Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 5
Jlifíujuit J^r„>«.av>*cn
i.; 3>i-álj«r
J ðtiriM.oir k*íiM»kia>«.
" Ibfvr JkjiiLfi.
4 Ö»« {*f jln^uÍM.Íi).
á þwr&ur Su«bJf«lUc.
IC’ (Ut^kun íií4«!i,
. fíihi.
Jer ÁAom svo.(fnbutr.
eoi»*»« kutu yúti..
i»,-y«»u *) öwi-QQi.
;p>^Ua-4x 1U>4«*«&»»*»
i lUdtttjvuli.
TtddLiav^r.
Annað landnámskort Samúels: Óðalsbændurnir yfirgefa ættlandið. Sýndar eru siglingaleiðir 21
landnámsmanns frá Noregi og eyjunum við Skotland.
„Bréfspjald“ frá árinu 1913 sem sýnir siglingar forfeðra vorra á þjóðveldistímanum.
Til vitnanir eru í þekkt kvæði Jónasar Hallgrímssonar.
Pjjruiu gennur,
zlwkL,
sJ[mljúji K |lít.'6nfcíe*
íimljimVM
1
iaéa, —'-.S-JSg-
«**«•«*
*S5“' ~S ®)*»- f"1"*
yXáX'%%
iUw,..|Æ Sl.'rauia
'lu «<!»!•_,
$l*U*u*í
Sí**&fyi*£*&*&
[Jfa>AMáa*. HaSg^f"
Hs'fcJr | * (úust t krc k’
>’lu> <r?l.v:l«la ■■ibimn.o atnunnq JySOMU
írotinn
F* i |
aitmkifcn _
'JMfe.
^•n.Wito\
lÍkQ íwljM » JUM ^*|«t
—
í'
HU. ffcj-r :T öpariivtó " * l
Uw.wm mUm«
s.r
_____Jé I^ jr- YrrMrri^^^^gffir
jatsæMeá:
■:-.v
»1 íi,tu i
t ..nfeit HaW* y^_j>W|w»g
1 íáaailit’i»
iy :‘j,vu~tEl gH-1-” -íja^ua
1----------f*--------SZT&
ÍXUA«*r»oT. „ .
l)-tU
^MUuUta
'jLtet-':---.--.—
jSmáImuI
»ííW«-.Paás
„Bréfspjald“ eftir Samúel sem sýnir íslenska þjóðarmeiðinn frá landnámi fram á 20. öld. í dálkun-
um vinstra megin við tréð eru ýmis tímamót og menn sem mörkuðu þau; einnig eru þar einstakir
konungar. Hægra megin eru innlend tímamót og plágur, sem nóg er af, eru í tveimur dálkum.
frá því fyrir aldamót og fram til 1940 var mjög
oft leitað til Samúels þegar þurfti að fá
skrautritað og fleira af því tagi.
I Sögu Islands er mörg kort og línurit sem
Samúel teiknaði. Eru þau öll mjög hugvitsam-
leg og sýna ótrúlega margt í samþjöppuðu
formi. Flest þessara korta voru gefrn út í póst-
kortaformi.
Eitt kortið ber nafnið Landnám íslands,
annað heitir Siglingar forfeðra vorra. Það kort
sýnir mjög vel ferðir víkinga til og frá íslandi
til Grænlands og Vínlands. Eitt kortið sýnir
mörg skip á leið til Islands frá ýmsum stöðum
og eru nöfn allra þekktustu landnámsmann-
anna skráð við skipin og með strikalínum sýnt
hvaðan þeir komu og hvar þeir námu land. Eitt
kortið heitir Þjóðarmeiðurinn. Það kort sýnir
fólksfjölda allt frá landnámstíð og fram til
1930 með tilheyrandi skýringum á þeim stóru
eyðum, sem fær meiðinn til að skreppa saman
og er getið hver ástæðan var hverju sinni, svo
sem Svarti dauði, Stóra-bóla eða þá einhverjar
náttúruhamfarir eins og t.d. Móðuharðindin,
Mývatnseldar og Skaftáreldar.
