Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 7
SKOÐANAKONNUN OG GREINARSKRIF UM DYGGÐIR AÐ FORNU OG NYJU BREYTINGAR A SIÐFERÐISGILDUM Líkt og flest annað í samfélaginu er hugtakið dyggð breytingum undirorpið. Flöfuðdyggðirnar sjö úr krist- indómnum, sem skotið var í bringu flestra íslenskra barna ó síðustu öld, virðast við upphaf þeirrar nýju ekki vera jafn ráðandi og áður. í rannsókn sem Gall- up gerði á ís landi í árslok 1999 kom margt forvitni- legt fram unr \ þær sjö dyggðir sem i íslendingar meta mest. Nýjasta tölublað Tímarits Móls og menningar var enn fremur helgað þessu umræðuefni. HUGMYNDIR þjóðarinnar um dyggðir og kristilegt siðferði eru orðnar órjúfan- legur þáttur í afstöðu okkar til lífsins. Margt bendir samt til að þau miklu um- skipti sem orðið hafa á sam- félagi okkar undanfama áratugi hafi leitt til breytinga á þeim siðferðis- gildum sem ráða ferðinni. Skoðanakönnun á vegum Gallup bendir til að aðrar dyggðir séu í hávegum hafðar en höf- uðdyggðimar sjö; viska, hugrekki, hófstilling, réttlæti, trú, von og kærleikur. Hugmynd að könnuninni átti Hannes Sig- urðsson listfræðingur sem jafnframt hefur haft umsjón með verkefninu. Hann fór þess á leit við Gallup á íslandi að gerð yrði skoðana- könnun til að meta siðferði samtímans. Nið- urstaða rannsóknarinnar var í framhaldi af því notuð sem hugmyndafræðilegur rammi fyrir listamennina sem sýna í Stekkjargjá um þess- ar mundir. A sýningunni er þessum sjö nú- tímadyggðum teflt saman við höfuðdyggðimar úr kristinni siðfræði. í tengslum við niðurstöður rannsóknarinnar hafa ýmsir kennimenn ritað greinar í Tímarit Máls og menningar og var síðasta tölublað mestmegnis helgað þessu umfjöllunarefni. Par er dyggð metin út frá fornum og nýjum við- miðum - og sýnist sitt hverjum. Furðu lítil áhersla á menntun og starfsframa Skoðanakönnun Gallup fór fram haustið 1999 og samanstóð úrtakið af 1200 íslending- um á aldrinum 16-75 ára sem valdir voru með tilviljun úr þjóðskrá. Könnunin var tvískipt. I fyrri hluta hennar var fólk spurt hvað það mæti mest í fari annarra, væri ánægðast með í eigin fari eða hvaða eiginleikum það vildi helst vera búið. Meginniðurstaðan var sú að hinar sjö nútímadyggðir eru heiðarleiki, hreinskilni, jákvæðni, traust, dugnaður, fjölskyldu- og vin- áttutengsl og heilsa. Sérstaka athygli rann- sóknarmanna vöktu yfirburðir heiðarleika. „Þegar fólk var spurt hvað það mæti mest í fari annarra var svarið heiðarleiki í 59,3% til- fella,“ segir Þorlákur Karlsson frá Gallup. „Okkur þótti það athyglisvert og ekki síst vegna þess að óvanalegt er að eitt atriði komi svona sterkt fram þegar spurt er með opinni spurningu.“ Hann útskýrir að opin spurning sé þegar þátttakendum er frjálst að nefna það sem þeim kemur til hugar. Heiðarleiki var líka algengasta svarið þegar spurt var hvaða eigin- leikum fólk vildi sjálft vera búið og hann er sú dyggð sem fólk metur meira eftir því sem það eldist. Svipaðar niðurstöður voru í síðari hluta rannsóknarinnar en þar var fólk beðið um að forgangsraða fimm hugtökum eftir því hvað þeir teldu mikilvægast í lífínu eða skipti mestu máli í hamingjusömu lífi. Þar kom í ljós að fjöl- skylda, vinir og góð heilsa virtist skipta flesta mestu máli. „Það vekur furðu hve lítils Islendingar meta starfsframa og menntun," segir Jón Proppé sem kom að gerð spumingalistans ásamt Þor- láki. „Það er á skjön við þá mynd sem margir vilja draga upp af hinu hraða tæknisamfélagi þar sem viðskipti og upplýsingar eru driffjöð- ur alls.