Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 4
ASTA SIGU RÐARDOTTIR - LIF HENNAR OG LIST EFTIR KRISTÍNU RÓSU ÁRMANNSDÓTTUR Ásta Sigurðardóttir storkaði viðteknu siðgæði og gerði uppreisn gegn rík jandi gildum samfélagsins. Hún var áberandi í bæjarlífinu, ögraði og storkaði al- menningsálitinu, en var sjálf fjölhæfur listamaður, jafnvíg á ritlistog myndlistog leitaði í þjóðsagna- 1 brunninn þegar hún skapaði þjóðsagnaspilin. Ásta Sigurðardóttir. Myndin birtist í tímaritinu Líf og list með grein eftir Ástu um leirmunalist. Ekki er víst hvort gripirnir eru eftir Ástu, en af myndinni að dæma er hún að skreyta einn. / ILandsbókasafni, Háskólabókasafni stendur Kvennasögusafn íslands þessa dagana fyrir sýningu á verkum Ástu Sig- urðardóttur. A sýningunni eru málverk og önnur verk eftir Astu en án efa ber þar hæst afar sérstök og merkileg spil sem Ásta hannaði og málaði. Við gerð spilanna sækir hún hugmyndir í Lslensk- an þjóðsagnabrunn og skreytir hvert mannsspil með myndum af persónum úr þjóðsögunum. Ásta mun hafa haft fullan hug á því að gefa spil- in út en entist ekki aldur til þess. Ásta Sigurðardóttir var fædd 1. apríl árið 1930 að Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi. Bærinn er í hrauninu á sjávar- ströndinni sunnan við prestssetrið Stórahraun. Litla-Hraun var harðbýlt og jörðin afskekkt. Ásta ólst þar upp til 14 ára aldurs þegar hún flutti til Reykjavíkur til að mennta sig og lauk hún landsprófi árið 1946. Um haustið lá leið hennar í Kennaraskólann og útskrifaðist hún með kennarapróf árið 1950, aðeins tvítug að aldri. Hugur Ástu stóð aldrei til kennslu. Hún sýndi fljótlega einstaka listræna hæfileika bæði á sviði rit- og myndlistar. Ásta var fjölhæf og lagði einnig stund á grafík og leirkerasmíði ásamt skreytingu leirkera. Sögur hennar og myndir bera vott um tilfinningaríka og hrein- skipta listakonu, sem á ögrandi hátt storkaði viðteknu siðgæði í smábænum Reykjavík um miðja 20. öld. Ásta hafði að atvinnu að sitja fyrir sem nakið módel myndlistarnema og varð með- al annars þess vegna vinsælt umræðuefni bæj- arbúa og var stundum kölluð Ásta módel. Árið 1957 tók Ásta saman við skáldið Þorstein frá Hamri og eignuðust þau fimm börn, - þrjá drengi og tvær stúlkur, en fyrir átti Ásta einn son með Jóhannesi Geir listmálara. Leiðir henn- ar og Þorsteins frá Hamri skildu. Árið 1967 gift- ist hún Baldri Guðmundssyni. Ásta Sigurðar- dóttir dó langt um aldur fram, 21. desember árið 1971, aðeins fjörutíu og eins árs að aldri. Ásta Sigurðardóttir er mörgum Islendingum kunn sem höfundur smásögunnar „Sunnudags- kvöld til mánudagsmorguns“. Sagan birtist í tímaritinu Lífí og list árið 1951 og vakti mikla athygliogumtal. Ásta var í félagsskap atómskálda og vöktu smásögur hennar mikla athygli. Árið 1961 safn- aði hún sögum sínum saman í bók og nefndi eftir fyrstu smásögu sinni „Sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns". Dúkristur Ástu prýða bókina, táknrænar myndir sem tjá og túlka textann. I bókinni Sögur ogljóð, sem kom út ár- ið 1985, birtist heildarsafn smásagna hennar og þoða. Ásta skrifaði greinar í tímarit og má t.d. nefna grein um leirkerasmíði sem birtist í tíma- ritinu Lífí og list árið 1951, þar teflir Ásta fram skoðunum sínum á þróun þessarar fomu list- greinar hér á landi. Frásögnin „Frá mýri, hrauni og fjörusandi", birtist í bóldnni ísland í máli og myndum árið 1961. Átthaga- og