Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 7
Tómasarkirkjan í leyndardómsfullu Ijósi að kvöldl opnunardags hátíðarinnar. ■íQ? <4 » . JL" JL'* á Bach-glugginn á suðurhlið Tómasarkirkjunnar. Þar má einnig m.a. sjá glugga til minnlngar um Gústav II. Adolf Svíakonung, Lúter og Mendelssohn. Skírnarfonturinn (frá 1614-15) í Tómasarkirkjunni þar sem ellefu af börnum Bachs voru skírð. hafði ekki gefíst mikill tími til hvíldar. Við Ragnheiður höfðum verið á fótum í hálfan annan sólarhring. Það skipti þó engu máli þegar á hólminn var komið. Þegar Bachað- dáandi stígur í fyrsta sinn inn í Tómasar- kirkjuna er hann í vissum skilningi kominn heim. Kirkjan hefur að vísu tekið miklum breytingum frá dögum Bachs. Hann hefði sennilega ekki kannast við sig í nýgotnesk- um innviðum byggingarinnar og þaðan af síður þekkt hljómburð kirkjunnar, sem einn- ig hefur breyst mikið, þar eð viðarstúkur, sem var að finna allt upp undir loft, hafa ver- ið fjarlægðar. Engu að síður er kirkjan miðpunktur Bachheimsins. Hér stjórnaði Bach tónlistarflutningi við guðsþjónustur í 27 ár. Hér voru ótalmörg af meistaraverkum hans frumflutt. Hér starfar enn kórinn sem hann leiddi öll þessi ár, Tómasarkórinn, sem einn kóra í heiminum hefur sungið tónlist Bachs án hlés allar götur frá því hann var og hét. Hér er skírnarfonturinn þar sem ellefu af þrettán börnum þeirra Önnu Magdalenu voru skírð. En síðast og ekki síst; í kór kirkjunnar, þar sem Bach gekk reglulega til altaris, er gröf hans að finna. „Johann Seb- astian Bach“ stendur skrifað á stórri en lát- lausri koparplötu, sem var blómum skrýdd alla hátíðardagana. Bach - endir og upphaf Ég ætla ekki að reyna að lýsa í orðum hvernig mér varð innanbrjósts þegar Tóm- asardrengirnir hófu upp raddir sínar í mót- ettunni frægu Singet dem Herrn. Mozart heyrði kórinn syngja þessa tónlist árið 1789 og varð fyrir djúpstæðum áhrifum. Ég þekki verkið ágætlega og hef heyrt marga góða kóra syngja það. En aldrei hefur þessi söng- ur verið nýrri og ferskari en þetta kvöld í Tómasarkirkjunni. Ég kveið því dálítið að heyra strákana syngja, því gamlar upptökur sem ég hafði heyrt með kórnum vöktu litla hrifningu. 16. Tómasarkantorinn frá því Bach skildi við, Georg Christoph Biller, hef- ur hinsvegar látið til sín taka á þeim átta ár- um sem hann hefur gegnt þessari sögufrægu stöðu. Söngur drengjanna var skýr og hreinn og vel mótaður. Við áttum eftir að heyra kórinn syngja oft næstu dagana og venjulega stóð hann undir væntingunum sem maður gerði til hans eftir glæsilega byrjun. Það voru þó fyrstu tónarnir í Singet sem komust allra næst mínum hjartarótum. Hátíðin var byrjuð! Opnunartónleikarnir tókust í alla staði Ein af „Tómasardúllunum". Það er ekki nóg með að þeir syngi eins og englar. mjög vel. Nauðsynlegum ræðuhöldum var haldið í lágmarki og tónlistin látin eiga flest orð. Efnisskráin var vel saumuð saman og lýsti einkunnarorð hátíðarinnar upp á skemmtilegan hátt. „Bach er upphaf og end- ir allrar tónlistar," sagði Max Reger. Biller sneri þessu við: „Bach - endir og upphaf." Tilefni hátíðarinnar var andlát meistarans fyrir 250 árum og sérstök áhersla var lögð á að flytja síðustu verk hans. En önnur megin- hugsun á bak við hátíðina var að gera grein fyrir áhrifum Bachs á eftirkomandi kynslóð- ir tónlistarmanna. Þess vegna mátti meðal annars heyra nýja útsetningu á fyrsta kontrapunktinum úr Fúgulistinni á opnunar- tónleikunum og einnig tónlist eftir Carl Phil- ipp Emanuel Bach og Felix Mendelssohn við sömu texta og sungnir voru í verkunum eftir Bach sjálfan. Þegar við gengum út í kvöldkyrrðina um áttaleytið vorum við þreytt en ánægð. Þessi langi dagur var þó ekki allur, því klukku- stund síðar hófust svokallaðir göngutónleik- ar, sem stóðu til miðnættis. Tónlistarmenn Leipzigborgar buðu hátíðargestum upp á fjölbreytta dagskrá víðs vegar um miðborg- ina. Meðal annars mátti heyra Gottfried Preller spila á útiorgelið sitt (1.830 pípur á hjólum) og salonshljómsveitina Cappuccino leika pakkasúpu soðna á frægustu stefjum Bachs. Ekki má gleyma dr. Karlheinz Klimt sem stjórnaði lýrukassanum sínum (Konzertdrehorgel!) af stakri snilld. Pening- arnir sem hann aflar með starfsemi sinni koma í góðar þarfir. Þeir renna til varðveislu og viðgerða á handritum Bachs. Hetjuborgin Leipzig Annar dagur hátíðarinnar byrjaði kl. hálf- tíu á óttusöng í Nikulásarkirkjunni. Bach bar ábyrgð á tónlistarflutningi í fjór- um kirkjum í Leipzig. Eftir standa aðeins Tómasarkirkjan og Nikulásarkirkjan. Sú síðarnefnda var í raun aðalkirkja borgar- innar á dögum Bachs og þar voru stórvirki á borð við Jóhannesarpassíuna og Jólaóratór- íuna frumflutt. En saga kirkjunnar á okkar dögum er ekki síður merkileg. Vikulegar friðarstundir í kirkjunni á mánudögum breyttust árið 1989 smám saman í friðsam- lega mótmælafundi gegn kommúnistastjórn- inni. Eftir því sem á leið fjölgaði þátttakend- um og kröfur, sem fengu hljómgrunn á fundunum, breiddust út um allt Austur- Þýskaland eins og hringir á vatni. Þetta ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.