Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 3
LESBðK MORGENBLAÐSINS - MENNING llSlllt 31. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Sturla Sighvatsson er að sumu leyti pers- ónugervingur Sturiungaaldar. Hann var glæsimenni, en valdagráðugur og saga hans er fiótta hagsmuna, vinslita og undirmála. Róm var ekki byggð á einum degi, segir mál- tækið. f Róm hafa fomleifafræðingar grafið upp kofagrunna frá 8. öid f. Kr. á Palatin-hæð, en eldri minjar í grennd við borgina. Bach var að sjálfsögðu í öndvegi á hátíð, sem haldin var í hans nafni í Leipzig. I huga Halldórs Haukssonar var ferð á slóðir Bachs jafnsjálfsögð og ferð múslímans til Mekka. Utivist er 25 ára á þessu ári og af því tilefni birtir Lesbókin greinar um ferðamannasióðir. Nú er komið að Básum, þar sem Utivist ætlar að halda afmælishátið sína síðar á árinu. FORSÍÐUMYNDIN Horft í hörinn heitir forsiðumyndin sem Kristinn tók i Hafnarborg í Hafnar- firði þar sem er sýning ó smáverkum úr íslenzkum hör. STEFÁN ÓLAFSSON HEIMSÁDEILA BROT Þessi öld er undarlig, íillir góðir menn um sig ugga mega að mestu; illir taka yíirráð, að því hef ég um stundirgáð að þeim er fylgt í flestu. Fer égmeð efnið undarlegt: Efþér girnizt nokkuð frekt manna fylgi að í'anga, þá skal hann ekki óttast guð og ekki stunda hans heilög boð, heldurrækja hið ranga. Þingheimurinn þýtur upp, þegar hann sér Belzebub dýrkaður er af einum, aðhyllast og elska hann, einnig verja, hver sem kann, bæði íljósi ogleynum. Þeir sem seilast aðra á, orga, deila, stinga, slá, strjúka, stela, Ijúga, og útlegðar vinna verk, vörnm er þeim nógu sterk hjá flestum manna múga. Sá hinn góði er gjai’ðafár, gisna má hann síð og ár, dyttar að honum enginn, sem sú eikfyrir utan tröð, er engan hefír börk né blöð og öll er af sér gengin. Stefán Ólafsson (1619-1685) var prestur og prófastur i Vallonesi. Hann er tal- inn annað höfuðskáld 17ndu aldar, með Hallgrimi Péturssyni, einkum þó i ver- aldlegum kveðskap. HETJUR OG HENTIFÁNABERAR RABB YRIR skömmu eignaðist þjóðin nýja hetju. Slík fyrirbæri eru ekki á hverju strái í nútíman- um þótt menn keppist um að draga að sér athygli, með ýmis- skonar sviðsetningu. Að vísu má hiklaust telja það hetju- dáðir að komast á norðurpólinn eða sigla í kjölfar feðganna Eiríks og Leifs en allur umbúnaður um þá gjörninga keyrði svo úr hófi að maður var eiginlega búinn að fá upp í kok áður en dáðirnar voru loks drýgðar. Hetja dagsins hefur að leiðarljósi hógværð eins og hetjurnar fornu. Hún kem- ur fram af drengskap. Henni er trúlega hug- leikið spakmælið: - Auður er valtastur vina og metur gæfu sína eftir barnaláni. Þessi maður heitir Guðni Helgason og öðlaðist nýlega þá óvæntu upphefð að verða skatta- kóngur íslands. Þennan titil hafa menn borið fyrr án þess að einhverjum hafí komið í hug að bendla hann við hetjuskap. Ekki svo að skilja að Þorvaldur í Sfld og fiski hafi ekki staðið undir honum með reisn en aðstæður þessara tveggja manna voru gjörólíkar. Annars veg- ar var um að ræða þjóðkunnan athafnamann með mörg járn í eldinum, hins vegar lítt kunnan rafvirkja sem seldi dýrmæta eign í þenslu og góðæri og hagnaðist skyndilega. Þeim síðamefnda stóðu til boða sömu ráð- leggingar og öðrum í svipuðum sporum, þ.e. að nota ágóðann af sölunni til að fjárfesta svo að skatturinn kæmi síður höndum yfir hann. Slíkar ráðstafanir eru engan veginn ólöglegar og sjálfsagt ekki siðlausar heldur en geta orðið til þess að fresta skattgreiðsl- um hvað eftir annað svo að lítið verður eftir fyrir sameiginlegan sjóð landsmanna. Engin trygging er heldur fyrir því að söluhagnaði sé varið til innlendra fjárfestinga eða fram- kvæmda því að klókir menn sjá hag sínum oft best borgið með því að koma fjármunum sínum til útlanda þannig að litla samfélagið okkar sjái hvorki tangur né tetur af þeim. Kannski er svo sem lítið við þetta að at- huga í veröld þar sem landamæri eru smám saman að mást út og þeir heppnu geta potað sér niður í einhverja af skattaparadísum heimsins, siglt hingað undir hentifána og fleytt rjómann ofan af því sem íslenskt sam- félag hefur upp á að bjóða eftir því sem þá lystir. Svo geta þeir látið í veðri vaka að ís- lenska skólakerfið sé ekki boðlegt börnum þeirra og hér geti maður ekki um frjálst höfuð