Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 9
VÍGÐALAUG Á LAUGARVATNI
Ijósniynd/Gísli Sigurðsson
Séð yfir Vígðulaug og Líkastelnana. Laugarvatn er í baksýn. Nýlega hefur smekklegu upp-
lýsingaspjaldi verið kotnið fyrir í hæfilegri fiarlægð frá lauginni.
EFTIR KRISTIN KRISTMUNDSSON
Laugin var full af sandi og leðju 1932 þegar Ragnar
Ásqeirsson hreinsaði hgng oq Igqði snyrtileggn qgrð
umhverfis. Þá kom í Ijós að laugin var hlaðin að innan
og með steinlögðum botni. Að líkindum hefur hún litl-
um eða engum breytingum tekið síðan Norðlending-
ar og Sunnlendingar voru skírðir þar sumarið 1000.
Frá uppsprettunni rennur volg lækjarsytra út í laugina. Sem betur fer hefur hún fengið að halda
upprunalegu útliti og engin mannvirki eru óþægiiega nærri henni. Á mynd t.h. sjást Líkasteinarnir.
/
IKristni sögu segir svo, í frásögn hennar
af kristnitökunni á Alþingi árið 1000:
„AUir Norðlendingar og Sunnlendingar
voru skírðir í Reykjalaugu í Laugardal
af því að þeir vildu eigi fara í kalt vatn.“
Þessi laug hefur lengst af verið nefnd
Vígðalaug; bærinn Laugarvatn og sveit-
in Laugardalur draga nafn af henni. Hjá
lauginni eru sex jarðfastir steinar sem heita
Líkasteinar. Nokkur tró hefur löngum verið á
lækningamætti vatnsins úr lauginni. Ingunn
Eyjólfsdóttir, húsfreyja á Laugarvatni, f. 1873,
sagði svo frá að í æsku hennar hefði það verið
venja í Laugardal, ef einhver fékk verk í augu,
að sækja vatn í Vígðulaugina og þvo augun með
því.
Athygli vakin á lauginni og hún friðlýst
Ragnar Asgeirsson, lengi garðyrkjuráðu-
nautur ríkisins, kom að Laugarvatni 1932 og
vann þar merkilegt brautryðjandastarf í ylrækt
á næstu árum. Gróðrarstöðin þar hefur lengst af
verið rétt hjá Vígðulaug. Ragnar skrifaði grein
um laugina og birti í Kirkjuritinu árið 1940. í
þeirri grein segir hann m.a.:
„Þegar ég kom að Laugarvatni 1932, var ekki
annað sjáanlegt af lauginni en barmarnir, og þá
var hún full af sandi og leðju og hafði vafalaust
ekki verið hreinsuð upp í marga áratugi. Vatn
milli 50 og 60 stiga heitt rann þar um. Um sum-
arið gróf ég hana upp og kom þá í ljós hleðslan
allt í kring og að hún er einnig steinlögð í botni,
70-80 cm djúp, ca 90 cm að þvermáli og kring-
lótt í lögun. Heita læknum veitti ég frá og safh-
aðist þá vatn í laugina, milli 35 og 40 stiga heitt,
sem svo má hita eftir vild með því að renna heitu
vatni í eftir þörfum. Erjiar svo gott bað að betra
getur varla hugsast. I henni geta setið 4-6 í
einu. - Þennan merka stað þarf að friða, Vígðu-
laugina og Líkasteinana, ásamt umhverfinu, svo
að ekki verði þeim spillt, t.d. með íyrirferðar-
miklum og háreistum mannvirkjum, eins og
Snorralaug í Reykholti. Og prestastétt landsins
ætti öðrum fremur að vera annt um þessar
minningar. Og víst mun Vígðalaugin þykja
merkileg, ef haldið verður upp á þúsund ára af-
mæli kristins dóms í landinu árið 2000; - að hafa
þá enn skírnarfontinn þar, sem heiðinginn varð
„að geifla á saltinu“.“
Svo skrifaði Ragnar Ásgeirsson fyrir 60 árum
og benti þannig eftirminnilega á staðinn. Hann
mun einnig hafa lagt hinn snyrtilega garð sem
enn er umhverfis laugina og þannig minnkað
líkur á að við henni yrði hróflað eða næsta um-
hverfi hennar spillt. Ragnari varð að ósk sinni
um friðun laugarinnar; hún var friðlýst ásamt
Líkasteinum af þjóðminjaverði 4. nóv. 1969.
