Alþýðublaðið - 01.05.1982, Síða 13
Laugardagur 1. maí 1982
13
- erindi um borgina í
sögunni og miðbæinn
sem týndist út úr
aðalskipulaginu
Enn bíöa menn ákvarðana um einn megin skipulagsvanda miöbæjarins — þ.e. hvernig skapa
megi bifreiðastæði fyrir þá f jölmörgu, sem vinna í miðbænum — og eiga erindi í hann.
tillits til sameiginlegra þarfa samfélagsins. Þetta var sú
meginregla, sem gilti lengst af á 19du öld, á þvi timabili,
þegar borgarsamfélagið þandist út i kjölfar byltingar i at-
vinnuháttum.
Um byltingarsinnaða kapítalista
Kapitalisminn kollvarpaði sjálfsstjórn hinna litlu sam-
félaga. Hann orkaði eins og jarðskjálfti eða náttúruham-
farir á rótgróin samfélög. Það er ótrúlega útbreiddur mis-
skilningur, að markaðskapitalisminn hafi i einhverjum
skilningi verið ihaldssamt afl. Þvert á móti.Kapitalisminn
boðaði byltingu i atvinnu- og þjóðfélagsháttum. Einmitt
þess vegna, eignaðist hann óumdeilanlega mikinn
aðdáanda i öndvegis riti byltingarsinnans, Karls Marx, i
— „Kapitalinu”.
Kapitalisminn lagði áherzlu á breytingar, ekki öryggi.
Hagnaðarvonin, frekar en heföbundið samhengi, var
lögmálið. I kjölfar hans varð alger bylting á öllum háttum
borgarsamfélagsins.
Það er haft eftir Svarthöfða aö hinn islenzki sósialismi,
eða leifarnar af honum hafi alfarið snúið sér hin seinni
ár, að verndun gamalla húsa. Sósialismi af þvi tagi hefur
m.ö.o. snúist upp i þjóðlega ihaldssemi. Ýmsum kann aö
þykja það breyting til batnaðar. Svona breytast hin
pólitisku trúarbrögð i timans rás. Orðin breyta um merk-
ingu.
Dómkirkjur kapitalismans voru kauphöllin, bankinn og
verzlunarráðið. Og kapitalisminn innleiddi „slömmiö”.
Iðnaðarborgirnar brezku voru eitt samfellt slömm. Hinn
góðkunni iðnrekandi, Friedrich Engels, segir frá þvi i riti
sinu, „Astand verkalýösstéttarinnar á Englandi 1844”, aö
hann varð samferða kaupsýslumanni einum til skrifstofu
sinnar i miðborg Manchester. Á leiöinni fóru þeir framhjá
samfelldum mannlegum öskuhaug slömmanna kringum
verksmiðjurnar. Engels benti á eymdina og sagði:
„Þvilik eymd og volæði”. Kaupsýslumaðurinn rak upp
stór augu og svaraði: „But a lot of money is made here,
sir”. Viðgræöum nú á þvi samt, herra minn.
Það var ekki fyrr en undir lok aldarinnar, þegar farið
var að veita pólitiskt og félagslegt viðnám gegn
afleiðingum hins óhefta, en dýnamiska, kapitalisma, sem
borgirnar náöu aftur þvi stigi, að veröa mönnum bjóðandi.
Hinar félagslegu aöstæöur voru hrikalegar eins og sjá má
i^esturbæ (West End) og austurbæ (East End) hverrar
stórborgarinnar á fætur annarri.
Kjarni málsins er sá, að ofvöstur borganna samkvæmt
lögmáli hins óhefta kapitalisma, þurrkaði út flest merki
óspjallaðrar náttúru, sem eru mannskepnunni lifs-
nauðsynleg i daglegu amstri hennar. Arnar urðu að skolp-
veitum, strandlengjan varð að sorphaug, skóginum var
jafnað við jörðu, fornum og virðulegum byggingum var
rutt úr vegi fyrir járnbrautum og hraðbrautum. Umhverfi
slikra borga var og er, jafnvel enn i dag, ómennskt.