strokið. En á sama hátt og Guðni Helgason er hetja í mínum augum leyfi ég mér að kalla slíka pótintáta andhetjur, eins og Hrappana í íslendingasögunum, enda hlutu þeir þau verstu málalok, sem um get- ur í þeim bókmenntum þótt þeir puntuðu pínulítið upp á tilveruna með sinni dæmafáu ósvífni. Það skiptir miklu hvernig málalokin verða. I viðtali við Sjónvarpið benti Guðni á þá augljósu staðreynd að maður tæki ekkert með sér að leiðarlokum. Undir þau örlög verða allir að beygja sig. En hvað verður þá um auðinn sem sumir hafa varið allri sinni ævi í að öngla saman og öllu sínu hugviti til að koma undan skattinum? Hann kann að lenda hjá misvitrum erfingjum sem oftar en ekki fara í hár saman yfír því hvernig beri að skipta honum. Yfirleitt geta þeir samein- ast um að sniðganga skattinn með ráðum og dáð en um annað hafa þeir sjaldnar sam- stöðu. Veldi ættföðurins hrynur, auðurinn tvístrast, misklíð og öfund magnast og í verstu tilvikunum er skorið á fjölskyldu- tengslin. Um slíkt geymir sagan fjölmörg dæmi og stöðugt sannast hið fornkveðna: - Auður er valtastur vina. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af peningum en ég á fimm mannvænleg börn og ellefu barnabörn." Eitthvað á þessa leið mæltist skattkóngi íslands árið 2000 og í þessum hógværu orðum felst mikil viska. Sá sem stöðugt hefur áhyggjur af peningunum sín- um áttar sig ekki á því að hans raunverulega auðlegð felst í afkomendum og þá þarf að rækja bæði í andlegu og veraldlegu tilliti. En þótt foreldrar leggi sig í framkróka við að búa börnum sínum gott veganesti til framtíðar þarf samfélagið að leggja sitt af mörkum. Einmitt þar kemur skatturinn til sögunnar. Það sem við borgum í sameigin- legan sjóð rennur að miklu leyti til skóla, heilbrigðismála og annarra sameiginlegra verkefna í þágu uppvaxandi kynslóða og þeir útgjaldaliðir fara vaxandi eftir því sem samfélagið verður flóknara og viðsjárverð- ara. Heilbrigðir og traustir einstaklingar sem hafa alist upp í skjóli hollra fyrirmynda og notið ávaxta af góðu mennta- og heil- brigðiskerfi eru besta arfleifð sem aldraður einstaklingur getur látið eftir sig og dýr- mætasti auður sem samfélaginu hlotnast. Á sama hátt á samfélagið að búa öldruðum fjárhagslegt öryggi og þakka þeim þannig vel unnin störf og góðan hóp mennilegra af- komenda. Það verður varla gert nema með því að leggja fram fé úr sameiginlegum sjóði, þ.e. skattpeningunum okkar. Þessar staðreyndir eru í rauninni svo augljósar og ófrumlegar að það ætti að vera alger þarfleysa að hamra á þeim. Samt heyrast þær helst í hundleiðinlegum stjórn- málaumræðum eða tyllidagarausi og hafa þar jafnvel svo holan hljóm að manni finnst lítill hugur fylgja máli. Við sjáum að þeir sem velta milljörðum, til góðs eða ills, njóta mestrar vegsemdar í samfélaginu og ein- staklingar eru hiklaust metnir eftir eigum sínum fremur en eiginleikum. Þess vegna reyna flestir að skara eld að sinni köku eftir föngum. Þess vegna reyna menn að finna einhverjar smugur til að sleppa billega frá skattinum og þess vegna fá dauðir hlutir oft meira vægi í augum okkar nútimamanna en velferð barna og náinna ættingja. En ein- mitt þess vegna finnst okkur innst inni mik- ið til um þegar menn, eins og Guðni Helga- son, stíga fram í allri sinni hógværð, vilja borga sina skatta og benda á að til séu mik- ilvægari verðmæti en peningar. Jafnvel má kveða svo fast að orði að með breytni sinni hafi honum tekist að sýna okkur skattamál- in í nýju ljósi. Að sjálfsögðu eru þess mörg dæmi að bruðlað sé með opinbert fé og því veitt í gæluverkefni, tildur og prjál. Slíkt verður jafnan óviðfelldið og veldur sárindum, ekki síst hjá þeim sem hafa úr litlu að spila. Og enn sárara finnst þeim hlutskipti sitt þegar þeir sjá hátekjumenn og stóreignafólk hag- ræða fjármunum sínum þannig að sem minnst renni til hins opinbera. En þrátt fyr- ir tildur og bruðl rennur megnið af skatt- fénu til verkefna sem samfélagið hvorki vill né getur verið án. í ljósi þess ætla ég ekki að kvarta þótt duglega hafi verið klipið af kennaralaununum mínum um síðustu mán- aðamót á meðan hentifánaberar sleikja út um og fullyrða kinnroðalaust að hér sé ekki hægt að reka nógu góða skóla fyrir börnin þeirra. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.