Staðurinn merktur og umhverfi lagfært
Allt frá því er laugin tók að draga að sér at-
hygli manna fyrr á öldinni má segja að áhugi
hafi verið á því að sýna henni og næsta umhverfi
hennar sóma, merkja staðinn og búa svo um
hann sem minjagildi hans hæfir. A vegum Fom-
leifadeildar Þjóðminjasafns var laugin könnuð
og mæld sumarið 1992. Á fundi í Sögufélagi Ár-
nesinga árið 1993 var laugin á dagskrá, og þá-
verandi kirkjuþingsfulltrúi, Jón Guðmundsson í
Fjalli á Skeiðum, bauðst til að vekja athygli á
henni á kirkjuþingi þá um haustið. Þar var sam-
þykkt að skora á Héraðsnefnd Árnesprófasts-
dæmis o.fl. að hlutast til um að hafist yrði handa
við að fegra umhverfi laugarinnar og sjá um að
staðurinn yrði merktur á viðeigandi hátt.
Ái'ið 1997 komst frekari skriður á málið þegar
kristnihátíðarnefnd bauð sóknamefndum að
benda á áhersluatriði fyrir hátíðahöld árið 2000.
Sóknarnefnd Miðdalssóknar benti á Vígðulaug
og Héraðsfundur Árnesprófastsdæmis lýsti yftr
stuðningi við að sýna lauginni sóma í tilefni af
kristnitökuafmælinu. Að fmmkvæði og ósk
heimamanna, Miðdalssóknar, Laugardals-
hrepps, félags áhugamanna um varðveislu húss-
ins Lindar og fleiri aðila boðaði menntamála-
ráðherra til fundar um málið í ráðuneyti sínu í
janúar árið 1998. I lramhaldi af því vai' Forn-
leifastofnun íslands falið að gera forkönnun á
ástandi og umhverfi laugarinnar og tillögui' um
frekari rannsóknir og/eða framkvæmdii' við
hana. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur var
fenginn til verksins og hann skilaði rækilegri og
mjög fróðlegri greinargerð ásamt tillögum
haustið 1998. Áður hafði Lindarfélagið leitað til
landslagsarkitektsins Auðar Sveinsdóttur um
skipulagstillögu að garðinum umhverfis húsið
Lind og næsta nágrenni laugarinnar.
Könnun á lauginni og lítils háttar lagfæring á
steinhleðslu samkvæmt tillögu Orra Vésteins-
sonar var gerð á síðasta ári. Gróðrarstöðin með
umsvifum sínum hefur verið flutt á annan stað,
gróðurhúsin öll fjarlægð nema eitt, svo að laug-
in er nú nánast ein í sviðsljósi þá að er komið.
Smekklegu skilti með upplýsingum um laugina
hefur verið komið fyrir hjá henni, og nú eni öll
skilyrði til þess að þar geti orðið fagur og aðlað-
andi reitur í samræmi við helgi staðarins og
minjagildi. Laugardalshi'eppur hefur annast
þessar framkvæmdir með styrk frá mennta-
málaráðuneytinu, Héraðsnefnd Ámesinga og
Árnesingafélaginu í Reykjavík.
Vígðalaug og kristnitakan
Kristni saga sem rituð er á 13. öld kveður
Norðlendinga og Sunnlendinga hafa verið
skírða í lauginni af því að þefr vildu eigi fara í
kalt vatn. Þegar Hjalti Skeggjason veitti guð-
sifjar Runólfi úr Dal undan Eyjafjöllum, þeim
hinum sama og áður hafði sótt hann til saka fyr-
ir að vanvirða í orði sjálfa frjósemisgyðjuna með
því að líkja henni við hundtík (grey þykir mér
Freyja!), mælti hann: „Gömlum kennum vér nú
goðanum að geifla á saltinu."
Eins og oft hefur verið bent á er engin sam-
tímaheimild til um þennan atburð árið 1000.
Margir munu þó tregir til að trúa því að það sé
tilbúningur einn að heiðnir menn hafi, eins og á
stóð, þvemeitað að láta skírast upp úr hroll-
köldu vatni á Þingvöllum. Og auðvelt er að
ímynda sér að þægileg heitavatnsskfrnin kunni
að hafa verið hluti af samningnum milli krist-
inna manna og heiðinna, þótt ekki komi hann
fram í ræðu Þorgeirs frá Ljósavatni. Víst er að
sögnin er ekki yngri en frá 13. öld og að mati
fræðimanna sennilega frá öldinni næstu á und-
an. Athugun á lauginni, botni hennar og hleðslu,
bendir til þess að hún sé fom og þá vafalítið
gömul baðlaug. í hinum ríkulegu heimildum frá
13. öld, m.a. í Sturlungu, er svo víða getið um
baðlaugar að þær hafa greinilega verið algeng-
ar, jafnvel sjálfsagðar, hvarvetna þar sem heitt
vatn fannst í jörðu. Þegar Kristni saga var rituð
á 13. öld, Sturlungaöld, virðist óhætt að slá því
fostu að á Laugarvatni hafi verið vel þekkt bað-
laug - og við hana tengdar sagnir af kristnitök-
únni.
