Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 2
Málverk eftir SigurS Örlyqsson á sýningu í Hallgrímskirkju BIBLIUDAGURINN er á morgun og mun af því tilefni verða opnuð sýning í forkirkju Hallgríms- kirkju kl. 12.15 á fjórum stórum olíumálverkum eftir Sigurð Or- lygsson. Myndefnið byggir Sigurður á hugleiðingum sínum um píslar- sögu Krists, einkum síðustu kvöld- máltfðina, krossfestinguna og upprisuna, en það efni hefur verið honum hugleikið siðan hann tók þátt í myndlistarsýningu á Kirkjulistahátíð 1997 í Hall- grímskirkju. Sigurður Örlygsson er fæddur 1946. Hann Iauk námi við Mynd- lista- og handíðaskólann 1971 og stundaði síðan nám í Kaupmanna- höfn og New York. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar bæði einn og með öðr- um, hérlendis og erlendis, og á verk á öilum helstu söfnum á ís- landi. Sýningin verður í kirkjunni frá föstubyrjun til uppstigningar- dags, 1. júní. Tryggvi Olafsson Dönsk við- urkenning til Tryggva Ólafssonar TRYGGVA Olafssyni, listmálara og graf- íklistamanni í Kaupmannahöfn, var á dögunum afhentur styrkur úr sjóði hjón- anna Aage og Yelva Nimb, að upphæð 100.000 danskar krónur eða sem svarar um einni milljón íslenskra króna. I umsögn sjóðsstjórnar segir að ákveð- ið hafi verið að veita Tryggva styrkinn, án umsóknar, í viðurkenningarskyni fyrir vinnu hans með steinþrykk og er þar sér- staklega minnst á hinn Matisse-lega stíl sem verk hans einkennist af. Sjóðurinn var stofnaður eftir andlát frú Yelvu Nimb, en hún og eiginmaður henn- ar, stórkaupmaðurinn Aage Nimb, höfðu mælt svo fyrir í erfðaskrá að allt sem þau létu eftir sig skyldi renna í sjóð, sem með- al annars skyldi veita styrki til listastarf- semi, sér í lagi teikni- og málaralistar. Morgunblaoi5/Jim Smart Sigurour Örlygsson við eitt verka sinna við uppsetningu sýningar sinnar í Hallgrímskirkju. Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs Ævintýri úr kistu brúðuleikara BRÚÐULEIKARINN Bernd Ogrodnik kemur fram á Tíbrár-tónleikum Salarins í dag, laugardag, kl. 16. Hann setur á fjalir sýningu sem hann nefnir Brúður, tónlist og hið óvænta. Bernd kemur með sýninguna í einni stórri kistu, en í henni leynast margskonar brúður út- skornar úr viði og persónur sem hann Ijær líf með höndum, trjábútum og silkislæðum. Hann opnar töfraheim smá- sagna, þar sem persónurnar kynna sig í stuttu leikatriði. í kistunni eru einnig dýr og ýmis hljóðfæri sem Bernd leikur á. Bernd Ogrodnik hefur ferð- ast vítt og breitt um í sland með sýninguna sína, en hann bjó á íslandi í fimm ár. Hann skapaði strengjabrúðuna Pappírs-Pésa og stjórnaði henni í samnefndri kvikmynd, auk þess sem hann myndskreytti bókina um Papp- írs-Pésa. Síðastliðin ár hefur Bernd starfrækt eigið brúðuleikhús í Bandaríkjunum. Hann hefur ferðast með sýningar sínar víða um heim, m.a. til Norðurlanda, Litháens, Kóreu, Kanada, og um öll Bandaríkin. Sýningin fer fram á íslensku. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og ókeypis er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með ful- lorðnum. Morgunblaðio/Golli Ur klstu sinni töfrar brúðuleikarinn Bernd Ogrodnik m.a. fram brúður, dýr og tónlist. Málþing um íslandsklukkuna MALÞING um Islandsklukkuna eftir Halldór Laxness verður í Skálholtsskóla laugardaginn 4. mars kl. 13.30 og sunnudaginn 5. mars. Fyr- irlestrar og umræður verða í ráðstefnusal skól- ans. Erindi flytja Hjalti Hugason, Klukka ís- lands í kirkjusögulegu Ijósi; Erlingur Sigurð- arson, Séð heim að Skálholti undir hönd Hall- dóri Laxness; Gunnar Kristjánsson, Þjónn þeirra svarlausu; Heimir Steinsson, íslands- klukkan á Þingvöllum; Helga Kress, „Á hverju liggja ekki vorar göfugu kerlingar"? Halldór Laxness og Torfhildur Hólm; Þórunn Valdi- marsdóttir, Islandsklukkan sem ástarsaga; Óhreina barnið hans Arna: Kári Bjarnason og Eggert Pálsson, íslenskur tónlistararfur. Kl. 18.15 flytja Voces Thules verk af nýfundnum skinnhandritum í Skálholtskirkju. Þá hefst kvöldvaka kl. 21 með yfirskriftinni: Leikhúsið í kirkjunni: Senur og samræður úr íslan- dsklukkunni í leikstjórn Guðrúnar Ásmunds- dóttur. Flytjendur ásamt henni Marta Nordal og Árni Pétur Guðjónsson. Fyrirléstrar hefjast kl. 9.30 á sunnudag. - Matthías Viðar Sæmundsson dósent: Böðlar og skálkar; Már Jónsson, Bæli kerlingar og brókin hans Jóns: Handritasafnararnir Arnas Arnæus og Arni Magnússon; Guðrún Ása Grímsdóttir, Lærður íslendingur á Turni: Af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi; Gísli Gunnarsson prófessor: Hagspeki gálgafuglsins Jóns Mar- teinssonar. íslandsklukkan, einokunarverslun og stéttaskipting. Kl. 16 verða umræður og lok málþings I skólanum verða handrit Halldórs Laxness að íslandsklukkunni til sýnis ásamt myndum af nótnahandrítum frá Skálholti Upplýsingar um verð og pantanir í Skál- holtsskóla. