Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 10
MorgunblaðiS/Gísli Sigurðsson Hrauntrödin austan vid Nyrdri-Eldborg. Utan i hlíd gígsins sést svödusár vegna efnistöku . Kollur eldstödvarinnar sést af veginum í Svínahrauni. Svínahraunsbruni - Kristnitökuhraunið- sem samk HUGMYNDIR OG KEI UM KRISTNITÖUKH EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Vegna þess að Kristnisaga hefur eftir sendiboða að hraunið „mundi hlaupa á bæ Þórodds goða'7 töldu menn að hér væri sagt frá framrás Þurárhrauns eða Eldborgarhrauns, nokkru vestar, sem bæði runnu niður af hlíðinni ofan Ölfuss. En bæði þessi hraun eru eldri en 1000 ára og Kristnitökuhraunið er nú talið vera á öðrum slóðum. ✓ Aumliðnum öldum og þá ekki sízt nú á þúsund ára afmæli kristni á Islandi hafa marg- sinnis verið rifjuð upp merkileg orðaskipti á Al- þingi árið 1000 þegar tekizt var á um hvort heiðinn sið- ur skyldi víkja fyrir hinum kristna. I nýrri bók, Frumkristni og upphaf kirkju, segir Hjalti Hugason svo um stórmerki á þingtíma: „í frásögn sinni af kristnitökunni heldur Ari fróði sig alfarið við störf manna á alþingi þetta sumar. Ýmsir þættir kristnitökusögunnar eins og hún er almennt þekkt nú á dögum koma því ekki fyrir í þessari elstu útgáfu hennar. Þar á meðal er sagnstefið um eldsumbrot í Ölfusi. I núverandi mynd kemur það fyrst fram í Kristni sögu frá 13. öld. Þar segir að þegar Gissur og Hjalti luku máli sínu á Lögbergi hafi svo mikill ótti gripið andstæðinga þeirra að þeir hafi ekki árætt að andmæla þeim. Sögðu kristnir menn og heiðnir því næst upp friði sín í milli. Má ætla að sú ógn, sem þannig var upp komin, hafi þó aðeins verið forsmekkur þess sem koma skyldi, en sagan heldur áfram (Let- urbr. Lesb.): Þá kom maður hlaupandi, og sagði, að jarð- eldur var upp kominn í Ölfusi, og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í að guðin reiðist tölum slíkum.“ Þá mælti Snorri goði: „Um hvað reiddust guðin þá, er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á“ Ber tvímælalaust að skilja atvik þetta sem eitt af þeim stórmerkjum sem fylgdu kristni- tökunni að sögn ýmissa miðaldarita og sýndu að kristnitakan fól í sér úrslitaátök illra og góðra afla tilverunnar. Athyglisvert er að í þetta sinn er sú túlkun sett fram út frá sjónarhorni heiðinna manna. Hér er á ferðinni eina atvik kristnitökusög- unnar sem mögulegt er að styðja ytri rökum, en Kristnitökuhraun á vestanverðri Hellisheiði rann einmitt um þetta leyti. Því kann hér að vera um forna sögn að ræða.“ Bókarhöfundurinn fer frjálslega með stað- hætti þegar hann segir Kristnitökuhraun vera á vestanverðri Hellisheiði, að minnsta kosti teygir hann Hellisheiði lengra vestur á bóginn en gott og gilt getur talizt. Ég hygg að sú skil- greining hafi verið til lengi og ekki breytzt neitt nýlega, að Hellisheiði nái frá Kambabrún að austan að Hveradölum og Reykjafelli að vestanverðu. Hverahlíð sé í suðurmörkum heiðarinnar, en Skarðsmýrarfjöll að norðan- verðu. Það er fyrst þegar komið er niður úr brekk- unum við Hveradali og hálfa leið að vegamót- unum suður í Þrengsli að komið er út á Svína- hraunsbruna, sem fullvíst má nú telja að sé Kristnitökuhraunið. Þjóðvegurinn liggur síðan á þessu hrauni 10-12 km. Þetta er hluti þeirra hrauna sem tíðkast hefur að nefna Svína- hraun, en jarðfræðingar nefna það Svína- hraunsbruna. Með mælingum hefur verið stað- fest að hraunið rann fyrir um 1000 árum. Ekkert annað hraun rann á þessum slóðum um svipað leyti svo það er nokkuð ljóst að sendiboðinn á Alþingi hefur verið að segja frá þessum jarðeldi. Það hefur hinsvegar verið nokkuð frjálslega með farið, en þjónað tilgang- inum, að gefa til kynna hættu á bæ Þorodds goða, hvort sem hann bjó á Hjalla eða Þór- oddsstöðum. Enda þótt meginhluti hraunsins dreifðist til norðausturs frá eldstöðinni náði angi hans suður í Þrengslin. Hefur þá með góðum vilja mátt segja að hann stefndi suður í Ölfus og á bæ goðans. Gosið árið 1000 varð á vestara sprungu- svæðinu, sem svo er nefnt, og liggur nokkur- nveginn samhliða Bláfjöllum að austanverðu. Þar varð stórgos fyrir 4.600 árum í Leitinni, gíg sem er alveg upp við fjallshlíðina og hefur með tímanum fyllst af framburði úr hlíðinni. Leitarhraun rann bæði suður á bóginn, líklega allt til Ölfusárósa, einnig yfir stór flæmi til norðausturs og kvísl úr því rann undan hall- anum til vesturs, nokkurnveginn nákvæmlega þar sem Suðurlandsvegurinn liggur, og allt niður í Elliðaárvog. Sprungusvæðið austan við Bláfjöll hafði að líkindum ekki látið á sér bæra í 3.600 ár þegar upp kom jarðeldur árið 1000 í miðju hrauninu milli Bláfjalla og Lambafells. Þeim sem ekki eru með einstök fjöll og örnefni á hreinu skal bent á að vegamótin suður í Þrengsli eru við Lambafell og fellið þekkist af stóru sári vegna umfangsmikillar efnistöku sem varla fer fram- hjá vegfarendum. Vestan og norðvestan við Lambafell urðu til tvær eldstöðvar, Nyrðri- og Syðri-Eldborg. Sú nyrðri sést tilsýndar af veginum í Svínahrauni og þangað liggur stórgrýttur og illfær vegar- slóði, en til hvers skyldi hann hafa verið lagður í svo úfið hraun? Það sést þegar komið er nær eldstöðinni. Þar er svöðusár austan í henni eftir efnistöku, hreinn barbarismi og skaði sem ekki er hægt að bæta. Austur frá Nyrðri-Eldborg er á all- löngum kafla mikilfengleg hrauntröð; svo djúp að í henni eru ennþá fannir. Milli Eldborganna tveggja eru á að giska 4 km. Syðri-Eldborg er aðeins um 2 km frá Leit- inni; gosið úr henni kom eitthvað örlítið síðar, það sést á hraunstraumnum. Kristnitökuhraunið, eða Svínahraunsbruni, sem nú er talið víst að sé úr þessum eldstöðv- um, dreifðist undan hallanum norðaustur með Lambafelli og er gífurlega úfið og illt yfir- ferðar á köflum; samt vaxið þykkum grámosa 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR I. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.