Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 12
! BYGGÐ OG KIRKJAI LAUGARNESHVERFI EFTIR GUÐFINNU RAGNARSDÓTTUR Þegar Laugarneskirkjan seig saman undan feysknum fjölum sínum árið 1794 voru horfnar sjö af þeim kirkjum sem röðuðu sér með Sundun- um fyrir siðaskiptin. En hún átti eftir að rísa á ný, efstá Kirkjubólstúninu og í lok síðasta árs var hún hálfraraldar gömul. ÞAÐ er vor, árið er 1947. Við Skólavörðustíg 11, litla stein- bæinn sem Þorbjörg Svéinsdóttir ijósmóðir byggði á sínum tíma, stendur pallbíll með húsgagna- hlassi. Lítil fjögurra manna fjöl- skylda, ung hjón með tvær dæt- ur, er að flytja í nýreist hverfi í " austurhluta bæjarins, kallað Laugarneshverfi. Það er nokkuð langt utan við bæinn, innan við Tungu, umlukið túnum í austri, vestri og suðri og ströndinni í norðri. Vestan við rennur læk- ur, Fúlilækur, úr Kringlumýrinni ofar í holtinu og breiðir sem snöggvast úr sér í Fúlutjöminni niður við ströndina, rétt áður en hann liðast gegnum fjörukambinn og sameinast sjávaröld- unum. Lítil telpa sniglast í kringum pallbílinn með hlassinu. Slíkt stórvirki hefur hún aldrei séð fyrr, hún er fjögurra ára. Hún veit að eitthvað mikið stendur til en skilur það ekki til fulln- ustu. Þessi litla telpa er ég. Ég er fædd í þessu musteri ljósmóðurfræð- innar og þar hef ég búið í fjögur ár og liðið vel þótt næsti nágranni minn sé Hegningarhúsið. Andi Þorbjargar, kvenskörungsins mikla, og bróðursonar hennar stórskáldsins Einars Benediktssonar, svífa yfir litla bænum og minna á auðlegð andans þótt hvorki sé þar hátt til lofts né vítt til veggja. Að vísu er nágranni minn í hina áttina Guðrún Pétursdóttir frá Engey, kona Benedikts Sveinssonar, einum of mikilúðleg kona og ströng fyrir litla almúga- telpu, en af þeim sómahjónum leigðu foreldrar mínir litla bæinn. Ég vappa spennt umhverfis bílinn og skil að eitthvað mikið er í aðsigi. Ég hef nokkrum sinnum farið með pabba og mömmu inn fyrir bæinn á þennan nýja og framandi stað og hjálpað þeim að bera spýtur. Ég hef líka séð pabba hræra steypu á bretti og toga steypufót- urnar hátt upp í loft. Túnin virðast óendanleg í allar áttir og ég hætti mér aldrei langt frá hús- inu sem senn er að rísa. Það er kominn tími til að leggja af stað. Erla systir mín, 8 árum eldri, sest aftan á pallinn ásamt Lollý vinkonu sinni og þær hlæja og dingla fótunum úr þessu hásæti sínu. Ég ætla að sjálfsögðu að gera slíkt hið sama en það er nú ekki í boði fyrir litla fjögurra ára hnátu. Mér er því stungið inn í bílinn háorgandi yfir þessu mikla óréttlæti heimsins. Það var því heldur lágt á mér risið þegar ég fjögurra ára flutti í Laugameshveríið fyrir rúmum fimmtíu árum. En hverfið mitt tók vel á móti mér og þar hljóp ég um móa og mýrar, stokka og steina, öll mín bemskuár. Um leið og íbúunum fjölgaði í þessu nýja hverfi og bömin uxu úr grasi á víðáttum tún- * anna, móanna og mýranna óx einnig upp stórt og mikið mannvirki á Kirkjubólstúninu, nefni- lega Laugameskirkjan. Fyrstu minningar mínar af Laugameskirkj- unni eru frá skírn Olafar systur minnar. I ís- kulda og hávaðaroki man ég hvernig við klof- Ljósmynd: Pétur H. Ármannsson, Byggingarlistardcild Kjarvalsstaða. Laugarneskirkja. Arkitekt: Guðjón Samúelsson. Kirkjan þykir vera meó betri verkum Guðjóns. Biskupsstofan í Laugarnesi sem H. Schutte teiknaði var byggð úr grjóti sem tekið var í næsta nágrenni. Steingrímur Jónsson biskup flutti þar inn 1825. Stofan var rifin síðar og á sama stað var holdsveikraspítalinn byggður. Teikníngin er eftir Auguste Mayer frá sumrinu 1836. uðum yfir spýtnabrak og moldarhrúgur til þess að komast inn í kirkjuna, pabbi með barn- ið í fanginu vafið inn í teppi. Þetta hefur sjálf- sagt verið árið 1949. Hvað gerðist innan dyra man ég aftur á móti lítið en þar kom sr. Garðar Svavarsson fyrst við sögu fjölskyldu minnar. Heimili mitt var á Hofteigi 4, við kirkjutúnið, og því má segja að kirkjan hafi verið minn næsti nágranni í áratugi. Og það sambýli hefur verið afar notalegt. Bæði klukknahljómurinn á sunnudögum og barnaguðsþjónustan urðu hluti af lífinu. Það var sama hvort úti var norðannæðingur eða logn aldrei létum við okkur vanta. Spari- búin í lakkskóm og með