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinss. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Sara Vilbergsdóttir. Til 19. mars. Galleri@hlemmur.is: Helgi H.Eyjólfs- son og Pétur Ö. Friðriksson. Til 27. feb. Gallerí On o One, Laugavegi: Asmund- ur Asmundsson. Til 12. mars. Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg: Níu grafíklistamenn. Til 4. mars Gallerí Stöðlakot: Vytautas Narbutas. Til. 27. febrúar. Grímur Marinó Stein- dórsson. Til 19. mars. Gallerí Sævars Karls: Georg Guðni. Til 8. mars. Gerðarsafn: LjósmyndaraféT. ísl. BlaðaJjósmyndarafélag íslands og Vig- fús Sigurgeirsson. Til 19. mars. Gerðuberg: Sjónþing Önnu Líndal. Til 19. apríl. Hafnarborg: Ljósmyndasýning. Sigríð- ur Zoega. Til 28. febrúar Hallgrímsk.:Sigurður Örl. Til 1. júní. i8: Birgir Andrésson. Til 27. febrúar. íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Alistair Maclntyre. Til. 27. feb. Kjarvalssstaðir (austursalur): Jóhann- es Sveinsson Kjarval. Myndir úr Kjar- valssafni. Katrín Sigurðardóttir málar á vegg miðrýmis til 16. mars. Listasafn ASÍ: Norrit til 12. mars. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug. og sun. kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Claudio Parmiggiani. Til 28. febrúar. Roni Hprn. Til 5. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Olafsson. Listhúsið Laugardal: Sissú. Til 16. mars. Mokkakaffi: Aðalheiður S. Eysteins- dóttir. Til. 11. mars. Norræna húsið: Gisle Froysland. Til 12. mars. Anddyri: Elsku Helsinki: Ljós- myndir og fatahönnun. Til 26. mars. Nýlistas: Kvikar myndir. Til 12. mars. Stofnun Árna Magnússonar: Handrita- sýning opin þri-fös kl. 14-16. Til 15. maí. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir „Fréttir". Laugardagur Salurinn: Brúður tónlist og hið óvænta. Bernd Ogrodnik, brúðuleikari. Kl. 16. Digranesk.: Samkór Kópavogs. Kl. 17. Sunnudagur Hveragerðiskirkja: Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Kl. 16. Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar. Kl. 17. Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur og Auð- ur Hafsteinsdóttir. Kl. 20. Bústaðakirkja: Camerarctica. Kl. 20.30. Þriðjudagur Langholtskirkja: Karlakórinn Fóst- bræður. Kl. 20. Fimmtudagur Langholtsk.: Fóstbræður. Kl. 20. Laugardagur Langholtsk.: Fóstbræður. Kl. 15. Þjdðleikhúsið: Glanni glæpur í Latabæ, sun. 27. feb. Krítarhringurinn í Kákas- us, lau. 26. febr. Fös. 3. mars. Komdu nær, sun. 27. feb. Fim. 2. mars. Hægan Elektra, fös. 3. mars. Vér morðingjar, sun. 27. feb. Fim. 2. mars. Borgarleikhúsið: Djóflarnir, lau. 26. feb. Sun. 5. mars. Afaspil sun. 27. feb. Leitin að vísbendingu..., lau. 26. feb. Fös. 3. mars. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 2. mars. íslenski dansflokkurinn: Goðsagnirn- ar: Sun. 27. feb. Fim. 2. mars. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, mið. 1., fös. 3. mars. Frankie & Johnny, lau. 26. febr. Stjeikspír eins og hann leggur sig, frums. 1. mars. Fös. 3. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka, ástar- saga, laug. 26. feb. Fös. 3. mars. Loftkastalinn: Panodil, laug. 26. feb. Ég var einu sinni nörd: fös. 3. mars. Neskirkja: Job, frums. sun. 27. febr. Þrið. 29. feb. Fim. 2. mars. Kaffileikhúsið: Ó-þessi þjóð, lau. 26. feb. Nornaveiðar, sun. 27. feb. íslenska óperan: Lúkretía svívirt, lau. 26. feb. Baneitrað samb.: sun. 27. feb. Fös. 3. mars. Hellisb.: lau. 4. mars. LA: Skækjan Rósa, lau. 26. febr. Félag eldri borgara: Rauða klemman. lau. 26. feb. Mið. 1. mars. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.