Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Qupperneq 4
RIKIOG ,ÞJOÐERNI ARNES- INGAA12.OG13.0LD Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. Loftmynd af Haukadal. Ekkert annað en kirkjan stendur nú eftir á hinum fornfræga stað. Sandfell er í baksýn og enn fjær sjást Jarlhettur. Um upp- haf ríkis Árnesinga er lítið vitað. Ekki er vitað um neina goðorðsmenn, aðra en Haukdæli, sem áttu goðorð í Árnesþingi eftir miðja 11. öld. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Mosfell, landnámsjörð Ketilbjarnar hins gamla, ættföður Mosfellinga og Haukdæla, en það er ekki fyrr en á 12. öld sem nafn Haukdæla kemur fram. EFTIR AXEL KRISTINSSON Helsta sérkenni rí íkis Ár- nesinga var hvað það var heildstætt og sam þiopp- að. Líklega var það vegna [ }ess b ive það var gamal ten þegar kom fri am á 13. öld höfðu Ár- nesingarvanist því í meira en 100 ár að til- i- leyra einu ríki og vera þegnar Haukdæla. EINU sinni voru þeir Haraldur Bessason og Einar Ól. Sveins- son á ferð i Manitóbafylki í Kan- ada. Þeir koma við á krá til að fá sér hressingu en Einar bregður sér út á pall til að reykja. Þar er fyrir indíáni nokkur sem snýr sér að Einari og spyr á íslensku: ,Áttu eld?" Einari verður heldur hverft við og segir: „Hvað, ertu íslendingur?“ Indíáninn svarar: „Nei, ég er Skagfirðing- ur.“ Indjáninn mun víst hafa verið alinn upp af skagfirskum landnemum í Kanada en sagan er heldur kostuleg, ekki aðeins vegna þess að þama kemur fyrir skagfirskur indíáni heldur líka af því að þama er héraðsuppruni settur í staðinn fyrir þjóðemi og jafnvel gerður að þjóðemi. Við eram alls ekki vön því að hugsa um Skagfirðinga sem sérstaka þjóð en er það svo fráleitt þegar allt kemur til alls? Hversu sjálfsagt er það að við skulum telja þjóðemi okkar íslenskt en ekki til dæmis skagfirskt eða norrænt? Þjóðerni og sjóifsmynd Hægt er að flokka fólk með ýmsum hætti. Þeir sem búa á Eyrarbakka era ekki aðeins Eyrbekkingar heldur líka Flóamenn, Ámes- ingar, Sunnlendingar og íslendingar. Svo er hægt að halda áfram: Þeir eru einnig Norður- landabúar, Evrópumenn, Vesturlandabúar og manneskjur. Hvers vegna leggja menn meiri áherslu á einn lið í þessari flokkunarröð en ann- an? Af hverju er það stærri þáttur í sjálfsmynd flestra að vera íslendingar heldur en t.d. Eyr- bekkingar eða Norðurlandamenn? Þetta er auðvitað ekki meðfætt heldur lært. Við eram meiri íslendingar en Norðurlanda- búar vegna þess að við höfum lært að líta svo á. Það læram við meðal annars í skólum þar sem sögukennsla gegnir lykilhlutverki. Kennsla í íslandssögu innprentar okkur að við tilheyram þessum hópi fólks sem íslandssagan ijallar um og að við séum íslendingar framar öllu öðra. En það er í sjálfu sér alveg eins hugsanlegt að gera þjóðir úr Skagfirðingum, Vestmanney- ingum eða Ámesingum. Það vekur spurning- ima: Hvenær verður íslenskt þjóðemi til og hver var sjálfsmynd fólks á meðan það var að mótast? E_r hugsanlegt að á einhverju skeiði hafi íbúar Arnesþings fremur litið á sig sem Ár- nesinga en íslendinga? Árnesingar og Haukdælir í fyrirsögn þessarar greinar er talað um ríki Ámesinga en venjan er auðvitað að tala um ríki Haukdæla, það er að segja, ríkið er kennt við höfðingjaættina en ekki íbúa eða landsvæði. Þetta er svipað og ef Noregur á miðöldum væri kallaður ríki Ynglinga eða Bretland nútímans ríki Windsor-ættarinnar. Það er fremur gamal- dags sagnfræði og jafnvel úrelt að rekja sögu rílga eða þjóða í gegnum persónu þjóðhöfð- ingja. Samt er þetta enn gert á íslandi þegar fjallað er um héraðsríkin. Líklega er þetta vegna þess að menn hafa ekki enn áttað sig al- mennilega á því að héraðsríkin vora ríki í svip- uðum skilningi og Noregur eða Makedónía Ál- exanders mikla - aðeins minni og því einfaldari. Sem dæmi um þennan hugsunarhátt má af handahófi taka orð Helga Þorlákssonar sagn- fræðings: „Um 1200 höfðu nokkrir höfðingjar myndað héraðsríki eða leituðust við að gera það."1 (leturbr. H.