náttúrulýsingar Ástu eru einstaklega mynd- rænar og áreiðanlega með því besta sem ritað hefur verið á íslensku um mýrar, hraun og fjallasýn á Snæfellsnesi og sýna afburða vald Ástu á íslenskri tungu. Lesandinn skynjar nátt- úruna eins og væri hann staddur í eigin persónu í heimahögum hennar. Lýsingin höfðar til allra skynfæra; augu, eyru og lyktarskyn eru örvuð, tilfinningar vakna og kyrrð færist yfir hugann. Ásta hafði næma og tilfmningaríka skynjun á fegurð náttúru og umhverfis og bjó yfir einstök- um hæfileika til að miðla og tjá náttúrusýn, enda var hún mjög vel að sér í grasa- og náttúrufræði. Ljóð þjóðskálda og ljóðabækur segja samtímamenn hennar að hún hafi kunnað utan að, auk þess sem hún hafði á hraðbergi sögur og tilvitnanir úr bókmenntum, þjóðsög- um, fomsögum og sögum biblíunnar. I frásögn- inni „Frá mýri, hrauni og fjömsandi“ lýsir Ásta því hvemig andleg upphafning gerði vart við sig við að hlýða á fuglasöng og hún fylltist orku; ímyndunaraflið losnaði úr læðingi í „þessari risaveröld“ fjalla og jökla og hugurinn spann ævintýri og sögur en í sjávarmálinu öðlaðist hugur hennar frið: Yfir holtadregnu mýralandinu hvílir sæll frið- ur og andi guðs svífur yfir keldunum í líki lóu sem syngur dýrðin dýrðin. Trúlegast þykir mér að hann sé að lofsyngja sjálfum sér og sínum. Þá má heyra spóa vella í hverri veisu, einn er rétt að fá upp hitann þegar bullsýður hjá öðmm og úr þessu verður einn vellandi kliður sem rennur beint inní sálina og hefur þau áhrif að maður verður góður, glaður og þakklátur... Sterka gróðuranganina af nýsprottinni blá- stör og hringabroki leggur fyrir vit manns og ekki vantar litadýrðina í mýrina: hvítir sinuflók- ar skreyttir grænkandi bláberjalyngi, ljósgular mýrasóleyjar, blátt lyfjagras, allskonar maríu- lyklar og himnaríkislyklar í ótal hvítum og blá- um litum. Á mýrarauðanum er regnbogalit jámlá og lútuð dýjasortan bullar upp úr hveiju spori. Þessi óviðjafnanlegi þokki mýralandsins blátt áfram seytlar um mann, einkum ef maður er berfættur. Réttlætisgyðjan Ásta Sigurðardóttir storkaði viðteknu sið- gæði og gerði uppreisn gegn ríkjandi gildum samfélagsins um konur og gegn smáborgara- legum viðhorfum til kvenna. Ásta féll ekki að hugmyndum samfélagsins um hvemig konur áttu að haga sér. Hún var áberandi í bæjarlífinu, ögraði og storkaði almenningsálitinu þannig að vakti athygli, drakk og reykti, klæddi sig í óhefðbundin litrík föt og notaði sterkan and- litsfarða og varaliti. Hún mætti miklum fordóm- um og var umtöluð. Það var erfitt fyrir unga stúlku utan af landi að takast á við allt umtalið og athyglina sem hún fékk. Hún var viðkvæm og áfagið var mikið, en þessi stolta og sjálfstæða stúlka lét ekki kúga sig, neitaði að vera óvirk og undirgefin og bar höfuðið hátt. Ásta hafði sterka réttlætiskennd og hlut- skiptí lítilmagnans lá henni á hjarta. Kom þetta skýrt fram í sögum hennar og ljóðum. í bréfi sem Ásta sendi bömum sínum ásamt afsteypu af sjálfri Réttlætisgyðjunni, segir hún meðal annars: Réttlætisgyðjan hefur bundið fyrir augu sín svo að þau, þetta næma skilningarvit blindi ekki dómgreind hennar. Þetta er að vísu táknrænt en hveiju bami auðskilið Ég vona að við getum þyngt skál réttlætisins með því að stríða aldrei aumingjum, með því að létta sjúkum byrðina, með því að hafa ekki fé af fátæklingum, gerið ekki skepnum mein, hjálpið þeim sem van- megna er vegna heilsuleysis og