Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 8. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUIR. Skúli Helgason fræðimaður og smiður byggði Árbæjar- kirkjn á si'niini ti'ma, hlóð veggina og smíð- aði janvel lamir og kirkjulykilinn. Hann hafði áður unnið árum saman að söfnun gamalla muna fyrir Byggðasafn Árnesinga sem búið var að selja upp, en nú er stærsti hluti þess kominn í geymslu f kjallara. Gísli Sigurðsson ræddi við Skúla. HH Hi • t Byggð og kirkja í Laugarnesi HIN forna Laugarneskirkja leið undir lok 1794, en önnur háreistari var síðar byggð í Kirkjubólstúni og er nú fagnað hálfrar ald- ar afmæli hennar. Guðfinna Ragnarsdóttir kennari skrifar greinina og rekur ýmsar markverðar breytingar í Laugarnesi frá því Hallgerður langbrók bjó þar og þar til Laugarnesbærinn var rifinn. Harmkvæia maðurinn Job FRA honum segir í Gamla testamentinu, en sagan af Job hefur orðið listamönnum túlk- unarefni. Nú er Job á fjölunureu Neskirkju og af því tilefni fjalla Krislján Ólason, Ásta Kristjana Sveinsdóttir og Sigfinnur Þor- leifsson um Job og Jobsbók. Blaoaljósmyndara- félag Islands ásamt Ljósmyndarafélagi íslands stendur þessa dagana fyrir árlegri sýningu í Gerð- arsafni í Kópavogi. Sérstaklega skipuð dómnefnd þriggja manna valdi bestu blaða- Ijósinyndii'nar í in'u efnisflokkum ogbirtast þær nú í Lesbók. KRISTJANJONSSON NOTT Blæju dökkva breiðir ofblundandi drótt hin þýðlynda, þrúðhelga, þagmælska nótt. Allt er svo þö'gult og allt er svo hljótt, sofandi náttúran safnar nú þrótt Veit ég einn, sem vaMr og verður ei rótt um svartdimma, sárlanga, svefnlausa nótt. Veit ég sár, er svella og svíða dag og nótt og angurkvaHð hjarta, sem aldrei verður rótt Hátt teygirAtlas ístinda blá, himin ber hann allan herðum sér á. Þyngri, hrellda hjarta, harmar þig þjá; von er, þó kveinstafir komi þér frá. Þvíhelst tíl heiftarþunga þú himins reiði ber, og helvíti brenn ur í harmköldu þér. Þú vakir, veslings hjarta, þér verður aldrei rótt; þú hvúist ekki fyrr en á heljarkaldri nótt. FORSIÐUMYNDIN , er af skrúðhúsi Árbæjarkirkju sem ásamt kirkjunni er handaverk Skúla Helgasonar. Sjá viðtal. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. Kristján Jónsson, oft nefndur Kristján Fjallaskóld, 1842-1869, naut ungur vin- saelda og fjöldí islendinga kann sum I jóða hans, t.á. Þorraþrael og Tárið. Kri- stjón þýddi einnig kvaeði og somdi leikþaetti, en átti við ofdrykkju að stríða og féll frá fyrir aldur fram. RABB LEON Trotsky mun hafa komist svo að orði að kapítalisminn sameinaði heiminn en gerði það með stórkostlegum ójöfnuði og mismunun. Þegar við litumst um í heiminum í dag er ljóst að það er sannleikskorn í þessum I orðum. Hin margumtalaða heimsvæðing ekki aðeins sameinar heldur skilur líka að. Um leið og veröldin hefur orðið einsleitari hefur hún um leið orðið margbrotnari. Á meðan landamæri opnast eða hverfa eykst staðbundin mismunun. Nýir múrar rísa þegar hinir gömlu falla, en í stað þess að vera bundnir ríkjum eða hugmyndakerfum eru tálmanirnar tengd- ar þjóðfélagslegri mismunun. Alþjóðavæðingin hefur veikt stöðu ríkis- stjórna, sem í dag verða í auknum mæli að taka tillit til alþjóðlegra stofnana og sátt- mála. Einkaréttur ríkisvaldsins til vald- beitingar, sem var grundvöllur hugmynd- arinnar um fullvalda ríki, er í raun fallinn úr gildi. Um leið hafa styrjaldir breyst í eðli sínu og stríð eru nu háð innan ríkja en ekki milli ríkja og óbreyttir borgarar eru oftar fórnarlömb en hermenn. Þessi stríð einkennast af þjóðarmorðum og þjóðernis- hreinsunum. Um leið og heimsvæðingin eyðir skilum á milli ríkja brýst ofbeldið út milli hagsmunahópa. Hinar tvær heims- styrjaldir 20. aldarinnar voru háðar fyrst og fremst af landfræðilegum og hug- myndafræðilegum ástæðum. í dag eru styrjaldir háðar vegna þröngra sérhags- muna. Þar vega þyngst þjóðernishyggja og trúarbrögð. Þetta eru hin póstmódern- ísku stríð sem sumir nefna svo, frumstæð í eðli sínu og byggjast á eyðileggingu og út- rýmingu. Nokkur ríki hafa þegar skipst upp í yfirráðasvæði glæpaforingja. Ríkis- vald þessara ríkja hefur verið gert óvirkt. ÞRJATIU BORG- ARASTYRJALDIR Þessi þróun minnir um margt á fall Róma- veldis. Þá hvarf hinn rómverski friður, sem tryggði hagsæld og öryggi um stóran hluta Evrópu, og við tóku myrkar aldir of- beldis, rána og