Árið 1874 voru mikil hátíðahöld hér á landi,
vegna þess að 1000 ár voru þá liðin frá upphafl
landnáms á íslandi. Samúel var þá 10 ára gam-
all. Á þessum árum voru engir fjölmiðlar, svo
fólk gat ekki fylgst með í sjónvarpi eða hlustað
á lýsingar í útvarpi. Eigi að síður var þetta
mikill viðburður, sem mikið var rætt um. Þetta
hafði djúp áhrif á drenginn.
Þegar Samúel fór seinna að vinna að korta-
gerð, langaði hann meðal annars að búa til
kort um landnámið. Þetta kort var teiknað
1912. Það sýnir víkingaskip á leið til landsins
og landsýn framundan. Öndvegissúla sést á
floti og leiðarstjarna á himni. í boga yfir öllu
þessu er fyrsta erindi úr Minni Ingólfs eftir
Steingrím Thorsteinsson:
Minningarkort Samúels um Hallgrím Péturs-
son á 300 ára afmæli sálmaskáldsins 1914.
Gnoð úr hafí skrautleg skreið,
skein á jökulfjöliin heið,
Ingólfíxr þá eygði fyrst
ísland, morgungeislum kysst;
öndvegs stólpum stafni frá
Steypti hann í kaldan sjá;
Hetjan prúð, í helgum móð,
horfði lengi og þögul stóð.
Landnámsferð Ingólfs nefnist kortið. Hin
örlagaþrungna útþrá hins kjarkmikla manns
seiðir víkinginn til hins ókunna lands. Ber
hann á arnarvængjum og stefnir á vonar-
stjörnuna, sem blasir við, beint fyrir stafni.
1974 var haldin 1100 ára landnámshátíð eins
og mörgum er í fersku minni. Þá var mynd
þessa korts yfirfærð á postulínsplatta, sem út
voru gefnir í 1100 eintökum.
Kortið Siglingar forfeðra vorra á þjóðveld-
istímanum er teiknað 1913. Það sýnir ferðir
frá Normandí, Saxlandi, Garðaríki, Bretlands-
eyjum og Norðurlöndum til íslands og áfram
til Grænlands og Vínlands hins góða. Efst á
kortinu eru erindi úr kvæði Jónasar Hall-
grímssonar, ísland farsælda frón.
I Sögu Islands frá 1930 eru einnig kort af
mörgum skipum eftir Samúel. Þau eru að
koma frá Langbarðalandi, sem er nyrsti hluti
Danmerkur, frá Gautlandi í Svíþjóð, frá mörg-
um stöðum í Noregi og Norður-Skotlandi
ásamt skosku eyjunum. Þau eru öll á leið til ís-
lands. Við hverja skipshlið er ritað nafn land-
námsmanns. Þetta kort heitir Landnám
íslands 874-930. Þar er líka íslandskort, sem
heitir Landnámskort, inn á það hafa verið sett-
ar rómverskar tölur. Framan við þessi kort
skrifar Samúel í ritið:
„Eg set hér nokkra upptalningu landnáms-
manna og get þess, hvar þeir tóku land. Get ég
búist við því, að fólki þyki gaman að vita nöfn
helstu manna, sem námu héruð þeirra og hvar
þeir tóku bólfestu. Ætlaði ég í fyrstu að hafa
þátt þennan nokkru ítarlegri, en ég sá brátt,
að ég varð að takmarka hann mjög. - Á upp-
drætti þeim sem fylgir, eru rauðar tölur og
merid. Tölumar eiga við landnámsmenn og er
farið eftir sýslum. Hinir rauðu krossar og
hringir eru eldstöðvar. Þá eru taldar upp allar
sýslur landsins og hversu margir námu land í
hverri sýslu og nöfn þeirra.“
Síðast skrifar hann: „Hér hefur nú verið tal-
inn upp allur meginþorri þeirra manna, er
Landnáma getur um að leitað hafi til íslands á
árunum 874-930 og nefnd hefir verið Land-
námsöldin. Að ég hafi farið nokkru ítarlegar út
í þetta atriði en annað í þessu riti, kemur aðal-
lega til af því, að landnám Islands verður alveg
einstætt í sögu mannkynsins sakir þess, hve
meridlega hefir verið um það skráð. Nöfn, ætt-
ir, uppruni, bólfesta, afrek og afkomendur
flestra landnámsmanna, eru að meiru eða
minna leyti rakin í hinni einstæðu Landnámá-
bók og mörgum öðrum fornsögum vorum, er
hvergi eiga sinn líka. Ég álít því heiiaga skyldu
sérhvers íslendings að kynna sér sem best
þessi rit vor, sem er grundvöllur allrar vorrar
sögu. Enginn kennari getur gengið fram hjá
því, að skýra sem best sögu vora og því leyfi ég
mér að skrá hér þessa upptalningu, ef ské
kynni að hún gæti orðið öðrum til hvatningar
og leiðbeiningar í þessum merkilegu fræðum.
