Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2000, Blaðsíða 17
Það er drjúgur skyldleiki milli litahnatta Phillipp Otto Runge og hins víðfræga málverks hans, Litli morgunninn, 1808, sem er í eigu Listahaliar Hamborgar. lesa, og á sama hátt þurfa menn að gera sér grein fyrir undirstöðuatriðum litakerfisins til að ýmsir leyndardómar þess opnist þeim. Svo er allt annað mál, að ekki eru allir gæddir skáldgáfu þótt þeir geti lesið og notið bók- mennta, og á sama hátt eru ekki allir gæddir skapandi litagáfu þótt þeir hafi lært litafræði og geti notið litbrigða. Og eins og mögulegt er að kenna flestum að lesa er einnig mögu- legt að veita flestum innsýn í heim litanna og kenna þeim að þroska skynrænar kenndir sínar gagnvart litum og litaheildum og hér þurfa viðkomandi að leggja mikið á sig í eigin vinnu í þekkingarleit sinni ekki síður en í rannsóknum á rituðu máli. Þeir geta mun síð- ur látið tölvuna vinna fyrir sig á líkan hátt og í orðaleit og ritvinnslu, þótt upplýsingamiðlun hennar sé ómetanleg og skuli ekki vanmetin. Þetta finnur hver og einn sem tekur sér liti og pensla í hönd og fer á kerfisbundinn hátt að vinna í hinum aðskiljanlegustu litategund- um, þ.e. vatnslit (akvarellu), þekjulitum, oliu og akrýl. Það er einmitt fyrir þennan mun að augu manna beggja vegna Atlantsála opnuð- ust fyrir nokkrum árum fyrir vægi akad- emísks listnáms, þótt á nokkuð öðrum for- sendum væri en fyrrum, því menn uppgötvuðu mikilvægi þess að þroska skyn- rænar kenndir og þjálfa ósjálfráð viðbrögð á tímum hátækni. Það taldist þannig ekki leng- ur fullnægjandi að meðtaka og skilja sam- hengið eða hafa hugmyndafræðina í lagi, heldur skyldu menn einnig skynja og upplifa. Rannsóknir leiddu í Ijós minnkandi hæfni á þessum sviðum, einkum meðal yngri kyn- slóða, auk þess sem þessir þættir höfðu verið stórlega vanræktir f menntakerfinu. Kom þetta berlegast fram í hernaði, flugi og geim- ferðum, svo og samgöngum á jörðu niðri, sem stjórnað er af tölvum. Hefur það orsakað mörg stór og smá slys er brugðið var rangt við á hættustund vegna rangra viðbragða við- komandi þá tölvukerfið hrynur. Er einnig sennilegasta skýringin á því, að ungir eru að upplifa fyrirbæri sem ferskai1 nýjungar, sem flestir gerðu sér góða grein fyrir á árum áð- ur, einkum fyrir 1968. Njóta þeir hér dyggi- legs stuðnings fræðimanna er nefndir eru „Control Freaks“ í hinum enskumælandi heimi, en þeim kemur ekkert við hvað gerðist í fyrra eða hittifyrra ef það þjónar fjarstýrð- um og/eða heimatilbúnum hugmyndum og sérhagsmunum þeirra og telst jafnframt „in“ í núinu. Ekki svo að skilja að þekking á litafræði sé algjör forsenda þess að menn skynji liti, því fer fjarri, allir hafa einhverja tilfinningu fyrir litum þar sem um meðfæddan og eðlisbund- inn eiginleika er að ræða. Eiginleika, sem ein- staklingurinn getur þroskað með sér án utan- aðkomandi hjálpar, eins og dæmin sanna. Líkt og mögulegt er að yrkja án þess að hafa lært að lesa er mögulegt að semja tónverk án þess að kunna nótumar og mála málverk án þess að hafa tileinkað sér litafræði. Menn geta líka að sama skapi verið hálærðir í þess- um fræðum án þess að vera gæddir hinum minnsta snefli af sköpunargáfu. Börn fæðast með innbyggða og skynræna