Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 2
BELGÍSKI organistinn Jozef Sluys, dómorg- anisti í Brussel, leikur á hádegistónleikunum í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 12 og hann er fulltrúi Brussel á tónleikum tónleika- raðarinnar Sumarkvöld við orgelið sem verða annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. A efnisskrá hans í dag er Prélúdía og fúga í d-moll eftir Abraham van den Kerckhoven, Kórall í a-moll eftir César Franck, Páques fleuries eftir Alphonse Mailly og Tokkata eftir Joseph Jongen. Pa va rotti semur frið Tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti hefur nú samið frið við skattayfirvöld í heimalandi sínu. Þetta skattastríð hefur verið mjög hart og þung orð fallið í garð söngvarans, en hann stóð á sama tíma í skilnaðarmáli við konu sína, sem gekk í lið með skattayfirvöldunum. Nú hyggst Pavarotti ljúka þessu þrefi með greiðslu á jafnvirði eins og hálfs milljarðs króna. Á myndinni er söngvarinn að ganga frá málum við fjármálaráðherrann, Ottaviano DelTurco. Ég hef alltaf greitt mín gjöld þar sem ég hef sungið, sagði Pavarotti. En ítalska ríkinu fannst ég hins vegar aldrei borga því nóg. Hilmar Bjarnason, Ingi Rafn Steinarsson, Jóní Jónsdóttir, Karlotta Blöndal, Kiddi, Ólöf Björns- dóttir, Særún Stefánsdóttir, Haddi og Unnar Auðarson eru meðal iistamanna á sýningunni Gras- rót 2000 í Nýlfstasafninu. , GRASRÓT í NYLISTASAFNINU GRASRÓT 2000 er heiti sýningar sem opnuð verður í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin er hugsuð sem kynning á listamönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Ráðhildur Ingadóttir valdi sýnendur, en þeir útskrifuðust flestir frá Myndlista- og handíða- skóla íslands vorin 1997-1999. Sýnendur eru: Hilmar Bjamason, Ingi Rafn Steinarsson, Jóní Jónsdóttir, Karlotta Blöndal, Kiddi, Ólöf Björnsdóttir, Særún Stefánsdóttir, Haddi, Unnar Auðarson og hljómsveitin Mjólk. Sýningin er hugsuð sem ein heild þar sem ólík verk listamannanna tengjast í „bræðingi“ (fusion). Á opnunardaginn verður ýmislegt á seyði, svo sem gjörningar, uppákomur og raf- tónlist. Flytjendur tónlistarinnar eru Opiate, Tríóið Kikkert og Biogen. „Hangsið“ (hang- out) er staður gerjunar á sýningunni. Þar verð- ur ýmislegt um að vera fyrir gesti og gangandi, t.d. hárgreiðsla, akvarellu-námskeið og DJ- námskeið. Sýningin stendur til 3. september og er opin alla daga frá kl. 14-18. Auk þess verður Hangs- ið opið til kl. 23 fimmtudaga og laugardaga á sýningartímanum. Reuters Belgíski orgelleikarinn Jozef Sluys. Fjölda belgískra orgelverka er að finna á efnisskránni annað kvöld og hafa flest þeirra ekki heyrst áður hér á tónleikum. Fyrstu verkin eru frá barokktímabilinu. Fyrsta verkið' er Fantasía við annað tónlag eftir 17. aldar tónskáldið Peeter Comet. Það er mjög lítið vitað um þetta tónskáld og einu tón- verkin hans sem varðveist hafa eru orgelverk í þremur handritum. Eftir Abraham van den Kerckhoven, sem einnig var uppi á 17. öld, heyrast fjögur stutt stutt: Fantasía í C-dúr, Fantasía í e-moll, Prélúdía og fúga í d-moll og Fantasía pro Duplice Organo. Þá er komið að tónskáldum 19. aldarinnar. Eftir Jaques Nicolai Lemmens heyrist Cantabile í h-moll sem er úr bók hans Ecole d’orgue (1862). Lemmens stundaði tónlistar- nám sitt í Brussel en einnig í Breslau þar sem hann kynntist þýsku hefðinni í orgelleik. Hann samdi fjölda stuttra orgelverka til notkunar í messunni og byggði þau á ríkri hefð gregor- söngsins. Eftir César Franck heyrist hinn þekkti Kórall í a-moll. Belgíska tónskáldið Alphonse Mailly fæddist í Brussel og stundaði þar nám í orgelleik m.a. hjá J.N. Lemmens. Mailly tók við prófessorstöðunni við Konung- lega tónlistarháskólann af Lemmens árið 1869. Mailly varð virtur kennari, orgelleikari og samdi m.a. röð orgelverka. Eftir hann leikur Sluys Páques fleuries. Síðasta verkið er Tokkata op. 104 eftir Jos- eph Jongen. Hann stundaði