Um hið sósialiska slömm
En hvað er þá aö segja um arkitektúr og borgarskipulag
sóasialismans? Um hana er hægt að vera stuttorður. Það
þarf ekki langa gönguferö um venjulega austurevrópska
borg, hvort heldur það er Austur-Berlin, Leipzig, Varsjá
eða m.a.s. hin undurfagra Prag, til þess að þekkja hina
dauðu hönd. Rikissósialisminn austur evrópski er hið
tótala, algera skipulag. Þar hefur sjálfsbjargarviðleitni
einstaklingsins, athafnaþrá hans, framkvæmdalöngun og
sköpunarkraftur, verið drepinn i algeran dróma.
Afleiðingin blasir hvarvetna við. Niðurnidd gömul
borgarhverfi og endalaus sósialisk slömm. Þetta ytra yf-
irbragð borganna endurspeglar það, sem inni fyrir býr:
Andlegan dauða, smekkleysi og gerræöi menningar-
lausrar yfirstéttar, sem hefur sölsað undir sig öll völd, og
þykist ekki þurfa að óttast þau. Hápunkti hefur þessi
ömurleiki náö i hinum nýju borgum sósialisman s Ég hef
séð eina slika i Austur-Þýskalandi. Hún er kennd við
sjálfan guðspjallamanninn og kölluð Karl Marx-Stadt.
Það er ekki litiö, sem sá maöur hefur mátt þola, varnar-
laus i gröfinni.
Hver er niöurstaðan?
Auðvitað hin sóslaldemókratiska lausn. Við skulum fyr-
ir alla muni forðast að taka efnahagsgangverkið úr
sambandi. Drifkraftur þess er sjálfsbjargarhvöt, frum-
kvæði, framtakssemi og sjálfsagi einstaklinga og félags-
hópa, sem þurfa vaxtarrými og athafnasvið. En alveg eins
og strið er of alvarlegt mál, til þess að láta herforingjana
eina ráða striði eða friöi, eins er lif borgarinnar okkur
öllum of nákomiö, til þess að láta vöxt þess og virðingu
vera eingöngu i höndum kaupahéðna og athafnamanna.
Þess vegna skulum við skipuleggja, beina kröftum at-
vinnulifsins i æskilegan farveg. En forðast alla ofstjórn og
reglugerðargleði. Það er i þessu sem öðru, aðlistin er i þvi
fólgin, að þekkja takmörk sin.
Hin sósíaldemókratiska borg
Mumford nefnir lýsandi dæmi um glæstan árangur af
þessum gullna meðalveg. Það er Amsterdam, Feneyjar
norðursins. Þaö er margra manna mál, að þar sé að finna
eitthvert manneskjulegasta borgarsamfélag i norðan-
verðri Evrópu. Amsterdam hefur frá fornu fari verið
blómleg viðskiptaborg og efldist mjög á kapitalisku
gróskuskeiði. En um leið er hún eitthvert fegursta dæmið
sem hugsast getur um listrænt borgarskipulag
Hvers vegna lagöi hinn óhefti kapitalismi Amsterdam
ekki i rúst, eins og Mumford nefnir mörg dæmi um þróun
annarra borga? Það kom ekki til af góðu. Þaö var af þvi aö
borgin var byggð úti á sjó. Húsin eru byggö á stultum,
landið er búiö til af mannahöndum. Þetta var of viðamikiö
verkefni til þess að það skilaöi auðteknum skyndigróða
sundruðu einkaframtaki.
