Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Side 11
Freyr með sveróið góða og svínið Gullinbursta sem dró vagn hans. Myndskurð- ur eftir Halldór Einarsson. Þór á fullri ferð með hamarinn Mjölni og hafrana spennta fyrir vagn sinn. Ein af myndum Halldórs í Valhöll Hjartar Þórðarsonar. Bragi, guð skáldskaparins, leikur á hörpu sína. Ein af myndum Halldórs í Val- höll. Iðunn með eplin f öskjunni og Loki, en yfir svffur jötunninn Þjasi f arnarham. Myndskurður: Halldór Einarsson. Útskorið stólbak eftir Halldór Elnarsson f Valhöll Hjartar Þórðarsonar. %• EFTIR KOLBEIN ÞORLEIFSSON Vestur-íslendingurinn Hjörtur Þórðarson, uppfinningamaður í rafmagnsfræðum, reisti sér minn- isvarða með sérkennilegu húsi ó Kletta-eyju. 1 >að var einskonar Valhöll með r íkulegum myndskurði eftir Flóa- manninn Halldór Einarsson. Asíðastliðnu hausti var gefin út á Washington-eyju í Michigan-vatni myndabók um goðafræðilegar útskurð- armyndir íslenska lista- mannsins Halldórs Einars- sonar frá Brandshúsum í Flóa á húsgögnum í fyrir- huguðu bókasafni Chester Hjartar Þórðarsonar á Kletta-eyju („Rock Island“) rétt fyrir norðan Washington-eyju. Bók þessi er skrifuð af þeim hjónum próf. Douglas „Dag“ Rossman og Sharon G. Rossm- an. Þessi hjón eru nú komin á eftirlaun og hafa atvinnu af því að segja sögur. Hverri mynd í bókinni fylgir saga um mynd- ina. Þessar myndir eru nú flest- ar varðveittar í glæsilegu báta- skýli Hjartar Þórðarsonar á Kletta-eynni. Hvernig stendur á því, að þessar undarlegu myndir af íbúum Valhallar eru komnar í afskekkt hús á eykomi nokkru á vötnunum miklu í Noður-Am- eríku? Það er saga að segja frá því, sem hefst með því að nokkrir Eyrbekkingar héldu vestur um haf árið 1870, komu fyrst við í Milwaukee, sem var bæheimsk byggð í Wisconsin, settust síðan að á Washington- eyju, þar sem fiskigengd var mikil. Þessi litli hópur tók á móti þeim íslendingahópum sem komu til Milwaukee á næstu árum, þar á meðal Stef- áni G. Stefánsson og litla barn- inu Hirti Þórðarsyni, sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan sem uppfinningamaður í raf- magnsfræðum, fyrst sem starfsmaður Edisons, og síðan í hlutafélagi með þeim fræga eyr- bekkska klæðskera, Julie Gilsson (Júlíönu Frið- riksdóttur Gíslasonar, sem líka var dóttir elsta löggilta skreðara á íslandi „Gróu skreðara", en hún dó á Washington-eyju nokkuð yfir 100 ára gömul). Þess vegna voru hjónin Hjörtur og Júlíana alla tíð tengd íslendingunum á Washington- eyju. Því var það, að þegar þau eltust eftir árang- ursríkt líf í Chicago, þar sem Júlíana saumaði klæðaskápinn fyrir 8 ríkustu fjölskyldur borg- arinnar (og hafði stundum stúlkur úr Washing- ton-eyju í vinnu) og Hjörtur fann upp milljón watta straumbreyta og rafvæddi borgina og gerðist um leið einkavinur bórgarstjórans „Big Bill“ Thompson, fann Hjörtur upp á því að kaupa Kletta-eyju og ætlaði að reisa þar minnismerki um sjálfan sig í húsagerð. Hjónin voru ólík að því leyti að Hjörtur var eyðslu- seggur hinn mesti, en Júlíana gæt- in í fjármálum. Hjörtur réð 20 múr- ara í vinnu, sem unnu stanslaust í þijú ár við að reisa fjölda sérvisku- legra húsa á eynni, þar á meðal var sumarbústaður fyrir borgarstjór- ann í Chicago og bátaskýli, þar sem hann sótti lögun glugganna í al- þingishús Islendinga í Reykjavík. Hjörtur var mikill bókasafnari og safnaði gömlum og dýrmætum bókum í náttúruvísindum og ætlun hans var að reisa sérstakt safnahús yfir bókasafn sitt, en það tókst hon- um ekki áður en hann dó 1945. En hann hafði þegar látið skera út hús- gögnin í væntanlegt bókasafn og geymdi þau ásamt bókasafni sínu í „Riddarasalnum" á efri hæð báta- skýlisins. Þangað bauð hann tign- um gestum sínum og bað þá setjast til borðs í stóla sem merktir voru ásum og myndir af merkisatburð- um úr ævi þeirra voru skornar út í stólbökin. Til þessa verks réð hann ungan listamann sem 10 árum áður (1922) hafði komið til Chicago, þar sem hann vann við húsgagnafyr- irtæki nokkurt. Þetta var Flóamaðurinn Hall- dór Einarsson (1893-1977), fæddur í