Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Side 5
Ég held að það hafi verið ákaflega dýrt spaug fyrir hana að vera ein af fyrstu kvenbóhemun- um á Islandi. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur og rit- höfundur skrifaði ritdóm í Tímaiit Máls og menningar og lýsir vel hinu íslenska karlasam- félagi sem Ásta lifði í: Þegar fyrstu sögumar eftir Astu Sigurðar- dóttur birtust í Lífí og list fyrir um áratug, mun flestum karlmönnum að minnsta kost hafa kom- ið saman um, að nú væri risin upp meðal vor pennafærasta kona á íslandi Ásta var listamaður af Guðs náð og hafði snilligáfu rithöfundar og myndlistarmanns. Ásta gerði uppreisn gegn ríkjandi gildum samfélagsins um konur og barðist gegn smá- borgaralegum viðhorfum til kvenna. Ásta, eins og aðrar konur á þessum tíma, fékk aðeins að vera hluti af ríkjandi karlasamfélagi. í hegðun og skrifum varð hún að lúta öðrum siðareglum en skáldbræður hennar. Eigin orð Ástu um bók Davíðs Stefánssonar, Sólon íslandus, lýsa best því viðhorfi og viðmóti sem hún sjálf mætti: „Þröngsýni og skilnings- leysi samtíðar hans hafa eyðilagt hæfileika hans til að njóta gáfna sinna á réttan hátt“. Þjóðsagnaspilin Uppruni Ástu endurspeglast í list hennar. f rökkvuðum baðstofum sveitasamfélagsins voru önnur lögmál en í raflýstri borginni. Þar heyrð- ust enn sagðar þjóðsögur sem borist höfðu manna á milli frá örófi alda. í sögunum endur- speglast þjóðtrú íslendinga, þær lýsa hverdags- lífi fólks, störfum þess, hugmyndum, trú og löngunum. Þjóðsögurnar leitast við að skýra hin ýmsu fyrirbæri náttúrunnar, eðli manna, gang lífsins, orsök og afleiðingu. Galdra- og drauga- trú lifði lengi á meðal þjóðarinnar og hluti henn- ar lifir enn. Sögumar eiga rætur að rekja til þeirrar alþýðumenningar sem lifði í sveitasam- félaginu. Þá reyndu menn að lesa í náttúruna og sitt nánasta umhverfi, að spá fyrir um tíðina eins og karlarnir á Snæfellsnesi lesa í jökulinn en þessu lýsir Ásta skemmtilega í frásögn sem birtist í bókinni Island í máli og myndum. A Snæfellsnesi er einnig ákveðin dulúð í sambandi við Snæfellsjökul sem gnæfir yfir umhverfið og hefur blásið mörgum anda í brjóst. Jökullinn var nokkurskonar Veðurstofa... - Nú er band á Jökulinn - hann gengur inn yfir sig (?!) - það er á ónum klakki, bakki, blika, bólstur, bólga, roði, hetta, strútur, strókur, þykkni, - hann beltar sig núna Jökullinn, hann grúar sig uppyfir sig (?!), hann skuplar sig, hreykir á sér, kembir upp af sér, faldar sér, klúkar sig, hann er mistraður, hólmaður, glor- aður og drúldaður - - og allt vissi þetta á illt. Ég veit varla hvað verst var; - þó vom beltin, bönd- in og blikan afar ískyggilegg. Það var nokkuð sjaldgæft að Jökullinn væri alheiður svo að það var heldur ekki góðs viti. Þá var hann skafinn, fáinn, sleiktur og skúraður. Þegar kallamir stóðu pissandi undir kofaveggjunum á kvöldin og gáfii sér loksins tíma til þess, gagntók spá- mannsandinn þá, þeir blimskökkuðu augunum útundan sér, óku sér og hrylltu sig. Þá mátti Jökullinn helzt engan veginn vera, svo það vissi ekki á staðviðri, votviðri, úrhelli, sti'ekking, glenning, garra, rok, garð, þræsing og fjall- sperring. Ásta leitar í sagnabmnn þjóðsagnanna þegar hún skapar þjóðsagnaspilin. Þau em falleg og yfir þeim er dulúðugt yfirbragð galdramanna og -kvenna og annarra kynlegra kvista. I þjóð- sögunum era konur ekki sist í aðalhlutverkum og þegar grannt er skoðað má fá þar allheil- steypta mynd af þjóðfélagsstöðu kvenna í gamla bændasamfélaginu. Úr þjóðsögunum má lesa drauma, væntingar og þrár manna fyrr á öldum um betra líf. Þjóðsögumar endurspegla meðal annars óskhyggju kvenna um betra hlutskipti í lífinu og svikulir karlar fá makleg málagjöld. Af- staða karla til kvenna kemur þar einnig skýrt fram. Þær þjóðsagnarpersónur sem Ásta velur á mannspil sín em þessar: Spaðaás: Þorgeirsboli. Spaðakóngur: Sæmundur fróði - Gottskálk grimmi. Spaðadrottning: Höfðabrekku-Jóka - Straumijarðar Halla. Spaðagosi: Galdra Loftur - Mensalder ríki. Tígulás: Flæðarmús. Tígulkóngur: Galdra-Leifi - Jón lærði. Tíguldrottning: Galdra-Þura - Bjarna-Dísa. Tígulgosi: Stígvéla-Brokkur - Sandvíkur-Glæsir. Hjartaás: Hjónagras. Hjartakóngur: Sr. Snorri á Húsafelli - Sr. Eiríkur í Vogsósum. Hjartadrottning: Galdra-Manga- Miklabæjar-Sólveig