Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 11
Myndlýsing/Árni Elfar gaf ljósmerki um að hinn gæti farið fram úr og hægði á sínum bíl um leið. En hann var eitt- hvað skrítinn þessi náungi því að hann hægði þá líka ferðina og vildi auðsjáanlega ekki fara fram úr. Pað var því ekki um annað að ræða en halda áfram og prestur steig fast á bensín- ið svo að bíllinn rauk áfram á mikilli ferð. En hvernig sem hann ók, þá var þessi furðubíll alltaf á hælum hans. Séra Sólmundi þótti kyn- legt háttalag ökumannsins á eftir og hugsaði með sér að þarna væri líklega verðugt verk- efni fyrir héraðslögreglumennina ef þeir þá létu sjá sig á þessum slóðum. Hann vildi gjarna losna við þennan ágenga förunaut því að ökuljós hans trufluðu hann við aksturinn. Nú var hann kominn að næsta bæ við prests- setrið og þar var söluskáli og bensínsala rétt fyrir utan veginn. Þarna sá hann sér leik á borði til að losna við manninn sem sífellt var á eftir honum. Hann gaf stefnuljós, ók út af veg- inum og upp á planið hjá bensíntönkunum og stansaði. Hann bjóst að sjálfsögðu við að sjá hinn bílinn aka áfram á fullri ferð en það fór á annan veg því að hann fylgdi honum fast eftir og staðnæmdist örskammt fyrir aftan hann. Séra Sólmundur skildi ekkert í þessu. Varla gat nokkur átt erindi við hann á þessum tíma? Hann sat kyrr undir stýri og beið átekta. Út úr hinum bílnum snaraðist dökkklæddur mað- ur, gekk til hans og bauð gott kvöld. Séra Sól- mundi brá illa við því að það fór ekki á milli mála að þetta var héraðslögreglan sem hafði verið að elta hann. Lögreglumaður þessi var ekki að hafa fyrir því að kynna sig eða spyrja prest heitis, heldur bað formálalaust um að fá að sjá ökuskírteini hans. Það kom fát á séra Sólmund, hann leitaði í öllum vösum og marg- skoðaði peningaveski sitt, en varð um síðar að gefast upp og viðurkenna að hann hefði víst gleymt skírteininu heima. Það var ansi slæmt, sagði þá vörður laganna þuiigur á brún. Komdu snöggvast hérna yfir í bílinn til okkar, bætti hann við næstum skipandi. Séra Sólmundur fór út úr bíl sínum. Hvasst hríðarél gekk yfir í sömu andrá, svo að hann réð sér varla og einnig strikaði honum fótur á svellglæru og hrasaði við. Það er þá bara svona, sagði maður, er sat við hálfopinn glugga lögreglubílsins og horfði á hann með vanþóknun. Prestur snaraðist brátt á fætur aftur og settist inn í bílinn milli tveggja ffl- efldra einkennisklæddra manna, sem virtust til alls vísir. Hvaðan kemur þú? spurðu þeir, og séra Sólmundur sagðist vera að koma af þorrablóti í félagsheimilinu Skjólborg. Það leynir sér svo sem ekki, sagði þá annar þeirra og þeir spurðu ekki frekar, heldur litu al- varlega hvor til annars. Síðan drógu þeir ein- hverjar furðulegar blöðrudruslur upp úr tösku og sögðu honum að blása í eina þeirra. Séra Sólmundur þóttist svo sem fara nærri um hvað þeir ætluðust fyrir. Það var ekki um að villast að nú átti að finna úthversu mikið áf- engismagn væri í honum. Það var gott að hann hafði ekki svo mikið sem rekið tunguna í brennivín eða brugg sem sóknarbörnin höfðu verið að halda að honum á blótinu. En svo hrökk hann við því að þá mundi hann allt í einu að hann hafði drukkið úr heilli maltflösku með hangikjötinu. Gat kannski skeð að það kæmi fram sem einhver áfengisvottur við rannsókn? Það var aldrei að vita og hann svitnaði við tilhugsunina. Blástu, skipuðu lög- reglumennirnir, og hann blés af öllum kröft- um. Blaðran þandist út og þeir tóku hana af honum og skoðuðu hana gaumgæfilega. Nei, * hún verður ekki græn, sögðu þeir og voru þungbúnir og sérfæðingslegir á svip. Kannski var þetta ekki að marka, sögðu þeir, því þær bregðast stundum þessar blöðrur. Blástu aft- ur, sögðu þeir svo, og fengu honum nýja blöðru. Og séra Sólmundur blés og blés en allt fór á sömu leið. Hann var auðsjáanlega laus við áfengi og létti stórum er þeir borðalögðu kváðu upp úr um það