Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 12
Brókarjökull í Vatnajökli og Kálfafellsdalur. VIRKJUNAR- UNDIRBÚNING- URÁÍSLANDI EFTIR J’ÓHANN MÁ MARÍUSSON NÝTING íslensku orkulindanna krefst ít- arlegrar þekkingar bæði á náttúrufari almennt og á aðstæðum á einstökum virkjunarsvæðum. í flestum löndum gildir sú almenna verkaskipting að rannsóknir á al- mennu náttúrufari eru verkefni ríkisins en rann- sóknir á einstökum virkjunarsvæðum verkefni þess sem virkjar. Þrátt fyrir mikinn dugnað margra einstakra náttúrufræðinga hér á landi fyrr og síðar eru almennar rannsóknir á náttúrufari landsins mun skemmra á veg komnar hér en í þeim löndum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Afleiðingin af þessu hefur orðið sú hér á landi að orkugeirinn, þ.e. Orkustofnun og einstök orkufyr- irtæki hafa þurft að afla þekkingar á almennu nátt- úrufari virkjunarsvæða. Þekkingar sem í öðrum löndum var búið að afla áður en virkjunarhug- myndir urðu til og náði að móta þær. Þótt Orku- stofnun hafi unnið vel í þessum efnum hefur hún löngum ekki haft nægilegt fé til að sinna nógu snemma öllum þeim verkefnum sem hún hefur þurft að sinna. Af þessu hefur í fyrsta lagi leitt tafir á undirbúningi virkjunar og í öðru lagi að einstakir virkjendur, sérstaklega Landsvirkjun, hafa þurft að verja stórfé í að kosta almennar náttúnifars- rannsóknir á virkjunarsvæðum á íslandi. Rann- sóknum, sem eru langt umfram það sem almennt er talið til undirbúnings einstakra virkjana. Kostn- aður við þær hefur lent á rafmagnsnotendum í stað þess að vera borinn af skattgreiðendum. Þetta ástand mála er sérstakt áhyggjuefni í ljósi laganna um mat á umhverfisáhrifum. Slíkt mat byggist að verulegu leyti á samanburði. Hann er illmögulegur ef lítið er vitað um það sem bera á saman við. Þá er tilhneigingin eðlilega sú að mikla fyrir sér allt hið nýja sem uppgötvast á virkjunarsvæðum og ekki er vitað um annars staðar vegna ónógrar þekkingar á þeim svæðum. Þessi staða mála er einnig sérstakt áhyggjuefni með tilliti til rammaáætlunar um nýt- ingu vatnsafis og jarðvarma sem iðnaðarráðherra stendur fyrir í samráði við umhverfisráðherra. Það ferli sem hér hefur verið við lýði hvað varðar - mat á umhverfisáhrifum hefur reynst vera meing- allað. Tíðkaðist það að fyrst í ferlinu samþykkti Al- þingi heimildarlög handa iðnaðarráðherra til að veita ákveðnum aðilum virlgunarleyfi og var þá byggt á takmörkuðum rannsóknargrunni. Síðan fór ferlið af stað og virkjunaraðilinn varð að full- hanna virkjun sem kostar stórfé. Þá fyrst var mannvirkið sett í mat á umhverfisáhrifum sem oft hefur leitt til illskeyttra átaka milli aðila sem síst skyldi. Þessu ferli hefur nú verið breytt til batnað- ar með nýjum lögum og er það vel. Vinnsla á orkufrekum afurðum með íslenskum orkulindum hefur hnattræn áhrif. Heildaráhrif af nýtingu íslenskra orkulinda einna og sér á losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eru auðvitað hlutfallslega lítil. En þessi áhrif eru mikil í saman- burði við heildariosun íslendinga sjálfra. Með engu öðru móti en því að nýta íslenskar orkulindir til framleiðslu á orkufrekum afurðum og sölu þeirra á heimsmarkaði geta íslendingar lagt stærri skerf af mörkum til að hemja gróðarhúsaáhrifin og koma í veg fyrir afleiðingar þeirra, þar á meðal hugsan- lega röskun á Golfstraumnum. Það stuðlar að sjálfbærri þróun að nýta endur- nýjanlegar orkulindir, eins og þær íslensku, frem- ur en tæmanlegar orkulindir. Sjálfbær þróun gerir kröfu til að núverandi kynslóð skili hinni næstu ekki lakari heimi en hún tók við og ekki minni möguleikum á að fullnægja sínum þörfum en þeim sem núverandi kynslóð tók í arf til að fullnægja sín- um. Þegar skil núverandi kynslóðar á heiminum til hinnar næstu eru borin saman við skil næstu kyns- lóðar á undan til hennar verður að líta heildstætt á málin. Taka verður með í reikninginn bæði jákvæð- ar og neikvæðar breytingar í tíð hverrar kynslóðar. Það er nærtækt að vitna til eftirminnilegra orða Jakobs Bjömssonar, fyrrverandi orkumálastjóra, sem lét eftirfarandi orð falla í umræðunni um þessi mál. „Það er minna um ósnertar hraunbreiður og ósnertar fjörur á Islandi árið 2000 en árið 1900, minna um fjallshlíðar ósnertar af vegum og raf- magnslínum og minna um ár ósnertar af brúm og virkjunum. En ungt fólk á Islandi árið 2000 býr yfir möguleikum sem ungt fólk ársins 1900 gat ekki einu sinni dreymt um. Myndi ungt fólk á íslandi ársins 2000 vilja skipta á Islandi ársins 2000 og ís- landi ársins 1900, ef það ætti þess kost, þegar á allt er litið, jákvæðar breytingar og neikvæðar? Svarið við þVí gefur vísbendingu um hvort kynslóðir 20. aldar á Islandi hafi „gengið til góðs götuna fram eftirveg". Höfundur er aðstoðarforstjóri tandsvirkjunar. Hágöngumiðlun Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Ásdts Vlð Blöndulón 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.