tilfinningu fyrir litrófinu og lögmálum þess, sem er mikilsverður þáttur í sundurgreining- arhæfni þeirra á fyrirbærum umheimsins á þroskaferli íyrstu áranna, allt þetta í frjóanga geymt. Þessir eðlisbundnu eiginleikar koma einkum fram í meðfæddri tilfinningu lyrir andstæðulitunum er þau fá liti milli hand- anna, og þá greinast hjartaslög þeirra líkast skynrænu línuriti í fyrstu fálmkenndu rissun- um. Að viðbættum geðbrigðunum sem fram- kallast meðan á vinnuferlinu stendur, sem af- hjúpar og undirstrikar hið nána og náttúrulega samband efnis og anda fyrstu ár- in. Um leið kemur fram sérstök ásköpuð lita- kennd hjá hverju og einu barni, í engum til- fellum alveg nákvæmlega eins frekar en fingraförin. Þetta er allt merkilega þróað líkt og fram kemur í dásamlega eðilegum mynd- verkum bama, ennfremur ber að minna á að sjálf sjónin er ekki fullþroska hvað rúmskynj- un snertir fyrr en á níunda ári, en óþvinguð, ósjálfráð og óformuð skynfærin eru allan tí- mann á fullu. Þannig fær sjónin ekki fyrr en síðar yfirráð varðandi mótun teikningarinnar ásamt skipulagðri burðargrind myndheildar- innar. Allt þetta ber að hafa í huga þegar skil- greina skal liti í Ijósi þess að upprunalega skynjunin er jafn mikilvæg flóknum fræði- kenningum, og hér skilur á milli skoðana raunvísindamanna, heimspekinga og skálda, svo sem Newton, Schopenhauer og Goethe. Það segir okkur að nálgast megi litafræðina frá mörgum áttum eins og aðra hluti, enda um víðfeðmt fag að ræða, líkt og allt það sem engir tveir skynja nákvæmlega eins. Uppsláttarbækur segja okkur að litir séu ljósbylgjur sem mögulegt er að mæla í nanó- metrurn (= 10'J m), og samkvæmt skilgrein- ingu Newton skynji augað bylgjurnar sem liti, þegar þær liggja á milli 400 og 750 nanó- metra. Rafsegulsvið, og í þessu tilviki með sveiflutíðni 530-490 á sekúndu. Nanómetri er mælieining sem deilist með einum milljarði. Þetta er hin upprunalega og vísindalega skýr- ing Newton á litum sem sýnilegu fyrirbæri, en svo kemur Goethe til skjalanna um hálfri öld seinna með þá kenningu, að liturinn sé öllu frekar afkvæmi ljóss og myrkurs, og að Ijósið yftrfæri hið sýnilega til augans - augað til allrar manneskjunnar. AF ÞJQÐLEG- UM ROTUM TONHST Sfgildír diskar DANSKIR SAGNADANSAR „Danish Folk Ballads“ Kórútsetningar eft- ir Thomas Laub, J.P.E. Hartmann, N.W. Gade, Oluf Ring, Alfred Tofft, Jorgen Jersild, Otto Mortensen, Per Norgárd & Finn de Roepsdorff. Canzone sönghópur- inn u. stj. Frans Rasmussens. Kontrapunkt 32268. Upptaka: DDD, Kristjánskirkju, Kaupmannahöfn 1996. títgáfuár: 1997. Lengd: 68:20. Verð (Japis): 1.699 kr. KONTRAPUNKT er aðeins ein af tæpri hálfri tylft hljómplötuútgáfna í Danmörku sem sinnir danskri listmúsík eldri og yngri. Merkið hefur aldrei áður ratað hingað í dálkinn, og þvi kominn tími til. Að þessu sinni voru til skoðunar tveir diskar frá fyr- irtækinu, og varð léttari fundinn „Elver- skud“ kantata eftir N. W. Gade, sem, þrátt fyrir að vera meðal meistaraverka danska sinfónistans, bar þess nokkur merki að vera eldri upptaka (upptökuár var ekki gefið upp), hljómsveitarhljómur heldur daufur og heildarlengdin aðeins 45 mínút- ur, enda kantatan eina verkið þar á boð- stólum. Öllu áhugaverðari er hins vegar