Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 10
LAUN HEIMSINS SMÁSAGA EFTIR JÓN R. HJÁLMARSSON AÐ VAR komið talsvert fram yf- ir miðnætti. Allir höfðu etið eins og þeir gátu af þorramatnum, borð höfðu verið rudd, skemmti- atriðum var lokið og dansinn dunaði. Salur félagsheimiiisins í Skjólborg var þéttskipaður og allir í samkvæmisskapi. Nokkuð bar á ölvun, en ekki meira en við var að búast við slíkt tækifæri. Það var gleði og glaumur í samkomuhúsinu og fólkið dansaði og duflaði, söng og masaði í hverju skoti. En utan veggja ríkti vetramóttin köld og dimm og hann gekk á með allhvössum snjóéljum öðru hverju. Þar úti stóðu líka bflar samkomugestanna á víð og dreif kringum húsið og í mörgum þeirra sat líka fólk og virtist skemmta sér þar ekki síður en þeir sem voru innan dyra. Það skvaldraði og söng, brennandi vindlingar glóðu eins og rauð augu í myrkrinu og það glampaði á flösk- ur sem gengu frá manni til manns. Þetta var sem sagt reglulegt þorrablót með öllu, sem því fylgdi, og fólkið hátt uppi. Svona hafði þetta gengið til öll þau ár, sem séra Sólmund- ur hafði verið prestur þarna, nema hvað hon- um virtist að heldur færi ástandið versnandi. Prestinum hafði að venju verið boðið á blót- ið og þar hafði hann flutt stutta ræðu eins og hann var vanur, etið þorramat með sóknar- börnum sínum, helgið að kímilegum dags- skráratriðum og skemmt sér prýðilega. En eftir að dansinn komst í algleyming og hljóm- sveitin ætlaði allt að æra með hávaða undi hann ekki þarna lengur. Hann var líka einn, því að konan hans hafði ekki komist með hon- um í þetta skiptið, og hann ákvað því að fara heim enda komið langt fram á nótt. Honum fannst líka að hann hefði ekkert við að vera þama lengur. Dans og drykkja var honum ekki að skapi og oft hafði honum liðið illa vegna kærluleysis og veraldlegs lifemis sókn- arbama sinna en lítið getað að gert. En nú var lfldegt að á þessu yrði breyting til hins betra. Hann hafði beitt sér fyrir þvi í sýslunefndinni að stofnuð yrði héraðslögregla og hlutverk hennar var einmitt að líta eftir samkomuhaldi, umferð á vegum og stöðva þann ósið, sem þama hafði legið í landi, að menn væra undir áhrifum áfengis og jafnvel ölvaðir við akstur. Það var einmitt á þorrablótum og hliðstæðum samkomum, sem hætta var á slíku framferði, þegar flestir vora meira eða minna við skál. En hann vildi helst vera farinn heim, áður en héraðslögreglumennimir kæmu og færa að rasla til meðal sóknarbama hans. Séra Sólmundur gekk fram í anddyrið, fór í frakkann, setti upp loðhúfuna, vafði trefUinum þétt um hálsinn og gekk síðan út í náttmyrkr- ið og kuldann. Hann skimaði í kringum sig og undraðist að hann skyldi ekki sjá lögreglubfl- inn á hlaðinu. Þeim góðu mönnum bar þó sannarlega að láta sjá sig héma á blótinu. Til þess vora þeir og ekki mundi af veita. Brátt liði að þeim tíma að eitthvað af fólkinu færi að tínast heim og þá var eins gott að líta eftir því að menn settust ekki ölvaðir undir stýri eins og stundum hafði komið fyrir áður og þá hlot- ist af því óhöpp og jafnvel slys. Slíkt átti nú að heyra fortíðinni til því að upp vora rannir nýir tímar. Lög og regla skyldu sett í öndvegi í þessu héraði í stað þeirrar lausungar og afskiptaleysis yfirvalda, er svo lengi hafði viðgengist. Fomar dyggðir skyldu hafnar til vegs og virðingar og almennt siðgæði reist úr rúst. Það fór líka vel á því að vinna að slíkum umbótum einmitt nú mitt í viðreisninni, meðan allt lék í lyndi og fólkið var ekki byrjað að flytjast til Svíþjóðar og Astralíu. Séra Sólmundur skimaði aftur í kringum sig. Hann heyrði söng úr bflum og sá glampa á flöskur