Brandshús- um í Gaulverjabæjarhreppi. Sá hafði eins og fleiri lært hjá Stefáni Eiríkssyni í Reykjavík. Hann var líka guðspekingur að upplagi og til- heyrði flokki slíkra listamanna í Chicago á þess- um árum. Sá hópur nefndi sig The Seven. Þess vegna var honum eiginlegt að hagnýta sér goð- Halldór Einarsson frá Brandshúsum í Flóa. Hann gaf Árnessýslu fjölbreytt safn myndskuróarverka sinna og fjármuni til að byggja yfir þau. Halldór lærði myndskurð hjá Stef- áni Eiríkssyni myndskera , en átti lengst af heima í Chicago. Hjörtur Þórðarson við skrifborð sitt sem prýtt er veglegum myndskurði eftir Halldór Einarsson. Valhöll Hjartar Þórðarsonar á Kletta-eyju í Michiganvatni. fræðilegt myndmál, hvort sem það var alþjóð- legt eða íslenskt. Þetta sambland sáum við á sín- um tíma, þegar gripir hans voru hafðir til sýnis í réttu umhverfi í safndeild þeirri sem hann hafði gefið safnahúsinu á Selfossi í minningu foreldra sinna, Brandshúsa-hjónanna. Það var e.k. vasa- útgáfa af Vigelands-garðinum í Osló. í hugsun hans ægir saman alþjóðlegum táknum eins og Ying og Yang, einhyrningum og söguskilningi, þar sem íslandssögunni er skipt niður í aldir, þar sem hápunktur sögunnar er alþingi á Þing- völlum 1944. Nóg um safnið á Selfossi. I bátaskýlinu á Klettaeyju setti Halldór upp sitt eigið 19-rúna stafróf, og reisti fjölina yfir arninum í riddarasalnum. Með aðstoð þessa stafrófs má síðan lesa textana á stólunum; orð svo sem Sól, Máni, Njörður, Þór, Loki, Freyr, Fenrisúlfur, Þór og Miðgarðsormur o.fl. Þetta var á þeim tíma þegar rúnirnar á Kensington- steininum voru hvað vinsælastar. Þess má geta, að einn aðalbaráttumaðurinn fyrir gildi Kens- ington-steinsins var Henry Holand, sem einnig hafði mikinn áhuga á skemmtilegum stöðum í Door-sýslu í Wisconsin, þar sem hann í bók sinni um þetta svæði, helgaði íbúunum á Washington- eyju einn kafla. Á skrifborð Hjartar skar Hall- dór myndir sem sýndu íslenska atvinnuhætti, m.a. eldsmiðju, fjárrekstur og báta í naustum. Og á skrifborðsstólnum (hásæti Hjartar) eru táknmyndir heiðni og kristni. Snorri Sturluson í líki Gísla Konráðssonar og Hallgrímur Péturs- son og mitt í milli var andlátsmynd Hallgríms Péturssonar. Af þessu öllu birta höfundar áðurnefndrar bókar greinilegar myndir með stuttum og grein- argóðum frásögnum um goðfræðilega merkingu myndanna. Það ber að afsaka þau fyrir að átta sig ekki á sögunni um andlát Hallgríms Péturs- sonar, heldur segja að myndin lýsi ímynduðu andláti Hjartar Þórðarsonar. Þaðgildir einu, því að Islendingar hafa allt frá Ijóði Matthíasar Jochumssonar um andlát séra Hallgríms litið á það sem fyrirmynd að dauða guðhrædds íslend- ings. Saga Kletta-eyjarinnar eftir daga Hjartar Þórðarsonar er í stuttu máli sú, að ekkja hans seldi hana Wisconsin-ríki, sem gerði hana að þjóðgarði. Því eru flestar byggingar Hjartar Þórðarsonar látnar drabbast niður af viðhalds- leysi, því að bandarísk lög um þjóðgarða leyfa varla mannshöndinni að koma nálægt þeim, ekki einu sinni til að slökkva skógarelda. Báta- skýlið er eitt eftir sem skrifstofa þjóðgarðsvarð- ar. Húsgögnin voru seld í ýmsar áttir en að mestu leyti voru þau keypt af skóla nokkrum, sem hugðist nota þau í einhverjum skólasal sín- um. Eftir 40 ár var það sýnt, að skólinn hefði ekki not fyrir húsgögnin lengur og því auglýsti hann þau til sölu. Þá keypti einhver þjóðminja- sjóður Wisconsin-ríkis húsgögnin og setti þau upp að nýju í bátaskýlinu. Þar eru þau í umsjá Marks Eggleson þjóðgarðsvarðar. En hið dýr- mæta bókasafn Hjartar seldi ekkjan Madison- háskóla i Wisconsin, þar sem það hefur verið hluti háskólabókasafnsins. Heimildir: Douglas „Dag“ Rossman & Sharon C. Rossman: Valhalla in America. Norse Myths in Wood at Rock Island State Park, Wisconsin. Útgefið af Jackson Harbor Press, Was- hington Island, Wisconsin, 1999. Colin Easton: Rock Island, útg. á Washington-eyju. Eigin endurminningar hðfundar (K.Þ.) frá dvöl hans á Washington-eyju 1986. Höfundurinn er guðfræðingur. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.