Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Side 7
og nokkur kona getur verið - hún unni bónda
sínum djúpt og heilshugar - en jafnframt var
hún jafn þögul og hún var ástúðleg.
En hér var hann mættur. Með þeirri list-
gáfu sem ásótti hann stöðugt - hvort sem
hann var staddur á söfnum, í skólum eða inni
í vinnustofu sinni - hafði honum tekist að gefa
til kynna líkamlega návist og endurgera
mannslíf. Hann hafði skapað gegnheil form
og rými í þrívídd. Leland Bell vissi mæta vel
að til að endurgera líf í listaverki þýðir ekki
að líkja eftir raunveruleikanum. Slík endur-
gerð krefst málningar og meiri málningar, af-
dráttarlausra pensildrátta en ekki ófrumlegra
eftirlíkinga. Pannig tókst honum að færa okk-
ur sjálfa tilvistina í sinni mögnuðustu mynd.
Um leið gerði hann listaverk sem iða af
þokka, leik og kímni. Af smitandi andríki.
Þetta er eitt af mörgu sem hann afrekaði í
myndlist sinni.
Temma Bell
✓
UPPI HÆRRI
HÆÐIR
Eftir Jed Perl
í MÁLVERKINU Yfir garðinn og
inn til hrútanna geri ég ráð fyrir að
Temma hafí viljað undirstrika frá-
sögnina í myndinni. Titillinn virkar
kannski ögn undarlega en í mynd-
inni má greinilega sjá handbragð
meistarans í ryþma pensilstrok-
anna. Hún dregur viðfangsefni sín
beint úr hversdagslífi sínu fjarri
stórborginni. Garðurinn í forgrunn-
inum, með hundum og hænum og
girðingu sem er þakin vínviði, er
eins og vettvangslýsing úr skáld-
sögu. Þaðan leiðir hún okkur fram
hjá undurvel málaðri trjákrónu út á
grængullinn akur og að djúpbláum
hæðum. Hún grípur áhorfandann
með öruggum en áreynslulausum
strokum, rispum og litum. Það sem
greinir þessa mynd Temmu frá
minni landslagsmyndum hennar er
það hve mikla fjölbreytni hún getur
túlkað hér og ákafinn sem er greini-
legur í því að fanga slíka fjölbreytni.
Temma sameinar mikla nákvæmni
og áreynsluleysi til að kveikja í
þessu norðaustur-landslagi ein-
hvern undarlegan sætleika sem
minnir einna helst á barnaævintýri.
Hún er einn af þessum sjaldgæfu
landslagsmálurum sem hugsar bæði
bókstaflega og skáldlega, jafnvel svo að þess-
ir tveir þættir verða eins og bergmál hver af
öðrum. Hið minnsta smáatriði er þrungið til-
finningu og breiðar hreyfingar virðast þéttar
og sértækar. Enginn samtímamálari þekkir
betur hið gjöfula fjölskyldulíf en Temma Bell.
I röðum af kyrralífsmyndum, innimyndum,
mannamyndum og landslagsverkum sem hún
sýndi í Bowery-listhúsinu blandast ólík við-
fangsefni saman. Borð þakið graskerum
dregur augað að landslagi sem sést út um
gluggann, sjálfsmynd verður að tvöfaldri
mannamynd þegar barn birtist í horninu. All-
ar myndirnar snúast um það líf sem Temma
lifir með manni sínum og þremur dætrum á
búgarði þeirra nyrst í New York ríki og hin
fjölbreytilegu viðfangsefni - landslag að
hausti, vori eða vetri, stúlkur sofandi eða að
leik, listakonan sem móðir með smábarn eða
stálpaða telpu - minna helst á flókna atburð-
arás í langri skáldsögu. Alls staðar er eitt-
hvað til að skoða í myndum Temmu, ávextir
og grænmeti, vasar með blómum, krukkur og
flöskur, myndir, húsdýr og börn. Hvert atriði
er liður í þessari heimilissögu en hvert atriði
er líka leit að lausn á tæknilegu vandamáli í
málaralistinni og þótt það sé of djúpt í árinni
tekið að segja að Temma leysi öll viðfangs-
Temma Bell: Sjálfsmynd með Úllu, 1988.
efni sem hún setur sér þá bregst hún við
þeim öllum með skilningi og örlæti sem dreg-
ur hversdagslífið upp í hærri hæðir. Fjöl-
skyldan hefur alltaf gegnt miklu hlutverki í
list Temmu. Hún heillast ekki af hefðbund-
inni afstraktlist svo sá þáttur í list foreldra
hennar á ekki við um hana. Fjölbreyttar og
efnismiklar myndir Temmu varpa um leið
nýju ljósi á hið agaða og nauma myndmál for-
eldra hennar. Tengslin milli málverka
Temmu og mynda Louisu móður hennar eru
samt einkar skýr í litlum myndum sem hún
hefur málað af dætrum sínum sofandi og sem
eru næstum því endurtekningar í myndum
sem Louisa málaði af Temmu fyrir nær hálfri
öld. Og í nýlegum sjálfsmyndum Temmu sjá-
um við hana horfa fram til okkar stolta og
beina í baki, rétt eins og við þekkjum úr
sjálfsmyndum móður hennar. Temma Bell
lítur ekki svo á að jafnvægisleysi og ruglandi
séu hluti af upplifun okkar á nútímanum en
þessi afstaða hennar er persónuleg og hennar
eigin, ekki hrokafull afneitun á skoðunum
annarra. Hún heldur sig við þá nánd við við-
fangsefni sem málarinn skynjai' og við skynj-
um hana því líka. En Temma tekur þetta
gamla raunsæi og gefur því lifandi og nútíma-
legt yfirbragð.
Temma Bell: Fjölskyldumynd, 1992.
I' taas ■ jy
í ’ /f ■ H §9
7 Hb •j-M
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 X