Eins og áður var nefnt draga Laugarvatn og
Laugardalur nafn af lauginni, væntanlega þeim
stað sem mest þótti til koma. Laugarvatn hefur
vatnið og staðurinn heitið að fomu; það sýnir
frásögn Njáls sögu af ferð brennumanna til al-
þingis og gistingu þeirra á Laugarvatni.
En þótt samtímaheimildir skorti um skfrnina
frægu í Vígðulaug, eins og raunar um kristni-
tökuna sjálfa á Þingvöllum, þótt þar komi til
eldri og e.t.v. traustari frásögn Ara fróða, er þó
eitt sem aldrei verður efast um: Kristni var lög-
leidd án styrjaldar og blóðsútheUinga. Með það í
huga - og hitt: að öldum saman hefur verið haft
fyrir satt að í Vígðulaug hafi samningur um frið-
samlega leið að niðurstöðunni: að hafa ein lög og
einn sið, verið staðfestur með heilagri skfrn er
fullkomin ástæða til að líta á laugina sem friðar-
mark, tákn þess hvernig deilur má leysa svo að
hvorir tveggja hafi nokkuð síns máls, svo enn sé
vitnað í hin frægu orð goðans frá Ljósavatni.
Líkför Hólafeðga 1551
Vorið 1551 vom lík þeirra Jóns biskups Ara-
sonar og sona hans tveggja, Ara og
_______ Bjöms, þvegin á Laugarvatni og þeim
"t: veittur hinsti umbúnaður áður en þau
vom flutt norður til Hóla. Frá því er
þeir vom hálshöggnir í Skálholti 7. nóv-
ember haustið áður höfðu þeir kúrt þar
.. við kórbak. Sr. Jón Egilsson sem fædd-
ui' var á Snorrastöðum, næsta bæ við
' > | Laugai-vatn, þremur ámm áður segir
«BH| svo í Biskupaannálum sínum frá ferð
§pill þeirra manna er fluttu líkin norður:
(i»" m „Þeir vom ekki lengur en það þeir grófu
þá upp og köstuðu þeim moldugum í
lii§a kisturnar og fiuttu þá til Torfastaða um
K§|Íi kveldið... Að morgni fluttu þefr þá út að
HBh Laugarvatni, og tjölduðu þar yfu- þeim
U||§ og þvoðu þar líkin, og bjuggu þar um þá
hC’i til fulls, og fóm svo norður til Hóla.“
Ekki verður efast um að líkin hafi
verið þvegin í heiti’i lauginni - og líkbörumar
lagðar á steinana sex sem enn heita Líkasteinar.
Hér verður laugin enn í einu aðalhlutverki ann-
arra aldahvarfa, sögulega séð, annaira siða-
skipta, þótt ólík séu hinum fyn-i. Áhiif slíkra at-
burða er varia unnt að gera sér í hugarlund, svo
sterk hafa þau verið. Til marks um það má e.t.v.
hafa þá fyrirburði eða jarteiknir sem sagnir
urðu til um í sambandi við flutninginn norður er
frá leið. Um það segir t.d. Páll Eggert Ólason í
Sögu íslendinga: „Þóttust menn verða varir jar-
teikna sumstaðar, þar er leið lá um með kisturn-
ar. Sú er fegurst, að þegar líkfylgdin kom í
Vatnsskarð, tók að hringja sjálfkrafa Líkaböng,
mesta klukkan í Hóladómkirkju, og hringdi síð-
an í sífellu, þangað til komið vai' svo langt að sá
til Hóla; þá hringdi hún svo ákaft að hún rifn-
aði.“
Gleðilegt er að sjá hversu lauginni og um-
hverfi hennar hefur nú verið verðugur sómi
sýndur, m.a. í tilefni kristnihátíðar - og fyrirheit
gefin um að því verki verði brátt lokið af metn-
aði og virðingu fyrir sögulegu gildi staðarins.
Höfundurinn er skólameistari
Menntaskólans ó Laugarvatni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000 9