“ I einni spumingu svöraðu tæplega 70% því til að fjölskyldu- og vináttusambönd væra mik- ilvægari en frami og menntun í starfi. „Það kemur líklega fáum á óvart að fjölskyldutengsl skuli varða íslendinga miklu enda er samfé- lagið lítið og íslendingar rómaðir fyrir ætt- rækni,“ skrifar Jón Proppé í greininni Dyggð- irnar og íslendingar í Tímariti Máls og menningar. „Hitt er þó áhugaverðara að þeir virðast meta þessi bönd framar öllu öðra - framar menntun, heilsu og starfsframa." Því fer fjarri að niðurstöður rannsóknarinn- ar nýtist eingöngu fyrir sýninguna og bendir Þorlákin- á að þær geti í mörgum tilvikum ver- ið hagnýtar og fýsileg vitneskja fyrir ýmis fyr- irtæki. Hannes bendir á að nýrri auglýsingar beri keim af þessum nýju dyggðum. „Auglýs- ingabransinn virðist hafa verið aðeins á undan okkur að þefa uppi hinar nýju dyggðir," segir Hannes kíminn. „Traust fyrirtæki, hljóða skilaboðin. Og hver kannast ekki við sam- heldnu fyrirmyndarfjölskylduna í íslenskum auglýsingum." Jón Proppé bendir á að margir hafi átt erfitt með að sjá hvernig telja mætti fjölskyldu- og vinatengsl til dyggða. Hann vísar því til út- skýringar til grunnintaks dyggðafræðanna sem er að fólk skuli rækta með sér dyggðir en bæla niður lesti. „Ef maður nýtur stuðnings fjölskyldu og góðra vina er það dyggð að rækta hann og nýta til góðra verka en löstur að gera það ekki.“ Hvernig koma dyggðirnar undan nýliðinni öld? Gömlu dyggðimar hafa oft verið kenndar við kristni enda mjög markaðar af boðskap kirkjunnar. Sumar höfuðdyggðana hafa jafn- vel enn lengri forsögu og eiga rætur að rekja til forngrískrar menningar. Jón Proppé kveð- ur dyggðir hafa verið grandvöll að allri sið- ferðisumræðu í fornöld og á miðöldum. „Dyggðir era grandvöllur þess að maður geti verið góður,“ útskýrir hann og bætir við að síð- ustu 30 ár hafi dyggðir verið mikið í umræð- unni hjá siðfræðingum. í nýjasta tölublaði Tímarits Máls og menn- ingar velta fjórir fræðimenn fyrir sér dyggðar- hugtakinu og þróun þess í gegnum tíðina. Það era auk Jóns Proppé þau Þórann Valdimars- dóttir sagnfræðingur, Salvör Nordal heim- spekingur og Gottskálk Þór Jensson fornfræð- ingur. „Hvernig koma dyggðimar sjö undan nýlið- inni öld?“ spyr Þórann Valdimarsdóttir í sam- antekt sinni um stöðu fomu dyggðana á 20.öld- inni. „Þær hafa sýnist mér allar breyst og flestar látið mikið á sjá. Viskan er búin að vera, hugrekkið ekki boðað sem dyggð og er því alveg falið og sálrænt, hófstilling er orðin dyggð heilsunnar vegna, réttlætið ekki lengur baráttumál, trúin ekki svipur hjá sjón, vonin séríslenskt íyrirbæri vegna uppgangs á öld- inni, kærleikur fellur aldrei, en gáfulegast orð- ið að tala sem minnst um hann nema bókstaf- lega í augnaráði, brosi og snertingu. Við höfum misst trúna á upphafin og háleit markmið. Það er ágætt, mannapinn þekkir betur takmörk sín en áður, og það er vel...“ Eina vitið að segja hug sinn I greininni Dyggðirnar sjö að fornu og nýju bendir Þórunn á að nýjar og gamlar dyggðir beri allar að sama branni þrátt fyrir miklar breytingar í gegnum tíðina, þær séu til að efla vellíðunarþátt lífsins á varanlegan hátt. Ræt- urnar séu djúpar í menningarlíkamanum og dyggðirnar eigi sér langa sögu. Hún stillir fornu og nýju dyggðunum upp sem tvenndum svo sem visku og hreinskilni, hugrekki og dugnaði, hófsemi og heilsu. „Visk- an varð endanlega ragluð síðustu öldina við of- framboð upplýsinga og spekirita ýmislegra frá ýmsum heimshomum. Hreinskilnin hefur tek- ið við af viskunni eftir að viskan viðurkenndi hvað hún var afstæð og heilarannsóknir sýndu fram á kaos hugsunarinnar. Eftir það varð viskan einfeldningsleg. Eina vitið í samtíman- um er að segja hug sinn.