Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 6
Háskólakórsfélagar í sunnudagsfötum átjándu aldar á markaðstorgi borgarinnar. Ljósm./Ragnheiður Bjarnadóttir DAG BÓ KA R B ROT , FRA LEIPZIG IHUGA mínum var ferð á slóðir Bachs jafn sjálfsögð og för til Mekka fyrir múslíma. Þegar hið mikla Bachár 2000 rann upp fannst mér tími til kominn að leggja upp í þessa pílag- rímsferð. Áfangastaðurinn var Lei- pzig, þar sem Bach starfaði síðustu 27 ár ævi sinnar, og tíminn seinni hluti júlímánaðar. Þá var þar haldin risavaxin Bachhátíð í tilefni af 250. ártíð tónskáldsins, sem ég sótti ásamt unnustu minni, Ragn- heiði Bjarnadóttur. Umhverfí Leipzigborgar er ekki stórbrot- ið. Þegar lestin frá Berlín nálgaðist borgina var lítið að sjá annað en flatlendi hvert sem augað eygði og fátt fangaði athyglina. Það skal þó viðurkennt að augu okkar voru held- ur slæpt eftir langa og svefnlitla nótt í há- loftunum. Einnig má segja landslaginu í þessum hluta Saxlands til málsbótar að akr- ar og engi þess og snyrtilega gróðursett trjágöng og trjáþyrpingar hafa róandi áhrif á ferðalanga eftir því sem viðkynningin eykst. Barizt um Bach Klukkan var tæplega tíu að morgni föstu- dagsins 21. júlí, opnunardags hátíðarinnar, þegar við stóðum á Hauptbahnhof í Leipzig. Dagurinn var þó þegar orðinn langur, því hann hafði runnið saman við fimmtudaginn. Það var gott að komast á hótelið og hvíla lúin bein. Renaissance Leipzig Hotel hefur vafalaust þótt réttnefni eftir að múrinn hrundi og pen- ingar tóku að streyma í stríðum straumi að vestan. Endurreisn borgarinnar er enn í full- um gangi og aukin áhersla borgaryfirvalda á að halda nafni og minningu Bachs á lofti er órjúfanlegur hluti af henni. Það var ljóst frá upphafi. Borgarstjórinn Wolfgang Tiefensee EFTIR HALLDÓR HAUKSSON Tónlist Johanns Sebastians Bachs hefur verið mikilvægur hluti gf lífi mínu um árabil. Allt sem snertir sögu þessa margbrotna manns vekur áhuga minn og það liggur við að Bach-ættin sé mér kunnugri en eigið ættartré. Blómaskreyting við Bach-styttuna fyrir utan Tómasarkirkjuna á dánardegi tónskáldsins. var fremstur í flokki jafningja á blaða- mannafundi sem haldinn var eftir hádegið í hinni fallegu gömlu kauphöll. Þessi tungu- lipri sósíaldemókrati, sem ku vera einlægur tónlistarvinur, notaði hvert tækifæri sem gafst meðan á hátíðinni stóð til að lýsa yfir mikilvægi arfleifðar Bachs fyrir borgina. Á meðan á dvöl okkar í borginni stóð, þótti mér einkennilegt að sjá hversu miklu púðri menn eyddu í að verja þá staðhæfingu að Leipzig sé Bachborg númer eitt. Mér fannst þeir vera að brjóta upp opnar dyr. í mínum huga kemur engin önnur borg til greina. Þetta skýrist þó af því að margir Bachvinir eru ekki fyllilega sáttir við framkomu borg- arbúa við hið fræga tónskáld. Þeir hafa löng- um legið undir ámæli fyrir að láta sér minn- ingu hans í léttu rúmi liggja. Við hefur bæst að mönnum hefur fundist flutningur á tónlist Bachs í borginni heldur líflaus og rykfallinn. Talað hefur verið með fyrirlitningu um „Leipziger Bach“. Aðrar borgir, sem hýstu meistarann um lengri eða skemmri tíma, hafa séð sér leik á borði og reynt að eigna sér tónskáldið. Inn á milli háleitra yfirlýs- inga um varðveislu menningarverðmæta og nauðsynlegan stuðning við tónlistarlífið í slíkum umræðum, skín að sjálfsögðu í hreina gróðavon. Sú borg vinnur sem laðar að sér flesta Bachtúrista. Þessi hlið málsins, með glingri og minjagripum af ýmsu tagi, er vissulega fremur óspennandi. Það skal þó sagt borgaryfirvöldum og hátíðarskipuleggj- endum í Leipzig til hróss að tónlistin var ætíð látin sitja í fyrirrúmi. Þegar á heildina er litið hlýtur hátíðin að teljast mikill sigur fyrir borgina. í Tómasarkirkjunni Opnunartónleikarnir fóru fram kl. 6 að kvöldi föstudagsins í Tómasarkirkjunni. Enn 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.