að hann skyldi fá að fara frjáls ferða sinna. Þó gátu þeir ekki stillt sig um það í lokin að veita honum áminningu fyrir að hafa ekki á sér ökuskírteinið og sögðu að það mætti aldrei koma fyrir hann aftur. Séra Sólmundur yfirgaf nú lögreglubílinn og fór yfir í bílinn sinn. Honum var þungt í skapi, sagði ekki orð og kastaði ekki einu sinni kveðju á mennina en hann hugsaði þeim mun fleira. Þessir menn, hugsaði hann, þessir hér- aðslögregluþjónar, sem hann hafði átt hvað mestan þátt í að útvega vel borgaða auka- vinnu um helgar höfðu nú eytt næstum tveim tímum í að elta hann og mæla í honum ímynd- að áfengismagn, eina manninum, sem með fullri vissu ók ódrukkinn heim af þorrablótinu í Skjólborg þessa nótt. Það gæti svo sem verið að þeir hundskuðust suður að Félagsheimili, að öllu þessu loknu, til að athuga ástandið þar, eins og þeir höfðu átt að gera, og það þótt fyrr hefði verið. En það mundi vera til einskis því að svo langt var nú liðið á nóttina að allir yrðu þá farnir þaðan og sennilega komnir heim til sín. Já, það fór þá svona með þessa hérað- slögreglu, sem hafði átt að vera kórónan á verki hans á sviði félagsmálanna. Hann skyldi svei mér þá láta það vera að berjast fyrir efl- ingu hennar á næsta sýslufundi úr því að þeir menn sem í hana völdust kunnu ekki frekar til verka en nú hafði komið á daginn og voru auk þess illa innrættir. - Það væri eins gott að þessi atburður spyrðist ekki út meðal gárunga sveitarinnar því að þeir mundi áreiðanlega gera sér mat úr og smjatta vel á. Hann var svo sem farinn að þekkja sitt heimafólk. - Já, það átti víða við gamla orðtakið um laun heimsins. - Og séra Sólmundur ók heim að prestssetrinu á Höfða, brúnaþungur, bitur og vonsvikinn. Höfundurinn er fyrrverandi skólastjóri Skógaskóla. Því tekur Blesa þétt íhlauparann þegar hún dregur hlassiðinn; í vetur verður þetta hey hennar líf og okkar. Pabbi leysir úr í hlöðunni; hirðir hvert strá, jafnar til, treður. Sólin gengur undir Þríhyrnuna og síðustu geislar hennar lauma sér með heyinu inn í hlöðu. Þarfinnum viðþá aftur í skammdeginu. Það voru hirtar tuttugu ogþrjár kerrur. Komið hey fyrir Svörtukusu ogfáeina gemsa. Ef til vill líka fyrir homahöfðingjann Spak? Bændurnir treysta ekki veðurútlitinu. Það hefur dökknað yfír Hvilftunum. Þurrlegt hey sett ílanir, annaðí föng, það blautasta aðeins garðað. Hey má ekki liggja fíatt yfír nóttina. Geislar kvöldsólarinnar roða fjöllin erheyverkum lýkur. Tími til aðlosa heymor úr skónum ogþvo lúkurnar áður en allir setjast að kvöldmat: hafragrautur brauð harðfískur sláturogkæfa smér og spenvolg mjólk; varþetta ekki einu sinni angantaða - eða ilmgrös á Dalnum? Glaðst yfír góðum degi: það var þurrkur! Hann er rigningarlegur, segja bændurnir. Barómetið stendurþó hátt, segir mamma, best að heyra hvað hann segir um veðrið. Það kvöldar. Kýrnar dotta á kvíabólinu. Fullorðna fólkið á þó ýmsu ólokið... Við leikum okkur stund uppí Gili. En skyndilega: nýtt hljóð íDalnum ? dauft suð dráttarvélar berst utan af túni, spennandi, forvitnilegt: hvaðætli Hóla-Farmallinn sé aðsegja? Hann er að slá Löngusléttu. Blesa og Brúnka hvíla sig í tjóðrunum niðrí Ardal; í kvöld ætlar Blesa ekki að strjúka... ... svefninn tekur einn af öðrum í faðm sinn. Missnemma. í baðstofunni hljóðnar yfir. Aðeins andardráttur fólksins rýfur þögnina. Lúi starfans líður úr beinum; streitan varð ekki til fyrr en seinna. Afhverju vinnur svefninn ekki eins vel á henni? Tindhvöss fjöllin vaka yfírDalnum túninu bænum. Ain niðar nú ein. Um lágnættið leiðir hann skúr oná Grjótskálarhornið ...hana sáu aðeins þeirsem slógu. Það gerist í sama mund: stríðinn sólargeisli hefur borað sér inná milli stráanna við baðstofugluggann ogmamma kallar upp á skörina: Farðu nú að vakna, góði minn; það erþurrkur! Höfundur er kennari við landbúnaðarskólann ó Hvanneyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.