Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 13
Fjölskylduganga í Básum Við Útigönguhöföa HAFIR þú ekki komið í Bása ættir þú að vinda að því bráðan bug, því feg- urri og margbreytilegri stað er vart hægt að finna. Það má segja að þessi staður, eða í víðari merkingu Goðalandið sunnan Krossár, bjóði upp á sýnishorn af öllu því fegursta, stórbrotnasta og hrikalegasta sem einkennir landið okkar. Allt, nema heita hveri! Þarna eru grýttir aurar þar sem jökulárnar Krossá og Hrunaá streyma fram, óútreiknan- legar frá degi til dags. Þar skoppa silfurtærir lækir niður brattar, skógivaxnar hlíðar og þar ilmar birkið og blágresið grær í skógarbotnin- um. Þar bera hvítar jökulbungur við himin og fagurformaðir fjallatoppar teygja sig upp í rúmlega 800 m hæð. Þar eru gil og gljúfur, djúpir skorningar, hellar og ból og skógivaxn- ar gróðurtorfur. Sem sagt allt sem hægt er að girnast frá hendi íslenskrar náttúru. Þarna er því hægt að bjóða upp á göngu- og skoðunar- ferðir við allra hæfi. Eftir að Ferðafélagið Útivist byggði þarna tvo skála og kom upp hreinlætisaðstöðu er gestum ekkert að vanbúnaði til lengri eða skemmri dvalar. Útivist hefur líka reist göngubrýr á Hrunaá og Tungnakvísl og við það opnuðust gönguleiðir um svæði sem var áður lítt þekkt, þar sem hægt er að komast upp að rótum Mýrdalsjökuls, inn í Múla- og Teigstungur, stórbrotið og hrikalegt landslag með fögrum gróðurspildum þar sem oft er mikið af berjum. Viljir þú ganga hátt til fjalla og hafa svolítið fyrir því, þá er er þar Útigönguhöfði, 805 m hár, fyrir botni Bása, sem rís upp með fagur- mynduðum toppi. Af honum má ganga yfir á Heiðarhorn og Morinsheiði, en þá er það líka orðið allt að því dagsganga. Viljir þú fara lægra og leið sem allir sæmi- lega göngufærir menn Á geta farið, má benda á fc—-x * Réttarfellið. Það er 503 |Vr*l%#ICVa m á hæð og þangað upp i 1»Pi eru góðir göngustígar. 111‘n ár Ofan af báðum þessum fjöllum er hin víðasta og fegursta útsýn fram Krossáraura og Merkurrana, upp á Eyja- fjallajökul, Mýrdalsjökul og Tindafjallajökul, yfir alla Þórsmörk með Valahnúk, Langadal, Stóra- og Litlaenda og Rjúpnafell gnæfandi upp eins og pýramída. Af Réttarfelli má ganga að börmum Hvannárgils, hrikalegu gljúfri með snarbröttum klettaveggjum og Hvanná í botninum, straumharðri og djúpri. Þaðan sést vel upp á Heljarkamb og Bröttu- fönn, hluta leiðarinnar upp á Fimmvörðuháls þar sem er Fimmvörðuskáli Útivistar. Bólfell og Hattur, sem eru einskonar út- verðir Bása, sitt hvoru megin við mynni dals- ins, brattir og með stórar klettaborgir efst, eru léttir uppgöngu eftir stígum og þaðan er ágæt útsýn. Það má ganga hringinn í kring um klettana, og er það gaman á Bólfelli, því þar er stórt ból sem fellið dregur nafn sitt af og þaðan sést vel inn í Strákagil. Viljir þú létta láglendisgöngu, ekki mjög langa, þá er það Básahringurinn svonefndi. Gengið er upp með „bæjarlæknum" um ilm- andi birkiskóginn, inn í botn Bása og þaðan upp á hrygginn sem liggur frá Bólfelli. Þaðan er fagurt um að litast, snarbrattir, háir klettar með hellum, bólum og skorningum rísa hér upp. Innst fellur svolítil fossbuna fram af há- um kletti sem verður hið mesta djásn á vetr- um í frosti. Þaðan liggur leiðin niður að