Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Qupperneq 6
CQSMOS JÓNS GUNNARS
, I LISTASAFNIISLANDS
ILISTASAFNI Islands verður opnuð
sýning í sal 2 á verkinu Cosmos eftir Jón
Gunnar Árnason (1981-1989) í dag kl.
11.
Verkið er innsetnmg fynr afmarkað
rými og var fyrst sýnt á Tvíæringnum í
Feneyjum 1982. Cosmos tilheyrir rðð
verka sem Jón Gunnar hóf að vinna að í
Flatey á Breiðafirði á miðjum áttunda ára-
tugnum og tengjast sólarorkunni og aðdrátt-
araflinu. I þessum verkum leitaðist Jón Gunn-
ar við að fanga rýmið og orkuflæðið í
alheiminum inn í verk sín og notaði til þess
bæði spegla og steina. Verkin tengjast hug-
myndum Jóns Gunnars um vistfræði og sam-
skipti manns og náttúru í sem víðustu sam-
hengi, auk þess sem framkvæmd og
uppsetning verkanna fékk á sig yfirbragð rit-
úals eða helgiathafnar er helguð var sólinni
sem frumuppsprettu lífsins á jörðinni. Hið
kunna verk Jóns Gunnars, Sólfar, sem stend-
ur við Skúlagötu, er frá svipuðum tíma og er
unnið út frá skyldum hugmyndum og Cosmos.
Jón Gunnar var leiðandi myndlistarmaður á
því umbrotaskeiði í myndlist sem kennt er við
SÚM-hreyfinguna. Hann stundaði mynd-
listarnám á yngri árum, en vann lengi sem
vélvirki og hönnuður allt þar til hann kynntist
svissnesk-þýska myndlistarmanninum Dieter
Roth i lok sjötta áratugarins. Þau kynni urðu
til að vekja með honum varanlegan áhuga á
myndlist sem virku afli til mótunar þjóðfélags
og vitundar. Jón Gunnar var einn af fjórum
stofnendum SUM-hópsins árið 1965 og gekk
fram fyrir skjöldu í róttækri endurskoðun á
islenskri myndlist, bæði með eigin verkum og
félagsstörfum. Hann var m.a. einn af stofn-
endum Myndhöggvarafélagsins, Nýlistasafns-
ins og norrænna samtaka um umhverfislist.
I rýmisverkum sínum fór hann inn á nýjar
brautir þar sem gengið var út frá verkinu
sem stað, þar sem menn upplifa rýmið og ger-
ast þátttakendur. I verkinu Cosmos er við-
fangsefnið hið óendanlega rými og jafnframt
aðdráttarafl jarðar.
Verkið er í eigu Listasafns Islands og var
sfðast sýnt þar árið 1994 á yfirlitssýningu á
verkum hans sem bar yfirskriftina Hugar-
orka og sólstafir.
Sýningin stendur til 9. apríl.
Jón Gunnar Árnason: Cosmos, 1982.
MARGIR MENN OG EINN
PORTÚGALSKA skáldið Fernado
Pessoa sagði einhverju sinni að
menn væru margar raddir í senn
á aðeins einu andartaki. Mönn-
um getur sjálfsagt orðið það á að
álykta eitthvað þessu líkt, að allir
menn séu margir menn í einum
manni. En ef svo er og maðurinn
er slíkt ólíkindatól og þama er gefið til kynna,
hvar skyldi þá þetta margraddaða andartak
eiga upptök sín? í framtíðinni eða í fortíðinni,
eða jafnvel í hugboðum sem heilinn vinnur úr
og raðar saman í það sem við nefnum nútíð -
annarsvegar úr efni sem er löngu farið, hins-
vegar úr efni - sem ennþá er með öllu ókomið?
Ráðgátur af þessu tagi hafa orðið mörgum
mönnum tilefni heilabrota en upptökin undar-
legu kölluðum við þó sennilega minni.
