Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Qupperneq 13
Hríðarbylur 11. febrúar síðastliðinn var með þeim mestu og lengstu á höfuðborgarsvæðinu. Hann stóð i um 6 tíma og meðalvindhraði var 17 m/s.
ÍSLENSK VEÐURMET 7
HRÍÐARVEÐUR
EFTIRTRAUSTA JÓNSSON
íðdegis þ.ll. febrúar sl. gerði
óvenju langvinnan hríðarbyl í
Reykjavík.
Spurningar vöknuðu því um
tíðni slíkra hríðarbylja. Nú er
það svo að ekki er auðvelt að
skilgreina hvers konar veður
eigi að telja hríðarbyl. Sú skil-
greining sem hér er notuð á ekki að teljast end-
anleg á neinn hátt og mótast óneitanlega af
þessu eina veðri. Veðurathuganir hafa verið
gerðar eftir nánast sama vindhraða-, skyggnis
og veðurflokkunarlykli frá og með 1949 eða í
rúma hálfa öld. Athuganir frá Reykjavík eru til
á 3 klukkustunda fresti allt þetta tímabil og því
eðlilegt að miða við það í leit að ámóta veðrum.
Eftirfarandi skilgreining var notuð: Skyggni
skyldi vera minna en 800 metrar, vindhraði
meiri en 5 m/s og hiti lægri en 1,5 stig. Alls
fundust 360 slíkar athuganir á tímabilinu.
Langalgengast er að veður af þessu tagi standi
ekki nema í 1 athugunartíma eða minna, þannig
að byljirnir voru 298.
Febrúarbylurinn stóð í 3 athugunartíma (kl.
18, kl. 21 og kl. 24.), þ.e.a.s. í að minnsta kosti 6
klukkustundir. Reyndar voru klukkustundirn-
ar 9. f Ijós kom að það er ekki oft sem bylur í
Reykjavík hefur staðið samfellt svona lengi eða
aðeins 8 sinnum á 52 árum. Meðalvindhraði í
febrúarbylnum var 17 m/s og sé leitað eftir
meiri eða sama vindhraða verða tilvikin sem
eftir standa ekki nema 3. Harðastur á þennan
kvarða sem miðast mest við lengd var vestan-
bylur sem gerði aðfaranótt 17. febrúar 1949, en
þá var meðalvindhraði 21,4 m/s. Aðfaranótt 19.
janúar 1952 var svipaður bylur og í vetur (en af
austri) og sömuleiðis 16. febrúar 1970 (af suð-
austri). Lengsti bylurinn var hins vegar 30. til
31. janúar 1952. Hann var af vestri og stóð í 4 at-
hugunartíma en meðalvindhraði var ívið lægri
en í nýja bylnum eða 14 m/s.
Mjög mikið snjóaði í bylnum 1952 og mældist
snjódýpt að morgni 31. janúar 42 cm og daginn
eftir var snjódýptin komin upp í 48 cm.
Skyggni í febrúarbylnum var lengst af 400 til
600 metrar og má því segja að ekki hafi runnið í
alveg samfellt kóf nema stund og stund.
Skyggni í byl og stormi hefur ekki farið niður í
lykiltölu 0 (innan við 100 m skyggni) í Reykjavík
síðan hinn eftirminnilega morgun 4. janúar
1983. Sá bylur stóð hins vegar ekki lengi þótt
harður væri.
En fyrst farið var að leita að byljum í Reykja-
vík var lítið mál að leita víðar. Á Akureyri
reyndust 713 athuganir frá 1949 falla undir
bylsskilgreininguna að ofan. Kom frekar á
óvart að munurinn skyldi þó ekki vera meiri og
þegar nánar er að gáð er það lengd bylja sem
fremur greinir staðina að heldur en fjöldi til-
vika. Byljir á Akureyri voru 337 á tímabilinu
eða aðeins um 40 fleiri en í Reykjavík. Lengsti
bylurinn var þó miklu lengri eða 13 athugunar-
tímar. Nálgast það 2 sólarhringa. Þetta var 12.
til 13. febrúar 1973. Nokkrir aðrir byljir eru
meir en 10 athugunartímar að lengd. Engin
stöð á Vestfjörðum hefur athugað samfellt 8
sinnum á sólarhring frá 1949 en með því að
setja saman stöðvamar á Galtarvita og í Bol-
ungarvík má fá nánast samfellu. Nú eru byljir
sjálfsagt aðeins mistíðir á þessum tveimur
stöðvum en samanburðurinn við Akureyri og
Reykjavík er fróðlegur því á tímabilinu reynd-
ust vera 2587 athuganir með byl. Mun það vera
lengd fremur en tíðni sem gerir mesta muninn.
Austur á Dalatanga voru athuganirnar 1455 og
1034 á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Á síðast-
nefnda staðnum gerir hvassviðratíðnin útslagið.