Og til þess að borgin gæti gegnt hlutverki sinu varö hún
að njóta óvenju mikillar félagslegrar þjónustu. Þess
vegna var borginni forðað frá þvi hlutskipti að tvistrast út
um allar trissur eftir duttiungum gróðabrallsmanna,
meðfram auöveldustu samgönguleiðum. Hinum
dýnamiska kapitalisma sivaxandi viöskipta var þess
vegna haldíð innan ramma samfélagslegrar'heildar-
skipunar meö stórkostlegum árangri. Þetta er ástæðan
fyrir þvi, að Amsterdam er lýsandi dæmi um hið blandaða
hagkerfi, þar sem öflugt einkaframtak og samfélagsleg
forsjá haldast i hendur og bæta hvort annað upp. Enn einu
sinni, hin sósialdemókratiska lausn, með bravúr!
Það er haft eftir Bismarck, járnijanslaranum, að ef
Hollendingar byggju á trlandi, væri írland Sviss Evrópu.
En ef trar hefðu búið á Hollandi, hefðu þeir allir drukknaö.
Við tslendingar erum til hálfs skandinaviskir handverks-
menn, til hálfs af keltnesku skáldakyni. Bastarðar af
þessu kyni ættu aö hafa listrænt upplag og vandað hand-
verk sem hvort tveggja þarf til að byggja aðlaöandi
borgarumhverfi.
Meö bros á vör
Nú vill svo til, að Reykjavik er ein örfárra höfuðborga
Evrópu, sem fyrir æsku sakir slapp við hina kapitalisku
gereyðingarstyrjöld á hendur mannlegu umhverfi, sem
varð hlutskipti svo margra borga, á öldinni sem leið. Þvi
miður á hún sér heldur ekki neinar sögulegar miðaldar
menjar. Hún er nútimaborg, eftirstriösfyrirbæri — i þeirri
mynd, sem við þekkjum hana.
Og allar götur siðan, hefur henni veriö stjórnað, i stórum
dráttum, eftir þeim sósialdemókratisku meginreglum,
um málamiðlun athafnasemi einstaklinganna innan
ramma heildarreglu, sem ég hef áður vikið að. Reykjavik
er m.ö.o. sósialdemókratisk borg, hverju nafni sem nefn-
ast þeir stjórnmálaflokkar, sem með völdin hafa farið i
borgarráöinu. Ég geri ráö fyrir þvi, að svo verði áfram,
a.m.k. þangaö til Hannes Hólmsteinn hefur afkristnað
Sjálfstæöisflokkinn til bókstafstrúar á þá hjáguði sina,
Hayjek og Friedman. Um það leyti standa vonir til,
að Alþýðuflokkurinn hafi með öllu vanið sig af 'oftrú á al-
vizku nefnda, ráða og reglugeröasmiöa og meðtekiö
boðskap hins blandaöa hagkerfis með bros á vör. Menn
vita þá hvert þeir eiga að snúa sér, þeir sem á annað borö
hafa gert það upp við sig, að þjóöfélagið þurfi ekki endi-
lega að vera linnulaus borgarastyrjöld undir blaktandi
fánum stéttahaturs og striðs.
Nú hefur farið fyrir mér i þessu spjalli eins og höfundum
aðalskipulags Reykjavikur 1962—1983, að ég hef týnt
miðbænum út úr ræðunni. Skipulagsfrömuðir færðu fyrir
þvi lærð rök að þeir yrðu að flytia miöbæinn austur að
Kringlumýri. Þau rök tóku miö af umferðarþunga, skorti
á bilastæðum i gamla miðbænum, háu lóöaverði, miklum
endurbyggingarkostnaöi og seinagangi framkvæmda þar
af leiðandi. En timabili þessa aðalskipulags er lokið á
næsta ári. Og enn bólar ekkert á nýja miðbænum. Borgar-
lifið hefur ekki laðað sig að skipulaginu. Lenin sagði einu
sinni, aö ef sósialisminn félli ekki að veruleikanum, þá
væri það verst fyrir veruleikann. Þetta er ákaflega
ósósialdemókratisk hugsun, og þ.a.s. óskynsamleg.
Það sem hlýtur aö teljast eðlileg miðbæjarstarfsemi, het-
ur teygt sig eftir endirlöngum Laugavegi og Suðurlands-
braut, alla leið inn i Múla, Skeifu og út um allar trissur.