Hjartagosi: Eiríkur góði - Djákninn á Myrká. Laufaás: Lásagras. Laufakóngur: Þormóður í Gvendareyjum - Galdra-Þorgeir. Laufadrottning: Galdra-Imba- Möðradals-Manga Laufagosi: Latínu-Bjami- Háleiti-Bjarni. Jóker: Húsavíkur-Jón. í bókinni Saga spilanna lýsir Guðbrandur Spaðakóngurinn: Gottskálk grimmi og Sæ- mundur fróði. Hjartadrottningin: Miklabæjar-Sólveig og Galdra-Manga. Spaðaás: Þorgeirsboli. Spaðadrottningin: Höfðabrekku-Jóka og Straumfjarðar-Halla. Málverk eftir Ástu Sigurðardóttur. Morgunblaðið/Kristinn TRYGGVIV. LÍNDAL VIÐ FERÐA- LOK Þú hnýttir mér sólkerfí ogí kjöltu mína lagðir; en það var stjörnumerki manns sem varað berjast við Bakkus; (og var að reyna að búa sér til framabraut í útlandinu). Þú bjóst mér til ennishlað úrsóleyjum og gleymméreyj- um; en þú vildir ekki viðurkenna að sjálft líiið æðir fram og að blóðið í fíngrum mér mátti til að fíæða um börn í kviði; vinnandi fólki þessa lands. Þú sást ekki fíéttulokkinn ljósa sem égsendi vinkonu íKöben- havn; þá orðin virðulegprestsfrú. Né heldur ljósmyndina af mér gráhærðri en þó myndarlegri; ekkju ergekk á milli bæja. Ogþér var ekki kunnugt um að églas Fjölni ykkar upp til agna ogharmaði lát þitt mjög. Þvíþú hafðir þá fyrir löngu hrasað í stiganum fræga svo holan legginn lagði út einsog á vængbrotinni lóu. Og leiðst svo burt í sjúkrarúmi á fundi þinna langþráðu for- eldra; burt frá krám ograuðum ljós- um, eldspúandi fjallræðum og náttúrudýrkandi líkræðum. Lifa munnú lengur en égmá stúlkukind í djúpum dali. Höfundurinn er skóld og þjóðfélagsfræð- ingur. Ljóðið er ort í minningu Jónasar Hallgrímssonar. AÐALHEIÐUR JÓNATANSDÓTTIR OENDAN- LEIKI Magnússon spilum Ástu: Teikningarnar em gerðar í sterkum þekjulit- um (vatnslit), nokkuð dökkleitum, en spilin era sérlega falleg og kynngimögnuð. Um mitt spil er allbreiður skábekkur og er annar helmingur hans hvítur en hinn svartur. Milli þessara helm- inga er hringflötur og á honum er sérstakur galdrastafur, á hverri sort fyrir sig: spaðanum - Þórshamar, hjartanu -Ægishjálmur, laufinu - Kaupaloki og á tíglinum - Ginfaxi. Bekkirnir eiga kannski að tákna hvíta- og svartagaldur. List Ástu Sigurðardóttur einkenndist af dirfsku og einlægni. I sögum hennar og dúkrist- um teflir hún íram andstæðum og óhugnaður liggur í loftinu. Hið sama má segja um spilin. Þar er líf og dauði, Guð og ijandinn, gott og vont og merking annars er mótuð af skilningnum á hinu. Sögur Ástu eru fyrst og fremst mannlegar. Sögumar tjá sterkar tilfinningar og samúð. Þær forðast að fegra raunveruleikann og eru ýktar. Undirtónninn og hláturinn er kaldhæð- inn og alvöraþranginn og beinist að niðurifi staðlaðra hugmynda, m.a. um stöðu kvenna. Á þann hátt hristi Ásta upp í smáborgaralegu samfélagi sem hún lifði í. Nú er langt um liðið frá andláti Áistu Sigurð- ardóttui'. í dag er hún því metin eftir verkum sínum og snilld. Frostrósirnar hafa blómstrað. Verk mikillar listakonu munu lifa. Heimildir: Asta Sigurðardóttir. Landsbókasafn, Háskólabókasafn. Handritadeild. Ritgerðir og bréf. Ásta Sigurðardóttir. Um keramik (leirmunalist) Líf og list. Reykjavík, I hefti janúar 1951. Asta Sigurðardóttir. Sögur og ljóð. Mál og menning, Reykjavík 1961 og 1985. Friðrika Benónýs. Minn hlátur er sorg. Ævisaga Astu Sigui-ðardóttur. Iðunn, Reykjavík 1992. Guðbrandur Magnússon. Saga spilanna, ágrip. Siglu- fjarðarprentsmiðja H/F. Siglufiörður 1978. ísland í máli og myndum. Helgafell, Reykjavík 1961. Jón Ámason. lslenskar þjóðsögur og ævintýri, bindi I og III. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Prentsmiðjan Hólar HF, Reykjavík 1958 Matthías Viðar Sæmundsson. Stríð og Söngur. Forlagið, Reykjavík 1985. Símon Jón Jóhannsson og Ragnhildur Vigfúsdórrir. ísl- andsdætur; svipmyndir úr lifi íslenskra kvenna 1850-1950. Öm og Örlygur Hf, Reykjavík 1991. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Ásta og Lif og iist. Tím- arit máls og menningar, Reykjavík 2/1986. Höfundurinn er bókmenntafræðingur. Þú komst eins og bjartur sólar- geisli í svartasta skammdeginu. Þú komst eins og hressandi kaldur gustur á lognmolluheitum sumardegi. Þú komst eins og ferskur regn- skúr á þurran heitan grasvörð. Þú komst eins og litskrúðugur regnbogi eftir stormasama óveðursnótt. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.