Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 14
GARÐHÚSABÆR BARN-
ANNA Á KJARVALSSTÖÐUM
r
IKorpuskóla var gerð tilraun til hönn-
unarkennslu 10 og 11 ára barna síðast-
liðinn vetur. Pétur Ármannsson kom
að máli við mig síðastliðið haust og bað
mig að gera tilraun með að láta börn í
grunnskóla hanna litil hús innan
ramma þeirrar sýningar sem nú stend-
ur á KjarvaJsstöðum og heitir „Garð-
húsabær". Ég fékk frjálsar hendur um hvem-
ig námið yrði byggt upp. Það var rennt blint í
sjóinn; þetta hefur ekki verið reynt hér fyrr
og ekki hef ég reynslu af því að kenna svo
ungum nemendum þótt ég hafi kennt í arki-
tektaskóla erlendis. Það virtist líka framandi
fyrir bæði bömin og kennarana að þetta var
eins konar þróunarverkefni en ekki fyrirfram
gefin æfing. Þannig var erfitt að sjá hvað
kæmi útúr þessu fyrr en allra síðustu dagana.
Þetta reyndist ekki síst mögulegt því gefinn
var rúmur samfelldur túni í verkefnið. Ég hef
tröllatrú á hönnunarferlinu sjálfu og það skil-
aði sér líka þótt fyrirfram hafi ekki verið víst
hve nemendur á þessu þroskastigi væm mót-
tækilegir.
Verkefhið var unnið 1 samvinnu við kenn-
ara Korpuskóla og komið var með tillögur um
hvemig hægt væri að flétta þetta inn í sem
flestar námsgreinar. Arkitektúr er þeirrar
náttúm að honum er nánast ekkert óviðkom-
andi. Þetta skilaði sér til dæmis í lýsingu
bamanna á hönnuninni sem unnið var f is-
lenskutimum og í töl vuveri skólans og hangir
verkunum til stuðnings á Kjarvalsstöðum
fram til 23. júlí. Hugmyndimar sem hér getur
að líta em afrakstur ferlis sem bömin vom
leidd í gegnum, stig af stigi. Hér verður þess-
ari framvindu lýst.
Undirbúningur
í upphafi verkefnisins vora bömin beðin
um að teikna hús að eigin vild. Þau festu á
blað myndir af húsum sem höfðu enga sér-
staka merkingu í sjálfu sér, en bám öll
„venjulegustu" einkenni bygginga, með hurð-
ir, þök, glugga strompa o.s.frv.
Nú gerðist áætlunin nákvæmari. Verkefnið
var að teikna vinnustað fyrir þá iðju sem þau
hygðust stunda fullorðin og nú kom áhuga-
verð fjölbreytni í ljós.
Því næst vom krökkunum sýnd mörg dæmi
EFTIR ÖRNU MATHIESEN
um mismunandi hús fyrir ólíkt fólk eða að-
stæður. Sérstæðar fyrirmyndir urðu fyrir val-
inu, t.d. strákofar f Afríku, snjóhús inúfta,
jafnvel „garðhús" Loðvíks XIV Frakkakon-
ungs; hallimar í Versölum. Hver mynd var út-
skýrð eftir föngum. Reynt var að gera bömin
meðvituð um hvemig híbýli eins og t.d. Sjón-
arhóll Línu Langsokks passar fúllkomlega við
lifnaðarhætti hennar og persónuleika. Sem
sagt ólíkar aðstæður, loftslag, landshættir og
þarfir fæða af sér ólíkan arkitektúr bæði hvað
varðar form, efnisval, liti, áferð o.s.frv.
Hugmyndir og efni
Krökkunum var bent á hversu miklu auð-
veldara væri að ákveða hvemig byggingin
ætti að verða - þ.e.a.s. að hanna, ef þau hefðu
einhverja sérstaka manngerð eða áhugamál í
huga. Nú kom að þeim sjálfum að gera sér
hugmynd um hvem þau vildu hanna fyrir eða
e.t.v. hvaða áhugamáli sínu þau vildu einbeita
séraðefþetta
væri handa þeim sjálfum. Eftir nokkurn
umþóttunartíma vom krakkamir teknir í
einkaviðtal þar sem hugmyndir þeirra vom
reifaðar, og í mörgum tilfellumsvo að segja
„dregnar uppúr þeim með töngum.“
Nú var kominn túni til að snúa við blaðinu
og einbeita sér að efninu í stað hugmyndanna.