sem þorstlátt fólk á öllum al- dri, en þó einkum unglingar, rétti milli sín í myrkrinu. Hann settist nú upp í bfl sinn, ræsti vélina, kveikti ökuljósin, setti hita á miðstöðina, hag- ræddi sér í mjúku sætinu og ók af stað áleiðis heim til prestssetursins þar sem konan beið hans. Ef til vill vakti hún eftir honum því að það gerði hún oftþegar hann var seint á ferð- inni. Eða þá að hún var gengin til náða og hvfldi nú í værum svefni undir hlýrri og mjúkri dúnsænginni í hjónarúmi þeirra. Séra Sólmundi hlýnaði við tilhugsunina enda var orðið funheitt í bflnum. Honum fór að líða reglulega vel og hugur- inn reikaði víða í einveranni. Hann tók að rifja upp sitthvað sem á dagana hafði drifið. Hon- um fannst að hann væri mikill gæfumaður. Hann var réttur maður á réttum stað og hirð- isstarfið átti vel við hann. Þó hafði hann ekki ætlað sér að verða prestur, heldur verið áram saman að gutla í læknisfræði. En það hafði ekki gengið nógu vel og hann hafði að lokum gefist upp eftir nokkrar misheppnaðar til- raunir og farið að ráðum góðra manna og snúið sér að guðfræði. Já, það var nú einu sinni svo að ef maður kemst ekki í hvítan slopp, þá fer maður í svartan fremur en ekk- ert, og því var ekki að neita að hann hafði bara kunnað vel við sig í hempunni. Bíllinn rann mjúklega eftir snævi drifnum veginum, ljósin teygðu geisla sína fram í sort- ann og sífellt færðist séra Sólmundur nær takmarkinu, sem var prestssetrið á Höfða, þar sem konan hans beið hans og hvfldist nú eftir dagsins önn. Hún var þama heima sem fastur puntkur í tilveranni og hann var á leiðinni til hennar. Og hugur hans reikaði á ný aftur í tímann til þeiiTar stundar er þau hittust fyrst. Hann hafði vígst sem aðstoðarprestur til séra Guðmundar, föður hennar, og komið á staðinn öllum ókunnugur. Guðmundur prestur var þá orðinn mjög aldurhniginn og lasburða og þurfti nauðsynlega á aðstoðarmanni að halda. Hann hafði átt fjórar dætur. Þrjár þeirra vora giftar og fluttar í burtu en Sigrún, sú yngsta, var enn ógefin í föðurgarði og stóð fyrir búinu með pabba sínum sem var þá orð- inn ekkjumaður fyrir nokkra. Honum hafði strax fallið vel við þessa hljóðlátu og góðlyndu stúlku. Raunar vissi hann varla hvemig það gerðist að leiðir þeirra lágu saman. Hann hafði einhvem veginn gengið inn í prestsemb- ættið, heimilið, fjölskylduna og síðan inn í all- ar stjómir og nefndir, sem tengdafaðir hans hafði verið í. Séra Guðmundur hafði vígt þau Sigrúnu í heilagt hjónaband á fyrstu jólunum, sem hann var þama, og fyrsta bamið þeirra fæddist svo undir göngur sumarið eftir. Allt hafði þetta gengið í réttri röð og reglu. Skömmu síðar hafði svo séra Guðmundur andast og hann sjálfur verið kosinn lögmætri kosningu enda hafði enginn annar sótt um brauðið. Þetta hafði allt komið eins og af sjálfu sér og gengið líkt og í góðri sveitalífsskáld- sögu. Hann hafði tekið við embættinu, dóttur- inni, jörðinni, búinu, ráðsmanninum, sem fylgdi staðnum, og auk þess vegtyllum og mannvirðingum séra Guðmundar heitins. Hann hafði brátt verið kosinn í hreppsnefnd, sáttanefnd, skólanefnd, sýslunefnd, barna- verndamefnd, áfengisvarnanefnd og sitthvað fleira. Hann hafði líka látið talsvert að sér kveða á opinbemm vettvangi, en mesta afrek hans hafði þó verið að koma því í gegn að stofnuð yrði héraðslögregla í sýslunni. Lögreglustjóri hafði verið skipaður og sat hann í kaupstaðnum úti við fjörðinn og hafði á að skipa ekki færri en sex harðsnúnum héraðslögreglumönnum sem ferðuðust um sveitir og litu eftir því að allir hegðuðu sér í samræmi við lög og reglur. Einkum höfðu þessir menn mikið að gera um helgar við