Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Jim Smart Skúli Helgason frá Svínavatni við skrifborðið heima hjá sér á Óðinsgötunni. Segja má að þarna séu bækur hvert sem litið er, en stóran hluta af bókasafni sínu hefur Skúli gefið til Þorlákshafnar. HVAÐ VARÐ UM BYGGÐA- SAFN ARNESINGA? RÆTT VIÐ SKÚLA HELGASON FRÁ SVÍNAVATNI EFTIR GÍSLA SIGURDSSON Skúli Helgason hóf söfnun gamalla muna og minjg f/rir byggðasafn í Árnessýslu og vann órum saman að söfnun, sem mætti litlum skilningi. Svo fór að hann gafst upp, en safnið er að stærstum hluta í geymslu undir Hótel Selfossi, margt skemmt en annað ónýtt. enn eins og Egill á Hnjóti, Þórður Tómas- son í Skógum og Skúli Helgason þyrftu að vera til í hverri sýslu. Á hraðfleygum tímum halda þeir í þræðina sem tengja okkur við það liðna og með tímanum getur gott byggða- safn orðið menningarsetur og ferðamannastað- ur eins og sannast hefur bezt á Skógum. En það er ekki nóg að halda til haga og safna einstök- um nytjahlutum, þótt það sé góðra gjalda vert. Gott byggðasafn þarf að vera nokkuð víðtækt og rúma bæði stóra muni og smáa, svo og hús eins og sjá má í Árbæjarsafni og á Skógum.Vís- ast hér til myndafrásagnar í síðasta jólablaði Lesbókar um húsin í Skógasafninu. Þó að slíkt kosti smávegis landrými þarf gott safn einnig að eiga merk atvinnutæki eins og fyrstu sláttu- vélamar, fyrstu jarðýtumar og fleira sem markaði tímamót og upphaf vélaaldar. Þeir Þórður Tómasson og Skúli Helgason eru báðir safnarar af ástríðu. En hvemig má það vera að Þórður hafi náð að byggja upp Íandsfrægt safn, sem telst verðug fyrirmynd, en Skúli getur bent á fátt annað en stafla af meira og minna ónýtum safngripum í geymslu á Selfossi? Ástæðan gæti verið sú að sýslumenn Rangæinga voru með á nótunum; studdu Þórð með ráðum og dáð. Skúli fékk engan slíkan stuðning meðal Amesinga, heldur þvert á móti. Honum var sagt að hann safnaði „drasli“. Á síðasta ári skrifaði ég grein í Lesbók um eyddar, brotnar og brenndar menningarminjar í Amessýslu. Þar var fjallað um niðurbrot Lef- olii-verzlunar á Eyrarbakka, bæjarins í Þor- lákshöíh, íbúðarhússins í Amarbæli, Mjólkur- bús Flóamanna og flugtumsins í Kaldaðamesi. Á sínum tíma kallaði Valtýr Stefánsson nið- urrif Lefolii-verzlunar „vandalisma" og það er í raun og veru einkunn sem nær yfir þetta allt; einnig meðferðina á gripum Byggðasafnsins. A bak við þennan vandalisma er einhvers konar skortur á menningarlegum metnaði sem erfitt er að útskýra. í marga áratugi hef ég haft stuðning af Skúla Helgasyni, enda er hann fjölfróður og minnug- ur og lifandi í hugsun þótt orðinn sé 84 ára. Hann býr einsamall í lítilli íbúð við Óðinsgötu og hefúr í kringum sig valda og fallega gripi sem hann hefur fundið á fomsölum. Þar á með- al er forkunnarfagur stóll, kjörgripur, sem Hannes Hafstein aflaði úti í Danmörku til Ráð- herrabústaðarins, en var löngu síðar fargað ásamt ellefu öðrum. En hvers vegna er Skúli hér eftir að hafa byggt yfir sig hús á Selfossi þar sem hann hefði helzt viljað búa og starfa? Ástæðan er sú að hann gafst upp á tómlæti sýslunga sinna og þegar honum bauðst starf við Árbæjarsafn, sem síðar verður vikið að, tók hann boðinu og fluttist til Reykjavíkur. Hann er safnarinn sem kom inn úr kuldanum. „Það var í mér grúskaraeðli" Skúli er fæddur á Svínavatni í Grímsnesi 1916 og þar ólst hann upp með móður sinni, afa og ömmu, í bæ sem hafði verið endurbyggður eftir jarðskjálftana 