Þ.) Orðalagið bendir til að þama sé litið á höfðingjana sem gerendur í því að búa til héraðsríkin en aðrir hafi ekki komið nálægt því á neinn hátt nema þá sem þolendur. Þetta minnir óneitanlega á það sem í dag þykir fremur fomfálegt, þegar talað var um að Al- exander mikli hafi stofnað heimsveldi Mak- edóníu. Reyndar er það ævafom venja að að láta eins og einn maður hafi stofnað ríki og samfélög. Má þar nefna íræga menn eins og Harald hárfagra, Karlamagnús keisara eða Rómúlus ættföður Rómveija. í dag er þó yfir- leitt litið svo á að svona frásagnir séu stórkost- legar einfaldanir ef ekki hreinar goðsagnir. Enn er þó rætt á þennan hátt um upphaf héraðsríkja á íslandi jafnvel þótt tilurð margra þeirra á sama tíma bendi til að þama sé á ferð- inni einhver almenn þróun sem verði ekki skýrð með persónulegu framtaki einstakra höfðingja. Líklega era menn ekki enn famir að meðtaka almennilega það sem rannsóknir síð- ari ára (m.a. rannsóknir Helga Þorlákssonaij hafa leitt í ljós um stjómmálaþróun þjóðveldis- aldar. Það er því nauðsynlegt, áður en lengra er haldið, að fara nokkram orðum um þessa þróun. Goðorð og ríki Meginstef í nýlegum rannsóknum á stjóm- málaþróun þjóðveldisaldar er vaxandi áhersla á breytingar stjómmálakerfisins og þá einkum breytinguna frá goðorðum til héraðsríkja. Til dæmis er það meginatriði í rannsóknum Jóns Viðars Sigurðssonar. Til að tefja ekki of mikið við þessa hluti verð- ur að einfalda eins og kostur er. Mildlvægast er að gera greinarmun á goðorðum og ríkjum. Hægt er að skilgreina gorðorð sem net pers- ónutengsla undir forystu goðorðsmanns og án fastra landamæra. Ríki má aftur á móti skil- greina sem valdsvæði með landamæram þar sem gorðorðsmaðurinn hefur breyst úr leið- toga í yfirvald. Allir bændur innan landamær- anna eru þá þegnar höfðingjans. Þessi breyting gekk örast fyrir sig um aldamótin 1200 og segja má að um 1220 hafi ríkin verið orðin allsráðandi en goðorð horfin nema í lagalegri merkingu. Þetta er reyndar nokkuð raglingslegt þar sem goðorðin vora áfram ákveðið formsatriði í stjómarháttum þótt ríkin hefðu leyst þau af hólmi sem stjórntæki. Orðið goðorð var áfram notað þótt fyrirbærið í sinni fomu mynd væri horfið og ekkert eftir af því nema nafnið og formsatriðin. Þannig var enn talað um Snorrangagoðorð (erfðagoðorð Sturlunga í Dölum) löngu eftir að það hafði í raun breyst í héraðsríki með föstum landamæram. Miðaldafræðingurinn Susan Reynolds skil- greinir ríki einhvemveginn svona: Ríki er skipulagsform mannlegs samfélags á tilteknu landsvæði sem gerir kröfu um stjóm á löglegri valdbeitingu innan þess og tekst í aðalatriðum að framfylgja henni.2 Þetta er dálítið breytt út- gáfa af frægri skilgreiningu Max Webers, lög- uð að kringumstæðum miðalda þegar ríki vora yfirleitt veikburða. Stjómskipan þjóðveldisins getur með engu móti talist ríki samkvæmt þessari víðu skil- greiningu. Þar var engin heildarstjóm á lög- legri valdbeitingu, aðeins vissar leikreglur um það hvemig einstaklingar gátu öðlast blessun samfélagsins við að taka í lurginn á andstæð- ingum sínum. Skilgreiningin fer hins vegar mjög nærri því að eiga við um héraðsríkin, þótt við vitum ekki svo gjörla hvemig löglegri (eða viðurkenndri) valdbeitingu var háttað innan þeirra. Héraðsríkin komu með ríkisvald inn í íslenskt samfélag og leystu stjómskipan þjóð- veldisins af hólmi þótt hún héldist að nafninu til í nokkra áratugi enn. í raun var þjóðveldið liðið undir lok þegar um 1220. Ríki Árnesinga Ef héraðsríki Árnesinga á 12. og 13. öld var ríki í svipuðum skilningi og Noregur eða Mak- edónía ætti að vera hægt að rekja sögu ríkisins. Með sögu ríkisins er átt við sögu þessa póli- tíska skipulagsforms en ekki sögu höfðingja- ættarinnar, Haukdæla. Þó að erfitt sé að rekja sögu ríkisins, vegna takmarkaðra heimilda sem einblína mjög á höfðingja og átök þeirra á milli, verður hér gerð dálítil tilraun til þess. Samt verður ekki hjá því komist að fjalla talsvert um höfðingjaættina. Lítið er vitað um upphaf ríkis Ámesinga. Ekki er vitað um neina goðorðsmenn, aðra en Haukdæli, sem áttu goðorð í Ámesþingi eftir miðja 11. öld. Nokkrar sagnir greina frá öðram goðorðsmönnum fyrir þann tíma en best er að láta þær afskiptalausar þar sem heimildimar era ungar og vafasamar. Elstu ættliðir Hauk- dæla eru venjulega kallaðir Mosfellingar. Það er ekki fyrr en á 12. öld sem nafn Haukdæla kemur fram. Einn þessara Mosfellinga, Gissur hvíti, er mjög áberandi í gömlum sögnum, er t.d. oft nefndur í í slendingasögum og var talinn hafa gegnt stóra hlutverki við kristnitökuna ár- ið 1000. Frægð Gissurar gæti bent til þess að hann hafi verið öðram goðorðsmönnum vold- ugri í Ámesþingi á sinni tíð en gæti einnig staf- að af því að hinir voldugu afkomendur hans lögðu sérstaka rækt við minningu hans eða af því að hann varð svo frægur að vera faðir fyrsta biskupsins í Skálholti. Það var ísleifur Gissurarson sem varð bisk- up 1056 og hefur sjálfsagt farið með goðorð fyr- ir þann tíma og víst er að síðan gekk goðorð til afkomenda hans. Yfirleitt hafa menn gert ráð fyrir að hann hafi látið af meðferð goðorðsins þegar hann varð biskup enda leit kirkjan gjarn- an svo á að ekki ætti að fara saman veraldlegt 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.