eftir- lit á vegum úti og í samkomuhúsunum. Hann hafði heyrt mikið látið af framgöngu þessarar lögreglu, sem tekið hafði formlega til starfa sumarið áður en hennar hafði þó orðið sorg- lega lítið vart í prestakalli hans og engin áhrif virtist tilvist hennar hafa haft á framferði og skemmtanahald fólks í hans nágrenni. En þeir sem í lögregluna höfðu gengið vora sagðir myndar- og dugnaðarmenn og áhugasamir í besta lagi. Unnu þeir flestir á verkstæðum og í verslunum alla virka daga og bragðu sér svo í dökku einkennisbúningana sína um helgar til að halda uppi lögum og reglu og efla fagra siði í sveitunum í kring. Auðvitað komust þessir fáu menn ekki yfir allt sem gera þurfti og séra Sólmundur vildi gjarnan vita meira af þeim í sinni sveit. Hann hafði því látið lögreglustjór- ann vita af þessu þorrablóti og getið þess að ekki mundi af veita að gæta þess vel að menn væra ekki að aka ölvaðir á vegum úti eins og stundum bæri við eftir samkomur. Lögreglu- stjóri hafði tekið erindi hans vel og heitið að senda einhverja pilta sinna í eftirlitsferð. Nú tók óðum að styttast heim til séra Sól- mundar. Honum leið mætavel og aftur tók hann að hugsa um konuna sína góðu, um börn- in, heimilið og störfm, sem biðu á morgun, því að þá átti hann að messa. Hann lét hugann líka reika um fjós og fjárhús, þar sem bústnar mjólkurkýr, þriflegar ær og vænir gemlingar hvíldust í vetrarmyrkrinu og létu sig dreyma um ilmandi hey, sem yrði gefið í næsta mál. En hvað var nú? Allt í einu kom sterkur ljós- glampi inn um bakrúðu á bíl hans. Hvaðan gat þessi bfll hafa komið? Það var líkast sem hann hefði skotist fram úr einhverju fylgsni. Kannski var einhver af miður allsgáðum blót- gestum á heimleið? Réttast væri að hleypa bíl þessum framúr við fyrsta tækifæri því að hann sá í speglinum að ljós hans nálguðust óð- um. Séra Sólmundur ók því út á vegarkant, BJARNI GUÐMUNDSSON HEYANNIR Heyannir bemsku minnar eru handan við drunur vélanna. Lífíð á bænum er öll veröld mín. Tindhvöss fjöllin halda utan að henni. Sólin fyllir hana hlýrri birtu. Gangur hennar ræður gerðum fólksins. Austangolan leikur í hári, bylgjar grasið sem bíður sláttar, berilm afþornandi töðu. Enginn tími fyrir hangs eða leiki; það er þurrkur! Ljósklætt ogléttklætt fólkið að störfum. Rótfóst og hljóð önnin hvert sem litið er. Punturinn vaggar sér ábæjarveggnum. Kannske sleppur hann við að verða sleginn ? Ég er ekki viss. Kýrnar vafra fram Hlíðina, Svartakusa fer fyrir, kálfurinn röltir með. Bróðirminn rekur. Syngur. Ilmgrösin frammí Grænuhlíð vita ekki að íkvöld verða þau orðin að mjólk. Ærnar með lömbin sín sjást hvergi. I vor urðu þær hluti af Dalnum. Sólin glampar á sólbrúnum andlitum; fólkið dásamar blessaðan þurrkinn: breiðir káirí rifjar rakar rifjar aftur þrír fjórir í flekk úr bæjardyrum veifar mamma hvítu klæði: mál að koma í mat, hvHíkgleði: silungur, vellingur rifjað og svo er rakað saman því sólin erkomin útá; hún hefur unnið sitt verk. Mál að sækja Blesu ogBrúnku. Það á að hirða í dag: taðan í Hólhúsmó liggur skraufþurr og angandi. Bændurnir láta ekki ský á suðurlofti leika á sigþótt ljós séu: þaðgæti veriðíþeim væta... Ég teymi Blesu. Rakað, saxað ííong, uppíkerru, troðið, fyllt í kúf, bundiðyfir. Móðurbróðir kallar: klárt! Mamma ogþær hinar raka hvert strá annað væri vanþakklæti. Blesa tekur þétt íkerruna, henni erheitt í sólinni, þenurnasir. Það marrar notalega íhjólunum. Heilt ærfóður er á leið heim í hlöðu. Blesa veit að það þarf að halda á; sólin gengur brátt af. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR12. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.