1896 og stóð til 1927. Ég spurði Skúla i upphafi samtals okkar, hvort eitthvað á heimilinu eða í umhverfinu hefði orð- ið til þess áð vekja áhuga hans á gömlum mun- um. „Nei, það var ekkert þar sem sérstaklega gat vakið áhuga ungs drengs á slíku. En ég var orð- inn læs sex ára og ég tel að þessi áhugi hafi vaknað af bóklestri. Eg var snemma sólginn í bækur. Bókakostur var ekki mikill á heimilinu, en hins vegar var lestrarfélag í sveitinni. Ekki kom nein skólaganga til greina eftir fermingu, en part úr tveim vetrum var ég við nám hjá séra Guðmundi Einarssyni á Mosfelli og það nám nýttist vel. Það var tímanna tákn, að daginn eft- ir ferminguna hóf séra Guðmundur að þéra mig.“ Raunar átti séra Guðmundur þátt í að auka þekkingu Skúla á gerólíku sviði. Prestinum hafði áskotnast sendiferðabíll eftir bróður sinn, en hafði ekki bílpróf. Hann ámálgaði við hinn unga nágranna sinn á Svínavatni hvort hann gæti ekki hugsað sér að læra á bíl og verða bíl- stjóri sinn. Svo fór að Skúli tók þetta að sér; hann fór til Reykjavíkur haustið 1936; tók bíl- próf þar og ók síðan Mosfellspresti til messu- gjörða í áratug, eða meðan presturinn lifði. - En þú fluttist síðan á Selfoss. Var áhugi þinn á menningarminjum þá vaknaður? „Nei, ekki að ráði, en ég hafði auga fyrir þeim, því í mér var grúskaraeðli. Ég settist að á Selfossi 1946 og kynntist þá fljótlega Bimi Sig- urbjamarsyni, bankagjaldkera og ættfræðingi. Hann var mjög menningarlega sinnaður maður og við fundum að við áttum sameiginleg áhuga- mál. Þórður Tómasson var þá byrjaður að koma upp Byggðasafninu í Skógum og í Ár- nessýslu hafði verið kosin nefnd í sama augna- miði. Við Bjöm áttum sæti í henni ásamt Emil í Gröf í Hrunamannahreppi, sem á eigin spýtur kom upp ágætu safni, en fjórði maður í nefnd- inni var séra Helgi Sveinsson í Hveragerði. Bjöm Sigurbjamarson lagði til að ég ferðað- ist um sýsluna og leitaði safngripa. Sú söfnun átti að vera á kostnað sýslunnar, en í sýslu- nefndinni var það viðhorf ríkjandi að spara og þessi söfnun átti helzt að kosta alls ekki neitt. Sú skoðun var ekki sízt komin frá sýslumanni, sem áleit að safngripir væm gamalt og ónýtt drasl.“ Varð sjálfur að geyma safngripina Birni tókst að kreista út 5 þúsund króna styrk til söfnunar og hann var sannarlega ekki látinn í té með glöðu geði, segir Skúli. En hvar gat hann komið fyrir því sem safnaðist? „Ég var nýbúinn að byggja mér hús á Sel- fossi og varð að koma safngripunum fyrir þar í kjallaranum. Annars staðar virtist ekki vera hægt að fá pláss fyrir þá. En þar kom að kjallarinn hjá mér varð yfirfullur og þá fékkst geymslurými í kjallara undir kirkjunni. En presturinn virtist hafa svipaða afstöðu til byggðasafns og sýslumaðurinn. Hann taldi að kirkjan saurgaðist af þessum hlutum; var hinn versti og áður en langt um leið skipaði hann svo fyrir að safninu yrði ratt út. Þá vora gripimir fluttir í húsið Ásheima, sem verið hafði íbúðar- hús.“ - En þú hélst áfram að safna. Hvemig var því almennt tekið? „Jú, ég hélt áfram og kom stundum aftur og aftur á sömu bæi, því fólk vildi hugsa sig um; var kannski ekki tilbúið til þess að láta gamla og kæra hluti af hendi og spurði eðlilega: Hvar á að koma þeim fyrir? Eftir um tvö ár í Ásheim- um vora safngripimir þó loksins fluttir á efri hæð í nýrri byggingu sem var ætluð safninu. Þetta virtist vissulega vera allgóð lending, en 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.