fátæktar. Að síðustu ellefta boðorðið og kannski það mikil- vægasta: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Jafnréttisbaróttan Yrkisefni Ástu Sigurðardóttur vom konur, böm og dýr og fjalla smásögur hennar margar um konur sem eru utangátta í lífmu. Þær em á jaðri samfélagsins og eiga ekki samleið með öðm fólki. Sögupersónumar skera sig úr fjöld- anum og þeim er í mun að samfélagið taki þær í sátt. Persónur hennar túlka mikla togstreitu, annars vegar á milli eigin óska og hins vegar krafna samfélagsins. Óskir þeirra og þrár falla ekki að hugmyndum og kröfum samfélagsins en kröfurnar era smáborgaralegar hugmyndir um hvemig konur eigi að vera og haga sér og em í engu samræmi við þeirra eigin óskir. Hugsunarháttur samfélagsins í þá daga var að steypa alla í sama formið og helst mátti eng- inn vera öðravísi en tiltekin gildi sögðu til um, og stóð ekki á gagnrýni og fordæmingu. Þor- steinn frá Hamri lýsir þessu vel í bókinni Stríð og söngur. það var algengt að gert væri aðkast að fólki sem var á einhvem hátt öðravísi en aðr- ir, sem kallað er, en það er reyndar gamalgróinn siður á voru landi, Islandi. Það segir töluvert um tíðarandann að smá- sögum Ástu Sigurðardóttur var yfirleitt tekið með mesta kotungsbrag. Þær þóttu hneykslun- arhella og jafnvel hinn versti ósómi. Nú orðið kann fólk hins vegar að meta þær sem fagrar bókmenntir. Þegar ég kynntist Ástu þótti mér alveg óskaplegt hvað fólk gat verið smátt í sál- inni. Smám saman fór manni að standa á sama um þessi viðhorf fólks. Þótti þau svo ómerkileg að það tæki því ekki að láta sér sáma. En ég við- urkenni að stundum fýkur ennþá í mig þegar ég hugsa til þessara tíma. Ég hef alla tíð haft megna skömm á lágkúruhætti, hvers kyns sem hann er. Athyglisvert er að skoða líf og sögur Ástu Sigurðardóttur í sögulegu samhengi íslenskrar kvennabaráttu. Því hefur stundum verið haldið li'am að kvenréttindabaráttan hafi liðið undir lok þegar konur öðluðust kosningarétt og kjör- gengi árið 1915. Reyndar var það sannfæring margra kvenna að með þessum réttindum væri takmarkinu náð, en konum varð fljótlega ljóst að ekki var allt fengið með kosningaréttinum einum saman. í kvennabaráttunni hafa verið tvö uppgangs- tímabil, hið fyrra stóð frá 1880-1920 og hið síð- ara hófst með Rauðsokkunum áiið 1970. Sumir kalla tímabilið 1920-1960 stöðnunarskeið jafn- réttisbaráttunnar. Þegar Ásta fæðist og síðar þegar hún er að skrifa sögur sínar og vinna að list sinni er tíma- bil þagnar í kvennabaráttu í íslensku þjóðfélagi. Kynslóðin á undan Ástu hafði náð fram auknum kvenréttindum; kosningarétti, lqörgengi og menntun. Breytingarnar sem orðið höfðu á stöðu kvenna, birtust í sjálfsímynd uppvaxandi kynslóðar kvenna og togstreitan var mikil. Kon- ur fá aðeins að hluta til að vera með í karlasam- félaginu, þær höfðu náð fram ákveðnum réttind- um en vora að öðra leyti þaggaðar. Steingrímur St. Th. Sigurðsson ritstjóri tíma- ritsins Líf og list segir um sögu Ástu í grein sinni Asta og Líf og list sem birtist í tímariti Máls og menningar árið 1986: Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns er merkileg að því leyti, og ég hef oft íhugað það, að þetta er sennilega fyrsta sagan eftir kvenrit- höfund sem hefur það að hugsjón að ljóstra upp um karlrembuháttinn í íslensku samfélagi og víðar. Steingrímur segir einnig í íyrmefndri grein: 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.