Allt þetta og eilítið til má rifja upp með sjálf-
um sér á sýningu sem Steinunn Þórarinsdóttir
opnar í dag, laugardaginn 11. mars, í Ásmund-
arsafni. Þar sýnir hún verk sem hún hefur unn-
ið að undanfarið ár. Þegar Steinunn var að alast
upp í Vogunum í Reykjavík fór hún oft í rann-
sóknarleiðangra inn í Laugardal. Á þeim tíma
var Laugardalurinn að mestu ónuminn og
óbyggður og því sannkallað ævintýraland upp-
átækjasömum krökkum. En þama í dalnum var
eitt dulúðugt og skrýtið fyrirbæri, kúluhús um-
kringt furðuverkum sem voru undarlega seið-
mögnuð og full galdurs. Nú mörgum árum síðar
snýr Steinunn aftur á þessar fomu slóðir og
opnar sýningu í töfrahúsinu á myndverkum sín-
um. Samhliða sýnir hún sitt eigið úrval á verk-
um eftir húsráðandann fyrrverandi, Ásmund
Sveinsson, höfund allrar þeirrar dulúðar, fram-
andleika og töfra sem heilluðu hana forðum. En
er Steinunn ef til vill á æskuslóðum í fleiri en
Ég hef verið að vinna með manninn í félagi við aðra
og sjálfan sig í fortíð og nútíð, segir Steinunn Þórarins-
dóttir sem í dag kl. 16 opnar sýningu í Ásmundarsafni
í Laugardal á eigin verkum og völdum verkum eftir
meistara Ásmund Sveinsson. Maður um mann nefnir
Steinunn sýningu sína. ÞORVARÐUR HJÁLAAARSSON
brá sér í Laugardalinn.
einum skilningi? „Þeg-
ar ég var lítil stelpa var
dalurinn aðeins tún,
engi og skurðir,“ svar-
ar Steinunn. „Villtur
staður og spennandi.
Okunnugt ævintýra-
land sem gaman var að
kanna. Það er ánægju-
legt að koma hingað
aftur og stórkostlegt
að setja verkin upp í
safninu. Það er kara-
kter í rýminu og
áhugavert að sjá verk-
in sín á þessum stað.
Ég hafði húsnæðið í
huga þegar ég vann að'
verkunum. Hvað varð-
ar val á verkum Ás-
mundar þá reyndi ég Ásmundur Sveinsson
verkefni í listinni; það er maðurinn. Ásmundur
sagði einhvern tímann að maðurinn hefði ekki
einn svip heldur marga. Ekki eitt andlit, heldur
mörg og að maðurinn ætti alltaf að sigrast á
hinu ómögulega, en það hefur oftar en ekki
verið viðfangsefni „minna manna“. Ásmundur
sagði líka að andlegur vöxtur mannsins væri
ekki án sársauka, en ef til vill væri maðurinn
aldrei jafn stór og í baráttu sinni.“
Afhjúpunarleikur
Fyrir framan okkur standa tvær afsteypur
af höfði Einars Benediktssonar og horfast í
augu. Þær eru nákvæmilega eins, en þó mis-
stórar. Annað höfuðið er mun stærra en hitt.
Margir menn og einn eða tveir, gæti maður
að láta þau ríma við
mín. Ég tók mér þetta
bessaleyfl. Sum verka
minna eru einskonar
fjölfeldi eða endur-
tekningar á sömu fyr-
irmynd. Hvað verk Ás-
mundar snertir læt ég
þau kallast á með svip-
uðum hætti, kalla fram
einskonar bergmál.
Það má segja að þessi
hugsun tengist ákveð-
inni hugmynd um
manninn sem ég hef
unnið nokkuð mikið
með, að menn eru ekki
aðeins einn maður
heldur margir. Við Ás-
mundur eigum sam-
eiginlegt uppáhalds-
freistast til að halda?
„Meðan ég vann að sýningunni las ég heil-
mikið um Ásmund og verk hans,“ segir Stein-
unn, „m.a. skemmtilega viðtalsbók hans og
Matthíasar Johannessen. Þar segir frá því að
Einar hafi sagst vera tveir menn. Ásmundur
sagði sjálfur að í sínum huga væri Einar tröll
og þess vegna fannst mér þessar styttur ágæt-
ar saman. Ásmundur sá í Einari andstæður
sem sameinuðust í persónunni og skáldinu
Einari Benediktssyni. í honum var bæði tröll-
skapur hins stóra og þess góða. Tvö tröll sem
aldrei töluðust við en stækkuðu hvort annað.
Þetta eru tveir menn andspænis hvor öðrum,
merkingin verður önnur.“
Við nemum staðar við verk sem Steinunn
kallar Horfur. Álútur maður horfir niður á ryð-
salla við fætur sér.
„Ryðið er hluti af honurn," segir Steinunn.
„Hann er úr pottjárni sem er byrjað að ryðga.
Þetta er ákveðinn leikur, afhjúpunarleikur.
Maðurinn er að umbreytast. Það er þungi í efn-
inu og aldur. Það býr yfir sinni eigin sögu.“
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000
4