nám við tónlistar- háskólann í Liége. Hann fékk margar viður- kenningar í námi og árið 1891 var hann farinn að kenna hljómfræði og kontrapunkt við skól- ann, varð aðstoðarprófessor 1898 og prófessor árið 1911. Tónsmíðar voru orðnar aðaláhuga- mál hans um 1895 og hélst svo til æviloka. Tokkata op. 104 var samin fyrir vin hans við- skiptajöfurinn og áhugahljóðfæraleikarann Georges Alexis. Sennilega hefur tokkatan verið of erfið fyrir Alexis, því hún gerir miklar kröfur til orgelleikarans í um tækni og fótspilsleikni. Eins og margar tokkötur impressíonista er hún stúdía í bjölluáhrifum. Hugmyndirnar á bak við þessa stúdíu eru tvær. Annars vegar „bjöllu“- hljómar eins og ásláttarhljómar sem gætu verið skrifaðir fyrir bjöllur í hljómsveit og hins vegar yfirhljómandi runur sextánduparta. Jozef Sluys er orgelleikari við dómkirkjuna í Brussel, auk þess sem hann hefur verið prófessor í orgelleik við Lemmens-háskólann og var rektor Tónlistarháskólans í Schaerbeek í Brussel á árunum 1968-1995. Þá sagði hann starfi sínu lausu til að helga sig eingöngu tón- listarflutningi. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning. Opið kl. 13-17 til 31. ág. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Til 1. nóv. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vax- myndasýning. Til 30. sep. Galleri@hlemnuir.is: Hildur Jóns- dóttir. Til 13. ág. Gallerí Reykjavík: Þiðrik Hansson. Til 28. ág. Hafnarborg: Akvarell Island. Smá- verk úr íslenskum hör. Til 28. ág. Hallgrímskirkja: Karólína Lárusdótt- ir. Til 1. sep. i8, Ingólfsstræti 8: Anne Katrine Dol- ven. Til 10. nóv. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhann- es S. Kjarval. Myndir úr Kjarvals- safni. Listasafn Akureyrar: Dyggðirnar sjö. Til 27. ág. Listasafn ASÍ: Kristín Geirsdóttir og Ása Ólafsdóttir. Til 30. ág. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nemamánudga, kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Háskóla Islands: Málverk frá Mars. Listasafn íslands: Sumarsýning úr eigu safnsins. Til 27. ág. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús- inu: Gestur Þorgrímsson og Rax Rinn- ekangas. Til 27. ág. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Valin verk eftir Siguijón Ólafsson. Listasalurinn Man, Skólavörðustig: Margrét R. Kjartansdóttir og Sigur- borg Jóhannsdóttir. Listaskálinn í Hveragerði: Jóhanna Bogadóttir. Til 10. sep. Mokkakaffi: Helga Óskarsdóttir. Til 11. sep. Norræna húsið: Flakk. Til 13. ág. Nýlistasafnið: Grasrót 2000.3. sept. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Ragn- ar Bjarnason, Haraldur Sigurðsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Svava Skúla- dóttir, Egill Ólafur Guðmundsson og Guðjón R. Sigurðss. Til 29. ág. Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Jón Gunnarsson. Til 1. sep. Skaftfell, Seyðisfirði: Olaf Christoph- er Jensen. Til 17. sep. Slunkaríki, Isafirði: Jón Sigurpálsson. Til 20. ág. Stöðlakot: Bubbi. Til 17. ág. Marta María Hálfdanardóttir. Til 13. ágúst. Þjóðarbókhlaða: Ásta Sigurðardóttir. Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Jozef Sluys. Kl. 12. Skálholtskirkja: Baroek Solisten. Kl. 15. Manuela Wiesler. Kl. 17. Kirkjubæjarklaustur: Kammertón- leikar. Kl. 17. Sunnudagur Skálholtskirkja: Barock Solisten. Kl. 16:40. Manuela Wiesler. Kl. 15. Kirkjubæjarklaustur: Kammertón- leikar. Kl. 15. Hallgrímskirkja: Jozef Sluys. Kl. 20. LEIKLIST Loftkastalinn: Thriller, fös. 18. ág. Iðnó: Bjöminn, þrið. 15., mið 16. ág. Islenska óperan: Hellisbúinn, lau. 12., sun. 13., mið. 16., fim. 17. ág. Tjamarbíó: Með fullri reisn, lau. 12. ág. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að bh-tar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 5691222. Netfang: menning @mbl.is. BELGÍSKUR QRGELLEIKARI IHALLGRIMSKIRKJU 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 12. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.