Nema helzt ekki við Kringiumýrarbrautina. Þar er bara
verzlunarhöll og hola oni jörðina, sem er draumur um
borgarleikhús um næstu aldamót. Þar hefur ekkert lif
kviknað.
Ég verö að láta mér nægja að lýsa þeirri skoðun minni,
að ég vil fá miðbæinn aftur á sinn stað. Þ.e.a.s. i gamla
miöbæinn.
Borg er ekki vél/ heldur lifandi gróður
Borg er ekki vél. Hún er lifandi gróður. Miðbærinn er
lifandi saga og tengslin við söguna má ekki rjúfa. Þaö er
ofstjórn að ætla sér að drepa miöbæinn með þeim rökum,
að þar vanti bilastæði. Þaö er leysanlegt vandamál, eins
og sýnt verður fram á, á þessari ráðstefnu. En tveggja
áratuga reynsla kennir okkur, að miöbær verður ekki
búinn til með reglustiku og reglugerð.
Miöbærinn á aö vera þar sem hann var: í kvosinni frá
Þingholtum til Grjótajiorps i aust.-vestur og frá höfninni
að noröanveröu suður i Skerjafjörö. Og þar á að vera allt,
sem gæðir miöbæinn lifi. Ys og þys hafnarinnar, miðstöð
fjármála og viöskipta, höfuðstöðvar stjórnmála og stjórn-
sýslu, blaöa, annarra fjölmiðla og — Guðskristni. Þar á að
vera þinghús, ráðhús og dómkirkja. Þar eiga að vera höf-
uðstöðvar útvarps, sjónvarps, og blaöa, en ekki úti i ein-
hverri eyöimörk, þar sem menn lifa á hamborgurum út úr
sjoppugötum og enginn maður er á ferli eða mælandi
máli.
1 miöbænum eiga að vera leikhús og ópera, tónleika-
salir, bókasöfn og listasöfn. Þar eiga að vera útilaugar og
heitir pottar, þvi að Reykvikingar hafa tekið þaö eftir
Rómverjum hinum fornu, að útkljá hin mikilvægustu
málefni rikisins, naktir i baði.
1 miðbænum á að vera urmull veitingastaða af öllum
stærðum og geröum. Og þaö á að afnema reglugerð um aö
sturtuböð séu skilyrði fyrir þvi, að bergja megi á solskins-
drykkjum meö matnum. Ef þessi reglugerð hefði verið i
gildi i Parisarborg, væri búið að loka henni fyrir löngu. 1
miðbænum eiga að vera kaffihús og krár, þar eiga aö vera
almenningsgarðar, útivistarsvæði, skaútasvell, ar.da-
pollar og annað sem hugurinn girnist. Þar eigum við Al-
bert Guðmundsson aö geta spássérað á sunnudagsmorgn-
um með hundana okkar, mannsins bezta vin, og fyrir alla
muni að afnema reglugerð, sem sett hefur verið til höfuðs
tryggasta förunauts mannskepnunnar.
I miðbænum mega lika min vegna vera hvers kyns
verzlanir fyrir fólk, sem hefur gaman af þvi að venja
komur sinar á svoleiöis staöi. Sérilagi þá bókabúðir, og
það á að bjóöa fólki upp á kaffi og með þvi, sem kemur til
að snuðra i bókum.
Ef þetta verður gert, verður miðbærinn ekki lengur eins
konar bautasteinn liðinnar sögu og deyjandi borgar að
degi til, né heldur hallærisplan misskilinnar æsku þegar
kvölda tekur.
Að öllu samanlögöu þætti mér ákaflega vænt um það, ef
hin sósialdemókratiska borgarstjórn, hverju nafni sem
hún kýs að nefna sig, vildi vera svo væn, að skila aftur
miðbænum, sem týndist i aðalskipulaginu.
— JBH.
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson. ritstióra