Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 15
ÚR HÖR- FRÆIAÐ MYNDVERKI Sýning ó smáverkum úr íslenskum hör hefur verið opn- uð í Hafnarborg. Hörinn á sýningunni var fenginn af línakri hjónanna Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdótt- ur og Smára Ólasonar. EYRÚN BALDURSDÓTTIR ræddi við þau hjón og einnig við myndlistarmennina Hrafnhildi Sigurðardóttur og Ingiríði Óðinsdóttur. Hjónin Ingibjórg Styrgerður Haraldsdóttir og Smári Ólason eftir vinnudag á línakrinum. V3RKIN á sýningunni í Hafnarborg eru margbreytileg en hafa það sam- merkt að vera úr íslenskum hör sem ræktaður er af Ingibjörgu Styr- gerði Haraldsdóttur og manni hennar Smára Olasyni. Listamennirnir þrettán sem taka þátt í sýningunni hafa unnið úr efniðviðinum með mismunandi hætti. Sumir notuðu ræt- urnar af plöntunni, aðrir þræðina og enn aðrir hratið. Útkoman er fjölbreytilegt safn af lágmyndum, pappír, skálum, burstaverki og ýmsum öðrum listmunum. A sýningunni verða eingöngu smáverk og segir Ingiríður Óðinsdóttir myndlistarkona að unnið hafi verið með smáverk fremur en stærri verk þar sem íslenski hörinn sé ekki til í miklu magni. Hún bendir einnig á að ef verkin væru stærri hefði þurft að nota sér- stakar vélar til að hreinsa hörinn, en slíkar vélar eru ekki til hér á landi. Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarkona, sem einnig tekur þátt í sýningunni, segir að það hafi verið mikil áskorun að vinna með hörinn frá Ingibjörgu, það sé erfitt í fyrstu en þegar rétta vinnuaðferðin er fundin sé hann ákaf- lega skemmtilegur efniviður. Myndlistamennirnir sem sýna verk sín í Hafnarborg eru allir félagar í Textílfélaginu, utan þriggja sem koma frá Austurríki. Hófst með heimsókn ó línakur undir Eyjafjöllum í fyrrasumar héldu sömu listamenn sýn- ingu í Löngubúð á Djúpavogi, þar sem hör- inn var í öndvegi. Eftir sýninguna var að sögn Ingiríðar áhugi fyrir því að þróa þessa vinnu enn frekar og er afraksturinn sýningin í Hafnarborg. Þar gefur að líta fleiri verk en voru til sýnis í Löngubúð og í mörgum tilvik- um er þar einnig að finna þróaðri útfærslur á vinnuaðferðum listmannanna. Hugmyndin að þessum sýningum kviknaði haustið 1997, en þá heimsóttu nokkrir mynd- listamenn úr Textílfélaginu Ingibjörgu Styr- gerði Haraldsdóttur á línakur hennar undir Austur-Eyjafjöllum. Þar hefur hún um ára- bil ræktað hör ásamt eiginmanni sínum Smára Ólasyni. „Sjálf ræktunin er ekki mjög flókin en öll vinnsla og meðferð þráðaplöntunnar krefst mikillar nákvæmni og vandvirkni," segir Ingibjörg. „Við höfum unnið þetta allt með höndunum en til eru tæki til þess að auð- velda vinnsluna á hörnum." Hún bendir á að það sé eigi að síður ákaflega gaman að stunda hörræktun og að hún hafi orðið sífellt hugfangnari af hörnum. „Ég sá hörinn í verkum finnskra listakvenna á sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir mörgum árum og varð heilluð af honum í verkum Kirsti Rantanen," segir hún. „Með því að rækta hörinn og feygja hann sjálf fæ ég fram þá eiginleika sem ég vil. Á Islandi verður hörinn mjúkur og silkikennd- ur en með verkun get ég fengið hann grófari, til dæmis að kemba hann ekki of mikið og skilja eftir hrat.“ Draumur Ingibjargar er að koma upp handverksaðstöðu þar sem hún getur verkað hörinn og unnið úr honum list- vefnað. „Ég hef alla tíð verið á vergangi með aðstöðu fyrir hörvinnsluna og er nú „á göt- unni“ með hana. Ég hef eingöngu notast við handverkfæri Áslaugar Sverrisdóttur, nema að ég er nýbúin að eignast mjög vandaðan rafmagnsrokk." Morgunblaðið/Kristinn Hér eru samankomnar flestar konurnar sem sýna í Hafnarborg. Auður Vésteínsdóttir, Guðrún Jónsdóttir Kolbeins, Guðrún Marinósdóttir, Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Ingiríður Óðínsdóttir, Jóna Imsland, Ólöf Einarsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Á myndina vantar Þuríði Dan Jónsdóttur og þrjá erlendu gestina, Beate Maria Friedl, Evelyn Gyrcizka og Hansi Hubmer. Allur hörinn sem notaður er á sýningunni í Hafnarborg er fenginn af línakri þeirra Ingi- bjargar og