Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Síða 10
Eyðikot, gömul hjáleiga frá Óttarsstöðum, er nú sumarbústaður.
: 11 ■ 3 7 ,ÍJS .. ....
*»
„KOMIN ER SÓLIN KEILI
Á OG KOTIÐ LÓNA"
UM BYGGÐ OG NÁTTÚRU í HRAUNUM
GREIN OG LJÓSMYNDIR
GÍSLI SIGURÐSSON
Tólf bæir, lögbýli, hjáleig-
ur og þurrabúðir stóðu á
ströndinni frá Straumsvík
suðurað Lónakoti. Þarvar
kallað í Hraunum og heitir
svo enn þó að nú sjáist þar
aðeins garðar, tóftir og
nokkrir sumarbústaðir.
Þarna er unaðsreitur feg-
urðar, samt minna þekktur
en vert væri. Hér verður í
þremur greinum rifjað upp
ýmislegt um sögu byggð-
arinnar, búskap, náttúru-
gæði og landmótun í
Hraunum.
Komin er sólin Keili á og kotið Lóna,
Hraunamennimir gapa oggóna,
Garðhverfínga sjá þeirróna.
Þessi gamli húsgangur um nágrannana í
Garðahverfi og Hraunum segir sína sögu um
kappsfulla sjósóknara sem réru á bátskeljunum
sínum frá vörum í Hraunum og frá Dysjum í
Garðahverfi. Sjóróðrar voru snar þáttur í lífsbar-
áttunni, ekki sízt á Hraunabæjunum þar sem
landkostir voru litlir og landþrengsli mikil. Þá
hefur munað um sjávarfangið, en ekki hefur alltaf
verið heiglum hent að lenda í Ottarsstaðavör þeg-
ar norðanáttin rekur ölduna beínt á hraunbrún-
imar sem skaga út í fjöruna. Það hefur á hinn
bóginn ekki verið talið gott til afspumar að híma í
vomum þegar sólin var komin „Keili á og kotið
Lóna“ og Garðhverfmgar byrjaðir að lemja sjó-
inn. Fyrir utan Óttarsstaðavör ýttu menn á flot úr
Eyðikotsvör og nokkrum vörum við Straumsvík-
ina: Péturskotsvör, Jónsbúðarvör, tvær varir
voru við Þýzkubúð og ein vör var kennd við
Straum.
Meðalbú 18-20 lcindur og 1 -3 kýr
Annar bjargræðisvegur á Hraunabæjunum
var sauðfjárbúskapur, sem hefur þó verið í smá-
um mæli hjá flestum vegna þess að túnin voru
varla annað en smáblettir og engjar ekki til. Hins-
vegar var treyst á kvistbeit í hraununum og ekki
tíðkaðist að taka sauði á hús. Þeir vom harðgerð-
ar skepnur; leituðu sér skjóls í hraunskútum í af-
tökum, en gengu hrikalega nærri beitarlandinu.
Á heimildum eins og Jarðabók Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalín má sjá að algeng búfjáreign
á Hraunabæjunum í upphafi 18. aldar hefur verið
1-3 kýr og aðeins 18-20 kindur. Síðar á sömu öld
snarfækkaði fé af völdum fjárkláðans sem átti
upptök sín skammt frá, á Elliðavatni. Búfé í
Hraunum fjölgaði á 19. öld og fram á þá 20. Þá var
algengt að 80-100 fjár væri þar á bæjunum, svo og
tvær mjólkandi kýr og ef til vill ein kvíga að auki.
Á stærri jörðunum áttu menn tvo hesta en smá-
kotin stóðu ekki undir hrossaeign.
Af manntölum má sjá að víða hefur verið mann-
margt á kotunum og stórir bamahópai- komust
þar upp. Það er nútímafólki gersamlega óskiljan-
d
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. MARS 2000