En fyrst fundist hafa „verstu“ byljirnir í
Reykjavík og á Akureyri er þá ekki hægt að
finna verstu byljina á landinu í heild? Þá hrúg-
ast upp álitamálin um skilgreiningar. Hér skal
þó gerð tilraun sem að vísu tekur aðeins annað
viðmið en gert var hér að ofan. Vindur skyldi nú
vera yfir 20 m/s, skyggni innan við 500 m og
frost meira en 10 stig. Manndrápsveður, ekki
satt. Alls fundust 214 athuganir í gagnaskrá
Veðurstofunnar sem falla undir þessa skilgrein-
ingu. Allstór hluti þeirra, alls 84 athuganir, var
gerður á hálendinu, þ.e.a.s. á Hveravöllum, í
Sandbúðum eða Nýjabæ. Eftír standa 130.
Strax kemur í ljós að fyrir 1963 eru aðeins 3 at-
huganir sem ná kröfunum og var það 2. dag
gagnaraðarinnar (2. janúar 1949) á Raufarhöfn
og Grímsstöðum á Fjöllum. Eftir 1981 koma at-
huganir af þessu tagi mjög sjaldan fyrir í byggð.
Langflestar athuganir falla á örfá ár, árin 1966,
1968 og 1969 eru með samtals 78. Margir munu
átta sig á að þetta er einmitt á hafísárunum
svokölluðu og má vafalaust túlka sem enn eina
vísbendingu um þær miklu breytingar sem
verða á veðurlagi þegar hafís liggur við land.
Það er líka eftirtektarvert að slæðingur af at-
hugunum af þessu tagi er í byggðum allt fram
til 1981, en lítið eftir það. Kannski marka árin
1963 og 1981 raunverulegt upphaf og endi hafís-
áranna norður undan og 1966 var lítill ís hér við
land. En reyndar eru það örfá veður sem skila
flestum athugunum. Fárviðrið í lok janúar 1966
er með 13 athuganir, 4. febrúar 1968 með 7,
dagamir 18 til 22. mars 1968 með 6,1. aprfl 1968
með 6,15. janúar 1969 með 12,5. mars 1969 með
10 og 25. tíl 26. mars 1970 með 8. Hér er alls
staðar miðað við athuganir í byggð. Hlutur
Vestfjarða er langmestur, en ein og ein athugun
er í öðrum landshlutum. Meira að segja bæði í
Vestmannaeyjum og Reykjavík. Margt bendir
til þess að á 19. öld hafi nístingshríðar af þessu
tagi verið mun tíðari en á þeirri 20. Aldrei var
getið um skyggni í veðurathugunum þess tíma
og samanburður af því tagi sem hér er notaður
því dálítið erfiður gagnvart eldri athugunum.
Verst athugana í þessum mælikvarða sem
hér er notaður má teljast sú frá Hombjargsvita
kl. 15 hinn 5. mars 1969. Vindhraði var 26,7 m/s,
skyggni 100 metrar og frost 19,3 stíg.
Höfundurinn er veðurfræðingur.
ÓMAR SIGURÐSSON
SORG
Dansaðu við vindinn
sólina, regnið og dauðann.
Farðu hamförum
vertu sem norðanbál.
Breystu í ljón sem slítur
bráð sína í sundur.
Vertu sem malandi
köttursem situr
í fangi gamallar konu.
Vertu sem ungabarn
sem liggur varnarlaust í vöggu.
Og ef þú erfc þetta
komdu þá til mín
huggaðu mig
taktu í hönd mína
og lát mig hverfa
með þér.
Höfundur er verslunarmaður í Reykjavík.
HELEN HALLDÓRS-
DÓTTIR
PERSINN
Spámaðurinn frá landi hans
lifir ekki lengur
Hvað það þýðir fyrir hann
er ekki alveg ljóst
Hlaðinn hinum þungu byrðum
hlakkarhann til
dauðans
sem nálgast óðfluga
Það glampar á ljáinn
Hvassar tennur dauðans
glitra
í ljósinu frá hálfmánanum
Yfirhöfðum þeirra
ferðast máninn óöruggur
Hefur ekkert takmark
Aðlokum opnarhann munninn
og út vellur
lygin um hinn dulda heim ljóðl-
istarinnar
Fögur orðin
eru skjallandi
en missa marks
Þau eru ekki afréttri tækni
Hann reyndi með tækni spá-
mannsins
en
mistókst
Höfundur býr í Svíþjóð.
Leiðrétting
Rangt höfundarnafn
I Lesbók 20. maí sl. birtist grein um tízk-
una undir fyrirsögninni Listform ímynda-
sköpunar. Höfundur var sagður vera Vil-
hjálmur Valdimarsson en föðurnafnið var
því miður rangt. Vilhjálmur er Vilhjálmsson
og leiðréttist það hér með. Era hann og les-
endur beðnir velvirðingar.
LESBÓKMORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 1 3