Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 20
DAGSKRA KRISTNIHÁTIÐAR A ÞINGVÖLLUM Fjölbreytt dagskrá verður á Þingvöllum dagana tvo sem Kristnihátíð stendur yfir. Hér verður stiklað á stóru um það sem verður á boðstólum í dag og á morgun. Tónlist Margir flytjendur flytja fornan kirkjulegan söng og fara þau atriði flest fram í Þingvalla- kirkju. Glúmur Gylfason og fleiri áhugamenn um tónlist flytja Gregorstíðasönginn Príma og Sext, miðmorgunstíð og miðdagstíð, kl. 9 og 12.15 í dag í Þingvallakirkju. Séra Þórhall- ur Heimisson og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson stjórna athöfninni. Voces Thules flytja nátt- ^ söng kl. 21 og óttusöng kl. 24 í kirkjunni. Söngvarnir eru úr Þorlákstíðum. Voces Thul- es flytja einnig trúarjáningasöng, elsta varð- veitta dæmi um íslenskan tvísöng kl. 174 há- tíðarsviðinu á Efri-Völlum. A morgun syngur unglingakór Selfoss- kirkju Laudes eða óttusöng hinn efri kl. 9.05 undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson stjórnar athöfninni. Kór- inn syngur Sext eða miðdagstíð kl. 12 og stjórnar þá sr. Valgeir Astráðsson athöfninni. Sama dag kl. 18 flytur Kirkjukór Selfoss aft- ansöng eða vesper í Þingvallakirkju. Stjóm- andi er Glúmur Gylfason og athöfninni stjórn- ar sr. Jón Helgi Þórarinsson. Síðasta dagskráratriðið sem fram fer í Þingvalla- kirkju er náttsöngur eða completorium sem Glúmur Gylfason og fleiri áhugamenn um Gregorsöng flytja. Náttsöngurinn hefst kl. 20 * og stjórnar sr. Ingólfur Guðmundsson athöfn- inni. Tónlist flutt alls staðar ó svæðinu Kórar, blásarar og orgel em meðal þeirra hljóðfæra sem leikið verður á um allt svæðið um helgina. Fáninn verður hylltur kl. 11 báða dagana við Lögberg og Þingvallakirkju. Við hylling- una leikur Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar. Sálmar lífsins, sálmaspuni Gunnars Gunnarssonar og Sig- urðar Flosasonar, er fyrsta tónlistaratriðið sem fram fer á hátíðarsviðinu í dag og hefst það kl. 13. Þar leika tónlistarmennirnir af fingmm fram hugleiðingar um þekkta sálma. Drengjakór Laugarneskirkju stígur á hátíð- arsviðið í dag kl. 16, undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar. A morgun kl. 18 em svo tón- leikar ætlaðir ungu kynslóðinni á hátíðarsvið- inu. Flytjendur em orgelkvartettinn Apparat og hljómsveitin Múm. Lúðraþytur heyrist yíða á morgun. Málm- blásarar undir stjórn Asgeirs H. Steingríms- sonar leika á ýmsum stöðum og flytja þeir meðal annars verkið Intrada eftir Tryggva M. Baldursson. Lúðrarnir leika á gjábarminum og á þingpalli, ásamt Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, fyrir hátíðargesti. Hamrahlíðarkórinn tekur einnig á móti hátíðargestum með söng við Lögberg. _ Dómkórinn undir stjórn Martins H. Friðriks- - * sonar syngur við komu gesta í Aimannagjá. Kærleikskrókur og Stekkjargjó A laugardag og sunnudag koma margir flytjendur fram á söngpallinum við Stekkjar- gjá yfir daginn. Hóparnir flytja það lagaval sem er á efnisskrá hvers og eins. í Kærleikskróki, þar sem verður nestisað- staða fyrir gesti, koma tónlistarmenn fram og leika létta tónlist undir málsverði fólks. Fyrirlestrar I Þingvallakirkju verður haldin fjölbreytt fyrirlestradagskrá í dag og á morgun. Fjöl- margir fyrirlesarar og upplesarar koma fram pg fjalla um ólík efni sem tengjast kristni á íslandi. Gert er ráð fyrir að flestir fyrirlestr- arnir séu um klukkustund hver í flutningi. ídag Meirihluti fyrirlestranna verður fluttur í dag og stendur dagskráin frá því um morgun- inn og þar til seint um kvöldið. Fyrsti fyrir- lesturinn hefst kl. 10 og er það Gunnar Harð- arson, dósent í heimspeki við Háskóla íslands, sem heldur fyrirlestur um íslenska hómilíubók. Marta Nordal er lesari með Gunnari. Svanhildur Óskarsdóttir heldur fyr- irlestur um Sólarljóð kl. 11, lesari með henni er Edda Björg Eyjólfsdóttir. Lilja, hið merka ljóð Eysteins munks, er viðfangsefni dr. Einars Sigurbjörnssonar. Einar hefur fengið til liðs við sig Gunnar Eyj- ólfssson leikara, sem mun flytja valda kafla úr ljóðinu. Fyrirlesturinn hefst kl. 13. Kristinn Kristmundsson, skólameistari Menntaskól- ans á Laugarvatni, heldur fyrirlestur kl. 14. Fjallar hann um skáldið Jón Arason og les sr. María Ágústsdóttir úr Ljómum. Hallgrímur Pétursson er efni fyrirlestrar eftir sr. Heimi Steinsson. Séra Þórhallur Heimisson flytur fyrirlesturinn kl. 15 og munu þau Silja Aðalsteinsdóttir og Arnar Jónsson lesa úr Passíusálmunum. Dr. Gunnar Kristjánsson heldur fyrirlestur kl. 16 sem fjallar um Jón Vídalín og j>ostillu hans. Edda Björg Eyjólfsdóttir les „Á vitjunardegi Mar- íu“ og Friðrik Friðriksson „Um lagaréttinn“. Seint í kvöld verða fluttir tveir fyrirlestrar. Kl. 22 flytur sr. Þórhallur Heimisson fyrir- lestur Matthíasar Johannessen um Mynsters- hugvekjur og Fjölnismenn. „Sálmabókin 1886 og höfuðskáldin þrjú: Matthías Jochumsson, Valdimar Briem og Bjöm Halldórsson“ er yf- irskrift fyrirlestrar sr. Bolla Gústafssonar vígslubiskups sem hefst kl. 23. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Ingvar Sigurðsson eru les- arar með sr. Þórhalli og sr. Bolla. Sunnudagur Tveir fyrirlestrar og einn upplestur er á dagskránni á morgun. Kl. 17.30 heldur sr. Sigurður Jónsson fyrirlestur um Péturspost- illu og fleiri predikanasöfn frá síðari hluta 19. aldar. Þá verður lesið úr postillunni og hug- vekjum Páls Sigurðssonar kl. 18.30 og er það sr. Vigfús Ingþór Ingvarsson sem les. Síðasti dagskrárliðurinn í fyrirlestraröð- inni er erindi Bjarna Randvers Sigurvinsson- ar guðfræðings um trúarlíf Islendinga á 20. öld og hefst fyrirlesturinn kl. 19. Með honum les Þórey Sigþórsdóttir. Dagskrá fyrir börn Dagskrá verður haldin fyrir börn á öllum aldri á svokölluðum Æskuvöllum á kristnihá- tíð, en svo er nefnt svæðið á Völlunum austan við Furulundinn. Á svæðinu verða leikskólakennarar sem annast börn sem hafa orðið vilskila við for- eldra sína, sem og fjölbreytt skemmti- og leikjadagskrá. Dagskráin hefst að morgni og stendur fram til kl. 19 í dag og á morgun. Á svæðinu eru þrjár stöðvar sem nefnast Hjartastöðin, Orkustöðin og Sagnastöðin og eru ætlaðar börnum á ólíkum aldri. Einnig er þar leikhústjaldið, þar sem verða leiksýning- ar og sérstakar uppákomur. Morgunblaðið/RAX Hjartastöðin er ætluð börnum á aldrinum 2-5 ára. Þar verða börnunum sagðar sögur, unnin myndlistarverkefni, gerður tón- og leiklistarspuni með börnunum, leiklistarsýn- ing og sungin lög. Sagnastöðin er ætluð börnum á aldrinum 6-9 ára. Þar verða börnunum sagðar sögur, myndlistarverkefni unnin og gerður tón- og leiklistarspuni með börnunum. I Orkustöðinni, sem er ætluð börnum á aldrinum 10-12 ára, verður ratleikur, mynd- listarverkefni unnin, leynistund, tón- og leik- listarspuni og töfrabrögð sýnd og kennd. Tón- og leiklistarspuni með börnunum er í höndum Elvu Lilju Gísladóttur og Ólafs Guð- mundssonar. Leiklistardagskrá fyrir börn Dagskrá Leikhústjaldsins hefst báða dag- ana á morguníhugun og munu börn þar í sam- einingu skreyta trékross. Börnin bera kross- inn yfir í Þingvallakirkju á morgun kl. 16.30 í fylgd sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar, þar sem fram fer barnastund. Auk þess eru á dagskrá leikhústjaldsins margvíslegar leiksýningar. Leikhópar frá Möguleikhúsinu, Furðuleikhúsinu, Ævintýra- leikhúsinu, Stopp-leikhúsinu og brúðuleik- húsinu 10 fingur sýna atriði. Halldóra Geir- harðsdóttir skemmtir í hlutverki trúðsins Barböru og Hörður Torfason flytur söngdag- skrá fyrir börn og foreldra. Leikhópar Leikhópurinn Æsir flytur leikgerð sína á hinu sígilda Eddukvæði Þrymskviðu á hátíð- arsviðinu við Efri-Velli í dag kl. 15. Leikhóp- urinn sýnir þessa sýningu í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í sumar og er sýningin ætluð allri fjölskyldunni. Sýningin er undir handleiðslu Gunnars Helgasonar leikara. Leikfélagið Sýnir er leikhópur skipaður áhugamönnum úr öllum landshlutum. Hópur- inn sýnir Nýja tíma eftir Böðvar Guðmunds- son kl. 11.30 og 17 í dag í Hvannagjá og er leikstjóri sýningarinnar Hörður Sigurðarson. Trúfélög í Hestagjá á Þingvöllum munu koma sam- an kristileg trúfélög og kristnir áhugamenn um trú til helgihalds. Boðið verður upp á tón- listarflutning, ljóðaupplestur og leiksýningar á vegum hinna ýmsu safnaða. Einnig verða þar ýmsar trúarlegar uppákomur. Kirkja Jesú Krists - hinna síðari daga heilögu heldur samkomu, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir messar og sr. Jakob Hjálmarsson Dómkirkju- prestur framkvæmir hjónavígslu í gjánni. Sögugöngur Fjórar sögugöngur verða farnar um Þing- velli í fylgd fræðimanna. Göngurnar hafa hver um sig ólíkan blæ og viðfangsefni og verður lagt af stað frá brúnni yfir Flosagjá. Gunnar Karlsson, Inga Huld Hákonardóttir og Hilmar Malmquist stjórna göngunum. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.