hárborða stikuðum við ugp Hofteiginn. Af lífi og sál sungum við „Afram kristmenn krossmenn", hlustuðum með öllum skilningarvitum á spennandi fram- haldssöguna og fórum svo heim með dýrgrip- inn, biblíumyndina, og ótal heilræði frá sr. Garðari. Þessar morgunstundir í kirkjunni voru hollt veganesti fyrir bamssálina. Já, það var gott að vera bam í Laugarnes- hverfinu á frumbýlisárunum. A hverjum degi var farið í leiki: höfðingjaleik og homabolta, sto, yfir eða útilegumannaleik. Leikvangurinn var gatan því kirkjutúnið var á þeim tíma heil- agur reitur sem Friðrik kirkjuvörður stóð vakt um allan sólarhringinn. Enda stóð það undir nafni, var tún, hluti af Kirkjubólstúninu, sem var siegið sumar hvert og heyið hirt og nýtt. I bernsku er sjóndeildarhringurinn lítill og fyrstu minningarnar miðast við Hofteig, Laugateig og Kirkjuteig og svo auðvitað Hrísateigshomið og Elísbúð, þar sem Elís Jónsson kaupmaður seldi makkarónukökur fyrir 10 aura litlar og 25 aura stórar. Það var hámark sælunnar að komast í þær. Það var líka mikið ábyrgðarstarf að vera sendur út í Elís- búð að kaupa hálft franskbrauð og kvart norm- al hjá Sigurbjörgu. Og stundum sat Elís inni á kontórnum sínum með digra úrfestina dingl- andi við vestisvasann og reiknaði með miklum virðuleikasvip. Og Guðlaug blessunin, hans glæsilega kona, sem horfín var inn í heim gleymskunnar, og var ekkert nema góðmennskan, laumaðist til að gefa okkur börnunum nammimola þegar hún sá sér færi á, við lítinn fögnuð Elísar, enda gátu molamir orðið margir í barnmörgu hverfi. En við launuðum henni líka gæskuna þegar hún af og til lagði af stað gangandi austur á firði á bernskustöðvamar. Þá kom allur krakkaskarinn og hjálpaði Elísi og Sigur- björgu að leita að henni. Og hún var sjaldan langt undan. Aðeins neðar og vestar kúrði svo gamli Kirkjubólsbærinn og á sólríkum dögum sat Sólveig gamla, húsmóðirin á bænum, úti í hlaðvarpanum og gaf hænunum sínum. Það var notaleg sjón. Neðan við Kirkjubólstúnið liðaðist svo Fúlilækurinn með sínum hornsilum og háu bökkum sem voru aðalskíðabrekkur okkar barnanna á veturna. En lækurinn gat líka verið varasamur og okkur var uppálagt að fara varlega. Að renna sér á frosinni Fúlutjörninni á skautum var líka hápunktur sælunnar en þangað fórum við ekki nema í fylgd eldri systkina. Ekki gmnaði mig á þessum ámm þegar ég lítið barn ærslaðist og lék mér í Laugarnes- hverfinu að rætur mínar hrísluðust jafnvíða um Laugarnesið, og síðar átti eftir að koma í ljós, því eins og Jón Helgason segir í kvæði sínu „Til höfundar Hungurvöku“ „aldirnar leifðu skörðu“. Sú vitneskja hafði ekki erfst til kynslóðanna. En í manntalinu 1801 stendur á ekta prentsmiðjudönsku um Eirík Hjörtson langa- langafa minn að hann sé 30 ára lösemand, til heimilis í Laugarnesi, enkemand, som lever af fiskerie og gaaer i kiöbevinde om sommaren. En Laugarnesið fór ekki jafnmjúkum hönd- um um hann og mig því nokkram mánuðum áð- ur hafði hann aðeins 29 ára gamall staðið yfir moldum dóttur sinnar og ungrar eiginkonu og bjó nú einn í Laugamesbænum, einstæður fað- ir með litlu drengina sína tvo tveggja og sex ára. Barnsskónum sleit hann á Breiðholtsbænum sem tilheyrði Laugarnessókninni og unglingur er hann á Bústöðum, sömuleiðis í Laugarnes- sókn. Og þau 30-40 ár sem hann var bóndi á Rauðará, þar sem Frímúrarahöllin er núna, var hann næsti nágranni Laugarnesbæjarins, þótt kirkjan væri þá löngu horfin. Já, þau væra drjúg prestsverkin hjá sóknar- prestinum Bjama Karlssyni ef hann þyrfti að sinna öllu þessu svæði í dag! En þar með er ekki allt talið. Auk Laugarnesbæjarins, Klepps, Bústaða, Breiðholts og Rauðarár til- heyrðu einnig Elliðavatn, Hólmur, Hvammkot, Digranes og Kópavogur Laugarnessókn! Allt frá miðöldum til loka 18. aldar kölluðu kirkjuklukkur Laugarneskirkju íbúa allra þessara bæja til guðsþjónustu. Þær hafa mátt hljóma hátt og skært svo kallið bærist. En ættartengsl mín við kirkjuna eru ekki öll sögð með Eiríki Hjörtsyni langalangafa mín- um, því afí hans Oddur Hjaltalín lögsagnari, langalangalangalangafi minn, fæddur 1722, bjó * 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 26. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.