Strá- kagili. Þar má sjá leifar af fjárrétt, fallega hlöðnum veggjabrotum og Strákaból, skúta sem hlaðið hefur verið fyrir og settar í dyr, þar sem smalar hafa haldið til fyrrum. Við Strákagil liggur leiðin upp á, eða niður af Fimmvörðuhálsi. Það er góð dagsferð í hægum gangi, að ganga eftir einstiginu í snar- bröttum hlíðum Strákagils, upp á Heiðarhorn, Morinsheiði og að Heljarkambi. Það er nokk- uð hrikalegt að horfa af Kattarhrygg niður í Strákagil öðrum megin og Krossáraura hinum megin. Annars er þetta ekki erfið ganga og leiðin er merkt og víðast stígar. En við erum á láglendisgöngu, og látum okkur því nægja að horfa þarna upp og heita okkur þvi að fara þetta seinna. Við getum gengið heim í Bása eftir gömlum áraurum sem nú eru óðum að gróa upp, framhjá tjald- stæðum, þar sem er fjöldi tjalda og ferða- langa. Þessa göngu á að fara hægt og njóta hennar með því að gefa sér góðan tíma. Að ganga hana, helst einn, snemma morguns, þegar fyrstu sólargeislarnir leika á milli trjánna og skapa iðandi samspil ljóss og skugga og döggin glitrar, eða um lágnættið, þegar fuglarnir eru þagnaðir og kyrrðin er svo algjör, að jafnvel laufið á trjánum og döggvot stráin bærast ekki og hjal lækjarins verður hljóðara. Þá skapast í blámóðu nætur- húmsins svo magnaðir töfrar, að þér finnst þú heyra þögnina og verða að draga djúpt and- ann og hlusta. Hugur manns fyllist ró og sálin verður endurnærð, þú færð ekki betri hvíld frá amstri hins virka dags. Nú er sumar og gróðurinn í Básum skartar sínu fegursta. En bíddu bara haustsins, þá verður þú að fara inneftir aftur, því þá er skrautlegt um að litast. Skógurinn íklæðist þá haustlitum, rauðum, brúnum, gulum og græn- um, bláberjalyngið verður eldrautt og víðirinn heiðgulur. Haustið er oft besti tíminn til ferðalaga, því þá er loftið svo tært og litirnir skærir. Og á eftir hausti kemur vetur, þegar snjórinn liggur skínandi hvítur og ósnortinn yfir öllu og greinar trjánna svigna undan snjónum. A bökkum „bæjarlækjarins“ sem aldrei frýs, teygja snjóklæddar greinarnar og frosin stráin sig niður til þess að spegla sig í vatninu og steinarnir sem upp úr standa hafa sett upp hvítan snjókoll. Þá er fallegt í Básum. Höfundur er heiðursfélagi Úfivistar og fararstjóri. Óperur um allan heim Út um allan heim eru menn að setja upp óperur og reyna þá gjarnan að fitja upp á eftir- tektarverðum nýjungum í flutningi þeirra. Tvær af óperum Verdi, Nebúkadnesar og Grímudansleikurinn, eru nú sungnar á Italíu og hafa vakið sérstaka athygli fyrir svið- setninguna. Reuters Reuters Nabucco Babýlonskonungur í Veróna ÓPERA Verdi um Nebúkadnesar Babýlonskonung, Nabucco, var fyrst á dagskrá óperuhátíð- arinnar í Veróna og það var ísraelinn Daniel Oren sem hélt um stjórnvölinn. Umgjörð sýning- arinnar var rómverska hringleikahúsið í Verona, sem er frá 1. öld e. Kr. og er ekki að efa að Fangakórinn hefur hljómað þar stórkostlega. Á hvaða blaðsíðu í bók lífsins? Sviðssetningin á Grímudansleik Verdi á Tónlistarhátíðinni í Bregenz hefur vakið mikla at- hygli. Söngvararnir eru á sviði, sem er bók lífsins, sem Dauðinn í líki heljarstórrar beinagrind- ar flettir. Grímudansleikurinn verður sýndur til 20. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.