Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Blaðsíða 13
ISLENSK VEÐURMET 8 SVERRIR KRISTINSSON ÁLAX- VEIÐUM Silfraðir laxar í sóltærum hyl byltast við bakka engist agn á öngli hvössum frá stöng í sterkri hendi lína loftið klýfur eilífa ögurstund óvissan ræður ríkjum titrar tifléttur töfraoddur svignar stöng hvín í hjóli hvissar við flúð hvöt eru sporðaköst gegn straumi er stikað og stokkið við streng tveir kunnir kóngar kljást milli láðs oglagar lífogdauði leikur ílangrilínu heiðan himin heldurmávur sólhvítur á sumardegi við grænt sef syndir silfurfiskur og hefur sigrað Höfundur er fasteignasali og bókaútgefandi. ÁSGEIRJ. JÓHANNSSON FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Þungfarin troðgata óx úr grasi oggerðist þjóðbraut á meðan stormlúin beinakerling grundaði ferskeytlur og beið þolinmóð örlaga. Ágamla bæjarhólnum gróa rústir hlaðnarsorg oggleði áanna svita aldanna tárum barna og leyndarmálum Á meðan niðjarnir troða malbikið og fylla pöbbana andvaraleysi Höfundurinn býr í Hafnarfirði. Frægasta slagviðri fslandssögunnar er að líkindum það sem gerði á Þingvöllum við lýðveldistökuna 17. júní 1944. Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á íslandi kom hinsvegar úr mæli á Kvískerjum í Öræfum 1. október 1979, 242 mm og jafngildir því að 243 lítrar af vatni hafi fallið á hvern fermetra sólarhringinn næsta á undan. URKOMA EFTIRTRAUSTA JÓNSSON Margt er það sem gerir úrkomumælingar óvissar. Hér skulum við láta alla þá óvissu liggja milli hluta að öðru leyti en því að á árunum 1948 til 1964 voru svonefndar vind- hlífar settar á íslenska úrkomumæla. Áhrif þeirra eru einkum talin koma fram í því að snjókoma skili sér ívið betur í mæli með hlíf en án hennar. Flest bendir þó til þess að all- mikil úrkoma, bæði í föstu formi og fljótandi, sleppi framhjá mælunum. Þessi vindhlífa- uppsetning gerir það að verkum að mæling- ar fyrir og eftir hlíf eru e.t.v. ekki alveg sam- bærilegar. Höfum það í huga. Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hef- ur á íslandi kom úr mælinum á Kvískerjum í Öræfum að morgni 1. október 1979. Þetta voru 242,7 mm og jafngildir því að tæpir 243 lítrar af vatni hafi fallið á hvern fermetra sólarhringinn næstan á undan. Litlu minni úrkoma mældist að morgni 28. febrúar 1968, 233,9 mm á Vagnstöðum í Suðursveit og 228,4 mm á Kvískerjum. Úrfellið 1979 var tiltölulega takmarkað við suðaustanvert landið og má þess geta að morguninn þegar metið féll á Kvískerjum mældust aðeins 14,8 mm í Skaftafelli. Hins vegar mældust 103,9 mm á Fagurhólsmýri sem er óvenju mikið á þeirri stöð (þó ekki það mesta). A Vagnstöð- um í Suðursveit mældust 116,2 mm. Úrfellið 1968 náði hins vegar alveg vestur á land, snjór var á jörðu og asahláka. Óvenjulegir vatnavextir urðu því sunnanlands, Ölfusá flæddi yfir bakka sína og í hús á Selfossi, mikil flóð voru í Borgarfirði og Gvendar- brunnar við Reykjavík menguðust af yfir- borðsvatni. Þá mældist sólarhringsúrkoman á Hveravöllum 142,8 mm og er það lang- mesta úrkoma sem mælst hefur þar. Það er aðeins í örfá skipti sem úrkoma hefur mælst yfir 200 mm á sólarhring hér á landi. Fyrir 1968 stóðu 215,8 mm sem met. Það var sett í Vík í Mýrdal á annan dag jóla 1926. Úrkom- umagn sólarhrings er ætíð miðað við athug- un kl. 9 að morgni. Svo vildi hins vegar til í Vík að það byrjaði að rigna kl. hálftólf (að þáverandi ísl. miðtíma) að kvöldi 25. Um morguninn voru 122,5 mm komnir í mælinn. Áfram rigndi linnulítið og kl. hálftólf að kvöldi 26., sólarhring eftir að úrfellið hófst, mældi veðurathugunarmaðurinn úrkomuna aftur og höfðu þá 93,3 mm bæst við morg- unathugun. Þetta met er því ekki alveg sam- bærilegt við önnur sem ætíð eru fengin með mælingunni frá kl. 9 til 9. Stöðin í Vík byrj- aði að athuga 1925. Mikil skriðuföll urðu í þessu úrfelli og lá m.a. við að manntjón yrði þegar skriða féll á tvo bæi að Steinum undir Eyjafjöllum. Mesta mánaðarúrkoma á landinu mældist á Kvískerjum í október 1979, 772,2 mm. Segja má að munað hafi um metið þ.l. I október 1965 mældist nærri því eins mikil úrkoma á Kvískerjum, 768,9 mm. í nóvem- ber 1975 mældust 713,3 mm. Ein veðurstöð önnur hefur einu sinni náð 700 mm mánaðarmarkinu, Grundarfjörður í nóvember 1993. Þá mældust þar 702,1 mm. Þetta var fádæma úrkomusamur mánuður um vestanvert landið og þá var líka sett op- inbert mánaðarúrkomumet í Reykjavík, 259,7 mm. Mest ársúrkoma á íslenskri veðurstöð mældist á Kvískerjum árið 1997, 4335,8 mm. Ákomumælingar á jöklum benda til mun meiri ársúrkomu þar en í byggð. Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hef- ur í Reykjavík var 5. mars 1931, 56,7 mm. Þann 3. fór að snjóa í vaxandi austanátt og gerði blindhríð. Að morgni þann 4. var snjó- dýpt orðin 30 cm. Af blaðafregnum að dæma skapaðist vandræðaástand í bænum. Morg- unblaðið segir að enginn hafi fundist til að koma blaðinu til Hafnarfjarðar. Síðdegis hvessti enn frekar og fór að rigna. Allt hljóp í foráttu slabb og að sögn varð ekki komist um bæinn fótgangandi nema á hnéháum stígvélum. Miklar síma- og rafmagnsbilanir urðu vegna ísingar á línum. Að morgni 5. var enn 22 cm snjódýpt, en daginn eftir ekki nema 7 og ekki lengur alhvítt. Þess má geta að þessi úrfellis- og ófærðarkafli var endir á óvenju löngum köldum kafla. í febrúar var alhvítt alla daga nema einn í Reykjavík, þótt snjór yrði aldrei mikill fyrr en í upphafi úr- fellisins. Frost voru hörð og var 17 cm ís á Reykjavíkurhöfn þann 2. mars. Eftir þetta skánaði tíð og var ekki mikill snjór það sem eftir lifði vetrar þó áfreðasamt væri talið víða. Síritandi úrkomumælar voru þar til ný- lega mjög fáir á landinu og upplýsingar um úrkomuákefð eru þess vegna frekar af skornum skammti. Fjölmargir mælar skrá nú uppsafnaða úr- komu á 10 mínútna fresti allt árið um kring, þannig að á næstu árum mun vitneskja okk- ar um þennan þátt veðurfarsins aukast að mun. Nokkrar dembur hafa þó fallið í eldri úrkomusírita og hér er rétt að geta óvenju mikillar dembu sem gerði í mæla Veðurstof- unnar að kvöldi 16. ágúst 1991. Ekki var þá langt síðan veðurratsjá stofnunarinnar hafði verið tekin í notkun og síðdegis þennan dag kom fremur fyrirferðarlítið ský inn á sjána úr suðsuðaustri og stefndi á ströndina suð- urvestur af Selvogi. Skemmst er frá því að segja að skýið fór yfir Bláfjallasvæðið, Reykjavík og til norðurs skammt vestur af Akranesi. Mikið úrfelli gerði á litlu svæði í Reykjavík svo frárennsli hafði ekki undan og vatn komst í allmarga kjallara, einkum í námunda við Hlemm. Fyrir tilviljun fór mesta demban því sem næst nákvæmlega yf- ir Veðurstofuna. Vestast í bænum og austan til rigndi mun minna og ekkert tjón varð þar. Smáskúrir hafði gert fyrr um daginn, en kl. 21:30 byrjaði skyndilega að hellast úr lofti og þegar úrkomunni lauk kl. 23:40 höfðu samkvæmt síritanum fallið 21,2 mm. Klukkustundina frá 21:30 til 22:30 féllu 18,2 mm, hálftímann frá 21:30 til 22:00 13,2 mm, tuttugu mínúturnar frá 21:50 til 22:10 10,4 mm, frá 21:50 til 22:00 féllu 7,2 mm og fimm mínúturnar 21:55 til 22:00 féllu 4,7 mm. Taka verður fram að ekki er víst að klukkan í sí- ritanum hafi verið nákvæmlega rétt og gæti hæglega skeikað 5 til 10 mínútum. Sömuleið- is er ætíð aðeins álitamál hversu nákvæmur aflesturinn er, en varla skeikar miklu. Hér að ofan var skipt milli tímabila á heilum 10 mínútum. Hæstu 10 mínúturnar hafa vænt- anlega verið lítillega hærri en áðurnefndir 7,2. Sökum gagnaskorts er óvíst hversu al- gengar svona dembur eru hér á landi, en frá- leitt er að sú mesta hafi einmitt fallið á Veð- urstofunni. í þrumuveðri í júlí 1998 féll geysimikil úrkoma í Stíflisdal og mældist heildarúrkoma dagsins 43,2 mm. Veðurat- hugunarmaður segir í athugasemdum að mestur hluti úrkomunnar hafi fallið á u.þ.b. 10 mínútum. Líklegt er að mestu dembur hér á landi komi einmitt í þrumuveðrum að sumarlagi. Höfundur er veSurfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.