jnorða. Heilar þjóðir hrökt- ust á vergang. I dag er talið að um þrjátíu grimmilegar borgarastyrjaldir séu háðar í heiminum. Grimmdin og mannfyrirlitning- in sem fylgir þessum átökum er takmarka- laus. í Sierra Leone, þar sem styrjaldar- ástand ríkir, hafa hendur verið höggnar af fjölda barna í hefndarskyni. Sigmund Freud, sem þekkti öðrum bet- ur hina myrku heima mannshugans, taldi að mannkynið ætti aðeins um tvo kosti að velja, báða slæma. Heim sjálfstæðra ríkja, sem berðust sín á milli, eða alheimsríki, sem logaði í borgarastyrjöldum. Margt bendir til þess að við séum að upplifa fyrstu einkenni heimsríkisins. Við fall járntjaldsins árið 1989, sáu margir fyrir sér nýja heimsmynd. Sú heimsmynd hefur reynst flóknari en virt- ist við fyrstu sýn. Eðlilega trúðu margir því að gömlu hernaðarbandalögin yrðu leyst upp og nýtt skipulag öryggismála í Evrópu tæki við, þar sem fyrrum and- stæðingar mættust á jafnréttisgrundvelli. Fyrirsjáanlegur samdráttur í ríkisútgjöld- um vakti vonir um betra þjóðfélag. f stað þess að nota þetta stórkostlega tækifæri til sátta, höguðu forsvarsmenn vestrænna ríkja sér eins og sigurvegarar í styrjöld. Enn á ný féllu menn í þá gömlu gryfju að notfæra sér tímabundinn veikleika ríkja til þess að grafa undan áhrifum þeirra og auka sín eigin. Öllum átti að vera ljóst að Rússar myndu líta á stækkun NATO sem beina ógnun við sig og því róa þeir nú öll- um árum að því að tryggja stöðu sína í Kákasus, þar sem þeir telja Vesturlönd kynda undir aðskilnaðarhyggju. Þannig sé skipulega unnið að því að veikja stöðu Rússlands. Þrátt fyrir allar þær hörmungar sem nútímamaðurinn hefur kallað yfir sig er umræða um þær siðferðilegu spurningar sem vakna vegna þeirra mjög takmörkuð. Enginn áhugi virðist á því að kryfja til mergjar hinar hræðilegu afleiðingar þess þegar mannlegt eðli brýst fram í sinni verstu mynd líkt og við höfum orðið vitni að hvað eftir annað 20. öldinni. Hvers vegna eru slík voðaverk framin? Hin gamla trúarlega afstaða að hið illa sé að- eins frávik frá altæku siðalögmáli á tæpast lengur við. Meginhluti fólks hefur lagt trúna á hilluna til notkunar á tyllidögum og þar með gert kristna siðfræði að ónýtu plaggi. I stað þess að sinna boðun í anda Frelsarans og freista þess að beina sauð- unum inn á réttar brautir, hefur kirkjan víðast hvar gefist upp og dansað með í firringunni. Að benda á kristna siðfræði sem lausn á vandamálum samtímans hefur ruglað siðgæðisvitund fólks og alið á hræsni. Nietzsche hélt því fram að lúth- erstrú líkist helst sífelldu sjálfsmorði skynseminnar. Kristin kirkja hefur löng- um verið pólitískt valdatæki og réttlætt styrjaldir. Kirkjan, sérstaklega sú ríkis- rekna, hefur í gegnum aldirnar haft til- hneigingu til þess að laga kenninguna að veraldlegum þörfum spilltrar valdastéttar. Það er staðreynd að fólk sem fengið hef- ur frjálslegt uppeldi, þar sem því er kennt að hafa samúð með þeim sem minna mega sín og vanist því að rökræða í stað þess að hlýða umyrðalaust, er umburðarlyndara en þeir sem aldir eru upp við strangan aga, hreintrú og ósveigjanleika gagnvart skoðunum annarra. Ef til vill er kominn tími til þess að taka upp kennslu í heim- spekilegri siðfræði sem skyldunám í skól- um og kenna þannig börnum okkar að hugsa, rökræða og takast á við siðferðileg úrlausnarefni. Maðurinn er enn hið óskil- greinda dýr sem Nietzsche talaði um. Þrátt fyrir mikla sigra á sviði vísinda og velmegunar er saga 20. aldarinnar saga stríðs og þjáningja. Hinn vestræni heimur hefur notað tæknina til þess að þróa vopn sem beita má úr slíkri fjarlægð að sá sem þeim stjórnar hefur enga vitund um eða tilfinningu fyrir þeim hörmungum sem hann veldur. 20. öldin var öld skepnuskap- ar og ekkert bendir til þess að sú 21. verði betri. Aldrei hafa önnur eins stríð verið háð, aldrei jafnmörg og aldrei háð af því- líkri grimmd. Harmleikurinn sem hófst 1914 stendur í raun enn. Kalda stríðið, sem var beint framhald seinni heims- styrjaldar, hélt heiminum í helgreipum kjarnorkuógnar. Lok kalda stríðsins urðu til þess að stórveldin misstu þau tök sem þau höfðu á leppríkjum sínum. Það var því eðlilegt að fall Berlínarmúrsins árið 1989 vekti vonir um nýja heimsmynd. En sú heimsmynd reyndist litlu bjartari en sú sem við höfðum. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.