Krakkarnir vom sendir úr skýjaborgunum
niður á jörðina.
Safnað hafði verið alls lags efnum sem
hentug væm til byggingar smárra líkana. Nú
var lögð fyrir krakkana lítil æfing. Ætlast var
til að þau rannsökuðu eiginleika efnanna með
því að koma við þau, fikta i þeim, pota, stinga,
rífa o.s.frv., siðan stilla efnunum hveiju and-
spænis öðm til að sjá hvað þau em ólík/lík og
finna út hvemig þau gætu hangið saman.
Lögð var áhersla á að þau hefðu ekki neitt
sérstakt í huga þegar þau byijuðu heldur að
þau sæju hugmyndir fæðast við þessa rann-
sókn. Markmiðið var að þau gerðu sér grein
fyrir að hráefni sem við tengjum kannski allt
öðm hafi í raun og vem fjölmarga ólíka eigin-
leika og ef við emm opin fyrir fikti (rann-
sókn) með skynfærunum geti það hjálpað
okkur að skapa. Annað markmið var að gera
þau opnari fyrir söfnuninni; að opna augu
þeirrra fyrir að eitthvað sem lítur út eins og
„drasl“ getur orðið eitthvað áhugavert, skrít-
ið eða skemmtilegt, jafnvel fallegt og/eða
nytsamlegt.
Vika heilabrota og tilrauna
Þessir tveir þættir, hugmynd og efni, mætt-
ust í smíði módelsins. Nú tók við vika heila-
brota og tilrauna með efnið í samræmi við
hugmyndimar. Sumt virkaði, annað ekki,
leyfi var til að reyna, láta sér skjátlast, betr-
umbæta og þannig læra margt nýtt á eigin
forsendum. (Bömin sáu líka að leiðbeinend-
unum gat skjátlast og þeir skipt um skoðun.)
Námið gekk þannig út á þróun en ekki fyrir-
fram gefin verkefni.
Eitt er að tala um hvemig hlutirnir eiga að
vera og annað er að búa þá til. Einnig er
teikning á tvívíðum fleti gjörólík vinnu í þrí-
vídd. Teikningu skilur maður út frá einu sjón-
arhorni en arkitektúr og skúlptúr yfirleitt út
frá mörgum. Fara þarf umhverfis og/eða
inní. Því var ekki nægilegt að teikna bara hús
og byggja það svo, þá fómar maður bara allt
of mörgum möguleikum sem koma upp ef
maður brettir upp ermamar og leyfir sér að
velta fyrir sér efninu sem unnið er með, í rým-
inu. Leyfi var til að prófa allt mögulegt, hug-
ur og hönd fengu að vinna saman. Smám sam-
an komst meiri og meiri mynd á afurðiraar.
Niðursfaða
í upphafi fannst sumum forsendumar hálf-
skrítnar og biðu eftir nákvæmari fyrirmæl-
um, hvemig ættu þau jú að geta verið hönn-
uðir, þau sem lítið vissu? En þau fengu ekki
fyrirmæli heldur spumingar um hugmyndir
sínar og reynt var að sýna þeim skúlptúra eða
byggingar sem vom hugsanlega á sömu
bylgjulengd og það sem frá þeim sjálfum
hafði komið. Þau neyddust til að hugsa og í
ljós kom að þau vissu bara ýmislegt og upp-
götvuðu að þau gætu notað hugvit. I hönnun
og þar með hönnunarkennslu er sennilega
mikilvægast að kunna að spyija réttu spurn-
inganna.
Gaman var að sjá hve fólki óx ásmcgin er
það fór að sjá árangur. Strákar og stelpur
sem héldu að þau hefðu ekki haft neinar hug-
myndir urðu stolt á svip og, ef eitthvað,
áhugasamari er á leið.
Eftir þetta ferli komust þau að niðurstöðum
sem nú getur að lita á Kjarvalsstöðum.
u A
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. JÚLÍ 2000