Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 20
4 Ur nafnlausri stuttmynd eftir Mats Adelman frá Svíþjóú. Ur Old Spice eftir Dag Kára Pétursson. KVIKAR MYNDIRI NYLISTASAFNINU OG MIR „SÝNING SEM ÞÚ GETUR FARIÐ Á FIMMTÍU SINNUM OG ALDREISÉÐ ÞAD SAMA" Alls má sjá um 100 myndir úr öllum áttum í sölum Nýlistasafnsins og bíósal MÍR næsta hálfa mánuðinn á stuttmyndasýningunni Kvikar myndir. Sýningarstjór- arnir Bjargey Ólafsdóttir og Böðvar Bjarki Pétursson sögðu MARGRÉTI SVEINBJÖRNSDÓnUR frá þessu einstaka tækifæri til að komast í ókeypis bíó - og sjá listrænar stuttmyndir og tilraunamyndir sem sjaldnast eru til sýnis í íslenskum kvikmyndahúsum. inni í dag kl ÝNINGIN er hugsuð sem sam- spil hinna ýmsu miðla kvikra mynda og munu myndirnar rúlla á sjónvarpsskjám, tjöld- um og tölvuskjám í öllum söl- um Nýlistasafnsins við Vatns- stíg og í MÍR-salnum handan götunnar frá og með opnun- 17 og allt til lokadagsins 12. mars. Böðvar Bjarki segir hugmyndina um að halda einhvers konar kvikmyndahátíð komna frá Nýlistasafninu. „Það var nokkuð stór hóp- ur fólks kallaður til og við Bjargey vorum áköfust í að gera eitthvað, að minnsta kosti í orði. Það sést svo við opnunina hvernig til hefur tekist á borði," segir hann. Þau segjast strax hafa orðið sammála um að fara ekki ,tJibeinlínis að breyta Nýlistasafninu í hefðbund- íð bíóhús. „Niðurstaðan er eiginlega orðin sú að þetta er að verða einhver rosalegasta kvik- myndahátíð sem boðið hefur verið upp á, að minnsta kosti hvað titla varðar en þeir eru um hundrað talsins. Jafnframt erum við að bjóða upp á mjög óvenjulegt úrval. Megin- þorrinn er myndir sem eru almennt engan veginn aðgengilegar fólki á íslandi," heldur Böðvar Bjarki áfram. Vangaveltur um miðilinn Myndirnar koma víða að, flestar þó frá Norðurlöndunum og Evrópu. Til að safna þeim öllum saman hafa þau verið í sambandi ^ið mikinn fjölda fólks út um allan heim, að sögn Bjargeyjar, sem kveðst hafa notið góðs af samböndum sem hún hefur komist í við þátttöku á hinum ýmsu stuttmynda- og kvik- myndahátíðum erlendis. „Svo vorum við líka svo heppin að fá pakka frá Malmö sem var verið að sýna á hátíð þar fyrir hálfum mán- uði," segir hún. Þau segja erfitt að finna samnefnara fyrir myndirnar á hátíðinni, nema þá helst þann að höfundarnir nýti miðilinn á mjög margbreyti- legan hátt. „Þessi hátíð snýst ekki bara um myndirnar, þetta eru um leið vangaveltur um miðilinn sjálfan. Við erum að reyna að sýna fram á að kvikmyndagerð er gífurlega vítt og breitt svið og það er mikil gróska í þessum heimi. En því miður er ekki eins mikið að ger- ast hér á íslandi og það ætti að vera miðað við hvað við erum mikið bíóáhugafólk. Það vantar lággróðurinn hérna - kvikmyndagerð er meira en hátimbraðar leiknar bíómyndir," segir Böðvar Bjarki. „íslendingar fara meira í bíó en allar aðrar Evrópuþjóðir, við horfum mikið á sjónvarp og myndbönd og við erum líka að mennta heilmikið af kvikmyndagerð- armönnum. Svo koma þeir heim og fara bara að vinna við auglýsingagerð," heldur Böðvar Bjarki áfram. Hann segir að vissulega væri gaman ef hér gæti þrifist fjölbreyttari flóra í kvikmyndagerð og hugmyndin sé að sýning sem þessi gæti orðið einhvers konar stuðn- ingur við það. Af dauoarokkurum á Kúbu og sögu lyftutónlistar Til að gefa hugmynd um þá fjölbreytni sem einkennir sýninguna nefnir Bjargey nokkrar myndir: „Kopisten eftir Danann Christian Tafdrup fjallar á kómískan hátt um það þegar sendill sem vinnur hjá Lars von Trier ákveð- ur að framleiða eigin bíómynd. Mika Taanila er finnskur leikstjóri sem á tvær myndir á sýningunni. Önnur þeirra heitir Thank you for the music og fjallar um sögu lyftutónlist- arinnar, hin heitir Futuro og segir sögu plast- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sýningarstjórarnir Böövar Bjarki Pétursson og Bjargey Ólafsdóttir ásamt tíkinni Nælu. hússins Futuro sem Finnar hönnuðu á sjötta áratugnum og varð geysivinsælt. Anja Ahola á myndina We come from Underground, sem fjallar um Juan Carlos og Colo sem eru dauðarokkarar á Kúbu." Allmargar íslenskar myndir eru á sýning- unni og hafa margar þeirra ekki verið sýndar hér á landi áður. Þau nefna sem dæmi Hotel, mynd Þorvaldar Þorsteinssonar, sem segir sögu fólks í rauða hverfinu í Amsterdam. Kynningarmyndband Gjörningaklúbbsins verður einnig til sýnis og myndir eftir Ólaf Sveinsson og Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Þegar spurt er hvort ekki megi sjá á sýning- unni myndir eftir sýningarstjórana sjálfa reyna þau Bjargey og Böðvar Bjarki að skipta um umræðuefni. Viðurkenna síðan að það geti svo sem vel verið að þau laumi ein- hverju með en vilja sem fæst láta hafa eftir sér um það mál. Tölvuleikir sertir í sögulegt samhengi Loks má nefna Flash, samstarfsverkefni hollenskra tónskálda og myndlistarmanna sem sjá má og heyra á níu DVD-diskum. For- sprakki þess verkefnis er Þóra Kristín Johan- sen semballeikari, sem búsett er í Hollandi. Á sýningunni verður ennfremur skoðaður í sögulegu samhengi hinn margbrotni heimur tölvuleikjanna, allt frá gömlum einföldum leikjum til flókinna leikja nútímans. „Það er einhver framtíðarsýn fólgin í þessum leikjum, þó að við áttum okkur ekki alveg á því ennþá hver hún er," segir Böðvar Bjarki. Einnig verður starfrækt videotek eða myndbandasafn, þar sem fólk getur sjálft val- ið sér spólu og skoðað á staðnum. Sýningarstjórarnir segja stefnt að því að sýningin verði einstök en ruglingsleg sjón- ræn upplifun þar sem óllu ægir saman; gömlu, nýju og hugmyndum um framtíðina. Niðurstaðan verði svo einhversskonar spegil- mynd af okkar tímum. „Þetta er svona sýning sem þú getur farið á fimmtíu sinnum og aldrei séð það sama," segir Böðvar Bjarki. Bjargey veltir fyrir sér vanda gagnrýnenda við að skrifa dóma um sýninguna, þar sem ljóst sé að engir tveir sýningargestir sjái það sama - og það er ekki laust við að hlakki í henni. Nýlistasafnið er opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og sýningarnar í MÍR-saln- um verða á sunnudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Nánari dagskrá liggur fyrir í Nýlistasafninu. Sýningunni lýkur 12. mars nk. 20 LESBÓKMORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.