Smára. „Þegar maður veit að svona mikil alúð er lögð í ræktunina um- gengst maður efniviðinn á allt annan hátt,“ segir Hrafnhildur. „Ef einhver spotti er af- gangs hjá mér get ég ekki hugsað mér að henda honum. Ég reyni frekar að nýta hann í eitthvað sérstakt," bætir hún við og þessu samsinnir Ingiríður. Hentar vel að rækta og feygja hör ó íslandi Hörrækt hefur ekki verið stunduð á ís- landi öldum saman en þó hafa nokkrir gert tilraun með það á 20. öldinni, að sögn Smára. Þar má nefna Áslaugu Sverrisdóttur, sem hafði reit upp við Hafravatn, Klemens Jóns- son á Sámsstöðum og einnig bendir hann á að tilraunir hafi verið gerðar með hörrækt á Hvanneyri. „Rakel í Blátúni ræktaði hör í kringum 1940 fyrir Georgiu Björnsson for- setafrú,“ upplýsir Smári og Ingibjörg bætir við að Unnur Ólafsdóttir hafi saumað hann í altarisklæðið sem prýðir altarið í Bessast- aðakirkju. Það mun henta einkar vel að rækta hör í íslenskum jarðvegi, en það er vegna þess að hér er hörinn lengur að vaxa. „Á Islandi tek- ur það hörinn 120 daga að vaxa í stað 90 daga á meginlandinu. Sökum lengri vaxtar- tíma verður hann fyrir vikið fínlegri og sterkari," segir Smári. Hann bendir á að best sé að feygja hörinn í vatni en það sé hins vegar bannað á meginlandinu vegna þörungamyndunar. „Þörungamyndun er ekki vandamál hér á landi vegna kaldara ioftslags," segh- hann og bætir við að hér á landi séu miklir iðnaðarmöguleikar í hör- feygingu. Hver og einn notar sitt hugmyndaflug og handlag Það er ekki sjaldgæft að íslenskir mynd- listarmenn vinni með hör, því til margra ára hefur hann verið fluttur hingað til lands spunninn og á keflum. Það er hins vegar óal- gengt að þeir vinni með afurðina eins og fé- lagar í Textílfélaginu gera en þeir fá hörinn á mismunandi vinnslustigi frá Ingibjörgu. Með mismunandi vinnslustigi er átt við hvort búið sé að feygja hörinn, þ.e. losa hárin frá stilknum, bráka hálminn eða kemba hann. Hver og einn sýnenda vinnur úr hörnum með ólíkum hætti, og styðst við eigið hug- myndaflug og handlag. „Af því að við erum að búa til myndverk erum við með alveg frjálsar hendur um hvernig við vinnum hlut- inn. En ef við værum að gera nytjahluti, eins og peysur eða klæði, þá yrðum við að spinna hörinn,“ segir Ingiríður og bendir í fram- haldi af því á nokkar vinnuaðferðir. „Sumir búa til þráð úr hárunum og hekla hann, eða nota hárin fyrir myndverk úr burstatækni. Aðrir nota hratið og búa til pappír og enn aðrir nýta rætm-nar af plöntunni í verk sín. Ég hins vegar bý til lágmyndir með því að nýta límkenda eiginleika plöntunnar. Ég legg hörinn blautan og móta úr honum, þeg- ar hann þornar er myndin alveg stíf.“ Að mati Hrafnhildar, sem spinnur hörinn, var erfitt í fyrstu að meðhöndla efniviðinn þar sem hún vissi lítið um hvernig ætti að bera sig að. „Ég þekkti bara hörinn eins og hann kemur fullunninn að utan. Þegar ég fékk þarna búnt af hör í hendurnar hugsaði ég með mér: „Guð minn góður, á ég að gera eitthvað úr þessu?“ Það gekk eiginlega mjög illa hjá mér í fyrstu að vinna með hörinn. Núna er ég hins vegar komin með nokkra færni í þessu og get spunnið fínan þráð í höndunum. Galdurinn var að vinna betur úr þráðunum, hreinsa hratið burt og hrista hör- inn vel til.“ Hún segir að hörinn hafi komið sér á óvart. „Það er eins og það sé lím í þræðinum. Hann er ákaflega þjáll og beygir sig undir það sem þú vilt. Það er hægt að tengja þræðina saman með því að núa endana, og það er eitthvað sem ég gerði ekki ráð fyrir í fyrstu." Þær Ingiríður og Hrafnhildur eru stað- ráðnar í því að halda áfram að vinna verk úr íslenskum hör. Hrafnhildur bendir á að hana langi til að vinna pappír úr ruddanum sem fellur af úr vinnslu. „Til þess þarf ég að fjár- festa í vél sem tætir upp trefjarnar." Auk listaverkanna er til sýnis í Hafnar- borg hör á mismunandi vinnslustigi; allt frá því að vera fersk planta yfir í spunninn þráð. Sýningin á hörverkunum stendur til mánu- dagsins 28. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 12. ÁGÚST 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.