þessi diskur, sem fyllir rúmar 68 minútur með kammerkórsöng af hæsta gæðaflokki. Við- fangsefnið er af þeirri grein sem hér hefur verið kölluð sagnadansar, en „þjóðvísur“ eða „folkeviser" ytra. Um er að ræða 18 þjóðlög eða ballöður frá siðmiðöldum úr munnlegri geymd í kórútsetningum valin- kunnra danskra tónskálda frá áratugunum kringum síðustu aldamótum, með einni nýrri undantekningu eftir Per Norgárd. Hér er sem sagt ekki um alþýðlegan hringdansaflutning að ræða, eins og við þekkjum frá Færeyjum og sem mun hafa verið hinn upphaflegi. Margt hefur þar á ofan skolazt til, jafnvel eftir að dönsku kvæðin sáu fyrst dagsins Ijós í riti á 16. öld („Hjartabókinni"); töluvert af texta og enn fleira úr laglínum, enda voru lögin ekki nóteruð niður fyrr en á 18. og 19. öld. Gætu íslendingar því hugsanlega státað af tölu- vert eldri þjóðlagaauði, þó að sannanlegur norrænn aldursforseti sé enn sem komið er danska lagið úr Skáneyjarlögum frá ofan- verðri 13. öld, Dreymdi mig einn draum í nótt / um silki og ærlegt peil, er varð bið- merki danska Ríkisútvarpsins, líkt og Ár vas alda hins íslenzka. Það er ekki laust við að maður verði var við aukinn áhuga á þjóðlegum rótum sunn- ar á Norðurlöndum nú á mótum alda og aldatugar í kjölfar sívaxandi alþjóðavæð- ingar. En burtséð frá áhuga fagurtón- skálda upp frá miðri 19. öld hefur lifandi samband við fornan tónlistararf aldrei rofnað að fullu í alþýðlegri tónmennt Dana. Ömmur hafa löngum raulað sitthvað í rökkrinu. Síðar komu til „spilmenn“ , þjóð- lagatrúbadúrar og jafnvel einstaka rokks- veit, eins og þegar mér ókunnugt band (að viðbættum 2 endurreisnar-kenghornum(!)) gerði ballöðunni um Hróa hött Jóta, Jesper Langkniv, eftirminnileg skil fyrir um 15 árum í einum af þessum sjaldgæfu plötu- þáttum Gufunnar um þjóðlega tónlist nágrannaþjóðanna í landsuðri. I dönsku sagnadönsunum eru fólgin mik- il verðmæti. Lögin eru mörg bráðfalleg, og epísku síðmiðaldatextarnir um hofferðugar ástir, álög og álfa snerta enn í dag djúpan streng í hjörtum hlustenda. Þó að megin- stef ljóðanna séu dapurleg og standi sum á ævafornum merg, eins og sjá má í „Áge og Else“ , er byggir á minni úr Eddukvæðinu um haugför Sigrúnar til Helga Hundings- bana, er einnig slett úr klaufum kerskninn- ar. Nefna má ýkta (og furðu ódönskulega) frásögn af heljarmenninu Ramund, vísurn- ar um óvænta brúðkaupsnótt („Lave og Jon“) eða launkímna lagið um „Roselil og hendes moder“ . Síðast kemur lag af yngri toga sem allir þekkja hér, “Det var en lor- dag aften“. Kórútsetningar eru flestar eftir Laub (7), sem leitaðist við að færa í upphaflegan búning kirkjutóntegenda, en meðal margra smekklegra útsetninga mætti sérstaklega nefna seiðandi meðferð Pers Norgárds á hinum heiftarþrungna óð um Oluf Strange- spn. Canzone kammerkór Frans Rasmus- sens er fágaður fram í fingurgóma og mætti kannski vera ástríðufyllri á stund- um, en hann syngur tandurhreint, mótar fallega, og jafnvægið milli radda er fjári gott í hinni hljómmiklu en tærri kirkjuupp- töku. Ástæða er auk þess til að fagna þeirri þróun í dönskum söngframburði sem hér kemur fram og víðar hefur orðið vart við á síðari árum, þ.e. burt frá hinni hátimbruðu og tilgerðarlegu hefð Konunglega leikhúss- ins í átt að