“ Gottskálk Jensson segir hug sinn í greininni Dygðir íslendinga - Frá Gesta Adams frá Bremen til deCODE genetics og kýs að nota eitt g í orðinu. Þar ræðir hann ítarlega um dyggðir íslendinga og veltir einnig fyrir sér forsendum skoðanakannana af því tagi sem framkvæmd var af Gallup. „Þótt markmið könnunarinnar hafi verið það að finna hverjar væru sjö helstu dygðir nútíma íslendinga era það strangt til tekið hvorki dygðir né dygðir Islendinga sem fengust út úr könnunninni heldur þeir eiginleikar sem einstakir íslend- ingar telja mikilsverða í sínu eigin fari og til dæmis þeirri manneskju sem þeir bera mesta virðingu fyrir.“ Gottskálk bendir á að grísku höfuðdyggðirnar fjórar séu ekki dyggðir ein- staklinga heldur dyggðir fyrirmyndarríkis Platóns og að kristnu höfuðdyggðimar hafi strangt til tekið enga merkingu utan sinnar bóklegu guðstrúar. „Spurningin um dygðir ís- lendinga fjallar því, samkvæmt hinni upphaf- legu skilgreiningu á dygðinni, um hvort Is- lendingar eigi sér og hafi í gegnum tíðina átt sér eitthvert hlutverk eða eiginverk sem þeir sinni einir eða sinni af meiri dugnaði en aðrir, aðrir hópar manna, aðrar þjóðir. Ef svara á þessari spumingu þarf því að skoða söguna,“ segir Gottskálk. Það er jú þess vegna sem þetta eru dyggðir Líkt og Gottskálk gerir í grein sinni í Tíma- riti Máls og menningar er saga dyggða skoðuð á sýningunni í Stekkjargjá. Við þá skoðun hafa menn rýnt í hugtakið með ólíkum aðferðum raunvísinda, sagnfræði, bókmennta og lista. Afraksturinn er fyrirliggjandi greinar, rann- sóknarniðurstöður Gallup og sýningin í Stekkjargjá sem og í Listasafni Akureyrar. Ekki er allir á einu máli um hvaða rannsókn- artæki henti best til að meta dyggðina eða hvernig hún er best skilgreind. „Ef stóumaður væri spurður þess sem væri eftirsóknarverð- ast í lífinu og lykillinn að hamingjusömu lífi stæði ekki á svari,“ era upphafsorð í grein Salvarar Nordal Dyggðir að fornu og nýju. „Hamingjan felst í því að uppræta ástríðumar úr sálinni og öðlast stóíska ró, apatheia." Afstaða stóumanna virðist ekki endurspegl- ast í hugum Islendinga samkvæmt skoðana- könnun Gallup. Flestir geta hins vegar verið sammála um eftirfarandi hugleiðingu Þórann- ar um samtímadyggðina: „Mér sýnist ástund- un samtímadyggða koma í veg fyrir vandræði á vegi lífsins og auka vellíðan. Tvær nýju dyggðanna era trúarlegar eða tilfinningalegar, jákvæði og traust, hinar tengjast atferli. At- ferlisdyggðirnar mynda öraggan ramma um lífið, veita heilbrigð skilyrði, koma í veg fyrir árekstra og veita því vellíðan, því er ekki hægt að neita þegar venjulegt samtímafólk á í hlut. Það er jú þess vegna sem þetta eru dyggðir!" Dyggðlrnar sjö að fornu og ný|u Myndlistarsýnlng á Wngvöllum Holda Hákon Guð|ón BÞmason HalWór Asgelrsson Helgl Þorglls Frlðjónsson Gabrfela Frlðrlksdótttr ÓskVllhþlmsdöttir Ólöf Nordal Bjaml Slgurb|ömsson Ragnhlldur Stefónsdóttlr Flnna Blrria Sfelnsson Hannes Urosson RUrf Slgurður ArntSlgurðsson Mugntts Tómasson þlNGVAU^VEGUR ^VANNAGJl 1 Hrelnskilnl I Hellsa 3 Keetlelkur 4 Tró 5 Vlska 6 F|ölskylda / vlnítta 7 Traust 8 Hugrekkl 9 pkvæðl 10 Heiðarlelkl II Dugnaður U Hófetllllng 13 Von 14 Réttlætl KRlSIKl Thjkjndas LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.