Aðalþátturinn i viðhaldi og framþróun hins
íslenska ríkis á Þjóðveldistímanum voru sigl-
ingar forfeðra vorra. Með utanferðunum öfl-
uðu þeir sér fjár og frama og miðluðu með
áhrifum sínum, er heim kom, þjóðinni ýmis-
konar menningu og sjálfstæði. Skólar og bók-
menntir, ritmennska, íþróttir, skáldskapur,
viðskiftalíf, og margskonar búnaðarfram-
kvæmdir lifnaði, glæddist og hélst við, meðan
vér héldum sjálfstæðinu, en þvarr smátt og
smátt úr því og kulnaði út með lokum 14. ald-
ar.
Titilblaðskortið í ritinu sýnir hnattstöðu fs-
lands og rauðu línurnar út frá því leiðir íslend-
inga á þjóðveldistímanum og fram á miðaldir.
Leiðir Éiríks rauða til Grænlands og Leifs
heppna til Vínlands hins góða, svo og ferðir
biskupa vorra og ýmsra annarra stórmenna
suður um öll lönd, sem þá voru þekkt, allt til
Rómaborgar og Jórsalalands.
Á þessu korti sést einnig lega hinna örlagar-
íku meginstrauma fyrir veðráttu íslands: Golf-
straumsins og pólstraumsins. Eru stefnur
þeirra markaðar með rauðum og bláum örv-
um.“
Kortið, Þjóðarmeiðurinn eða íslenska þjóð-
in, er teiknað 1913. Auk þess að vera megin-
uppistaðan í ritinu „Saga íslands“ var það gef-
ið út, sem póstkort.
Þetta er línurit um mannfjölda þjóðarinnar
með hliðstæðum annálum allt frá landnámi
fram til 1930.
Hér er getið þeirra korta, sem tilheyra
landnámi íslands og íslendinga svo og því,
sem þjóðina varðar allt frá upphafi íslands-
byggðar.
Auk þess gerði Samúel kort um íslensku
fjöllin og ámar. Þau eiga það sameiginlegt að
sýna mikinn fróðleik í samanþjöppuðu formi.
Fjallakortið sýnir marga fjallstoppa misháa og
er getið nafns og hæðar. Sumir tindamir era
eldspúandi, aðrir fannhvítir jökultindar. Kort-
ið um árnar er byggt upp á sama hátt. Það
sýnir margar ár samhliða og era það allar
helstu ár landsins eftir legu frá vestri til aust-
urs og sést þá vel lengdarmunur þeirra. Eitt
kortið er gert í aldarminningu Jóns Sigurðs-
sonarl7.júml911.
Þá gerði Samúel einnig teikningu til minn-
ingar um Hallgrím Pétursson, þar sem hann
stendur í predikunarstól og yfir honum er sig-
urbogi, sem reistur er úr passíusálmunum, því
það eru þeir, sem halda nafni hans á lofti.
Þessi mynd var um tíma á næstum hverju
heimili landsmanna og því vel þekkt. Nú orðið
sést hún aðallega á söfnum.
Myndin af Hallgrími Péturssyni var gerð
1914 í 300 ára minningu um sálmaskáldið. Þar
sést að fyrsta útgáfa Passíusálmanna hefur
komið 1666 og sú 44. árið 1907.
Höfundurinn er gullsmiður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. JÚLÍ 2000 5