Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.2000, Blaðsíða 16
KOTTUR SEM FER SINAR EIG- IN LEIÐIR Samsýning tólf myndlistarmanna, sem nota mikið vatnsliti við listsköpun sína, var op nuð í gærkvöldi. Sýningin ber yfirskriftina Akvarell ísland 2000 og er haldin í Hafnarborg. Níu myndlistarmenn stofnuðu h lópinn Akvarell (sland fyrir fjórum árum. Ásamt Þ eim sýna nú þrír myndlistarmenn á sýningunni. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR náði tali af Gunnlaugi Stefáni Gíslasyni, sem hefur verið í hópnum frá upp- h< □fi, og Hlíf Ásgrímsdóttur, sem sýnir í fyrsta sinn með hópnum. Að þeirra sögn eru |: >eir, sem á annað 1 borð vinna með vatnsliti, hugfangnir af efninu. Morgunblaðið/Kristinn Gunnlaugur Stefán Gíslason styður sig við eina af myndum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Hlíf Ásgrímsdóttir við myndir sínar. AKVARELL ísland 2000 er yfir- skrift samsýningar tólf myndlistar- manna á akvarellum eða vatnslita- myndum. Sýningin var opnuð í Hafnarborg í gærkvöldi. Myndlistarmenn- irnir sem sýna eru Alda Armanna Sveins- dóttir, Asta Arnadóttir, Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Hafsteinn Austmann, Hlíf Ásgrímsdóttir, Katrín H. Ágústsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Pétur Friðrik og Torfi Jónsson. Vatnslitir meginviðfangsefni Þetta er í þriðja sinn sem Akvarell ísland sýning er haldin. Árið 1996 komu níu ís- lenskir myndlistarmenn saman til að halda sýningu á vatnslitamyndum. Hópurinn kall- aði sig Akvarell ísland, enda allt mynd- listarmenn sem höfðu meira og minna helg- að sig vatnslitamálun í list sinni. Sýningin var haldin í Hafnarborg, ásamt því að fá til liðs við sig Hjörleif Sigurðsson sem gesta- málara. Onnur sýning hópsins var haldin árið 1998 undir yfirskriftinni Akvarell Island 2, þá í Hveragerði. Hún var þá haldin í minningu Skarphéðins Haraldssonar, myndlistar- manns og kennara, og ásamt verkum hinna níu listamanna voru sýndar nokkrar akvar- ellur hans. í ár hafa þrír myndlistarmenn bæst í hóp- inn og sýna með upprunalega hópnum. Það eru þau Ásta Árnadóttir, Daði Guðbjörnsson og Hlíf Ásgrímdóttir. Ásta er aldursforseti hópsins að þessu sinni, en Daði og Hlíf yngja hann upp. Myndlistarmennirnir sem sýna á sýningunni eru á ólíkum aldri og hafa verið mislengi starfandi í greininni. Þessi breidd í hópnum gefur sýningunni aðeins meira gildi, að mati myndlistarmannanna, enda eru verkin á sýningunni afar fjölbreyti- leg. Uppsetning sýningarinnar er í höndum Jóns Axels Björnssonar og Aðalsteins Ing- ólfssonar. Hver syngur með sínu nefi „Þetta er sundurleitur hópur hvað varðar efnistök," segir Gunnlaugur. „Hér syngur auðvitað hver með sínu nefi. En öll eigum við það sameiginlegt að vera gagntekin af akvarellu." Gunnlaugur hefur helgað sig meira og minna vatnslitamálun síðastliðin þrjátíu ár og unnið við kennslu í þeirri tækni við Myndlistaskólann í Reykjavík og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Akvarell er Morgunblaðið/Kristinn Myndlistarmenn sem sýna á Akvarell ísland 2000 í Hafnarborg. hugtak sem vefst fyrir blaðamanni. Hvað felst í því? „Það sem einkennir þetta efni og þessa aðferð er að pappírinn og ljósið skín í gegn, líkt og um steindan glugga sé að ræða. Hægt er að vinna í mörgum lögum með akv- arellu. Allt sem gert er á pappírinn, kemur fram í myndinni og það getur auðvitð verið bæði gott og slæmt,“ svara Gunnlaugur og Hlíf. Gunnlaugur segist oft líkja vatnslita- málun við hest, sem verður að halda fast við taumana í, en er um leið stórkostlegur farar- skjóti. „Eg myndi líka segja að vatnslitur sé eins og köttur, sem fer sínar eigin leiðir,“ bætir Hlíf við. „Smám saman nær maður að loka fyrir einhverjar af leiðum hans. En auð- vitað eru vatnslitir bara eins og hver annar miðill þegar maður fer að nota hann. Maður lærir að stjórna honum.“ Að sögn Gunnlaugs er pappírinn lykilatriði þegar kemur að vatnslitamálun. „Hann getur verið grófur eða fíngerður, þykkur eða þunnur, með ýms- um áferðum. Þetta skiptir allt mjög miklu máli í sambandi við útkomuna sem maður er að reyna að ná fram.“ Ekki algeng aðferð Hlíf og Gunnlaugur segja að fáir mynd- listarmenn hafi helgað sig alveg vatnslita- málun. „Þetta er svolítið spurning um að hafa gaman af því frá byrjun eða hreinlega alls ekki. Fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að þessu. Þeir myndlistarmenn sem á annað borð vilja vinna með vatnsliti, geta varla hugsað sér að vinna með neitt annað. Þeir hins vegar sem ekki gera það að stað- aldri, gera það nánast aldrei." Hlíf, eins og Gunnlaugur, kennir vatnslitamálun. Hún segist hafa notað vatnsliti frá því að hún var barn. „Eg nota stundum aðrar aðferðir, en mér finnst eins og ég sé komin heim þegar ég nota vatnsliti. Það er ef til vill vegna þess að ég hef notast við þetta efni svo lengi. Maður getur ekki alltaf stjórnað því eins og maður vill, því fylgja stundum erfiðleikar, en erfiðleikar eru líka spennandi." Að mati Hlífar er oft ákveðin hræðsla hjá myndlistarfólki við að nota vatnsliti. Mynd- listarmennirnir sem sýna á Akvarell ísland 2000 nota einungis vatnsliti í myndir sínar. „Margir blanda vatnslitum við aðrar aðferð- ir, nota til dæmis blek líka eða nota vatnsliti í grafík. Á sýningunni hérna er þó einungis um að ræða hreina akvarellu, sem er erfið tækni, en ákaflega heillandi.“ Sýningin í Hafnarborg er opin alla daga milli kl. 12 og 18. Henni lýkur 27. ágúst. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.