðrasamt enda stutt í Flóann og á því hafa kirkjurnar okkar allar fengið að kenna. Meira að segja þessi fallega sköpun Guðjóns Samúelssonar hefur átt fullt í fangi með að halda höfði. Við höfum barist við lekann ekki síður en forfeðumir, og við líkt og þeir troðum upp í götin og hressum upp á útlitið eftir þörfum. En hér era stólar fyrir alla, konur jafnt sem karla, unga sem aldna, í þessu húsi drottins. Og hing- að leitar söfnuðurinn líkt og forðum. Og um leið og við á tímamótum horfum til fortíðar og minnumst látinna Laugarnesinga horfum við til framtíðar og biðjum þess að Laugarnes- kirkjan megi um ókomin ár vera bömum sín- um athvarf jafnt í gleði og sorg líkt og hún hef- ur verið í að minnsta kosti 800 ár. Helatu heimildir: Árni Magnússon og Páll Vídalín Jarðabók. Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma, 1.-3. bindi, 1984-1986. Bjarni F. Einarsson, Laugarnes. Greinargerð um fornleifar á Laugarnesi í Reykjavík, Rvík 1993. Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir, Rvík 1909-1916. Einar Bjarnason, Lögréttumannatal, Rvík 1952. Eiríkur Briem, Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1914 Landnám í Reykjavík. Jón Espólín, Ættartölubækur. Jón Helgason, Þegar Reykjavík var 14 vetra, Rvík 1916. Jón Helgason, Árbækur Reykjavíkur 1786-1936. Jón Helgason, Þeir sem settu svip á bæinn, Rvík 1941. Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, Rvík 1929. Kvenfélag Laugamessóknar 35 ára 1941-1976. Manntöl 1703,1729,1801,1816 og 1845. Ministerialbækur Reykjavíkur 1769-1797. Ólafur Snóksdalín, Ættartölur I-III. Ólafía Jóhannesdóttir, Rit I-II, Frá myrkri til ljóss, Rvík. 1957. Páll Líndal, Reykjavík Sögustaður við Sund, 1.- 4. bindi, Rvík 1986-1988. Páll Eggert Ólason, íslenskar æviskrár, Rvík 1948-1976. Sálnaregistur Reykjavíkur 1784-1804. Þorgrímur Gestsson, Mannlíf við Sund, Býlið, byggðin , borgin, Rvík 1998. Þór Magnússon, Laugarneskirkja hin forna, Afmælisrit Laugarneskirkju 1949-1989. Þórir Stephensen, Dómkirkjan í Reykjavík, Rvík 1996. Höfundurinn er menntaskólakennari. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.