eðlilegum sérhljóðum dagfars- máls. Antonin Dvorák: Píanókvartettar í D-dúr Op. 23 og í Es-dur Op. 87. Kammerhópur- inn Domus (Susan Tomes, píanó; Krysia Osostowicz, fiðla; Timothy Boulton, víóla; Richard Lester, selló). Hyperion CDA66287. Upptaka: DDD, Bretlandi (?)10/1987. títgáfuár: 1988. Lengd: 70:20. Verð (Japis): 1.699 kr. PÍANÓKVARTETTINN - vel að merkja ekki fyrir 4 píanó, heldur píanó, fiðlu, víólu og selló - er tóngrein sem Mozart var að líkindum manna fyrstur til að semja undir (K478 & K493). Síðan fylgdu margir í kjölfarið, einkum á 19. öld. Ög þó að sá innbyggði erfðavandi knéfiðl- unnar að eiga bágt með að ná gegnum sterkan meðleik hinna hljóðfæranna sé þar enn til staðar, er samt sem viðbótarvíólan leysi með nærveru sinni í einni svipan jafn- vægisvandamálið milli slaghörpu og strok- hljóðfæra sem viðloðandi hefur verið píanótríóið (píanó., fiðla & selló). í þeirri gamalvirtu grein er iðulega sem strengja- dúóið standi hálf-berstrípað gagnvart píanóinu og öldungis ófært um að mynda sannfærandi túttí-samhljóm. Þess gætir miklu síður í píanókvartettum. Það munar um miðjuna! Antonin Dvorák (1841-1904) er eflaust kunnastur fyrir sinfóníumar sínar níu, en óhætt er að fullyrða, að hann hafi ekki ver- ið síðri fengur kammertónlistinni. Framan af ferli þvældist jötunmóður Wagners nokkuð fjrir kammersmíðum Dvoráks, en sem betur fór náði hann sér af þeim jörm- ungermönsku áhrifum. Hin meðfædda slavneska lagræna og hrynræna andagift Dvoraks nýtur sín enda ef nokkuð er enn betur í kammerverkum hans en í hljóm- sveitarverkunum, og má í kammertónlist þroskaáranna heyra hann færast nær and- wagnerskum pól Brahms. Þetta kemur glöggt fram af strengjakvartettunum og verkunum fyrir píanó og strengi, þ.e. 4 píanótríóum, 2 píanókvintettum og pían- ókvartettunum tveimur sem hér eru til um- ræðu; kannski einna skýrast í Op. 87. Fyrri atlaga Dvoráks við píanókvartett- inn er frá árinu 1875, sama ár og hann samdi 4. sinfóníu og Strengjaserenöðuna, og þykir verkið bera keim af því. Það er fersk tónsmíð og blátt áfram, þótt risti ekki eins djúpt og síðari kvartettinn frá 1889, enda saminn á aðeins 16 dögum. Sér- staklega þykir píanóritháttur Dvoráks þróaðri í seinna verkinu, enda þótt fæmi hans í meðferð strengja sé einstök þegar í Op. 23, og kemur þeygi á óvart, úr því Dvorák var sleipur víóluleikari og hélt mik- ið upp á það tíðum vanmetna hljóðfæri. Að fjölmörgum yndislegum stöðum ólöstuðum í eldra verkinu standa þó óefað upp úr síð- ustu þættir Op. 87, þar sem austurlenzkur blær Allegro moderato grazioso (III.), með ávæningi af cimbalom-slætti alþýðumúsík- anta í meistaralega útfærðri píanórödd- inni, er hreint út sagt ómótstæðileg. Hljómlistarmenn Domus-hópsins rísa allir undir kröfum snillingsins og vel það með ferskri og samtaka spilamennsku í góðri hljóðritun Hyperions, þó að Susan Tomes axli þyngstu byrðarnar við slag- hörpuna með að virðist lítilli fyrirhöfn í til fyrirmyndar skýrri og innblásinni kam- mermúsíkalskri túlkun. Hér fer vissulega diskur með með „varanlegu slitlagi“ , eins og sagt var í árdaga þjóðvegalagna. RíkarðurÖ. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 11. MARS 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.